Ungur maður er nefndur Sæþór Már Hinriksson og kemur frá Syðstu-Grund í hinni skagfirsku Blönduhlíð. „Undanfarna mánuði er ég búinn að vera með stærstan part af sjálfum mér á Króknum, í Víðihlíðinni hjá tengdó, en hugurinn leitar alltaf heim í Blönduhlíðina,“ segir Sæþór sem er fæddur árið 2000 og hefur verið spilandi og syngjandi frá fyrstu tíð.