Halldór Þormar Halldórsson er af árgangi 1964, uppalinn á Sauðárkróki en hefur um þó nokkurn tíma alið manninn á Siglufirði og meðal annars verið fastamaður í Útsvars-liði Fjallabyggðar síðustu árin. Halldór spilar á gítar og bassa en spurður út í helstu tónlistarafrek segir hann: „Reyndi aldrei alvarlega að feta þá slóð af virðingu fyrir tónlistinni og hef verið dyggari hlustandi en þátttakandi. Er með útvarpsþátt á FMTrölli 103,7 sem heitir Orðlaus. Það er mitt framlag í augnablikinu.“