Að þessu sinni tekur Tón-lystin hús á Ólafi Rúnarssyni sem er árgerð 1970. Hann er innfæddur Garðbæingur en býr nú á Hvammstanga og kennir þar við Tónlistarskóla Húnaþings vestra en að auki kennir hann líka við Auðarskóla í Dölum. Ólafur segir að pabbi hans eigi rætur að rekja á Refsstaði í Laxárdal sem og Björnólfsstaði í Langadal og Litlu-Ásgeirsá í Þorkelshólshreppi sem nú er í Húnaþingi vestra.