Helgu Rós Indriðadóttur frá Hvíteyrum í hinum aldna Lýtingsstaðahreppi ættu nú flestir tónlistarunnendur að kannast við. Helga Rós, sem er sprenglærð söngkona, er fædd 1969, dóttir Rósu og Indriða á Hvíteyrum, býli sem stendur undir Mælifellshnjúknum fagra. Hún kennir söng á eigin vegum og er með barnakór í Tónadansi, nýstofnaðri listasmiðju í Skagafirði. Hún stjórnar tveimur kórum; Skagfirska kammerkórnum og kvennakórnum Sóldísi.. Hljóðfæri Helgu Rósar eru röddin og píanóið.