Seck Pape Abdoulaye og Antonio Kurtis Hester til Tindastóls

Antonio Kurtis Hester
Antonio Kurtis Hester

Körfuknattleiksdeild Tindastóls hefur ráðið tvo sterka leikmenn fyrir komandi átök í Domino's deildinni Seck Pape Abdoulaye og Antonio Kurtis Hester. Pape er Senigali fæddur 1992 en Kurtis sem er 26 ára kemur frá Miami í Florida. 

Að sögn Stefáns Jónssonar formanns körfuboltadeildar Tindastóls hefur Pape leikið á Spáni undanfarin ár og þekkir þjálfari Tindastóls, Jose Maria, vel til kappans en hann þjálfaði leikmanninn í 3 ár á Tenerife. Pape er 205 cm alhliða leikmaður sem kemur til með að hjálpa liðinu í mörgum stöðum á vellinum.

Hester  er kraft framherji, rétt tæplega tveggja metra hár, og hefur líkt Pape, leikið á Spáni undanfarin ár. Á síðastliðnu tímabili lék hann með Miami Midnites sem leikur í FBA deildinni. Er vinna núna í fullum gangi með pappíra fyrir þessa kappa og vonandi verða þeir komnir hingað í Skagafjörðinn öðruhvorumegin við mánaðamótin.Seck Pape Abdoulaye

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir