G. Þorkell Guðbrandsson hefur lengi alið manninn á Sauðárkróki en segist fæddur árið 1941 í Ólafsvík, „...sem er lítið fiskimannaþorp á Snæfellsnesi.“ Af lítillæti segist hann spila á hárgreiðu og þegar hann er spurður út í helstu tónlistarafrek svarar hann: „Afrek?“