Sigurpáll Aðalsteinsson, í daglegu tali nefndur Siggi Doddi, svarar nú Tón-lystinni. Siggi Doddi (1970) býr í Fellstúninu á Króknum en er alinn upp á Húsavík. Hann spilar á hljómborð og oftar en ekki með hljómsveitinni Von. Þá er kappinn í landsliðsflokki í veitinga- og skemmtanabransanum en Siggi Doddi rekur ásamt konu sinni veitinga- og skemmtistaði á Króknum og á Akureyri.