Vel heppnaður og fjölmennur fundur fór fram í Salnum í Kópavogi á laugardaginn þar sem Guðrún Hafsteinsdóttir, þingmaður Sjálfstæðisflokksins og fyrrverandi dómsmálaráðherra, lýsti yfir framboði sínu til formennsku í flokknum á landsfundi hans um næstu mánaðarmót. Fólk bæði alls staðar að af landinu og alls staðar úr Sjálfstæðisflokknum mætti á staðinn og féll ræða Guðrúnar ljóslega í afar góðan jarðveg hjá viðstöddum sem klöppuðu ákaft og ítrekað á meðan á henni stóð.
Rauð viðvörun er í dag á Degi leikskólans og allt skólahald liggur niðri í Skagafirði. Leikskólinn minn er lokaður og hefur reyndar verið lítið um að börn hafi fengið að koma þangað síðustu daga vegna verkfalls. Vikurnar fyrir verkfall þurftum við líka að loka deildum og senda börn heim vegna manneklu. Þá þurftu kennarar og annað starfsfólk að hlaupa hraðar til að láta daginn ganga upp. Er það það sem við viljum? Náum við að vinna okkar faglega starf þannig? Náum við að horfa á þarfir hvers og eins og grípa þá sem þurfa meiri aðstoð? Nei, nei það getum við ekki og það er ekki það sem við viljum.
Framundan er landsfundur Sjálfstæðisflokksins þar sem við sjálfstæðismenn stöndum á ákveðnum tímamótum eftir það sem á undan er gengið. Ekki sízt með tilliti til forystumála flokksins. Við þurfum að geta sýnt kjósendum fram á það með trúverðugum hætti að um nýtt upphaf sé að ræða. Bæði þeim sem haldið hafa tryggð við flokkinn og ekki síður hinum sem ekki hafa talið sig getað haldið áfram að kjósa hann. Það verður ekki gert með því að bjóða upp á meira af því sama.
Mistök varðandi skil á utankjörstaðaatkvæðum virðast hafa verið einhver í nýlega afstöðnum kosningum. Herra Hundfúll er pínu hissa að það virðist sem þetta sé bara ekkert mál, ef marka má viðbrögð, bara svona óheppilegt og ekkert við þessu að gera samkvæmt leikreglunum.