Stóllinn – kynningarblað Körfuknattleiksdeildar Tindastóls

Page 1

stóllinn KYNNINGARBÆKLINGUR KÖRFUKNATTLEIKSDEILDAR TINDASTÓL

S 2018-2019



stóllinn INGÓLFUR JÓN GEIRSSON

3

formaður körfuknattleiksdeildar TINDASTÓLS

Eitthvað í vatninu? Komiði sæl kæru stuðningsmenn. Að fá að taka þátt í uppbyggingu á körfuboltadeild í íþróttasamfélagi eins og í Skagafirði eru veruleg forréttindi. Samfélagið allt þarf að starfa saman og gerir það vissulega hér. Við megum vera stolt af heimafólkinu okkar í körfunni hér, þvílík vinna og fórnir sem liggur að baki þeim árangri sem þau eru að ná að maður getur ekki annað en dáðst að. Umgjörð um körfuboltaleik næst ekki án stuðningsmanna og er ég alveg í skýjunum yfir okkar stuðningsmönnum, kurteisi, gleði og hreinn stuðningur er alltaf að aukast og er fyrir löngu orðinn sá langbesti á Íslandi og sennilega þó víðar væri leitað. Við búum hér í firðinum fagra við topp íþróttaaðstöðu og

spyrja hvert leyndarmálið okkar sé? Hvernig fáum við upp unga heimamenn í hrönnum? Hvernig getur burðarvirkið í liðinu ykkar verið heimamenn? Er þetta eitthvað í vatninu? Mér finnst svarið einfalt... við búum í körfuboltasamfélagi sem hjálpast að og styður við bakið á okkar fólki, stöndum saman, þá eru okkur allir vegir færir. Hjartans þakkir leikmenn, aðstandendur, stuðningsmenn og samfélag fyrir að gera þetta mögulegt.

það sem meira er, það er alltaf verið að bæta hana. Unglingastarfið okkar er til fyrirmyndar og margir

Með bestu kveðju Ingólfur Jón Geirsson formaður Kkd. Tindastóls Áfram Tindastóll

Stjórn Körfuknattleiksdeildar Tindstóls 2018-2019 Ingólfur Jón Geirsson, formaður

Guðlaugur Skúlason, meðstjórnandi

nikkarinn@gmail.com

gudlaugurskulason@gmail.com

Björn Hansen, gjaldkeri

Sigfús Ólafur Guðmundsson, meðstj.

bborg@simnet.is

sigfusolafur@gmail.com

Rakel Rós Ágústsdóttir, ritari rakelros2208@gmail.com

Vignir Kjartansson, meðstjórnandi vignirk76@gmail.com

Heimasíða: http://www.tindastoll.is/korfubolti

Forsvarsmaður yngri flokka: Dagur Þór Baldvinsson dagurb@skagafjordur.is

Framkvæmdastjóri unglingaráðs: Brynjar Þór Björnsson brynjarthor5@gmail.com

KYNNINGARBÆKLINGUR KÖRFUKNATTLEIKSDEILDAR TINDASTÓLS 2018-2019 ÚTGEFANDI: Körfuknattleiksdeild Tindastóls. ÁBYRGÐARMAÐUR: Ingólfur Jón Geirsson. UMSJÓN: Sigfús Ólafur Guðmundsson og Óli Arnar Brynjarsson. AUGLÝSINGAR: Nýprent ehf. MYNDIR: Gunnhildur Gísladótir o.fl. FORSÍÐUMYND: Hjalti Árna. UMBROT OG PRENTUN: Nýprent ehf. *11/2018

stóllinn 3


4

KYNNINGARBÆKLINGUR KKD. TINDASTÓLS 2018–2019

israel martín

þjálfari KARLALIÐS TINDASTÓLS

Líður vel á Israel Martín og fjölskylda hafa heldur betur fallið í kramið hjá Króksurum, enda hefur Israels-herinn (Tindastólsliðið) farið mikinn í íþróttahúsum landsins síðustu misserin og eflt stolt stuðningsmanna liðsins. Martín, sem kemur frá Tenerife, tók fyrst við liði Tindastóls haustið 2014 og fór með liðið alla leið í úrslitarimmu gegn KR þar sem liðið tapaði 3-1, en þá voru Darrel Lewis og Dempsey með Stólunum. Hann flutti sig um set til Danmerkur í framhaldi af góðum árangri með Stólunum og þjálfaði þar Bakken Bears sem var eitt besta lið Dana. Hann fékk að sjálfsögðu heimþrá á Krókinn eftir tímabilið í Danaveldi og kom aftur í Skagafjörðinn haustið 2016 og þá fyrst sem aðstoðarþjálfari vinar síns og læriföður, Joe Costa. Hann tók síðan við af Costa eftir erfiða byrjun á tímabilinu 2016-2017 og hefur leitt lið Stólanna síðan með ágætum árangri. Lið Tindastóls vann Maltbikarinn nú í bryjun árs, sinn fyrsta stóra titil, með mögnuðum sigri á liði KR. Vesturbæingar, með Brynjar Þór í fararbroddi, svöruðu fyrir sig í rimmunni um Íslandsmeistaratitilinn þar sem þeir höfðu betur 3-1. Martín hefur getið sér gott orð í íslenskum körfubolta og nú í vor tók hann við þjálfun U21 landsliði Íslands. Stóllinn lagði nokkrar spurningar fyrir Martín þjálfara. Nú er Dominos-deildin farin af stað aftur. Ertu spenntur fyrir nýju keppnistímabili? Já, það er ég. Sérstaklega þar sem nú eru nýir og breyttir tímar í Dominos-deildinni eftir breyttar reglur varðandi fjölda erlendra leikmanna. Hverjar eru að þínu mati stærstu breytingarnar á deildinni að þessu sinni? Að sjálfsögðu eru það þessar breyttu reglur varðandi Bosman-leikmennina. Þá er hæðin í deildinni meiri og sömuleiðis gæði liðanna. Það er því nauðsynlegt fyrir leikmenn og þjálfara að koma vel undirbúna til leiks á nýju keppnistímabili því körfuboltagreind leikmanna ætti að vera meiri en undanfarin tímabil. Nú hafa verið nokkrar breytingar á leikmannahópi Tindastóls. Hvað geturðu sagt okkur um nýju leikmennina? Nú, við erum mjög ánægðir með þá nýju leikmenn sem við höfum fengið til liðs við okkur. Ég held líka að við séum að fá frá þeim


stóllinn

5

Króknum það sem við reiknuðum með bæði innan og utan vallar. Þetta eru algjörir atvinnumenn sem hafa aðlagast mjög vel hópnum sem fyrir var. Hver finnst þér vera munurinn á liði Tindastóls í ár og liði síðasta tímabils? Við byggjum enn á frábærum keppnisanda sem er í blóðinu í okkar liði. Núna höfum við líka leikmenn með meiri körfuboltagreind sem geta enn betur hjálpað ungu leikmönnunum okkar. Þannig að líkt og hin liðin í deildinni þá erum við með betra lið en á síðasta tímabili. Við erum með leikmenn sem geta spilað margar stöður á vellinum og það er eitthvað sem við höfum verið að leita eftir og er nýtt fyrir okkur. Hverjar verða áherslurnar í leik Tindastólsliðsins í vetur? Við leggjum áherslu á að berjast fyrir öllum boltum og að vera öflugir á okkar heimavelli. Við viljum byggja upp heilsteypt og sterkt lið sem getur spilað við hvaða lið sem er og barist til sigurs á öllum völlum í deildinni. VÖRN! Hver eru markmið liðsins fyrir tímabilið? Við viljum komast í fjögurra liða úrslitin í bikarkeppninni aftur. Þá er lykilatriði að komast í úrslitakeppnina og að sjálfsögðu væri ekki verra að hafa heimavallarréttinn þegar þangað væri komið. Hvaða lið reiknarðu með að komist áfram í úrslitakeppnina í vor? Ég spái því að Stjarnan, Keflavík, Njarðvík, Tindastóll, KR, Grindavík, ÍR og Þór Þorlákshöfn komist í úrslitakeppnina. Hvað finnst þér um að Tindastóll tefli nú einnig fram kvennaliði? Það er gott fyrir bæjarfélagið að geta teflt fram kvennaliði. Ég held að við þurfum á því að halda vegna þess að við eigum marga leikmenn sem geta spilað körfubolta og einnig unga leikmenn sem geta skilað mínútum og öðlast reynslu. Þannig að ég held að þetta sé gott mál. Í vetur er mikilvægara að liðið spili körfubolta og hafi gaman af því heldur en að vinna stóra sigra að mínu mati. Og að lokum spurningin sem hvílir á öllum Skagfirð-

ingum. Hvernig stendur á því að þið fjölskyldan viljið dvelja á Króknum þegar þið gætuð legið á ströndinni og sleikt sólina í hitanum á Tenerife? Já, það eru margir sem spyrja mig þessarar spurningar. Veðrið er ekki vandamál fyrir okkur fjölskylduna og Tenerife verður á sínum stað áfram. Okkur líður vel á Króknum því bæði börnin okkar eru fædd hér á Íslandi og mér finnst við falla vel inn í samfélagið. Hér er gott fólk, við finnum fyrir öryggi hérna og teljum þetta vera bestu hugsanlegu aðstæður til að ala upp börnin okkar. Í sannleika sagt þá myndum við vilja búa hér eins lengi og mögulegt er.

MFL. KARLA

KOMNIR & FARNIR KOMNIR Urald King úr Val Danero Axel Thomas úr ÍR Brynjar Þór Björnsson úr KR Dino Butorac frá Rostock Seawolves Ragnar Ágústsson úr Þór Ak. Ólafur Björn Gunnlaugsson úr Val

FARNIR Antonio Hester - óvíst Björgvin Hafþór Ríkharðsson í Skallagrím Chris Caird er hættur Chris Davenport - óvíst Elvar Ingi Hjartarson til FSU Friðrik Hrafn Jóhannsson til FSU Hlynur Freyr Einarsson til FSU Sigtryggur Arnar Björnsson til Grindavíkur

Í PÁSU Axel Kárason


6

KYNNINGARBÆKLINGUR KKD. TINDASTÓLS 2018–2019


stóllinn

7

ÆFINGATAFLA YNGRI FLOKKA

körfuknattleiksdeildar TINDASTÓLS

Allir í körfu! 1.-2. BEKKUR STRÁKAR

Þriðjudaga frá kl. 13:15 - 14:45 Fimmtudaga frá kl. 14:00 – 14:45 Laugardaga frá kl. 13:30 – 14:30 ÞJÁLFARAR Arnoldas og Rúnar Áki

Mánudaga frá kl. 7:00 – 8:00 (morgunn) Mánudaga frá kl. 18:40 – 19:30 (kvöld) Þriðjudaga frá kl. 15:25 – 16:05 Miðvikudaga frá kl. 16:10 – 17:00 Laugardaga frá kl. 8:00 – 10:00 (3 bil)

Mánudaga frá kl. 15:25 – 16:05 Miðvikudaga frá kl. 15:25 – 16:05 Fimmtudaga frá kl. 16:10 – 17:50 Laugardaga frá kl. 13:30 – 14:30 ÞJÁLFARAR Rúnar Áki og Brynjar Þór

1.-2. BEKKUR STELPUR Þriðjudaga frá kl. 14:00 - 14:45 Miðvikudaga frá kl. 14:00 – 15:25 Laugardaga frá kl. 13:30 – 14:30 ÞJÁLFARI Brynjar Þór

3.-4. BEKKUR STRÁKAR Mánudaga frá kl. 13:15 – 14:00 Þriðjudaga frá kl. 14:00 - 14:45 Miðvikudaga frá kl. 14:00 – 14:45 Laugardaga frá kl. 13:30 – 14:30 ÞJÁLFARAR Brynjar Þór og Danero

3.-4. BEKKUR STELPUR Mánudaga frá kl. 14:00 – 14:45 Þriðjudaga frá kl. 14:45 - 15:25 Miðvikudaga frá kl. 13:15 – 14:00 Laugardaga frá kl. 13:30 – 14:30 ÞJÁLFARAR Danero og Brynjar Þór

9.-10. BEKKUR STRÁKAR

5.-6. BEKKUR STRÁKAR

ÞJÁLFARAR Arnoldas og Martín

5.-6. BEKKUR STELPUR Mánudaga frá kl. 15:25 – 16:05 Miðvikudaga frá kl. 15:25 – 16:05 Fimmtudaga frá kl. 16:10 – 17:00 Laugardaga frá kl. 13:30 – 14:30

9.-10. BEKKUR STELPUR

ÞJÁLFARAR Hera Sigrún og Tess Williams

Mánudaga frá kl. 17:50 – 18:40 Þriðjudaga frá kl. 16:10 – 17:00 Miðvikudaga frá kl. 7:00 – 8:00 (morgunn) Miðvikudaga frá kl. 17:00 – 17:50 (kvöld) Föstudaga frá kl. 17:00 – 17:50 (3 bil)

7.-8. BEKKUR STRÁKAR

ÞJÁLFARAR Arnoldas og Rúnar Áki

Þriðjudaga frá kl. 14:45 – 16:05 Fimmtudaga frá kl. 15:25 – 16:05 Föstudaga frá kl. 15:25 – 16:05 (3 bil) Laugardaga frá kl. 14:30 – 15:30 ÞJÁLFARAR Arnoldas og Brynjar Þór

7.-8. BEKKUR STELPUR Þriðjudaga frá kl. 14:45 – 16:05 Fimmtudaga frá kl. 15:25 – 16:05 Föstudaga frá kl. 16:10 – 17:00 (3 bil) Laugardaga frá kl. 14:30 – 15:30

DRENGJA- OG UNGLINGAFLOKKUR Mánudaga frá kl. 20:20 – 22:00 Þriðjudaga frá kl. 20:20 – 21:10 Fimmtudaga frá kl. 20:20 – 22:00 Föstudaga frá kl. 20:50 – 22:00 (3 bil) Sunnudaga frá kl. 10:30 – 11:30 (3 bil) ÞJÁLFARAR Rúnar Áki og Martín

ÞJÁLFARAR Rúnar Áki og Tess Williams

VARMAHLÍÐ 5.-7. BEKKUR

VARMAHLÍÐ 8.-10. BEKKUR

Miðvikudaga frá kl. 15:00 – 16:00 Laugardaga frá kl. 13:30 – 14:30 (á Króknum)

Miðvikudaga frá kl. 16:00 – 17:00 Laugardaga frá kl. 13:30 – 14:30 (á Króknum)

ÞJÁLFARAR Rúnar Áki + gestaþjálfarar

ÞJÁLFARAR Rúnar Áki + gestaþjálfarar

LANGAR ÞIG AÐ BYRJA Í KÖRFUBOLTA? Hafið samband við Brynjar Þór ef áhugi er á að byrja að æfa körfubolta. Sendið netpóst á brynjarthor5@gmail.com og unglingarad@tindastoll.is til að skrá iðkendur.


8

KYNNINGARBÆKLINGUR KKD. TINDASTÓLS 2018–2019

TESS WILLIAMS

bandarískur leikmaður kvennaliðs tindastóls

Við verðum betri og betri Erlendur leikmaður kvennaliðs Tindastóls er Tessondra Williams, 28 ára stúlka frá Los Angeles í Kaliforníu USA. Hún spilaði með Durham Palitinates í Englandi á síðasta tímabili en þar á undan hafði hún starfað við þjálfun kvennaliðs Pierce framhaldsskólans í Woodland Hills í Kaliforníu. Stóllinn setti sig í samband við Tess og spurði nokkurra spurninga. Hvenær byrjaðir þú að spila körfubolta og hvað er körfuboltinn fyrir þér? Ég byrjaði að spila körfubolta fimm ára gömul því ég vildi verða eins og bróðir minn. Og ég hef ekki hætt að spila síðan. Körfuboltinn er grunnurinn að þeim gildum sem ég byggi líf mitt á. Hann hefur kennt

mér þolinmæði og aga, að leggja hart að mér til að öðlast það sem ég þrái í lífinu, að vinna með mismunandi fólki með mismunandi persónuleika og að aðlagast nýjum aðstæðum og umhverfi. En það sem mestu máli skiptir þá hefur körfuboltinn kennt mér að takast á við hæðir og lægðir í lífi mínu, því rétt eins og í leiknum þá gerast hlutirnir í lífi manns á sekúndubroti – sem hefur kennt mér að staldra ekki við það liðna og líka að læra að meta litlu hlutina og að lifa í núinu. Mér líður best þegar ég er með boltann í höndunum og þegar ég er í íþróttasal finnst mér ég vera heima. Ég þakka körfuboltanum fyrir að vera sú manneskja sem ég er í dag. Hvernig stendur á því að þú ert komin til Íslands? Það er nú frekar löng saga en í stuttu máli þá var ég á réttum staða á réttum tíma. Gamall liðsfélagi frá því að ég var í Englandi kom mér í


stóllinn samband við Rakel, sem spilar nú með mér í liði Tindastóls, Mig hafði alltaf langað til að heimsækja Ísland, þannig að þegar tækifæri bauðst til að spila hér þá sagði ég JÁ um leið! Ertu spennt að spila með kvennaliði Tindastóls? Er ég spennt? Heldur betur! Við verðum betri og betri með hverri æfingu og því meir sem við spilum og lærum inn á hver aðra. Þar sem ég veit að þetta er fyrsta tímabilið sem Tindastóll teflir fram kvennaliði í nokkur ár, þá hvetur það mig til að sjá til þess að það verði áfram kvennalið á Króknum um alla framtíð. Hvað hefur komið þér mest á óvart síðan þú komst til Sauðárkróks? Það sem hefur komið mér mest á óvart er: 1. Hvað maturinn er góður. Ég meina, vá! Maturinn í mötuneytinu minnir mig á eldamennskuna hjá mömmu og síðan borða ég allt of mikið af kleinuhringjum í bakaríinu, lol. 2. Hversu vingjarnlegir allir bæjarbúar hafa verið. Ég er örugg og mér líður eins og heima hjá mér. Fyrir mér er það þegar orðin verulega ánægjuleg upplifun að búa hér og spila. Takk Sauðárkrókur. Hvernig er venjulegur dagur hjá þér? Það er svipuð rútína flesta daga. Ef það er sólskin og það snjóar ekki þá finnst mér fínt að fara út að hlaupa á morgnana. Ég borða hádegismat í mötuneyti FNV, þjálfa stelpurnar mínar um miðjan dag og þjálfa mig síðan ein í lyftingasalnum. Síðan er það körfuboltaæfing í lok dags og loks fer ég heim og sofna yfir Netflix (nú er ég að horfa á American Vandal sem eru drepfyndnir þættir, lol). Ertu farin að stunda skíði? Ég er ekki byrjuð á skíðum ... en mig hefur lengi langað til að læra á snjóbretti. Þannig að ef einhvern langar að kenna mér, þá er ég til í slaginn! Það er sunnudagur og þú átt frí. Hvernig væri dagurinn hjá þér? Ef ég væri heima þá færi ég með hundinn minn í almenningsgarðinn og eyddi smá tíma með foreldrum mínum. En hér á Sauðárkróki þá væri hinn fullkomni sunnudagur þannig að ég væri ein með skotvélinni í íþróttasalnum að skjóta á körfu. Án þess að nokkur truflaði mig. Síðan færi ég út í bæ, á Hard Wok Café, og fengi mér svolítinn ís.

KÖRFUBOLTA- OG FÓTBOLTA

AKADEMÍAN Fjölbrautaskóli Norðurlands vestra býður upp á akademíu í körfubolta eða knattspyrnu. Kristján Bjarni Halldórsson er aðstoðarskólameistari FNV. Stóllinn spurði hann nokkurra spurninga. Hvað er akademía? Akademía í körfubolta eða knattspyrnu er val eða áfangar sem nemendum stendur til boða. Annars vegar eru verklegar æfingar undir stjórn þjálfara Tindastóls og hins vegar eru bóklegir áfangar sem íþróttakennarar FNV sjá um. Akademían snýst um að ná lengra í íþróttagreininni, efla sjálfstraust og bæta sjálfsmyndina til að auka árangur. Hverjir þjálfa? Israel Martín er aðalþjálfari í körfuboltanum og Guðni Þór Einarsson er aðalþjálfari í knattspyrnunni. Hversu umfangsmikið er námið? Í heildina er námið nálægt því sem samsvarar heilli önn. Verklegu áfangana taka nemendur á fjórum önnum, einn á hverri önn. Þeir mæta þrisvar í viku utan hefðbundins skólatíma. Bóklega námið samanstendur af þremur til fimm áföngum. Hvernig nýtist námið? Hægt er að nýta námið sem val. Í bóklegu áföngunum fá nemendurnir fræðslu í meðal annars þjálfunarfræði, næringarfræði og íþróttasálfræði. Verklegu æfingarnar eru hugsaðar til að hjálpa þeim að ná lengra í íþróttagreininni. Hversu vinsæl er akademían? Hún nýtur vaxandi vinsælda. Nú á haustönn eru 30 nemendur í akademíunni, 17 í körfubolta og 13 í knattspyrnu. Flestir koma frá Norðurlandi vestra en einnig víðar að, t.d. frá Reykjavík. Kynjahlutfall í akademíunni er nokkuð jafnt. Geturðu nefnt dæmi um árangur nemenda? Við í FNV erum stolt af mörgum nemendum sem spila nú með karla- og kvennaliðum Tindastóls. Ég get ekki valið á milli en það er nokkuð víst að á meðal bestu leikmanna Tindastóls eru núverandi og fyrrverandi nemendur í akademíunni.

9



stóllinn

11

LEIKMANNAKYNNING

MEISTARAFLOKKUR KARLA TINDASTÓLS

Spáð öðru sæti Þá er nýtt tímabil í Dominosdeildinni farið af stað og enn er lið Tindastóls á höttunum eftir sínum fyrsta Íslandsmeistaratitli eftir skúffelsið síðasta vor. Israel Martín stýrir liðinu sem fyrr en Helgi Freyr Margeirsson var gerður að aðstoðarþjálfara. Talsverðar breytingar hafa orðið á liðsskipan Stólanna. Björgvin Hafþór skipti yfir til Skallanna að loknu tímabilinu í vor en stuðningsmenn Tindastóls urðu spenntir þegar það spurðist út að von væri á margföldum Íslandsmeistara, Brynjari Þór Björnssyni, til liðs við Stólana. Þá varð snemma ljóst að Hester yrði ekki áfram og sömdu Stólarnir fljótlega við Urald King, Val, og sömuleiðis Danero Axel Thomas, ÍR, sem áttu frábær tímabil með sínum liðum síðasta vetur. Það kom aftur á móti á óvart að Sigtryggur Arnar ákvað að yfirgefa Stólaskútuna og ganga til liðs við Grindvíkinga. Aðeins dró síðan úr bjartsýninni fyrir komandi tímabil þegar hinn þaulreyndi höfðingi, Axel Kára, ákvað að taka sér pásu frá körfuboltanum en stjórn Kkd. Tindastóls brást skjótt við og samdi við Króatann Dino Butorac. Lið Tindastóls, sem af formönnum, þjálfurum og fyrirliðum var spáð öðru sætinu í deildinni í vetur, hefur farið ágætlega af stað í Dominos-deildinni og útlit er fyrir spennandi og skemmtilegan körfuvetur á Króknum.

TÍMABILIÐ 2018-2019

LEIKIR mfl. karla

4. okt. kl. 19:15 TINDASTÓLL–ÞÓR Þ 11. okt. kl. 19:15 VALUR–TINDASTÓLL 18. okt. kl. 19:15 TINDASTÓLL–HAUKAR

85 68 ______-______ 73 93 ______-______

79 61 ______-______

25. okt. kl. 19:15 TINDASTÓLL–NJARÐVÍK

95 73 ______-______

2. nóv. kl. 20:00 KR–TINDASTÓLL

______-______

8. nóv. kl. 19:15 TINDASTÓLL–GRINDAVÍK

______-______

16. nóv. kl. 20:15 STJARNAN–TINDASTÓLL

______-______

22. nóv. kl. 19:15 TINDASTÓLL–ÍR

______-______

9. des. kl. 19:15 BREIÐABLIK–TINDASTÓLL

______-______

13. des. kl. 19:15 TINDASTÓLL–SKALLAGRÍMUR ______-______ 20. des. kl. 20:15 KEFLAVÍK–TINDASTÓLL

______-______

6. jan. kl. 19:15 ÞÓR Þ–TINDASTÓLL

______-______

10. jan. kl. 19:15 TINDASTÓLL–VALUR

______-______

17. jan. kl. 19:15 HAUKAR–TINDASTÓLL

______-______

24. jan. kl. 19:15 NJARÐVÍK–TINDASTÓLL

______-______

31. jan. kl. 19:15 TINDASTÓLL–KR

______-______

3. feb. kl. 19:15 GRINDAVÍK– TINDASTÓLL

______-______

7. feb. kl. 19:15 TINDASTÓLL–STJARNAN

______-______

3. mars kl. 19:15 ÍR–TINDASTÓLL

______-______

7. mars kl. 19:15 TINDASTÓLL–BREIÐABLIK

______-______

10. mars kl. 19:15 SKALLAGRÍMUR–TINDASTÓLL

______-______

14. mars kl. 19:15 TINDASTÓLL–KEFLAVÍK

______-______

birt með fyrirvara um breyttan leiktíma


12

KYNNINGARBÆKLINGUR KKD. TINDASTÓLS 2018–2019

BRYNJAR ÞÓR BJÖRNSSON

DANERO THOMAS

DINO BUTORAC

30 ára skotbakvörður > 194 sm

32 ára FRAMHERJI > 194 sm

28 ára skotBAKVÖRÐUR > 191 sm

FYRIRMYNDIN Á VELLINUM:

FYRIRMYNDIN Á VELLINUM:

FYRIRMYNDIN Á VELLINUM:

HVAÐA MÚSÍK KEMUR ÞÉR Í STUÐ?

HVAÐA MÚSÍK KEMUR ÞÉR Í STUÐ?

Af íslenskum leikmönnum fannst mér alltaf mest spennandi að fylgjast með Teiti Örlygssyni. Áran yfir honum á vellinum var mögnuð. HVAÐA MÚSÍK KEMUR ÞÉR Í STUÐ?

Inní mér syngur vitleysingur með SigurRós.

FINNBOGI BJARNASON

Kobe Bryant.

Það er ekkert eitt lag sem kemur mér í gírinn.

FRIÐRIK STEFÁNSSON

22 ára skotbakvörður > 182 sm

23 ára bakvörður > 185 sm

FYRIRMYNDIN Á VELLINUM:

FYRIRMYNDIN Á VELLINUM:

Steph Curry.

Margir.

HVAÐA MÚSÍK KEMUR ÞÉR Í STUÐ?

Bara þegar DJ Sveinn Brynjar byrjar að þeyta skífum kemst ég í gírinn.

HVAÐA MÚSÍK KEMUR ÞÉR Í STUÐ?

I Love It eða Since U Been Gone með Sveini Brynjari.

Manu Ginobili.

Trick Daddy ft. Lil Jon – Let‘s GO.

HANNES INGI MÁSSON 22 ára SKOTBAKVÖRÐUR > 193 sm FYRIRMYNDIN Á VELLINUM:

Hef litið mikið upp til Loga Gunnarssonar siðan ég var litill.

HVAÐA MÚSÍK KEMUR ÞÉR Í STUÐ?

Borta bra men hemma fest. – sænskur eðal smellur!


stóllinn

HELGI FREYR MARGEIRSSON

HELGI RAFN VIGGÓSSON

36 ára FRAMHERJI > 190 sm AÐSTOÐARÞJÁLFARI

35 ára FRAMHERJI > 195 sm

16 ára framherji > 201 sm

FYRIRMYNDIN Á VELLINUM:

FYRIRMYNDIN Á VELLINUM:

FYRIRMYNDIN Á VELLINUM:

–––

Körfuboltafélagið Molduxar.

HVAÐA MÚSÍK KEMUR ÞÉR Í STUÐ?

HVAÐA MÚSÍK KEMUR ÞÉR Í STUÐ?

Þarf ekkert lag, ég er alltaf peppaður.

ÓLAFUR BJÖRN GUNNLAUGSSON Toni Kukoc.

HVAÐA MÚSÍK KEMUR ÞÉR Í STUÐ?

Lagið Hello með Ice Cube feat. Dr. Dre and Mc Ren.

Playlistinn hans Sveins Brynjars.

PÉTUR RÚNAR BIRGISSON

RAGNAR ÁGÚSTSSON

URALD KING

22 ára bakvörður > 185 sm

17 ára framherji > 192 sm

28 ára FRAMHERJI > 198 sm

FYRIRMYNDIN Á VELLINUM:

FYRIRMYNDIN Á VELLINUM:

FYRIRMYNDIN Á VELLINUM:

Hélt mikið upp á Carmelo Anthony þegar hann var upp á sitt besta

HVAÐA MÚSÍK KEMUR ÞÉR Í STUÐ?

Borta bra men hemma fest. Sænskur smellur sem þið finnið á Morning playlistanum hans Hannesar á Spotify.

Giannis Antetokounmpo.

HVAÐA MÚSÍK KEMUR ÞÉR Í STUÐ?

Eina sem ég vill er ClubDub.

13

Eldri bróðir minn, Ty King, Brandon Roy og Lebron James

HVAÐA MÚSÍK KEMUR ÞÉR Í STUÐ?

Hvað sem er með Lil Boosie og annað rapp!


14

KYNNINGARBÆKLINGUR KKD. TINDASTÓLS 2018–2019

VIÐ STYÐJUM

TINDASTÓL

VIÐAR ÁGÚSTSSON 22 ára skotBAKVÖRÐUR > 193 sm FYRIRMYNDIN Á VELLINUM:

Ég hélt mikið upp á Tracy McGrady.

HVAÐA MÚSÍK KEMUR ÞÉR Í STUÐ?

Borta bra men hemma fest - þú finnur það á Morning playlist hjá Hannesi...

ÞRÖSTUR KÁRASON 23 ára Framherji > 193 sm FYRIRMYNDIN Á VELLINUM:

Kevin Love.

HVAÐA MÚSÍK KEMUR ÞÉR Í STUÐ?

Space Jam - Quad City DJ’s.

ISRAEL MARTÍN Concepción

RÚNAR ÁKI EMILSSON

ÞJÁLFARI 44 ára

AÐSTOÐARÞJÁLFARI 28 ára

HÖNNUN Borgarflöt 1

PRENTUN

550 Sauðárkrókur

SKILTAGERÐ

Sími 455 7171

nyprent@nyprent.is


Við tökum það alltaf með trukki... ...og skorum á Tindastól að gera það sama!

vorumidlun.is


16

KYNNINGARBÆKLINGUR KKD. TINDASTÓLS 2018–2019

HELGI RAFN VIGGÓSSON

segir frá æfingaferð tindastólsmanna í haust

Spýtt í lófa á Spáni Meistaraflokkur karla fór æfingaferð til Albir á haustdögum. Haldið var utan þann 11. september og strákarnir skiluðu sér heim viku síðar eftir vel heppnaða ferð. Stóllinn lagði nokkrar spurningar fyrir fyrirliða Tindastóls, Helga Rafn Viggósson. Hver var tilgangurinn með æfingaferð til Albir? Þjappa hópnum saman fyrir veturinn bæði innan vallar sem utan. Við erum nokkrir sem höfum spilað saman í mörg ár og þekkjumst vel en við vorum núna fyrir tímabilið að fá nokkra nýja leikmenn og þetta var flott ferð til að kynnast þeim betur og taka þá inn í hópinn. Var eitthvað spilað? Við tókum tvo æfingaleiki sem við unnum með yfirburðum, á móti Benidorm og Breiðablik. Hvað var gert annað en æfa og spila? Frítímanum eyddi hópurinn saman í almennu rugli og gríni, fórum út að borða, á ströndina, vatnsrenni-brautagarð og fleira. Hver var duglegastur í taninu? Klárlega Nesi, hann var óþekkjanlegur eftir ferðina ;o) Hver er stefna bikarmeistaranna í vetur og hvernig leggst tímabilið í fyrirliðann? Tímabilið leggst mjög vel í mig. Við erum með breiðan og flottan leikmannahóp og lang bestu stuðningsmennina. Stefnan er auðvitað alltaf sett á sigur í hverjum leik. En best finnst mér að taka fyrir einn leik í einu og njóta þess að spila körfubolta saman og þá gerast góðir hlutir.

MYNDASYRPA FRÁ ÆFINGAFERÐ TIL ALBIR..

MYNDIR: SIGFÚS ÓLAFUR GUÐMUNDSSON



18

KYNNINGARBÆKLINGUR KKD. TINDASTÓLS 2018–2019

Verið velkomin í bakaríið! ! l l ó t s a d n i T m a r Áf

Hvetjum Tindastól til sigurs í vetur


stóllinn

19

ustöð Skagafjar ða eyp t S r

VIÐ STYÐJUM

TINDASTÓL

SKAGAFIRÐI

DEPLAR farm

VERKFRÆÐISTOFA

Fótaaðgerðaog snyrtistofan

TÁIN

NUDD-&



stóllinn

21

LEIKMANNAKYNNING

MEISTARAFLOKKUR KVENNA TINDASTÓLS

Aftur af stað Tindastóll hefur ekki teflt fram liði í meistaraflokki kvenna síðan tímabilið 2014–2015 en á aðalfundi Körfuknattleiksdeildar Tindastóls í sumar, þar sem ný stjórn var kjörin, var ákveðið að slá til á ný og senda lið til þátttöku í 1. deild kvenna. Í framhaldinu var ráðinn ungur litháenskur þjálfari, Arnoldas Kuncaitis, og mun hann stýra stelpunum í vetur. Lið Tindastóls er að mestu byggt á ungum heimastúlkum en ákveðið var að fá til liðsins einn atvinnumann í faginu. Var því Tessondra Williams sótt til Bandaríkjanna en hún er 28 ára gamall bakvörður. Tess er bráðflink með boltann og seig í stigaskorinu. Hún á eftir að styrkja liðið mikið og nýtast vel. Auk þess að spila með kvennaliði Tindastóls kemur hún að þjálfun yngri flokka Tindastóls. Stelpurnar fóru fjallbratt af stað í 1. deildinni í október og mættu í fyrstu leikjunum þeim liðum sem reiknað er með að muni berjast um sæti í Dominos-deild kvenna en það voru lið Fjölnis og Grindavíkur. Leikirnir töpuðust báðir en liðið sýndi frábæra baráttu í þeim báðum. Fyrsti sigurinn er hins vegar þegar í húsi en þá var lið ÍR lagt í parket í Síkinu. Sjö lið taka þátt í 1. deild kvenna og var liði Tindastóls spáð fjórða sæti af formönnum, fyrirliðum og þjálfurum í vali KKÍ sem fram fór skömmu áður en tímabilið hófst.

TÍMABILIÐ 2018-2019

LEIKIR mfl. kvenna

6. okt. kl. 14:30 FJÖLNIR –TINDASTÓLL 13. okt. kl. 16:30 TINDASTÓLL–GRINDAVÍK

106 75 ______-______

78 85 ______-______

27. okt. kl. 16:30 TINDASTÓLL–ÍR

61 49 ______-______

3. nóv. kl. 13:00 NJARÐVÍK–TINDASTÓLL

______-______

10. nóv. kl. 14:00 ÞÓR AK. –TINDASTÓLL

______-______

24. nóv. kl. 16:30 TINDASTÓLL–FJÖLNIR

______-______

1. des. kl. 16:30 HAMAR–TINDASTÓLL

______-______

2. des. kl. 14:00 HAMAR–TINDASTÓLL

______-______

8. des. kl. 16:30 GRINDAVÍK–TINDASTÓLL

______-______

9. des. kl. 14:00 FJÖLNIR–TINDASTÓLL

______-______

5. jan. kl. 16:30 ÍR–TINDASTÓLL

______-______

12. jan. kl. 16:30 TINDASTÓLL–NJARÐVÍK

______-______

19. jan. kl. 16:30 TINDASTÓLL–ÞÓR AK.

______-______

25. jan. kl. 19:15 TINDASTÓLL–HAMAR

______-______

9. feb. kl. 16:30 TINDASTÓLL–GRINDAVÍK

______-______

23. feb. kl. 16:30 TINDASTÓLL–ÍR

______-______

2. mars kl. 16:30 NJARÐVÍK–TINDASTÓLL

______-______

9. mars kl. 14:00 ÞÓR AK.–TINDASTÓLL

______-______

birt með fyrirvara um breyttan leiktíma


22

KYNNINGARBÆKLINGUR KKD. TINDASTÓLS 2018–2019

ALEXANDRA ÓSK GUÐJÓNSDÓTTIR

/

Birna María

DÚFA

Sigurðardóttir

ÁSBJÖRNSD.

18 ára skotbakvörður > 167 sm 18 ára SKOTBAKVÖRÐUR > 158 sm FYRIRMYNDIN Á VELLINUM:

Þröstur Leó Jóhannsson.

HVAÐA MÚSÍK KEMUR ÞÉR Í STUÐ?

King Kunta með Kendrick Lamar.

FYRIRMYNDIN Á VELLINUM:

Rakel Rós.

HVAÐA MÚSÍK KEMUR ÞÉR Í STUÐ?

Það er ekkert sérstakt lag sem kemur mér í gírinn, bara einhver góður playlisti.

EVA RÚN

HAFDÍS lind

DAGSDÓTTIR

SIGURJÓNSDÓTTIR

15 ára BAKVÖRÐUR > 159 sm

18 ára skotbakvörður > 172 sm

FYRIRMYNDIN Á VELLINUM:

FYRIRMYNDIN Á VELLINUM:

Er ekki alveg viss, kannski Pétur.

Kobe Bryant og Birna Valgarðsdóttir.

HVAÐA MÚSÍK KEMUR ÞÉR Í STUÐ?

Til dæmis My House, Hot in Here, Basketball.

HVAÐA MÚSÍK KEMUR ÞÉR Í STUÐ?

God’s Plan - Drake.

35 ára skotbakvörður > 166 sm FYRIRMYNDIN Á VELLINUM:

Dennis Rodman.

HVAÐA MÚSÍK KEMUR ÞÉR Í STUÐ?

I’m Coming Out með Diana Ross.

hera sigrún ásbjarnard. 18 ára skotbakvörður > 163 sm FYRIRMYNDIN Á VELLINUM:

Ástæðan fyrir því að ég byrjaði í körfubolta myndi vera eldri bróðir minn Haukur Hlíðar. Í dag horfi ég einnig til James Harden og Kawhi Leonard. HVAÐA MÚSÍK KEMUR ÞÉR Í STUÐ?

X gon’ give it to ya og Taste eru góð á upphitunar playlistann.


stóllinn

23

HILDUR HEBA

KATRÍN EVA

KRISTÍN HALLA

EINARSDÓTTIR

ÓLADÓTTIR

EIRÍKSDÓTTIR

16 ára FRAMHERJI > 176 sm

15 ára framherji > 175 sm

25 ára framherji > 176 sm

FYRIRMYNDIN Á VELLINUM:

FYRIRMYNDIN Á VELLINUM:

FYRIRMYNDIN Á VELLINUM:

Fyrirmyndin mín á vellinum er Stephen Curry.

HVAÐA MÚSÍK KEMUR ÞÉR Í STUÐ?

My House með Mic Nice.

Hef alltaf litið mikið upp til systur minnar og alltaf gott að hafa hana til að leiðbeina sér í boltanum. HVAÐA MÚSÍK KEMUR ÞÉR Í STUÐ?

Engin sérstök fyrirmynd.

HVAÐA MÚSÍK KEMUR ÞÉR Í STUÐ?

Remember the Name - Fort Minor.

Hustlin’.

MARÍN LIND

RAKEL RÓS

ÁGÚSTSDÓTTIR

ÁGÚSTSDÓTTIR

BIRNA / SÓLVEIG HALLDÓRSDÓTTIR

15 ára BAKVÖRÐUR > 170 sm

24 ára skotbakvörður > 173 sm

21 árs framherji > 189 sm

FYRIRMYNDIN Á VELLINUM:

FYRIRMYNDIN Á VELLINUM:

FYRIRMYNDIN Á VELLINUM:

Viðar.

Viðar bróðir!

HVAÐA MÚSÍK KEMUR ÞÉR Í STUÐ?

Crank That.

HVAÐA MÚSÍK KEMUR ÞÉR Í STUÐ?

Gemmér með XXX Rottweiler hundum.

Líklega Helena Sverris :)

HVAÐA MÚSÍK KEMUR ÞÉR Í STUÐ?

Eye of the Tiger.


24

KYNNINGARBÆKLINGUR KKD. TINDASTÓLS 2018–2019

TINDASTÓLL TV

HVER GETUR ÁN ÞESS VERIÐ? Lið Tindastóls býr vel að eiga einhverja dyggustu og háværustu stuðningsmenn landsins og þó víðar væri leitað.

TESSONDRA

ÞÓRANNA ÓSK

WILLIAMS

SIGURJÓNSDÓTTIR

28 ára bakvörður > 165 sm

22 ára FRAMHERJI > 178 sm

FYRIRMYNDIN Á VELLINUM:

FYRIRMYNDIN Á VELLINUM:

Kyrie Irving.

Engin sérstök fyrirmynd, en er mikið Kobe fan.

Non Stop með Drake.

Black Skinhead – Kanye West.

HVAÐA MÚSÍK KEMUR ÞÉR Í STUÐ?

HVAÐA MÚSÍK KEMUR ÞÉR Í STUÐ?

Netútsendingar á Tindastóll TV En það eru ekki allir sem komast á leikina þótt þeir glaðir vildu. Þá er ekki slæmt að eiga hauk í horni. Hægt er að fylgjast með útsendingum frá all flestum leikjum Tindastóls á Tindastóll TV rásinni á YouTube. Útsendingarnar eru fagmannlegar og í frábærum gæðum og lýsendur leikjanna þekkja leikinn sem við elskum eins og lófann á sér. Þeir geta ekki einu sinni talist hlutdrægir. Hvernig styð ég við bakið á Tindastóll TV? Gleymum ekki að þjónustan er ekki eitthvað sem við eigum heimtingu á. Hún kostar. Þeir sem vilja leggja sitt af mörkum til að halda úti þjónustunni geta lagt TTV lið og lagt inn á: Rkn.nr: 0310 - 26 - 3090 Kennitala: 600202-3080

Arnoldas Kuncaitis

RÚNAR ÁKI EMILSSON (AÞ)

ÞJÁLFARI 23 ára

AÐSTOÐARÞJÁLFARI 28 ára

吀椀渀搀愀猀琀漀氀氀 吀嘀




stóllinn

27

ARNOLDAS KUNCAITIS

þjálfari KVENNALIÐS TINDASTÓLS

Stelpurnar eru tilbúnar að leggja mikið á sig Nú á haustdögum kom Arnoldas Kuncaitus, 23 ára gamall Lithái, í Skagafjörðinn til að taka við stjórn kvennaliðs Tindastóls í körfunni. Þrátt fyrir ungan aldur er hann með þó nokkra reynslu af þjálfun og mikinn metnað. Arnoldas kemur einnig að þjálfun yngri flokka Tindastóls í vetur. Stóllinn lagði nokkrar spurningar fyrir kappann.

reyna að kenna mér íslensku og ég reyni að fræða þau um körfuboltann. Við hjálpum hvort öðru. Ég elska þau öll og þess vegna geri ég allt sem ég get til að gera þau fyrst og fremst að betri manneskjum og síðan betri í körfubolta. Krakkarnir eru eldklárir og þeir skilja hvað ég vil fá frá þeim.

Hvaðan ertu Arnoldas og hvernig kom það til að þú hefur tekið við þjálfun kvennaliðs Tindastóls? Ég kem frá Šiluté sem er bær í Litháen. Ég hef verið viðloðandi körfubolta frá unga aldri og öll fjölskyldan spilaði körfu. Þetta er aðal íþróttagreinin í mínu landi og í raun númer eitt, tvö og þrjú. Pabbi er þjálfari og nú hef ég valið sömu leið og hann. Ég hef reynslu af því að þjálfa yngri flokka og meistaraflokk karla og á hverju sumri hef ég starfað við þjálfun í sumarbúðum. Ég fékk skilaboð frá vini mínum sem vissi til þess að Tindastóll væri að leita að ungum og metnaðarfullum þjálfara svo ég hafði samband og nú, nokkrum mánuðum síðar, er ég hér. Ertu bjartsýnn á tímabilið? Við verðum að virða það að þetta er nýtt lið. Flestir leikmannanna hafa ekki spilað saman í liði og það mun taka tíma að ná jafnvægi milli leikmanna og finna út hverjir styrkleikar þeirra eru og hvað þeir geta gefið liðinu. Allar hafa stelpurnar metnað til að gera vel en mitt hlutverk er að láta þær spila sem lið. Við vinnum að því að bæta okkur á hverjum degi og eftir fyrstu tvo leikina er ég bjartsýnn á framhaldið. Þú ert líka að þjálfa yngri flokka Tindastóls. Hvað finnst þér um krakkana? Það er mjög skemmtilegt. Krakkarnir eru að ÚR LEIK TINDASTÓLS OG GRINDAVÍKUR FRÁ Í HAUST.

MYND: HJALTI ÁRNA


28

KYNNINGARBÆKLINGUR KKD. TINDASTÓLS 2018–2019

Ertu ánægður með liðið sem þú ert með í höndunum? Ég er þjálfari. Ég get ekki kvartað undan liðinu og ég vinn með þá leikmenn sem ég hef. Andinn í liðinu er góður og ég er ánægður að sjá að stelpurnar eru tilbúnar að leggja mikið á sig. Ég vona að við vinnum áfram á sömu nótum og að endingu verðum við ánægð með árangurinn.

Hvert er markmiðið í vetur? Markmiðið fyrir þetta tímabil er að liðið verði samkeppnishæft og að við náum að láta ungu stelpurnar öðlast reynslu með því að taka þátt í leikjunum. Við viljum berjast, sama við hvaða andstæðing við spilum. Við viljum fara í alla leiki með það hugarfar að spila af krafti og berjast til sigurs. Ég vona að við getum gefið Sauðárkróki og stuðningsmönnum Tindastóls marga sigra í vetur. Er mikill munur á körfuboltanum sem er spilaður í Litháen og hér á Íslandi? Nú á tímum er ekki lengur stór munur á því hvernig körfubolti er spilaður í heiminum. Allir vilja spila hratt. Ég vil spila ákafa vörn og þröngva andstæðingnum í að gera mistök. Í sókninni spilum við á mismunandi tempói; við reynum að ná stigum með hröðum sóknum en ef við þurfum að spila lengri sóknir þá reynum við að finna gott skot. Hvað finnst þér um karlalið Tindastóls? Karlalið Tindastóls er frábært að þessu sinni. Þjálfarinn er verulega snjall og hann hefur starfað hér í langan tíma og þekkir því deildina og hin liðin vel. Nú hafa bæst við nokkrir reynsluboltar með hugarfar sigurvegarans. Liðið er blanda af ungum og reyndum leikmönnum með góðan stjórnanda. Ég held að liðið hafi allt til að bera til að verða meistarar og við getum öll hjálpað þeim til að fara alla leið. Og að lokum: How do you like Iceland? Fólkið er frábært, vingjarnlegt og indælt, þannig að ég er mjög ánægður. Síðan eru allir að láta mig vita af því að veturinn sé að koma og þá kynnist ég loks alvöru íslensku veðri. Ég hef enn ekki séð mikið af landinu og aðeins farið örfáar ferðir. Þetta er allt öðruvísi en ég á að venjast en náttúran er stórkostleg. Ég er búinn að lesa mikið og horfa á myndbönd frá Íslandi og ég vona að ég fái tækifæri til að ferðast um allt land.


stóllinn

Íþróttaakademía FNV - Fyrir þá sem vilja ná lengra Fjölbrautaskóli Norðurlands vestra býður upp á fjölbreytt bók- og iðnnám við bestu aðstæður. Íþróttaakademían er fyrir þá sem vilja stunda nám og ná lengra í íþróttagrein sinni. Nemendur vinna sér inn námseiningar og fá markvissa þjálfun. Í FNV starfa úrvals kennarar og þjálfarar.

FJÖLBRAUTASKÓLI NORÐURLANDS VESTRA Á SAUÐÁRKRÓKI

29


30

KYNNINGARBÆKLINGUR KKD. TINDASTÓLS 2018–2019

HJALTI ÁRNA

VELUR UPPÁHALDSMYNDINA SÍNA ÚR BIKARÚRSLITALEIKNUM 2018

Rétta augnablikið Hjalti Árnason er ein alharðasti stuðningsmaður Tindastóls í körfunni. Auk þess að vera lögfræðingur hjá Byggðastofnun og áhugamaður um rokk og ról og myndatökur þá mætir Hjalti á flesta leiki Stólanna með myndavélina og póstar myndum á FB-síðu Kkd. Tindastóls nánast um leið og leik er lokið. Stóllinn hafði samband við Hjalta og vildi vita hver væri uppáhaldsmyndin hans frá því í úrslitaleik Maltbikarsins sl. vetur og hann valdi þessa skemmtilegu mynd af Axel Kára í góðum gír. Hvenær byrjaðir þú að mynda Stólana Hjalti? Já sæll! Ætli það hafi ekki verið tímabilið 2008-2009, þetta eru sjálfsagt orðnir nokkur hundruð leikir í allt! Ertu að mynda á öllum leikjum Tindastóls? Ja, ég reyni að komast á flesta heimaleiki en það er alltaf eitthvað sem maður missir af.

Hver er galdurinn við að taka góða körfuboltamynd í Síkinu? Galdurinn er að muna að láta kveikja öll ljósin í salnum! Og svo reyna að hitta á rétta augnablikið auðvitað en þau geta verið fljót að hverfa. Hver er eftirminnilegasti leikurinn sem þú hefur myndað? Eftirminnilegasti leikurinn er líklega bikarúrslitaleikurinn í Laugardalshöll á síðasta tímabili, það var stórkostlegur leikur hjá liðinu og gaman að finna samstöðuna með fólkinu í höllinni. Hvers vegna valdirðu þessa mynd? Ég valdi hana einmitt vegna þess að mér finnst hún lýsandi fyrir stemmninguna og gleðina sem einkenndi þennan leik og þennan sigur í bikarkeppninni. Svo er Axel líka frábær, gaman að því að einn elsti maðurinn í liðinu skuli hafa tekið upp á þessu.




Issuu converts static files into: digital portfolios, online yearbooks, online catalogs, digital photo albums and more. Sign up and create your flipbook.