Einar Örn Jónsson (1975) ólst upp á Blönduósi en býr nú í Reykjavík. Hljóðfæri Einars eru píanó eða hljómborð en það að vera þátttakandi í Í svörtum fötum ævintýrinu segir hann kannski ekki hafa verið afrek en það hafi verið ótrúlega skemmtileg upplifun. „Ég hef líka verið svo heppinn að fá að spila með mörgum af bestu tónlistarmönnum landsins. En stoltastur verður maður af að heyra lögin sín í útvarpinu. Ætli Jólin eru að koma sé ekki mesta afrekið!“