Ungur maður er nefndur Þorsteinn Snær Róbertsson, fæddur 1994, og er frá sveitabýlinu Hvalshöfða í Hrútafirði. Hann er alinn upp á Reykjaskóla í Hrútafirði og fluttist síðar yfir á Hvalshöfða, sonur Hadísar Brynju Þorsteinsdóttur og Róberts Júlíussonar. Þorsteinn spilar á kassagítar og munnhörpu og segir það hafa verið sitt stærsta afrek á tónlistarsviðinu þegar hann spilaði nokkur kántrýlög sem hann hafði sett saman en með honum spiluðu bræður hans, Júlíus og Daníel...