Ekki greip umsjónarmaður Tón-lystarinnar í tómt þegar leitast var eftir því að Ragnar Z. Guðjónsson, eða bara Raggi Z, svaraði þættinum. Kappinn er fæddur á Blönduósi það herrans ár 1970 og ólst þar upp, sonur Kolbrúnar Zophoníasdóttur og Guðjóns Ragnarssonar. Nú býr hann í Hafnarfirði og titlar sig ritstjóra Húnahornsins góða – með meiru.