Landsliðsmaðurinn, Stóllinn og skemmtanastjórinn Sigtryggur Arnar Björnsson, fæddur árið 1993, varð í maí síðastliðnum Íslandsmeistari í körfu með liði Tindastóls. Titlinum var fagnað vel og lengi. Nú á dögunum steig Arnar síðan pínu dans utan þægindarammans en þá stökk kappinn í gervi skífuþeytis (DJ) á bæjarhátíðinni Hofsós heim.