Feykir – fermingarblað 2019

Page 1

Fermingar

13 TBL

3. apríl 2019 39. árgangur : Stofnað 1981

Frétta- og dægurmálablað á Norðurlandi vestra


2

13/2019


13/2019

3

Kaupfélag Skagfirðinga 130 ára

LEIÐARI

Gleðjumst með fermingarbörnum Vorið nálgast og í hugum langflestra fylgir vorinu ákveðin eftirvænting, við bíðum líklega flest eftir betra veðri og björtum nóttum, gróanda og gleði. Unga kynslóðin er kannski enn óþreyjufyllri í bið sinni eftir vorinu en við sem eldri erum, biðin eftir að skóla ljúki og sumarfríið taki við. Þó er kannski einn hópur sem bíður þessa árstíma með hvað mestri eftirvæntingu en það eru fermingarbörn landsins. Fermingin er eins konar ungmennavígsla og er aldagamalt fyrirbæri. Á Vísindavefnum segir um ferminguna: „Unglingavígslan tengist kynþroskatímabilinu og táknar það að einstaklingurinn er ekki lengur barn heldur ungmenni sem mætir í alvöru viðfangsefnum hinna fullorðnu og öðlast bæði réttindi og skyldur. Það er eins og það sé innbyggt í samfélög manna að þessi tímamót verði eftirminnileg. Alvaran sem fylgir vígslunum undirstrikar félagslegt mikilvægi þeirra en þeim fylgir einnig hátíð og samfagnaður sem fjölskyldan og samfélagið sem slíkt á aðild að.“ Vissulega markar fermingin ákveðin skil í lífi einstaklingsins en öllum er þó væntanlega fullljóst að þau hafa máðst mikið út eftir því sem árin hafa liðið. Ég reikna fastlega með að þegar foreldrar mínir, ég tala nú ekki um ömmur og afar, voru að alast upp, hafi fermingin jafngilt því að komast í fullorðinna manna tölu með öllum þeim réttindum, og þá ekki síður skyldum, sem því fylgdu. Þegar ég horfi til baka til fermingardagsins míns fyrir nokkrum áratugum minnist ég þess svo sem ekki að mér hafi þótt ég verða rígfullorðin við það eitt að fermast og ekki man ég til þess að væntingar til mín heima fyrir hafi breyst í neinu snarhasti. Vissulega urðu ákveðin þáttaskil á þessum aldri en þau fólust frekar í því að ljúka skólagöngu í litla barnaskólanum heima og feta nýjar slóðir í stórum skóla langt frá heimili mínu. Í mínu tilfelli ríkti eftirvænting, ég geri mér hins vegar fulla grein fyrir því að í hugum margra minna skólafélaga hefur þó kvíðinn verið ofar í huga. Eins er það með fermingardaginn, flestir hlakka til hans en hjá sumum er hann kannski einnig blandinn kvíða fyrir því að þurfa að vera sá sem athyglin beinist að. Margir gagnrýna ferminguna og allt það sem henni tilheyrir, hneykslast á veisluhöldum og halda því fram að börnin fermist eingöngu gjafanna vegna. Ég er ekki sammála þessu, vissulega fara kannski sumir yfir strikið þar sem annars staðar, en við eigum að nota tækifærin sem gefast til að koma saman og gleðjast. Ég held að við getum alveg treyst unglingunum okkar til að taka upplýsta ákvörðun í þessum efnum og því ekki að halda veislu? Eigum við þá ekki bara að hætta að halda upp á afmæli, þar eru jú líka gefnar gjafir. Fermingin á að vera tími samfagnaðar, nema barnið sjálft óski þess ekki, fjölskylda og vinir koma saman og gleðjast með fermingarbarninu og það er bara sjálfsagt mál. Það er einmitt meðal þess sem nokkur fermingarbarnanna sem svöruðu spurningum blaðsins nefndu þegar þau voru spurð að því hvers vegna þau vildu fermast. Það að staðfesta skírn sína og fræðast meira um trúmálin er sameiginlegt með öllum svörum þeirra en einnig má sjá að tilhugsunin um að fá að vera gestgjafi í góðri veislu er tilhlökkunarefni. Kæru fermingarbörn, njótið dagsins ykkar. Fríða Eyjólfsdóttir, blaðamaður

Útgefandi: Nýprent ehf., Borgarflöt 1, Sauðárkróki Póstfang Feykis: Borgarflöt 1, 550 Sauðárkrókur Ritstjóri & ábyrgðarmaður: Páll Friðriksson, palli@feykir.is & 861 9842 Blaðamenn: Fríða Eyjólfsdóttir, frida@feykir.is & 867 9744, Óli Arnar Brynjarsson, oli@feykir.is Sigríður Garðarsdóttir – siggag@nyprent.is Forsíðumynd Hluti fermingarbarna í Hofsóss-og Hólaprestakalli ásamt séra Höllu Rut Stefánsdóttur. Mynd: Gunnhildur Gísladóttir. Áskriftarverð: 555 kr. hvert tbl með vsk. Lausasöluverð: 685 kr. með vsk. Áskrift og dreifing: Nýprent ehf. & 455 7171. Umbrot og prentun: Nýprent ehf.

Óháð fréttablað á Norðurlandi vestra - alltaf á miðvikudögum

Tímótum fagnað með söngveislu

Kaupfélag Skagfirðinga fagnar 130 ára afmæli um þessar mundir en það var stofnað á Sauðárkróki þann 23. apríl árið 1889 þegar tólf menn úr Skagafirði og Bólstaðarhlíðarhreppi komu saman í þeim tilgangi að stofna til þessa félagsskapar. Óhætt er að segja að félagið beri aldurinn nokkuð vel og hafi eflst og dafnað og er nú langstærsta kaupfélag landsins. Í tilefni tímamótanna var boðið til söngskemmtunar í Miðgarði sl. sunnudag þar sem tveir skagfirskir kórar komu fram, Kvennakórinn Sóldís og Karlakórinn Heimir. Í máli þeirra Bjarna Maronssonar, stjórnarformanns kaupfélagsins, og Þórólfs Gíslasonar, kaupfélagsstjóra, kom fram að þar sem söngurinn tengist

Þórólfur Gíslason kaupfélagsstjóri í hópi föngulegra kvenna í Kvennakórnum Sóldísi. MYND: FE

skagfirsku lífi órjúfanlegum böndum hafi ekki þótt annað við hæfi en að hefja hátíðarhöld í tilefni afmælisins með söngveislu því þar sem einn Skagfirðingur væri, þar væri söngur, en þar sem tveir eða fleiri væru, þar væri kór. Gáfu

þeir jafnframt fyrirheit um að afmælisins yrði minnst með fleiri viðburðum síðar á árinu. Báðir fluttu kórarnir velheppnaða söngdagskrá og í hléi voru bornar fram léttar veitngar í boði Mjólkursamlags og Kjötafurðastöðvar KS. /FE

Sveitarstjórnarmenn á Norðurlandi vestra

Í kynnisferð á Borgundarhólmi Dagana 25.-27. mars fór 42 manna hópur sveitarstjórnarmanna og sveitarstjóra á Norðurlandi vestra í kynnisferð til Borgundarhólms í Danmörku. Einnig fóru starfsmenn Samtaka sveitarfélaga á Norðurlandi vestra í ferðina en ferðin var skipulögð af samtökunum. Tilgangur heimsóknarinnar var að fræðast um þær leiðir sem sveitarfélagið hefur farið til að snúa við neikvæðri íbúaþróun. Einnig var fræðst um sameiningar sveitarfélaganna á eyjunni sem fram fóru árið 2003 sem og ferðaþjónustu og stuðning við landbúnað. Sömuleiðis var farið í fyrirtækjaheimsóknir og sótt heim repjuolíugerð og hágæða súkkulaðiframleiðsla auk mjög áhugaverðs nýsköpunarseturs. Borgundarhólmur er eyja í Eystrasaltinu og er hluti af Danmörku. Þar búa rétt undir 40 þúsund íbúar og er eyjan um það bil helmingur af Skaga að stærð. Um nokkurt skeið hefur fólksfækkun verið viðvarandi auk þess sem samfélagið hefur verið að eldast. Á undanförnum árum hefur sveitarfélaginu tekist að stemma stigu við fólksfækkuninni m.a. með því að ráða sérstakan innflytjendafulltrúa sem hefur það hlutverk að laða fólk til eyjunnar, hjálpa því að verða sér úti um atvinnu og húsnæði og styðja við bakið á því fyrsta kastið eftir að það tekur búsetu á eyjunni. Í raun má segja að þessi aðili sé einhverskonar búsetusölumaður sem hefur það hlutverk að selja áhugasömum þá hugmynd að flytja til eyjunnar og aðstoða þá við flutningana. Vilja forsvarsmenn sveitarfélagsins meina að það hafi breytt miklu í þeirri viðleitni að snúa við neikvæðri þróun íbúafjölda. Það vakti sömuleiðis áhuga þátttakenda í ferðinni að leiðarstef í öllum erindum og heimsóknum sem farið var í að áberandi var hve stoltir Borgundarhólmsbúar eru af eyjunni sinni. Stolt þetta vilja þeir meina að sé lykilforsenda þess að gera eyjuna að ákjósanlegum búsetukosti. Er það nokkuð sem sveitarfélög á Íslandi geta tekið til sín og leitað leiða til að auka stolt íbúa af viðkomandi

Hópurinn á heimleið. AÐSEND MYND

svæði. Við þurfum sömuleiðis öll að líta í eigin barm hvað það varðar. Eitt af því sem hópurinn vildi frá svör við í heimsókninni var hvað sveitarfélagið Borgundarhólmur hefur gert til að laða atvinnustarfsemi til eyjunnar. Svarið við því var einfalt, við löðum fyrirtækin ekki til okkar, við búum þau til! Áhersla er lögð á að styðja við frumkvöðla með ýmsum hætti. Meðal annars með rekstri nýsköpunarmiðstöðvarinnar Möbelfabrikken þar sem þeim sem eru að stíga sín fyrstu spor í fyrirtækjarekstri er veitt aðstoð við gerð viðskiptaáætlana, framkvæmd þeirra sem og til boða stendur að leigja aðstöðu undir reksturinn á hagstæðu verði. Þannig myndast hvetjandi suðupottur frumkvöðla sem hvetur til árangurs þeirra. Það má ekki gleyma að nefna það þegar farið er í ferðir af þessum toga að í þeim gefst gott tækifæri fyrir sveitarstjórnarmenn á starfssvæðinu til að kynnast og til skrafs og ráðagerða um hin ýmsu málefni sem tengjast sveitarfélögunum. Það var einkum þess vegna sem ákveðið var að fara í ferðina svo stuttu eftir sveitarstjórnarkosningar þar sem endurnýjun sveitarstjórnarmanna á Norðurlandi vestra var mikil. Góð kynni innan svæðisins auka líkur á árangursríku samstarfi til eflingar landshlutans. /Unnur Valborg Hilmarsdóttir


4

13/2019

( GUÐMUNDUR VALTÝSSON )

palli@feykir.is

Vísnaþáttur 732 Heilir og sælir lesendur góðir. Það er Sigríður Sigfúsdóttir sem er höfundur að fyrstu vísunni að þessu sinni. Yndi glæðir íslenskt mál ofið þræði bragsins. Heillar bæði huga og sál hljómur kvæðalagsins.

Enginn veit hvort vissa fengin vinning sér í skauti ber. Meðan hún er ennþá engin ímyndunin leikur sér. Geta lesendur sagt mér hver gefur svo magnað heilræði.

Kann ekki að nefna höfund að næstu vísu. Nóttin heldur heimleið þar himins feldur blánar, logar eldur ársólar yst í veldi ránar. Þessi vetrarvísa er einnig höfundarlaus. Kári fjöll og bæi ber blæs upp mjöll og feykir. Blöskrar öllum út við sker öldu tröllaleikir. Hinn kunni kvæðamaður Ormur Ólafsson mun eitt sinn hafa ort svo: Glymja dátt við gígjustrengi gleði þáttarhörpulag, kveðum hátt og kveðum lengi kveðum mátt í nýjan brag. Ólafur Sigfússon frá Forsæludal mun vera höfundur að þessari:

Gullið bjart þó boðið sé blítt og látið skína, gefðu aldrei fyrir fé fala æru þína. Skáldið og bóndinn á Sandi í Aðaldal, Guðmundur Friðjónsson, mun einhverju sinni hafa ort svo magnaða hringhendu: Laus við svima flýgur frjáls fugl með hvimi skyggnu. Þó að brimi um brjóst og háls bláa himinlygnu. Sem betur fer er annað slagið ort fallega til stökunnar. Jón Gunnlaugsson orðar það svo: Inn til byggða og út um svið yndi jók til muna, við að heyra kæran klið kveðna ferskeytluna. Veit ekki af hverju næsta vísa rifjast upp er þessi þáttur er í smíðum, kannski er þessi góða tíð sem nú hefur ríkt undanfarið og þráin til vorsins, skýring þar á. Man því

miður ekki eftir hvern þessi fallega vísa er og væri gaman að heyra frá lesendum ef þeir vita það. Allt sem lifir aftur grær upphefst sigurganga. Þegar vorsins blíður blær bóndans strýkur vanga. Sigríður Sigfúsdóttir, sem lagði okkur til fyrstu vísu þessa þáttar, mun einnig höfundur að þessari: Mitt út færist sjónarsvið sorg er fjær og kvíði. Þegar hlær mér hlýjast við heiðarblærinn þýði. Falleg hringhenda þar og gaman að rifja hana upp. Næst kemur upp í hugann þessi dásamlega vísa Bjarna frá Gröf: Farðu sól úr sæ að rísa sendu jarðarbörnum yl, þegar geislar þínir lýsa þá er gott að vera til. Minnir endilega að sá kunni Húnvetningur hér áður fyrr, Steingrímur Davíðsson, hafi ort þessa:

fyrir endann á erfiðum vetri. Gott er í ári og gróðrartíð gegnum tár ég brosi, elda-báru foldin fríð flýgur í hára losi. Eins og nú er komið á okkar landi með allt það fólk sem búsett er orðið hér, og ekki skilur tungumálið okkar heimafólks, er tilvalið að rifja næst upp þessa ágætu vísu Þormóðs Pálssonar, sem ort er fyrir allmörgum árum síðan en segir mikinn sannleika enn þann dag í dag. Aldarfarið, okkar bát undan straumi hrekur. Íslenskan er orðin mát enskan völdin tekur. Langar þá að kveðja, góðu vinir, með þessari fallegu vorvísu Ólínu Jónasdóttur frá Fremri-Kotum: Horfinn vetur héðan er hrunin snjóavirkin, og að vana vorið mér veitir skáldastyrkinn. Veriði þar með sæl að sinni.

Heyri tóna hátt frá ós himins stjörnur skína. Finn ég strauma lífs og ljóss lauga sálu mína. / Guðmundur Valtýsson Eiríksstöðum, 541 Blönduósi Sími 452 7154

Fyrir reyndar allmörgum árum síðan mun okkar góði vísnavinur og kunni VesturÍslendingur, Kristján N. Júlíus, (Káinn), hafa ort svo magnaða hringhendu þegar sá

ÁSKORENDAPENNINN Vera Ósk Valgarðsdóttir Skagaströnd

Hvar á ég að búa? UMSJÓN palli@feykir.is

Enginn veit sína ævina fyrr en öll er. Aldrei hefði mig órað fyrir því fyrir nokkrum árum síðan að ég ætti eftir að búa á Skagaströnd í heil fimm ár. Komandi frá einum af fáum stöðum á Íslandi sem ekki liggja að sjó, þá hafa þessi ár vissulega kennt mér margt er varðar lífið í litlu sjávarplássi úti á landi. Í þessu samhengi er áhugavert að velta fyrir sér hvað gerir stað eftirsóknarverðan til búsetu. Hvernig fáum við unga fólkið til að íhuga þann möguleika að setjast að á litlum stað eins og Skagaströnd sem hefur allt til alls, fallega náttúru og fengsæl fiskimið?

Nýlega heyrði ég talað um svokallað Cittaslow sem er hreyfing er leggur áherslu á manneskjuleg gildi og staðbundna menningu og vitund fyrir umhverfinu. Sveitarfélög sem aðhyllast Cittaslow hefja náttúru og menningu staðar síns til vegs og virðingar. Áhersla er lögð á að skapa möguleika til að dvelja í hreinu, öruggu og ekki síst uppbyggilegu umhverfi með samkennd, samvinnu og sanngirni í forgrunni. Sérstaða náttúrunnar, flokkun og endurvinnsla sorps og fegrun umhverfis eru allt þættir sem taldir eru mikilvægir í Cittaslow ásamt því að tryggja fjölbreytni í atvinnumálum, einkum vistvænum. Það er t.d. reynt eftir megni að nýta gamlar byggingar og finna þeim nýtt hlutverk. Nýta það sem fyrir er.

Í Cittaslow sveitarfélögum fara skólar ekki varhluta af þessari hreyfingu. Þar er lögð áhersla á flokkun og endurnýtingu, umhverfisvernd, grenndarnám og markvisst unnið með menningu staðarins, örnefni, atvinnu og sögu. Það er gaman að velta þessu fyrir sér og máta þessa stefnu eða hreyfingu við Skagaströnd. Það telst gjarnan kostur að búa við hringveginn en það er einnig kostur að búa EKKI við hringveginn. Það er einmitt í anda Cittaslow að byggja svæðið þannig upp að fólk taki á sig krók til að koma og njóta umhverfis og menningar staðarins en ekki bara til að taka bensín og fara í verslun. Á Skagaströnd er mjög gott að búa en þar þarf, eins og

Vera. MYND ÚR EINKASAFNI

alls staðar, að vera á tánum með að gera góðan stað betri. Hlutirnir gerast ekki af sjálfu sér. Það er auðvelt að stinga hausnum í sandinn og hugsa með sér að þetta reddist allt saman. Í þeim ys og þys sem

einkennir þéttbýlissvæðin væri það góður kostur að setjast að á Skagaströnd þar sem náttúran skartar ætíð sínu fegursta.

-----Vera Ósk skorar á Söru Diljá Hjálmarsdóttur, kennara við Höfðaskóla, að skrifa pistil.


13/2019

5

Námsbrautir við FNV Bóknámsbrautir til stúdentsprófs • Félagsvísindabraut • Fjölgreinabraut • Hestabraut • Náttúruvísindabraut Aðrar brautir: • Starfsbraut

Iðnnámsbrautir • • • • •

Húsasmíði Húsgagnasmíði Bifvélavirkjun Vélvirkjun / Rennismíði Rafvirkjun

Karsten með sýnishorn af fermingartertum, annars vegar marsípantertu og hins vegar súkkulaðitertu. MYNDIR: KSE

fnv.is

Starfsnámsbrautir • • • • • • •

Fisktækni Hestaliðanám Kvikmyndatækni Nám til iðnmeistararéttinda Sjúkraliðabraut Slátraranám Vélstjórnarnám A og B

Fjarnám Skólinn býður upp á fjarnám í flestum bóklegum áföngum sem í boði eru í dagskóla.

Fjölbrautaskóli Norðurlands vestra á Sauðárkróki


6

13/2019

Feykir skoðar fermingartískuna 2019

Glamúr og glæsileiki Það þarf að huga að mörgu þegar kemur að því að ferma og er val á sjálfum fermingarfatnaðinum eitt af því mikilvægasta fyrir sjálft fermingarbarnið. Það er nefnilega á þessum degi sem þau eiga að fá að skína sínu skærasta og fá að vera í hásætinu. Þennan dag á þeim að fá að líða vel og njóta, því þetta er þeirra stund. Það er því best að byrja skipulagningu sem fyrst og ekki vera á síðustu stundu því ef eitthvað klikkar þá verður auðveldara að leysa vandamálið. Eitt er mikilvægt að muna, að vera ekki hrædd við að biðja um hjálp því það eru margir í stakk búnir að veita hjálparhönd ef eitthvað bjátar á. UMFJÖLLUN Sigríður Garðarsdóttir

Plíseruð efni og V-hálsmál nýjasta fyrir dömurnar Það sem einkennir dömutískuna í ár eru fallegir blúndukjólar og alls konar samfestingar. Þá er síddin á kjólunum yfirleitt rétt fyrir ofan hnén, eru með ermum hvort sem þær eru stutt-, kvart-, eða langerma. Það sem gleður augað mitt mjög í ár er V-hálsmálið því ef fermingarstúlkan velur það að vera með hálsmen þá fær það að njóta sín best með þessu hálsmáli. Plíseruð glansandi efni er skemmtileg viðbót í ár og hægt að fá bæði kjóla og samfestinga í þessum fallegu efnum. Það sem hefur ekki sést mikið síðustu árin eru pilsin en með þessum nýju plíseruðu efnum þá ná plíseruð pils að fljóta með í fermingartískunni í ár. Þá er oftast notast við þrönga boli í allskonar efnum og litum. Samfestingarnir eru í öllum gerðum; tvískipt efni, litaskipt, eða blúndur og

mér sýnist hreinlega allt vera í boði. Enda eru þeir búnir að vera ótrúlega vinsælir síðustu 2-3 árin í götutískunni og engin furða þó það sé til óendanlegt úrval í þeim. Það sem er mest áberandi í skónum eru sandalarnir með kubbahælnum en því miður þá virðist Buffalo tískan eitthvað ætla að þvælast aðens með í ár en með henni dettur niður þessi fallegi glamúr sem mér finnst einkenna fermingartískuna í ár. Kannski er ég ekki dómbær á þessa skótísku því ég fermdist sjálf í þykkbotna grófum skóm fyrir aðeins örfáu árum síðan.

Mæli með bindi eða slaufu í skemmtilegum litum við sparifötin. Strákarnir fá alltaf æðislega flott úrval af jakkafötum til að velja úr og er mest áberandi svört, dökkblá, grá og ljósgrá. Þá er misjafnt

hvort þeir taki vestið við en mér þykir alltaf meiri glæsileiki að sjá þá í því með. Margir eru jafnvel eingöngu að notast við efri partana, jakkafatajakkann og vestið, við dökkar gallabuxur, sem gerir þá aðeins töffaralegri. Þá er tekin ljós skyrta við og að sjálfsögðu er algjört möst að vera með klút í vasanum á jakkanum og annað hvort fallegt bindi eða slaufu. Þarna er sterkur leikur að prufa sig áfram að notast við fallega liti til að brjóta upp litapallettuna á lokaútkomunni. Skótauið fyrir strákana er svipað og fyrri ár, plain spariskór í svörtu og brúnu og strigaskór. Þá tel ég strigaskóna sniðugri kost því það er hægt að nota þá strax eftir ferminguna og ætti ekki að vera erfitt að finna eina slíka sem henta því það er til óendanlegt úrval í þeim í ár.

Ég varð svo glöð þegar ég fór að skoða hvað væri að gerast í fermingartískunni í ár því mér finnst hún alltaf verða glæsilegri og glæsilegri með hverju árinu. Metnaðurinn hjá innkaupaaðilum búðanna er, sem betur fer, mikill og úrvalið eftir því. Ef lítið væri í boði þá væri töluvert erfiðara að klára þennan mikilvæga hlekk í undirbúningnum. Ég held líka að með tilkomu samfélagsmiðla hafi þetta orðið auðveldara með árunum því krakkarnir hafa betri aðgang að því hvað er að í tísku og eru yfirleitt búin að mynda sér skoðun á því hvað þau vilja og hvað ekki. Það er því við hæfi að hrósa þessum verslunum fyrir að hugsa svona vel um þessa flottu krakka sem eru að stíga sín fyrstu skref í fullorðinna manna tölu. Verslum heima – ekki spurning! MYNDIR FRÁ GALLERÍ 17 www.ntc.is


13/2019

7


8

13/2019

( DAGUR Í LÍFI BROTTFLUTTRA ) oli@feykir.is Unnur Magnúsdóttir / flutti nýfermd af Króknum til Perth í Ástralíu

„Hugsa daglega til Sauðárkróks“

Sigurþór og Unnur í sól og sumaryl Ástralíu. MYND: ÚR EINKASAFNI

Það er Útbæingurinn Unnur Magnúsdóttir sem segir okkur frá degi í lífi brottflutts að þessu sinni. Hún er fædd á Sauðárkróki haustið 1954 og alin upp í Gísley, eða Gíslahúsi (Skógargata númer 5B), en það hús var byggt árið 1898 af Gísla Þorsteinssyni. Unnur er dóttir Magnúsar Jónssonar og Kristínar (Kiddu) Helgadóttur og ein fimm systkina en fjölskyldan tók sig til og flutti hinu megin á hnöttinn, til Ástralíu, fyrir rúmum 50 árum. Þá var Unnur nýfermd. Unnur, sem býr í Roleystone í úthverfi Perth á suðvesturströnd Ástralíu, er gift Sigurþóri Baldurssyni og eiga þau þrjú börn; Kristin, Olgu og Önnu Kristínu. Barnabörnin eru tvö; Henry Þór og Felix Domenic. Unnur er barnaskólakennari, raunar hætt störfum en kennir í afleysingum annað slagið. Sem fyrr segir eru systkini Unnar fjögur; elstur er Helgi sem fór snemma á sjóinn og

fluttist ekki með fjölskyldunni til Ástralíu, Jón Björn sem hefur líkt og Unnur kennt á Króknum, Hilmar og loks Sigríður sem flutti heim fyrir þó nokkru og á

nú og rekur Grand-inn Bar & Bed ásamt öðru. Foreldrar Unnar fluttu heim til Íslands fyrir löngu. Magnús, faðir hennar, er látinn en móðir

Fjölskyldan af Króknum komin til hafnar í Freemantle í Ástralíu í vetrarlok 1968. Jón Björn með gítar og Unnur lengst til hægri. MYND: ÚR EINKASAFNI

hennar, Kidda, flutti í Aðalgötu 17 og býr þar enn. Hvenær og hvernig kom það til Unnur að þið fluttuð til Ástralíu? Við fórum til Ástralíu 1968 eftir að pabbi sá auglýsingu í dagblaði að ástralska ríkið sóttist eftir innflytjendum frá Evrópu. Pabbi var við slæma heilsu, þjáðist af ofnæmi og vildi breyta um umhverfi og bæta okkar aðstæður. Manstu eftir ferðalaginu og hvernig Ástralía kom þér fyrst fyrir sjónir? Ferðalagið byrjaði 10. febrúar á Sauðárkróki í stórhríð og endaði 21. mars í Perth. Þetta var eftirminnilegt ferðalag og fyrir okkur krakkana mikið ævintýri að mörgu leyti. Að kveðja ömmu og afa á Aðalgötunni var hryllilega erfitt. Við flugum til London og vorum þar í nokkra daga, tókum lest til Southamton og svo ítalskt farþegaskip, Angelina Lauro, til Perth. Um borð voru mest Englendingar og Þjóðverjar. Frá Southampton var siglt á þrjár hafnir á Ítalíu, síðan Tenerife, Cape Town og fleiri innflytjendur komu um borð. Þarna kynntumst við mörgum nýjungum; stórborgum, mat, þjóðernum, lífsháttum o.s frv. Skipið hafði áður þjónað sem skemmtiferðaskip og þar voru sundlaugar, bíó og það hátíðlegir matarsiðir að lítil börn urðu að borða sér. Við földum Siggu systir undir borðinu svo hún væri ekki ein á meðan við hin borðuðum þriggja rétta ítalskan mat. Við komum til Fremantlehafnar í Perth, spennt og hrædd. Olga og Kiddi, sem mamma hafði kynnst í gegnum bréfaskriftir, tóku á móti okkur. Blaðamaður tók mynd af okkur. Það var smá vesen við vegabréfaskoðun því við höfðum öll sitt hvort ættar-/föðurnafnið en komumst loks í gegn og fengum ís. Hvað er eftirminnilegast frá fermingardeginum þínum? Ég fermdist í janúarlok, tveimur vikum áður en við fluttum út. Þetta var bæði fermingarmessa og kveðjuathöfn fyrir okkur. Séra Þórir Stephensen var okkur mikill stuðningur á þessum tíma, ég gekk til spurninga þennan vetur með yndislegu bekkjarsystkinum mínum og fór svo í aukatíma hjá honum. Dagurinn var mjög hátíðlegur og ljúfur en blandaður gleði og sorg. Margir, ekki bara ég, muna eftir þessari fermingamessu.

5 á 15

sekúndum Hversu lengi ertu í kjörbúðina frá heimili þínu? Fimm mínútur að labba í kjörbúðina. Hvað færðu þér í staðinn fyrir eina með öllu? Hamborgari eða fish and chips. Hér er borðað Australian Meat Pie (kjötbaka) í staðinn fyrir eina með öllu. Hvað kostar mjólkurlítrinn? $1.20 eða 101 krónu. Hver er skrítnasti maturinn? Sumt af austurlenskum réttunum. Hilmar bróðir er giftur Burmískri konu og þeim þykir fisk- og núðlu súpa góð í morgunmat. Hvert ferðu til að gera vel við þig? Geri vel við mig með því að fara út að borða í Fremantle (hafnarborginni) með útsýni yfir smábátahöfnina.

Hvað er helst ólíkt með fermingum í Ástralíu og á Íslandi? Hérna eru margir trúarflokkar, hver með sína siði og athafnir sem merkja viss tímamót í lífinu. Kaþólska trúin heldur upp á First Communion eða fermingar fyrir börn, eins auðvitað Lúterska kirkjan, en þetta er ekki eins stórt og viðburðaríkt og á Íslandi. Eins er barnaskírn ekki eins algeng og á Íslandi. Hvernig myndir þú lýsa venjulegum degi hjá ykkur í Roleystone? Ég vakna vanalega um 6:30. Eftir músli-morgunverð og kaffi er horft á morgunfréttir á ABC stöðinni (okkar BBC) og blaðið er líka lesið. Á eftir er farið út í garð og vökvað með slöngu, sem er frekar gamaldags, flestir eru með sjálfvirkt úðakerfi. Pínu lagað til, meira kaffi og Facebook sem ég er alltof háð. Oft förum við smá rúnt, í búðir og mjög oft í byggingavöruverslun sem heitir Bunnings. Sigurþór er mjög háður þessari búð og hann er mikið að laga húsið svo það vantar alltaf eitthvað. Núna er hann að gera upp þakið á húsinu, hreinsa og mála steinhellur. Hádegismatur er yfirleitt leifar frá kvöldinu áður eða samloka. Við erum með tvo gamla ketti sem eru símjálmandi og við gefum þeim mat oft á dag. Eftir hádegi glápi ég oft á sjónvarp (Ellen) eða les bók. Sigurþór leggur sig í smástund, hann var í sveit á sumrin sem barn og finnst þetta vera góð hefð.


13/2019

Við dundum í garðinum ef það er ekki of heitt, drekkum kaffi með vinum eða nágrönnum, förum í laugina, ég prjóna, Sigurþór dútlar í verkefnum. Stákarnir Olgu koma oft eftir skóla í heimsókn, synda og leika sér með áhöldunum hans afa. Skóladagurinn þeirra er frá 8:30 til 14:40. Við borðum kvöldmat um klukkan 18:00. Hérna er allt nema hrossakjöt í boði, góður og ferskur matur í búðum. Frekar dýr en ódýrari en á Íslandi. Svo er horft á sjónvarp, við förum snemma í rúmið, oftast með góða bók. Hvað er best við að búa í Ástralíu? -Ástralskt líf er mjög ljúft; sól, Miðjarðarhafs-loftslag, góður matur og frekar rólegt og afslappað líf. Við gengum í góða skóla, ég fór í kennaranám og hef kennt af og til, á Íslandi líka þegar við vorum á Sauðárkróki 1987-1989 og svo 2013-2014. Hérna er daglegt líf líkt öðru í borgum um allan heim, kannski bara hægara. Við höldum í margt íslenskt, bökum rúgbrauð og eldum fisk, fjölskylduhittingar, mikil jólahátíð o.s.frv.

Ef lesendur Feykis gætu eytt degi í Perth, hvað ættu þeir að gera eða skoða? -Það er margt skemmtilegt hægt að gera í Perth. Yndislegar strendur, söfn,

sýningar, leikhús, bíó og fjölbreyttir matsölustaðir og við Sigurþór tökum okkur oft tíma í að nýta þetta. Tökum þá oft lest frekar en að keyra. Við búum í

Roleystone og Perth

útjaðri Perth, 30 km fyrir austan miðborgina, í hverfi sem heitir Roleystone. Hér er mikið um ávaxta- og blómarækt og þetta hverfi minnir á sveitaþorp hvar

Jólamarkaður í Roleystone. MYND AF NETINU

Meðalhitinn í Perth er um 20°C yfir árið. MYND AF NETINU

Roleystone, sem í gömlum lögregluskýrslum frá því á 19. öld var stundum nefnt The Rolling Stone, er úthverfi Perth. Í Roleystone búa um 6300 manns en byggð hófst um aldamótin 1900 og þar er talsverð blóma- og ávaxtaræktun. Roleystone öðlaðist heimsfrægð þegar Kevin Peek, gítarleikari í hljómsveitinni Sky skírði eitt lag hljómsveitarinnar í höfuðið á heimabæ sínum. Í Sky voru einnig klassíski gítarleikarinn John Williams og bassaleikarinn Herbie Flowers ásamt fleirum.

Swan River-fylki. Perth er oft sögð vera ein afskekktasta stórborg heims með áströlsku óbyggðirnar til austurs og Indlandshaf í vestri. Ástralía er geysistór, 7,692,024 ferkílómetrar eða ríflega 75% af stærð Evrópu allrar. Sólin skín að meðaltali í átta tíma á dag í Perth og það gerir borgina að sólríkustu höfuðborg heims. Þá er Perth stundum kölluð borg ljósanna og kemur það til af því að þegar bandaríski geimfarinn John Glenn hringsnérist í kringum jörðina 20. febrúar 1962 þá gat hann áttað sig á því hvar Perth var á skuggahlið jarðarinnar því allir íbúar borgarinnar höfðu kveikt öll ljós hjá sér, fóru jafnvel út í garð með vasaljós og kastara, og gerðu Perth því vel sýnilega utan úr geimnum. Borgarbúar endurtóku leikinn þegar Glenn flaug yfir svæðið í geimskutlu 26 árum síðar. HEIMILD: WIKIPEDIA

Perth er höfuðborg og jafnframt stærsta borg Vestur-Ástralíu. Þar búa ríflega tvær milljónir sem gerir Perth að fjórðu fjölmennustu borg landsins. Perth er skírð í höfuðið á borginni Perth í Skotlandi en það var James Stirling kafteinn sem ákvað árið 1829 að Perth skyldi verða miðstöð stjórnsýslu í

protis.is

sem er í heiminum. Allir þekkjast, stoppa og spjalla, fá sér kaffi í bakaríinu – líkt og lífið á Króknum. Túristar sem heimsækja Perth fara á strendurnar, Kings Park, Rottnest-eyjuna, bátaferðir eftir Swan River, dýragarða o.s frv. Það er margt hægt að skoða en helst vantar gamlar byggingar og þá ríku sögu sem Evrópa hefur upp á bjóða. Er einhver staður í Skagafirði sem er þér kærastur? -Ég er einn af þessum Íslendingum sem á mjög sterkan streng til átthaganna. Tengslin snúast um fjölskyldu, vini og svo Skagafjörðinn fallega. Við Sigurþór ákváðum snemma að við vildum eiga heima hérna en reyna að dvelja einhverja tíma á Íslandi, sem við höfum gert. Börnin okkar hafa líka notið þess að eiga tvö lönd sem kallast þeirra. Tindastóllinn og eyjarnar á Skagafirði, Mælifellshnjúkur og Glóðafeykir eru mín fegursta sjón, minn uppáhaldsstaður er Skógarhlíðin, helst þegar ég er í berjamó. Ég sakna margs og hugsa daglega til Sauðárkróks, segir Unnur að lokum. Feykir þakkar Unni fyrir gott spjall @protisofficial

KOLLAGEN — Náttúrulega ljómandi —

Kollagen er eitt helsta byggingarefni líkamans. Með reglulegri inntöku þess getur þú með lítilli fyrirhöfn fyrirbyggt ýmis einkenni streitu og jafnvel öldrunar. Kollagen frá Protis er unnið á náttúrulegan hátt úr íslensku þorskroði og inniheldur sérvalin vítamín og steinefni. Með því að bæta Kollageni frá Protis við daglega næringarinntöku byggir þú húð, hár og neglur upp á góðum grunni. Og heldur ljómandi út í lífið.

VELJUM ÍSLENSKT

9


10

13/2019

HESTAR OG MENN Kristinn Hugason forstöðumaður Söguseturs íslenska hestsins

Í fullorðinna manna tölu Í tilefni þess að það tölublað Feykis sem þessi grein birtist í er helgað fermingum ársins ætla ég að leggja lykkju á þá leið mína að fjalla um hin ólíku hlutverk íslenska hestsins og skrifa hér ögn um hesta í tengslum við fermingar. Í næsta pistli mun ég svo halda áfram þar sem frá var horfið í skrifunum og fjalla um reiðhesta. Reiðhesturinn, sem á hæsta stigi kosta sinna kemst í hóp gæðinga, stóð enda eflaust mörgu fermingarbarninu ljóslifandi fyrir hugskotssjónum, ýmist í raunveruleikanum eða sem draumsýn. Okkur nútímafólki reynist iðulega erfitt að setja okkur í spor genginna kynslóða. En vissulega átti fyrri tíðar fólk sínar hátíðarstundir rétt eins og við núna, einn af helstu hápunktunum í lífi hvers einstaklings var og er fermingin. Þá var talað um að viðkomandi væri kominn í „fullorðinna manna tölu“, það hljómar kannski æði fjarlægt í dag, þegar sjálfræði að lögum fæst ekki fyrr en við átján ára aldur og margir fara ekki að heiman fyrr en komið er vel fram á þrítugsaldurinn en það er annað mál. Umræðuefnið hér er hesturinn og ferminginn. Ekki er nokkur vafi á því að hestar og fermingar var samþætt fyrr á tíð og svo er enn í fjölskyldum þar sem hestamennska er stunduð, einkum þó ef fermingarbarnið er verulega hesthneigt. Ríðandi komu þeir, sem nokkuð áttu undir sér, til fermingarmessunnar og jafnvel á gæðingum og allir svo búnir sem efni framast leyfðu. Einnig er næsta víst að reiðtygi og útbúnaður, s.s svipur o.þ.h. hefur verið algeng fermingargjöf. Einnig hestar en þá kannski oftar folar eða tryppi frekar en fullorðin hross. Í því sambandi er gaman að geta þess að þegar ég var að velta fyrir mér efni þessarar greinar, veitti ég því athygli að í minningargrein sem ég renndi yfir í Morgunblaðinu og birtist þar laugardaginn 23. mars sl. um sómamannninn, Frímann Þorsteinsson á Syðri-Brekkum, rituð af nágrannakonu hans, Helgu Bjarnadóttur frá Frostastöðum, segir á hugljúfan hátt frá fermingardegi hans. Þar segir: „Frímann minntist fermingardagsins með mikilli ánægju. Fóstra hans gaf honum þriggja vetra hryssu og fóstri hans gaf honum tveggja vetra fola, sem var hans draumahestur. Heimilisfólkið gaf honum 500 kr. sem nægði fyrir hnakk og beisli. Þessi minning var honum kær.“ Þetta er falleg saga úr sveitinni þar sem mannlífið og skepnuhaldið, þar með talin hestamennskan, var samofin. Í bókinni Í söngvarans jóreyk, sem

Efstu gæðingar á landsmótinu 1950 ásamt fríðum hópi knapa. Á þessari merkilegu mynd má þekkja sögufræða menn og hesta: Þriðji frá vinstri er Sigurður Ólafsson söngvari og skeiðkóngur á Hetti frá Eyhildarholti og við hlið hans Magnús Gunnarsson í Ártúni á Rangárvöllum á hesti sínum Króki, fyrir miðju á gráum hestum eru tveir Nautabúsbræðra, þeir Pálmi Jónsson (í Kveldúlfi) og Jón Jónsson bóndi á Hofi á Höfðaströnd á Gormi og Stormi frá Hofi og þar við hliðina Sveinn Guðmundsson á Árna-Blesa sem þjóðskáldið Hannes Pétursson lýsti á einum stað í kvæði sem Orminum-Langa í fylkingu hrossa. LJÓSMYND: MORGUNBLAÐIÐ / ÓLAFUR K. MAGNÚSSON.

eru æviminningar Sigurðar Ólafssonar hestamanns og söngvara, skráð af Ragnheiði Davíðsdóttur, er frásaga af baráttu Sigurðar við að eignast sinn fyrsta hest en Sigurður varð snemma hugfanginn af hestum og hestamennsku. Honum tókst að komast yfir beisli og hnakk fyrir sendilslaun o.þ.h. Skúr áfastan húsinu þar sem þau bjuggu í Reykjavík hafði Sigurður og dittað að með kassafjölum og heyjað smábletti hér og þar í nágrenninu og átti því nokkuð af heyi. Nú vantaði bara hestinn, grípum niður í minningar söngvarans: „Möguleikann eygði ég þegar líða tók að fermingu haustið 1929. Ég hafði reiknað út að ef ég fengi jafn mikla peninga í fermingargjöf og bræður mínir höfðu fengið [Jónatan Ólafsson sem varð landsþekktur hljómlistamaður og Erling Ólafsson sem var efni í stórsöngvara en lést ungur úr tæringu] myndi ég eiga nóg fyrir þokkalegum hesti. Þess vegna bað ég hátt og í hljóði að ættingjar mínir myndu fremur gefa mér peninga en einskis nýta hluti. Það lá við að ég bæri kala til þeirra sem gáfu mér bindi, skyrtuhnappa, úr, frakkaskildi og þvílíka hluti í fermingargjöf. Ég vildi bara beinharða peninga til þess að eiga fyrir hesti!“ Síðan segir Sigurður: „Ég man lítið frá sjálfri fermingarathöfninni utan þess að sr. Friðrik Hallgrímsson fermdi mig. Spenningurinn var allur tengdur því hversu mikla peninga ég hefði upp úr krafsinu. Ég var því ekki lítið glaður þegar ég komst að því að mér höfðu áskotnast heilar 135 krónur í fermingargjöf. Þá var hesturinn í höfn og aðeins eftir að velja gripinn.“ Staðan á hrossamörkuðunum var þá aldeilis önnur en hún er í dag, ónógt

framboð var af hestum (!). Þannig að Sigurður náði loks að kaupa fola úr hópi útflutningshrossa sem ekki komust í tæka tíð til skips og voru því seld hinum og þessum. Tamningin mistókst hins vegar, um það segir Sigurður: „Það lengsta, sem ég komst með hann, var að gera hann að illgengum klárhesti án þess að ná nokkurn tímann tölti í hann. Tamningin kostaði mig slæma byltu og eymsli í öxl sem hafa háð mér alla tíð síðan.“ Tvennt til viðbótar tekur Sigurður þó fram um þennan fermingarfola sinn, sinn fyrsta hest. Annað var að hann náði að hirða hann með þeim hætti að hann fékk aldrei flórlæri, sem var afrek hjá ungum pilti við frumstæðar aðstæður.

Sigurður varð líka alla sína tíð í alfremstu röð fagmanna í hestamennsku; skeiðkóngur Íslands og slíkt snyrtimenni að hvítu hrossin frá Laugarnesi gljáðu af hreinleika. Hitt var svo að hann áttaði sig á að meira var spunnið í folann en honum auðnaðist að ná fram, um það sagði Sigurður: „mér tókst að skemma hann með of mikilli reið.“ Það lét Sigurður sér að kenningu varða og hafði síðan alla tíð mikið lag á að ná upp og viðhalda snerpu í hrossum. Sannast þar hið fornkveðna, meira vinnur vit en strit. Gildir það svo sannarlega í tamningu og þjálfun hrossa. Kristinn Hugason

Æðardúnsæng frá Hrauni á Skaga er hlý og eiguleg fermingargjöf -íslensk og vistvæn


PRÓFAÐU

NÝJU

HREINSILÍNUNA FYRIR VATNSHELDAN FARÐA

BY

-UP MAKE TS S I T R A

LOVED

NIVEA MicellAIR Expert hreinsilínan fjarlægir vatnsheldan farða á mildan en áhrifaríkan hátt með Miceller tækninni, í bland við þurrolíu og svart te. Það er óþarfi að skola af eða nudda. Hreinsar fullkomlega og án þess að skilja eftir filmu eða klístur.


12

13/2019

Fermingarbörn svara spurningum | frida@feykir.is

Fermingin mín Hrafn Helgi Gunnlaugsson

Máney Dýrunn Þorsteinsdóttir

Finnur Alexander Lazar Sorinsson

Hrafn Helgi Gunnlaugsson á heima í Hátúni 1 í Skagafirði. Hann verður fermdur frá Glaumbæjarkirkju á skírdag, þann 18. apríl, af sr. Gísla Gunnarssyni. Foreldrar Hrafns Helga eru Gunnlaugur Hrafn Jónsson og Helga Sjöfn Helgadóttir.

Máney Dýrunn Þorsteinsdóttir verður fermd í Hvammstangakirkju þann 14. apríl af sr. Magnúsi Magnússyni. Máney býr á Hvammstanga og er dóttir þeirra Þorsteins J. Guðmundssonar og Sigríðar Elvu Ársælsdóttur.

Finnur Alexander Lazar Sorinsson býr á Sauðárkróki og foreldrar hans eru Steina M. Lazar Finnsdóttir og Sorin Lazar. Finnur verður fermdur í Sauðárkrókskirkju þann 20. apríl hjá Sigríði Gunnarsdóttur.

Hvers vegna valdir þú að fermast? -Til þess að staðfesta skírnina. Hefur þú velt trúmálum mikið fyrir þér? -Ekkert rosalega mikið, aðalega í fermingafræðslunni. Hvernig hefur fermingarundirbúningnum verið háttað? -Ég hef verið í fermingarfræðslu í vetur, farið í tíu messur og fór líka í fermingarferðalag í Vatnaskóg. Hvar verður veislan haldin? -Í

Hvers vegna valdir þú að fermast? -Því að ég trúi á Guð, og vil staðfesta skírnina mína. Hefur þú velt trúmálum mikið fyrir þér? -Já svona svolítið... við amma tölum stundum um trúmál. Hvernig hefur fermingarundirbúningnum verið háttað? -Mamma, pabbi og amma hafa nú mest séð um það. Hvar verður veislan haldin? -Í Oddfellowhúsinu á Sauðárkróki. Er búið að ákveða hvað verður á matseðlinum? -Nei ekki alveg. Er búið að ákveða fermingarfötin? -Já og búið að kaupa þau. Hver er óska fermingargjöfin? -Vespa og ferð til Skotlands. Viltu koma einhverju fleiru á framfæri? -Bara að ég hlakka mikið til, þetta verður góður dagur með allri fjölskyldunni.

Hefur verið í fermingarfræðslu vikulega

Hvers vegna valdir þú að fermast? -Til að staðfesta skírnina. Hefur þú velt trúmálum mikið fyrir þér? -Ég hef velt þeim svolítið fyrir mér. Hvernig hefur fermingarundirbúningnum verið háttað? -Ég hef farið í fermingarfræðslu vikulega hjá Gísla og Döllu. Hvar verður veislan haldin? -Í Árgarði. Er búið að ákveða hvað verður á matseðlinum? -Súpa og kaffi og kökur á eftir. Er búið að ákveða fermingarfötin? -Já, það er búið að græja það. Hver er óska fermingargjöfin? -Nýtt rúm.

Hefur farið í tíu messur Hlakkar til að eiga og fermingarferðalag í góðan dag með Vatnaskóg fjölskyldunni

Félagsheimilinu á Hvammstanga. Er búið að ákveða hvað verður á matseðlinum? -Já, það verður Mexicosúpa og fullt af alls konar kökum. Er búið að ákveða fermingarfötin? -Já, verð í samfestingi. Hver er óska fermingargjöfin? -Fartölva eða utanlandsferð.


13/2019

F

13

Fleiri íþróttafréttir á Feykir.is

ÍÞRÓTTAFRÉTTIR

Aðalfundur Tindastóls

Björn Hansen heiðraður Á aðalfundi UMF Tindastóls sem haldinn var þann 27. þ.m. gaf sitjandi stjórn öll kost á sér til áframhaldandi starfa. Tvær breytingar urðu á varastjórn þar sem Einar Ingvi Ólafsson og Sigþrúður Jóna Harðardóttir voru kosin inn sem varamenn en fyrir var Sigurður Helgi Sigurðsson. Stjórnina skipa: Jón Kolbeinn Jónsson, formaður, Dúfa Dröfn Ásbjörnsdóttir, varaformaður, Jóhannes Björn Þorleifsson, gjaldkeri, Sigurlína Erla Magnúsdóttir, ritari og Jón Hjörtur Stefánsson, meðstjórnandi Þá var Birni Hansen afhentur starfsbikarinn fyrir frábært starf sem hann hefur unnið í þágu körfuknattleiksdeildar félagsins. /PF

Björn Hansen tekur við starfsbikar Tindastóls. MYND: TINDASTÓLL.IS

Lengjubikar

Sigur og tap hjá Stólunum Stelpurnar í Tindastól lögðu Álftanes 3-2 á gervigrasvellinum á Sauðárkróki sl. sunnudag og hafa þar með unnið báða sína leiki í C-deild Lengjubikarsins þetta árið. Hugrún Pálsdóttir og Kolbrún Ósk Hjaltadóttir skoruðu sitthvort markið á fyrstu 25 mínútum leiksins og staðan 2-0 í hálfleik. Álftnesingar náðu að jafna leikinn með tveimur mörkum undir lok leiks en Murielle Tiernan, sem nýkomin er á Krókinn frá Bandaríkjunum, lagði upp sigurmark Guðrúnar Jennýjar Ágústsdóttur á 93. mínútu. Góður og verðskuldaður sigur. Næsti leikur fer fram í

kvöld þegar stelpurnar mæta Gróttu á Seltjarnarnesi.

Tap hjá strákunum gegn Víði

Strákarnir tóku á móti Víði í lokaleik sínum í Lengjubikarnum á laugardaginn. „Vægt til orða tekið var leikurinn eins og svart og hvítt. Þar sem fyrri hálfleikur var virkilega vel spilaður hjá okkar mönnum og staðan 2-0 í hálfleik. En í seinni hálfleik fór mótlætið of mikið í taugarnar á mönnum og Víðir setti fjögur mörk. Lokatölur því 4-2 fyrir Víði,“ segir á Facebooksíðu knattspyrnudeildar Tindastóls. Stólarnir enduðu keppni á botninum með tvö stig eftir tvö jafntefli. /PF

Þú færð fermingargjöfina í

Blóma- og gjafabúðinni STÓRAR OG SMÁAR

Vinsælu Secrid kortaveskin, Stackers skartgripaskrínin, púðarnir frá Lagði, handklæði og rúmföt frá Sveinbjörgu ásamt ýmsu öðru. nar Starfsfólk Blóma- og gjafabúðarin um kyld fjöls og num rbör óskar ferminga n. gan áfan með ingju ham til ra þeir

Aðalgötu 14, Skr. S: 455 5544

Dominos deildin

Höktir í Stólunum Þar sem Feykir er umfangsmikill þessa vikuna fóru síðustu prentplöturnar af stað hjá prentaranum um hádegið sl. mánudag. Þess vegna er ekki hægt að segja til um hér hvort liðið sé komið áfram í úrslitum Dominosdeildarinnar eða leikmenn farnir í sumarfrí. En miðað við árangur tveggja síðustu leikja er mjög tvísýnt um það. Tindastóll var kominn í vænlega stöðu í rimmunni gegn Þór Þorlákshöfn í átta liða úrslitum, unnið fyrstu tvo leikina, 112-105 og 87 gegn 73. Það átti því að sópa Þórsurum út úr keppninni á heimavelli í þriðja leiknum en Þórsarar voru á öðru máli og unnu sannfærandi 87-67. Síðasta laugardag fór fjórði leikurinn fram í Þorlákshöfn og var um baráttuleik að ræða þar sem jafnræði var með liðunum lungann úr leiknum. Í hálfleik var staðan jöfn 42:42 og þegar tvær mínútur voru eftir af leiknum munaði aðeins þremur stigum 84:81 fyrir heimamenn. En þá náðu Þórsarar,

Tekst Israel Martin að koma sínum mönnum í gírinn? MYND: HJALTI ÁRNA

með hinn eitilharða Kinu Rochford, að hrista Stóla af sér og sigra 92-83. En þar sem þessi frétt er skrifuð fyrir hádegi þann 1. apríl óskum við Tindastóli til hamingju með sigurinn. Áfram Tindastóll! /PF


14 14

13/2019 13/2019

Hárið í Húnaþingi vestra

Með kærleikann að leiðarljósi

Myndir frá æfingum á Hárinu. MYNDIR: HULDA SIGNÝ JÓHANNESDÓTTIR

Leikflokkur Húnaþings vestra stendur í stórræðum um þessar mundir en hjá honum standa nú yfir æfingar á hinum þekkta söngleik Hárinu sem flestir þeir sem komnir eru til vits og ára kunna einhver skil á. Það er óhætt að segja að leikflokkurinn ráðist ekki á garðinn þar sem hann er lægstur þar sem hópurinn er kemur að uppsetningunni telur tæplega 40 manns. Feykir hafði samband við Ingibjörgu Jónsdóttur, verkefnisstjóra sýningarinnar, og forvitnaðist um þetta áhugaverða verkefni.

VIÐTAL Fríða Eyjólfsdóttir

Leikflokkur Húnaþings vestra varð til síðastliðið haust þegar Leikflokkurinn á Hvammstanga og Leikdeild Ungmennafélagsins Grettis á Laugarbakka sameinuðust. Félögin höfðu verið í samstarfi árið 2016 með uppsetningu á Súperstar og setti Leikflokkurinn á Hvammstanga upp Hérumbil Húnaþing árið 2017. Leikdeild Grettis var endurvakin árið 2004 eftir 20 ára hlé og stóð fyrir sýningum á u.þ.b.

þriggja ára fresti fram til ársins 2018 þegar sameiningin átti sér stað. Leiklokkurinn á Hvammstanga hafði verið starfandi frá árinu 1971 með reglulegum uppsetningum og frá árinu 1989 hafa félagar úr leikflokknum séð um skemmtiatriði á þorrablótum sem haldin hafa verið á Hvammstanga. Fyrsta verkefnið eftir sameininguna var barnaleikritið Snædrottningin undir leikstjórn Gretu Clough sem sett var upp síðastliðin jól og var það heimsfrumsýning þar sem

eiginmaður Gretu, Sigurður Líndal Þórisson, gerði nýja þýðingu á handritinu. Sigurður er svo einmitt leikstjóri næsta verkefnis félagsins sem er, eins og áður segir, söngleikurinn Hárið eftir James Rado, Gerome Ragni og Galt Macdermot í þýðingu Davíðs Þórs Jónssonar. Honum til aðstoðar eru Cassie Newby sem sér um hluta af dansinum, Ólafur Rúnarsson sem annast kórstjórn og Ingibjörg Jónsdóttir sér um hljómsveitarstjórn en hún er einnig verkefnisstjóri. Í Hárinu koma fram 26 manns, þar af sjö aðalleikarar, 14 manns í kór og fimm manna hljómsveit og í heildina koma 38 manns að uppsetningunni á einhvern hátt. Ingibjörg segir að það sé vissulega fjölmennur hópur sem tekur þátt í verkefninu miðað við stærð félagsins og eigi það sér að miklu leyti rætur til uppsetningarinnar á Súperstar en að því verkefni kom álíka

fjöldi. Ingibjörg var einnig verkefnisstjóri þeirrar sýningar en hún hafði séð um starfsemi Leikdeildar Grettis frá endurvakningu hennar árið 2004 þó hún hafi ekki haft búsetu á svæðinu á þeim tíma, utan eins árs.

Súperstar vel tekið „Þegar ég flyt heim árið 2014 fór ég mjög fljótlega í það að bera hugmynd mína um uppsetningu á Súperstar við Aldísi Olgu Jóhannesdóttur og Sigurvald Ívar Helgason sem bæði átti eftir að vera mín hægri hönd í verkefninu. Tóku þau vel í þetta og svo fór boltinn að rúlla. Maður þurfti svolítið að ganga á eftir fólki til að fá það í verkefnið auk þess sem maður heyrði orðróm um að þetta væri of stórt verkefni fyrir svona lítil leikfélög en annað kom í ljós. Svo var það spurning með leikstjóra og fréttist þá að Sigurður Líndal

væri að flytja heim frá London, en hafði hann verið þar við nám og starfað við leikstjórn hjá atvinnuleikhúsum í um 20 ár. Hringdi ég í hann um vorið 2015 og tók hann vel í hugmyndina. Hann viðurkenndi þó að hafa aldrei leikstýrt áhugamannaleikhópi, heldur einungis atvinnuleikhópum. Svo fór boltinn að rúlla um haustið, æfingar hófust fyrir áramót, fyrst hljómsveitaræfingar sem Sigurður mætti reglulega á og eftir áramót hófust æfingar undir hans stjórn. Allt gekk þetta vel og voru upphaflega áætlaðar fimm sýningar um páskana 2016 en bæta þurfti við einni sýningu á páskadag. Alls voru það um 900 manns sem sóttu sýningarnar en það er nálægt íbúafjölda Húnaþings vestra. Það var ótrúlegt hvað allar sýningar gengu vel. Þarna voru allir að nota þráðlausa hljóðnema í fyrsta skiptið sem gekk eins og í sögu þar til kom


13/2019 13/2019

15

Fermingin mín Þórunn Björg Bjarnadóttir

Fermist í fallegum hvítum kjól Þórunn Björg Bjarnadóttir á heima í Haga 2 í Húnavatnshreppi. Foreldrar hennar eru þau Bjarni Guðmundur Ragnarsson og Særún Ægisdóttir. Þórunn Björg verður fermd í Þingeyrarklausturskirkju þann 6. apríl hjá sr. Sveinbirni R. Einarssyni. Hvers vegna valdir þú að fermast? -Til að staðfesta skírnina. Hefur þú velt trúmálum mikið fyrir þér? -Svolítið. Hvernig hefur fermingarundirbúningnum verið háttað? -Presturinn mætir í skólann og svo förum við í guðsþjónustur. Hvar verður veislan haldin? -Veislan verður í Húnavallaskóla. Er búið að ákveða hvað verður á matseðlinum? -Já. það verður súpa í forrétt, grillað læri í aðalrétt og svo kaffi og fermingarterta. Er búið að ákveða fermingarfötin? -Já, verð í fallegum hvítum kjól. Hver er óska fermingargjöfin? -Hestadót, málningardót og skrautmálning.

Heiðar Berg Njálsson

Vill staðfesta skírnina og halda veislu til að hitta vini og ættingja Heiðar Berg Njálsson á heima á Blönduósi og verður fermdur í Blönduósskirkju þann 27. apríl af sr. Sveinbirni R. Einarssyni. Foreldrar hans er þau Ásta Þórisdóttir og Njáll Runólfsson.

að lokasýningunni. Þá klikkar hljóðneminn í söng Heródeusar og tók hljómsveitin sig þá til og spilaði eins lágt og hún gat. Þegar farið var að spyrja áhorfendur sagðist enginn hafa tekið eftir þessu enda sagðist söngvarinn hann Tómas Daníelsson hafa sungið eins og hann ætti lífið að leysa. En fyrst Súperstar gekk svona vel þá hlaut að vera hægt að taka annan söngleik sem mig langaði að setja upp sem er Hárið. Þegar þessu verkefni er lokið er ég komin í pásu með að velja verkefni er viðkemur söngleikjum enda búin að setja upp mína tvo uppáhalds,“ segir Ingibjörg.

Aldursbilið 52 ár Í Súperstar kom einungis heimafólk að sýningunni en í Hárinu er fengin aðstoð frá Cassie Newby sem sér um meirihlutann af dönsunum. Sigurður sá bæði um leikstjórn

og dansa í Súperstar en þar sem meira er um leikin atriði í Hárinu ákvað hann að fá aðstoð frá Cassie en hún kemur frá Bretlandi og er vinur þeirra Gretu. Að öðru leyti kemur eingöngu heimafólk að sýningunni og segir Ingibjörg að gaman sé að segja frá því að mæðgur eru þátttakendur í kór- og danshópnum. Yngsti þátttakandinn í hópnum er 15 ára og sá elsti 67 ára. Í svo viðamiklu verkefni sem nánast allt er unnið af áhugafólki hlýtur að vera nokkuð erfitt að samræma tíma fyrir æfingar. Ingibjörg segir þó að æfingar hafi gengið vel. „Það er auðvitað erfitt að ná alltaf öllum saman á hverri æfingu enda fjölmennur hópur en þetta verður alltaf betra með hverri æfingu. Að mínu mati er það kórinn sem á mest hrós skilið. Þau þurfa að læra bæði dansa, laglínur og texta við flestöll lögin og er það heilmikið verkefni.“

En af hverju Hárið og Súperstar sem eru bæði verkefni komin yfir fimmtugt? „Ætli megi ekki segja að maður hafi hlustað reglulega á þessa söngleiki síðan maður sá kvikmyndirnar sýndar í sjónvarpinu í kringum 1990. Ég man þær voru báðar sýndar ásamt fleirum söngkvikmyndum eina helgina og eftir það hef ég hlustað reglulega á og sótt uppsetningar sem hafa verið sýndar í Reykjavík. Þetta er tónlist sem mín kynslóð hlustar á en það er kannski spurning með þá næstu þar sem að mínu mati hefur orðið mikil breyting. Boðskapurinn er má segja: Njótum lífsins, elskum hvert annað, mótmælum stríðsátökum og höfum kærleikann að leiðarljósi.“ Sýningar á Hárinu verða 17., 18., 19., 20. og 22. apríl nk. í Félagsheimilinu Hvammstanga. Miðasala er á leikfelagid.is eða í síma 655-9052 og 771-4955. Miðaverð er 5.500 kr.

Hvers vegna valdir þú að fermast? -Ég valdi að fermast til að staðfesta skírnina. Mig langar líka að halda veislu og hitta ættingjana. Hefur þú velt trúmálum mikið fyrir þér? -Ekki mikið en þó eitthvað. Hvernig hefur fermingarundirbúningnum verið háttað? -Ég tók þátt í aðventumessu. Síðan hittumst við í nokkur skipti í safnaðarheimilinu sem er í kjallara kirkjunnar. Að lokum á að skila ritgerð í síðasta tímanum. Hvar verður veislan haldin? -Fermingarveislan verður haldin í salnum í Ósbæ við Þverbraut 1. Er búið að ákveða hvað verður á matseðlinum? -Já nokkurn veginn. Mig langar að hafa heitt svínakjöt og kjúklingaspjót, síðan tertur og konfekt í eftirrétt. Er búið að ákveða ferm-ingarfötin? -Nei ekki alveg en mig langar í jakkaföt. Farið verður í það að kaupa fermingarföt í byrjun apríl. Hver er óska fermingargjöfin? -Mig langar geggjað mikið í Samsung galaxy s10 síma í fermingargjöf og svo ætla ég að reyna að kaupa mér borðtölvu fyrir fermingarpeningana.

Ert þú búinn að kíkja til okkar?

Feykir.is


16

13/2019

Gunnar Heiðar Bjarnason horfir bjartsýnn fram veginn þó blindur sé

Ætlar að verða Íslandsmeistari í svölustu íþróttinni Gunnar Heiðar Bjarnason er 33 ára Skagfirðingur sem hefur þurft að takast á við erfiða veikindabaráttu frá unga aldri. Veikindi sem hrjá hann hafa tekið sinn toll, bæði líffæri og skynjun en hann segist ekki nenna að væla yfir því. Aðeins sé um tvo kosti að velja og hann ætlar að njóta lífsins. Mikil áskorun bíður hans í maí en þá ætlar hann að taka þátt í Íslandsmeistaramóti í ísbaði og þátttakan verður ekki bara til að vera með. Stefnt er á titilinn sjálfan og ekkert minna í boði. Feykir tók hús á Gunnari á dögunum og fékk hann til að segja sögu sína. VIÐTAL Páll Friðriksson

Þeir sem þekkja Gunnar vita að þar fer afskaplega jákvæður maður með ákveðna sýn á lífið. Sýn er alveg hægt að segja þó svo að Gunnar sé búinn að missa sjónina. Sýnin býr innra með honum og í hans sterku sál. Þegar Gunnar var fimm ára gamall greindist hann með sykursýki, týpu eitt. Hún er algengust hjá ungu fólki og börnum og er ekki áunnin líkt og sykursýki 2. Í pistli Guðbjargar H. Birgisdóttur, hjúkrunarfræðings, Fróðleikur um sykursýki, á heimasíðu Lyfju, kemur fram að eyðilegging á frumunum, sem framleiða insúlín, má meðal annars rekja til ónæmiskerfisins en ekki er vitað með vissu hver orsökin sé. Erfðafræðilegir þættir virðast hafa áhrif án þess þó að sjúkdómurinn gangi beint í erfðir. Gunnar segir að í sínu tilviki hafi frumur stökkbreyst og byrjað að ráðast á aðrar og

Halla Rut. MYND: FE

Gunnar Heiðar býr á Sólvöllum neðan Varmahlíðar. Líf hans hefur tekið miklum stakkaskiptum eftir NPA-samning við sveitarféagið. MYNDIR: PF

við að hafi sykursýkin hjá honum myndast sem endar með því að nýrun bila og augnbotnar skemmast. Sjóninni hrakaði og svo eins og hún færi allt í einu. „Þetta vað mjög skrítið því mér gekk ágætlega, var í íþróttum og ekkert vesen en svona lagað leggst misvel í fólk. En sjónin fór alveg 12. september árið 2010. Ég gleymi aldrei þeim degi því það var dagurinn sem ég þurfti að setja bíllyklana á hilluna. Það var það versta,“ segir Gunnar en hann var og er mikill bíladellukarl. Hann segir tilfinninguna hafa verið alveg hryllilega. „Ég er svo mikill bílakall,“ segir hann og hlær, „en maður verður þá bara að finna einhver önnur hobbý. Ég get þó ennþá setið í bíl, það er kostur.“ Nú hafa liðið á níunda ár frá því að lyklarnir fóru á hilluna og í rauninni mikið gengið á í lífi hans síðan. „Fyrstu árin voru mjög erfið því ég var svo veikur og í rauninni alveg til byrjun árs 2017. Ég varð ágætur eftir að ég fór í líffæraskipti, er

líffæraþegi á bæði nýrum og brisi, er með þrjú nýru en bara eitt starfandi og svo nýtt bris. Þetta gekk allt vel þegar ég kom heim um sumarið 2012 en ári seinna fékk ég höfnun á líffærin, sem alltaf getur gerst og ekki endilega tengt neinu utanaðkomandi áhrifum. Ballerasing á lyfjum geta skipt máli og þess vegna fer ég alltaf reglulega í blóðprufu og læt mæla öll gildi og það gengur bara mjög vel í dag. En þessi fimm, sex ár voru erfið,“ segir hann en mikið var um

sjúkrahúsheimsóknir, keyrslu suður til Reykjavíkur og kostnaðurinn mikill á öllu. „Það er ekki nóg með að hafa lent í öllum þessum veikindum því fjárhagslega hliðin er líka eitthvað sem maður hefur áhyggjur af,“ segir Gunnar sem þrátt fyrir þær hremmingar allar líður vel í dag.

NPA breytir öllu Gunnar Heiðar er fyrsti einstaklingurinn til að skrifa undir samning hjá fjölskyldu-

Vítakeppni, blindir á móti rugluðum í anda þeirra tveggja.

sviði Sveitarfélagsins Skagafjarðar um notendastýrða persónulega aðstoð (NPA) eftir að reglugerðin var lögfest 1. október sl. Hann segir það hafa breytt miklu fyrir sig. Hann segist þurfa mikla þjónustu þar sem hann býr í dreifbýlinu. „Ef mig langar að fara eitthvert þarf ég alltaf að fá bíl. Sama hvert, fara og vera meðal fólks eða bara að taka þátt í lífinu,“ segir Gunnar en áður en NPAsamningurinn kom til var hann mjög oft heima og fannst það erfitt. „Þetta breytir öllu fyrir mig og ég er mjög ánægður með að sveitar-félagið skyldi taka af skarið með þetta. Ég er mjög ánægð-ur.“ En hvernig skyldi venjulegur dagur líta út hjá Gunnari? Hann segist vakna yfirleitt mjög snemma, frá hálf fimm á næturnar til hálf sjö í síðasta lagi og byrjar á því að fá sér að borða og svo tekur alvaran við. „Ég fer yfirleitt alla virka daga í tækjasalinn í íþróttamiðstöðinni í Varmahlíð og þar er ég oft frá átta á morgnana til


13/2019

klukkan eitt. Þar er vel tekið á því. Svo fæ ég mér hádegismat að borða og svo bara eitthvert hobbý. Ég er svo sem ekki kominn með mikið enn en ég hef gaman af því að fara út að keyra og láta lýsa fyrir mér náttúrunni og svona. Svo hef ég gaman af því að hitta vini og vandamenn, fara á einhver mannamót, tónleika o.fl. Ég fór mikið á Græna hattinn í gamla daga að hlusta á hinar og þessar hljómsveitir og það er á stefnuskránni að fara þangað aftur, þegar ég verð búinn að kaupa mér heyrnaskjól,“ segir hann og skellir upp úr. Hann segist enn vera að læra á þetta nýja frelsi og líkir sér við hund sem hefur elst við bolta og loksins þegar hann nær honum þá veit hann ekkert hvað á að gera við hann. „Að vera kominn með svona þjónustu er eitthvað sem ég þarf að læra betur inn á,“ segir hann en í vinnu hjá honum er móðir hans, Helena Björk Gunnarsdóttir og Hafsteinn Harðarson á Víðimel en hann segist hafa hug á því að bæta þriðja aðstoðarmanninum við sem líklega verður auglýst fljótlega. „Ég er sem sagt NPA verkstjóri í eigi lífi,“ segir hann og er það mikil breyting sem áður var. „Þetta breytir öllu og í rauninni getur maður gert það sem hugurinn girnist og tekið virkan þátt í samfélaginu. Vonandi fer maður að komast á þann stað að geta svo látið eitthvað gott af sér leiða. Ég hef látið lítið fyrir mér fara síðustu ár en vonandi að maður geti gefið til baka þessu góða samfélagi sem hefur hjálpað manni í gegnum þetta allt saman.“ Gunnar er heppinn með vini sem hann heldur sambandi við og tala þeir oft saman gegnum símann og einnig hittast þeir þegar tækifærin gefast. „Við vinirnir hittumst reglulega og höfum gaman saman. En því miður er þetta upptekið fólk í hröðu samfélagi svo maður hittir þá sjaldnar en maður myndi vilja. En ég er í góðu sambandi við þá sem eru góðir vinir mínir.“

Stefnir á Íslandsmeistaratitil Einstakt vinasamband hefur myndast milli þeirra Gunnars og Hafsteins, sem Gunnar kallar NPA vin sinn, þrátt fyrir mikinn aldursmun. Og að heyra þá tala saman er stórkostlegt, gín og kerskni á báða bóga. Því fékk undirritaður að kynnast þegar

Gunnar ásamt NPA aðstoðarfólki sínu, Helenu móður sinni og Hafsteini á Víðimel.

Í kalda karinu líður Gunnari vel og stefnir hann á Íslandsmeistaramótið í maí.

Frá fermingarveislu Gunnar. Aldrei lagði hann meira á sig til að ná nokkru prófi en kristnifræðinni. Ástæðan var einföld. MYND ÚR EINKASAFNI

hann hringdi í Hafstein en Gunnar komst í símann og svaraði er spurt var hvort Hafsteinn væri við. „Nei, hann fór á klósettið, varð eitthvað illt í maganum.“ Auðvitað var það vitleysa og Hafsteinn hrifsaði af honum tólið. En þeir finna sér alltaf eitthvað að gera og er tækjasalurinn vinsæll. Stundum fara þeir í íþróttasalinn og stilla sér upp við vítalínuna og fara í keppni. „Það er nú gaman að segja frá því að það verður stundum jafntefli hjá okkur. Þá fer kannski einu sinni ofan í hjá hvorum okkar. Hann vann mig reyndar síðast, þá fór 2-1 en við tökum tíu vítaskot hvor. Það er gaman að þessu. Ég var mikið í körfubolta hér áður og hef mikinn áhuga á honum. Svo er ísbaðið nýja hobbýið mitt,“ segir Gunnar sem stefnir hátt í þeirri kuldalegu íþrótt. Hann segir að það hafi byrjað síðasta sumar en þá var hann manaður í karið. „Ég hélt nú heldur betur ekki. Ætlaði nú ekki að fara í þetta. En þegar ég prófaði í fyrsta skiptið þá þurfti að reka

mig upp úr. Mér fannst þetta bara þægilegt og var frekar þar en í heita pottinum og síðan hef ég verið í kalda karinu. Þetta er alveg nauðsynlegt finnst mér, ein af þessum rútínum sem er hjá mér. Þegar maður byrjar á þessu vill maður ekki vera án þess,“ segir Gunnar en framundan er Íslandsmeistaramótið í ísbaði 2019. „Það verður haldið um miðjan eða endaðan maí í Grafarvogslaug. Það er ekki komin endanleg tímasetning á það ennþá. En það verður stofnuð Facebooksíða um þetta.“ Gunnar ætlar að vera með áheitasöfnun í tengslum við mótið og hugsar hana til lengri tíma. Til að byrja með verður hún ætluð honum skjálfum en síðar sér hann fyrir sér að geta látið fjármuni rakna til annarra sem á þurfa að halda. Ef vel gengur hefur Gunnar hug á því að að safna fyrir aðra að ári. Þá væri jafnvel hægt að fá fólk til að kjósa um það hvert málefnið ætti að vera en hjá honum er blindrafélagið ofarlega í huga

enda reynst honum mjög vel. „En mig langar til að safna fyrir sjálfan mig til að byrja með, til að létta mér að kaupa íbúð eða húsnæði. Helst við ég gera það án þess að taka stór lán svo ég geti verið enn sjálfstæðari. Og nú þegar ég er kominn með NPA samning, langar mig að vera algerlega sjálfstæður í eigin lífi.“ Það má litlu muna að spyrjandi fái hroll er hann hugsar um það hvað það er sem fær fólk til að demba sér í ískalt vatnsbaðið, hvað þá að ætla sér að verða Íslandsmeistari í slíku brjálæði. Eitthvað þarf líka að æfa sig og venja líkamann við kuldann og Gunnar lætur sinn kropp heldur betur finna fyrir hitabreytingum. „Æfingarnar fara þannig fram að ég fer 4-5 sinnum í viku í ísbaðið. Ég fer fyrst í gufu, og kem síðan upp og ofan í karið og svo ligg ég þar. Þetta er nú ekki flóknara og engin geimvísindi á bak við þessa íþrótt,“ segir hann og hlær. „Ég er heppinn með það að ég virðist þola þetta vel. Ég hef sagt það við fólk sem undrast á því hvers vegna ég nenni að standa í þessu að þetta sé 85% þrjóska og 15% fita. Vonandi fer samt fitumagnið lækkandi.“ Það er óhætt að segja að Gunnar taki sínum erfiðleikum með miklu jafnaðargeði og jákvæðu hugarfari. Tilsvörin eru hnyttin og ávallt er stutt í hláturinn. Andlitið ljómar er hann brosir og ekki hægt að sjá að nokkuð sé að plaga unga manninn. En hann segir það vera val. „Það eru tvær leiðir sem hægt er að fara í svona erfiðleikum. Annað hvort að koðna niður, sem var aldrei inni í myndinni hjá mér, eða fara upp á við og halda áfram og gefast ekki upp. Svo lít ég þannig á til að róa sjálfan mig að það er fólk út um allan heim sem hefur það miklu verra en ég. Ef ég lít þannig á hlutina þá líður mér bara ágætlega eins og staðan er í dag. Ég bara þakka fyrir að hafa það jafn gott eins og staðan er núna. Svo þýðir ekkert að væla!“ segir hann. En stundum er nú sagt að gott sé að væla í kerfinu til að fá einhverju framgengt. Gunnar telur það ekki vera væl heldur það að vera ákveðinn í verkefninu og jafnvel harður í horn að taka. „Maður vill samt oftar sýna mjúku hliðina en það gengur ekki alltaf. Ég er mjög þrjóskur að eðlisfari í báðar ættir, alveg dauðadæmdur með það. En ég hef ekki yfir neinu að

17

kvarta eins og staðan er í dag.“

Lærði vel fyrir ferminguna Þar sem um fermingarblað Feykis er að ræða er Gunnar spurður út í ferminguna sína en nú eru slétt 20 ár síðan hann fermdist. „Ég fermdist 1999 í Víðimýrarkirkju af sr. Gísla Gunnarssyni. Við vorum fjögur eða fimm, man það ekki alveg en það komast ekki mikið fleiri í kirkjuna. Það er varla hægt að snúa sér við í henni,“ segir hann og galsinn leikur um hann allan. Það sem stendur helst upp úr þeirri athöfn er aðdragandi hennar segir Gunnar, en hann er viss um að hafa aldrei lært eins mikið undir neitt próf og kristin-fræðiprófið. „Ég vildi alls ekki falla, því að mig langaði svo mikið í fermingarpeninginn,“ segir hann og skellir upp úr. „Nei, nei, það var mjög gott að fermast enda kristinn maður og trúaður. Það hefur ekkert breyst. En, jú, fermingarpeningarnir sátu mikið í mér. Ég notaði þá síðar til að kaupa mér bíl. Bíladellukallinn keypti bíl 16 ára. Hann var reyndar ekki mjög merkilegur og kostaði aðeins 35 þúsund krónur og afturhjóladrifinn. En þetta var bíll sem ég gleymi ekki, Ford Sierraa, frá Kanada. Hann var með hitara framan á sér þannig að ef maður stakk honum í samband þá hitaði hann vélina. Mér þótti mjög vænt um þennan bíl.“ Ef þú værir að fermast í dag, hvað myndi þig langa í? „Ég veit það ekki. Ætli ég myndi ekki svara því sama og áðan ég myndi líklega safna mér fyrir bíl. Ég held það. Þó að ég sé orðinn blindur í dag þá er ég alveg sami bíladellukallinn. Það breytist líklega ekkert.“ Áður en Gunnar var kvaddur varð ísbaðið aftur að umræðuefni og Íslandsmeistaramótið og þá freistandi að spyrja hvaða markmið hann væri búinn að setja sér. „Ég fer ekki upp úr karinu fyrr en ég verð orðinn Íslandsmeistari!“

Þeir sem vilja heita á Gunnar Heiðar í baráttunni við að krækja í titilinn geta lagt inn á reikning nr. 310 26 717 kt. 160785-3579. Feykir mun reyna að fylgjast með kappanum þegar nær dregur keppninni köldu og óskar honum alls góðs í framtíðinni.


18

13/2019 10/2016

HEIMSÓKN Í FLJÓTIN

Fljótamenn taka vel á móti þér! Endilega kíkið í heimsókn til okkar...

Langhús - hestaleiga

Ferðaþjónustan Brúnastöðum

Sólgarðar

Kaupfélag Skagfirðinga

Gimbur - gistihús

Opið allt árið. Einnig er í boði "Winter adventures", sem er innandyradagskrá á hestbaki, veitingar, og slökun í innandyra heitum potti. Frábær vetrar- og vor afþreying.

Gisting í tveimur stórum vel búnum húsum. Dýragarður í fallegu umhverfi. Félagsheimilið Ketilás, kjörið fyrir mannfagnaði hverskonar.

Sundlaug, Kaffihús Guðrúnar frá Lundi, gisting, leikvöllur og nestisaðstaða. Söguferðir með leiðsögn.

Útibú á Ketilási. Opið alla virka daga frá kl. 13-17. Fjölbreytt vöruúrval og heitt á könnunni.

Gisting, góð aðstaða fyrir einstaklinga og hópa. Gönguferðir og hvers lags útivist. Heimaslóð Bakkabræðra.

simi 847 8716 icelandichorse.is arnhei@simnet.is facebook: Langhus Farm Lukka

sími 869 1024 brunastadir.is bruna@simnet.is facebook: Brúnastaðir guesthouse and farm

sími 867 3164 solgardar.com gagnvegur@gmail.com facebook: Sólgarðar í Fljótum

sími 467 1000 ks.is ks@ks.is facebook: Verslunin Ketilás

sími 899 3183 gimburguesthouse.is info@reykjarholl.is facebook: Gimbur Gistiheimili

Verið hjartanlega velkomin


13/2019

( BÓK-HALDIÐ ) frida@feykir.is Ingibjörg Rósa Auðunsdóttir / bóndi og ferðaþjónustuaðili á Kollsá í Hrútafirði

Bergsveinn, Einar Már og Dorothy Koomson í uppáhaldi Ingibjörg Rósa Auðunsdóttir á Kollsá í Hrútafirði kann vel að meta góðar bækur og lesefnið er fjölbreytt. Á heimili hennar er til góður bókakostur en þegar hún var beðin að áætla bókaeign sína segist hún hafa talið um 350 bækur í bókahillunum á Kollsá. Inga segist þó ekki lengur kaupa margar nýjar bækur, heldur taka meira að láni, og heimsækir hún bókasafnið á Hvammstanga reglulega. Hvers konar bækur lestu helst? -Ljóðabækur hafa fylgt mér svo að segja frá fermingaraldri, ævisögur hef ég gaman af að lesa svo og margvíslegar íslenskar og erlendar skáldsögur. Hvaða bækur voru í uppáhaldi hjá þér þegar þú varst barn? -Ég átti allar Gunnu- og Kátubækurnar, svo var Lína langsokkur í uppáhaldi og er reyndar enn. Aðalsögupersónurnar voru allar magnaðar kvenpersónur sem lentu í ýmsum aðstæðum og leystu vel úr þeim. Hver er uppáhaldsbókin af þeim sem þú hefur lesið gegnum tíðina? -Uppáhaldsbækurnar mínar eru helst þessar: Sjálfstætt fólk eftir Laxness. Hana las ég á frívöktum fyrsta sumarið mitt við vinnu í Staðarskála, þá 18 ára. Ljósa eftir Kristínu Steinsdóttur er mögnuð bók, skrifuð af miklu innsæi um aðstæður aðalpersónunnar og hennar nánustu. Það er í raun mannbætandi að lesa þá bók. Svar við bréfi Helgu og Landslag er aldrei asnalegt eftir Bergsvein Birgisson eru líka í uppáhaldi sem og Náðarstund eftir hina áströlsku Hönnuh Kent. Þýðing Jóns St. Kristjánssonar er einstök. Við lestur hennar kom það fyrir að ég fletti 1-2 bls. til baka til lesa fallegan textann aftur. Hver er þinn uppáhaldsrithöfundur og hvers vegna? -Uppáhaldsrithöfundar mínir eru Bergsveinn Birgisson, Einar Már Guðmundsson og Dorothy Koomson. Þau hafa efnistök og skrifa texta sem mér fellur vel.

Inga við bókahillurnar í Tangahúsinu á Borðeyri þar sem hún rekur gistiheimili. MYND: FE

Hvaða bækur eru á náttborðinu hjá þér þessa dagana? -Nú er ég að lesa Hlaðhamar eftir Björn Th. Björnsson og einnig Annað líf eftir Auði Jónsdóttur. Ljóðabókin á náttborðinu er Ljóðmæli 1. bindi eftir Pál Ólafsson sem kom fyrst út árið 1899. Áttu þér uppáhaldsbókabúð? -Uppáhaldsbókabúðin mín er Penninn Eymundsson á Akureyri, þar er líka svo gott kaffi. Svo er frábært að kíkja við í grænu kassana hjá bóksölunum

á Signubökkum í París, þeir eru nokkurs konar "Bragar" Parísarborgar.

panta ég mér oft bók að gjöf og kem því á framfæri við minn mann.

Hvað kaupirðu eða eignast að jafnaði margar nýjar bækur yfir árið? -Nýjar bækur yfir árið eru ekki svo margar, ég tek orðið meira að láni, en ég held svona á bilinu 5-8 bækur.

Hefur einhver bók sérstakt gildi fyrir þig? -Ég á bók sem hefur tilfinningalegt gildi fyrir mig. Ég er alin upp við mikið dálæti á Páli V. G. Kolka, fyrrverandi héraðslækni á Blönduósi. Hann ritaði héraðslýsingu Austur-Húnavatnssýslu og kom hún út 1959 í bókinni Föðurtún. Pabbi minn, Auðunn Guðjónsson, átti þessa bók og var hún iðulega á náttb-orðinu

Eru ákveðnir höfundar/bækur sem þú færð „alltaf“ í jólagjöf? -Ég fæ ekki alltaf bækur eftir ákveðna höfunda í jólagjöf, en þegar bókatíðindi koma þá

HVER VAR HEITASTA GJÖFIN? – Unnar Rafn Ingvarsson

Fermdist í fáheyrðri hitabylgju Unnar Rafn Ingvarsson er sagnfræðingur úr Svínadal í Austur-Húnavatnssýslu og bjó sín uppvaxtarár í Sólheimum. Nú er hann búsettur í Garðabæ og vinnur hjá Þjóðskjalasafni Íslands. „Ég fermdist í Auðkúlukirkju í Svínadal á hvítasunnu árið 1982 í hitabylgju sem næstum reið okkur að fullu,“ segir Unnar. „Sennilega voru flestir að vinna með einhver hljómflutningstæki,“ og er hann þá að svara spurningunni um hver hafi verið heitasta gjöfin á þeim tíma. „Ég man að ég fékk einhverjar græjur, en

sennilega er eftirminnilegast að ég fékk veiðistöng með öllu.“ Ef þú ættir að fermast í dag, hver væri óska gjöfin? „Held ég væri ekki að óska sérstaklega eftir gjöfum ef ég væri að ganga til liðs við kirkjuna í dag,“ segir hann en spurning hvort neðangreint komi til greina. Þar eru auglýstar fermingargjafir í Morgunblaðinu þann 1. apríl 1960. TIL FERMINGARGJAFA svefnsófar, svefnbekkir, skrifborðsstólar, vegghúsgögn, skemlar o.m.fl. Nýja bólsturgerðin Laugaveg 134, sími 16541. /PF

19

hans. Nokkru áður en hann kvaddi vildi hann gefa mér bókina, sem ég og þáði. Hann ritaði inn í hana „Til Ingu frá pabba" og var það í síðasta sinn sem hann skrifaði í sínu lífi. Mér þykir afar vænt um þessa bók. Hefur þú heimsótt staði sem tengjast bókum eða rithöfundum þegar þú ferðast um landið eða erlendis? -Ég hef komið í Sænautasel á Jökuldalsheiði. Það er af sumum talið að fyrirmyndin að umhverfi Bjarts í Sumarhúsum sé þaðan komin. Ég hugsaði til þess er við áðum þar. Mig langar að heimsækja strandbæinn Brighton á suðurströnd Englands og ganga með sjónum. Sögusvið margra af bókum Dorothy Koomson er þaðan. Ef þú ættir að gefa einhverjum sem þér þykir vænt um bók, hvaða bók yrði þá fyrir valinu? -Ef ég ætti að gefa einhverjum sem mér þætti vænt um bók, þá held ég að ég myndi hreinlega velja Litla prins, (franska: Le Petit Prince) eftir Antoine de Saint-Exupéry sem kom út árið 1943. Þessi setning úr bókinni: „Maður sér ekki vel nema með hjartanu. Það mikilvægasta er ósýnilegt augunum." er tímalaus og á alltaf vel við, alla:) Í þessari bók er minna einfaldlega meira. Manstu eftir einhverjum bókum sem þú fékkst í fermingargjöf? -Ég fékk íslenska orðabók í fermingargjöf og hún kom sér afar vel seinna meir. Hvaða bækur lastu helst þegar þú varst á fermingaraldri? -Mig minnir að ég hafi verið að lesa Pollýönnubækurnar um fermingu.


20

13/2019

Ólafur Jens Sigurðsson leikstjóri tekinn tali

Sér ekki fyrir sér líf sitt án leikhússins Leikfélag Hofsóss frumsýnir leikverkið Gullregn, eftir Ragnar Bragason í leikstjórn Ólafs Jens Sigurðssonar, fimmtudaginn 4. apríl í Höfðaborg. Sýningarnar verða alls níu og segir í auglýsingu að ekki verði um neinar aukasýningar að ræða svo fólk ætti ekki að draga það að fara í leikhúsið. Feykir náði í skottið á leikstjóranum og fékk hann til að segja frá sjálfum sér og uppsetningunni á Hofsósi. VIÐTAL Páll Friðriksson

„Ég er alinn upp í áhugaleikhúsi. Ég lék mikið með leikfélagi Selfoss frá því að ég var strákur og fram yfir tvítugt. Það má því segja að leiklistarbakterían hafi grasserað í mér frá því að ég man eftir mér. Ég var svo heppinn að fá snemma tækifæri til að spreyta mig í leikstjórastólnum. Mér fannst það frábær reynsla og fyrir mér rökrétt framhald á því að standa sjálfur á sviðinu. Þegar kom svo að því að mennta sig

á þessu sviði fór ég til Bretlands og lærði leikstjórn í The Bristol Old Vic Theatre School í Bristol. Seinna tók ég masterspróf frá List-kennsludeild Listaháskóla Ís-lands,“ segir Ólafur. Hann býr í Reykjavík og á þrjú börn, Lóu, Auði og Snorra sem öll njóta þess að vera í leikhúsinu. „Stundum fá þau að koma með mér og fylgjast með vinnunni og sjálf eru þau mjög liðtæk á sviðinu.“

Hvernig kom það til að þú flæktist í vef leikhúsanna? „Eins og ég sagði byrjaði ég snemma að leika með áhugaleikfélagi. Það kom þannig til að verið var að leita að börnum til að taka þátt í uppfærslu. Ég hafði leikið eitthvað í skólanum og var boðið hlutverk. Það varð ekki aftur snúið. Ég hef verið viðloðandi leikhúsið síðan. Allt sem gerist innan veggja þess heillaði mig þá og heillar mig enn. Þessi vettvangur til að spegla samfélagið, sambönd og manneskjuna. Leikhúsið er vettvangur til að skapa, horfa gagnrýnum augum á hlutina og græða

hjartasár. Samtalið sem á sér stað í leikhúsinu, bæði innan samstarfshópsins og síðan við áhorfendur er dýrmætt, vekur til umhugsunar og bætir okkur öll sem einstaklinga og hluta af samfélagi. Ég sé ekki fyrir mér líf mitt án leikhússins.“

Starfsfólk og leikarar Gullregns. MYNDIR: VALDÍS BRYNJA HÁLFDÁNARDÓTTIR

En hvað skyldi vera skemmtilegast við leikstjóravinnuna? „Það sem er langskemmtilegast við leikstjórnarvinnuna,“ segir Ólafur, „er að sjá hvernig góð samvinna allra sem koma að einni uppsetningu skilar sér í góðri sýningu. Mér finnst mikilvægt að í upphafi setjist allir jafnir við sama borð. Alveg sama hvaða reynslu fólk býr yfir eða úr hvaða umhverfi það er sprottið. Það hafa allir eitthvað til málanna að leggja og í góðu samtali kemst hópurinn fljótlega á eitthvert plan sem hægt er svo að byggja á. Allir eiga hlut í þeirri samsköpun sem fullunnin leiksýning er.“

Fordómar og rasismi í íslensku samfélagi Leikritið Gullregn segir frá Indíönu Jónsdóttur sem býr í Fellahverfinu í Breiðholti. Hún lifir á bótum þó að hún gæti talist heilbrigð en hún er svokallaður

Ólafur pósar á sviðinu.

kerfisfræðingur. „Íbúðir blokkarinnar sem hún býr í eru að fyllast af fólki af erlendum uppruna. Þetta fólk fyrirlítur Indíana. Í litlum garði við íbúðina hefur hún ræktað gullregn sem hún er afar stolt af. Þegar við fáum að líta inn í líf Indíönu hefur fulltrúi frá umhverfisráðuneytinu bankað upp á hjá henni til að tilkynna að öll erlend tré á Íslandi skuli fjarlægð. Það er henni gríðarlegt áfall,“ segir leikstjórinn, en ekki batnar það þegar sonur hennar kemur heim með kærustu af erlendu bergi brotna. „Verkið, sem kalla mætti kómískan harmleik, hverfist kannski fyrst og fremst um fordóma og rasisma í íslensku samfélagi en einnig um fólk sem lifir á kerfinu og þiggur bætur án þess þó að eiga innistæðu fyrir því.“

Hvaða viðbrögð má búast við að verkið veki hjá áhorfendum? „Það er alltaf svolítið erfitt að segja til um það, upplifunin er alltaf svo einstaklingsbundin. Þó held ég að ég geti lofað því að áhorfendur eigi eftir að skemmta sér. Umfjöllunarefnið er grafalvarlegt en er tekið þeim tökum að við komumst ekki hjá því að skella uppúr á köflum. Það er hressandi sem áhorfandi að fá að spegla viðhorf sín í leiksýningu sem tekur á samfélagslegum málefnum. Vonandi gengur fólk hugsi út í lok kvöldsins, kannski ögn umburðarlyndara, ég veit það ekki... Verðum við ekki bara að sjá?“ Undirbúningstímabilið hófst um miðjan febrúar og segir Ólafur að það sé alltaf spennandi að hitta nýjan hóp. Hann hefur ekki unnið með Leikfélagi Hofsóss áður þannig að hann mætti til leiks án þess að þekkja nokkurn mann á

svæðinu. „Það er nú bara skemmst frá því að segja að það hefur verið sérlega gaman að vinna með öllu því frábæra fólki sem nú er búið að leggja nótt við dag til að koma Gullregni á fjalirnar. Það má segja að við höfum ekki ráðist á garðinn þar sem hann er lægstur með því að velja þetta verkefni til að takast á við. Með samstilltu átaki erum við að komast á lokasprettinn og útkoman lofar góðu. Ég er gríðarlega stoltur af öllu því flotta fólki sem tekur þátt í uppsetningunni.“

Hafa Hofsósingar farið þokkalega með þig? Hofsósingar eru í einu orði sagt dásamlegir. Ég var svo heppinn að fá að kenna leiklist eina viku í grunnskólanum í upphafi tímabilsins. Þar kynntist ég stórum hluta íbúanna. Morgunmatur í Kaupfélaginu bætti svo í nýja vinahópinn minn ásamt því að kynnast nýju fólki í þessari flottu sundlaug sem er hér á staðnum. Um mitt tímabilið fékk ég tækifæri til að leggja mitt af mörkum þegar haldin var styrktarsamkoma fyrir fjölskyldu lítils drengs sem glímir við veikindi. Þar kristallaðist sá kærleikur sem mér finnst að samfélagið hér byggi á. Það er gott að vera hérna. Eintómir snillingar í leikfélaginu og svo væsir ekki um mig hjá Gunnu í Prestbakka,“ segir Ólafur sem hvetur alla til að koma í leikhúsið og njóta með honum og leikurum kvöldstundar. „Aðeins er um níu sýningar að ræða á stuttu tímabili þannig að það er ekki eftir neinu að bíða með að panta miða. Miðapantanir eru í síma 856 5844.


21

13/2019

MYND: ÓLI ARNAR

Ferming 2019

Fallegt úrval af einstökum gjöfum er að finna á Eftirlæti. Við sendum um land allt. - Kíktu á úrvalið á www.eftirlaeti.com

Upp á toppinn með

NÝPRENT ehf.

ostinn

Fréttir og fjörefni á netinu

Feykir.is

MOZZARELLA

GOTTI

Íslenski Mozzarella osturinn er framleiddur úr kúamjólk og hefur verið leitast við að ná hinum sönnu ítölsku bragðgæðum. Mozzarella er ferskur ostur geymdur í saltlegi og er ýmist notaður eins og hann kemur fyrir eða í matargerð, t.d. á pizzur.

Gotti er mjög bragðmildur og mjúkur ostur en auðskeranlegur. Osturinn er góður fyrir börn og þykir þeim hann mesta lostæti. Þessi ostur hentar afar vel á grill og í heita rétti því hann bráðnar vel og fallega.

SVEITABITI Skagfirskur Sveitabiti er einstaklega mjúkur ostur og mun mýkri en sambærilegir fastir brauðostar sem eru á markaðnum í dag.

RIFOSTUR Ostablanda, sérstaklega ætluð fyrir pizzur. Milt bragð, góðir bræðslueiginleikar og teygjanleiki eins og fagmenn kjósa helst. Pizzaostur er blanda af Mozzarella og Maribó osti.

Mjólkursamlag KS

Skagfirðingabraut 51

550 Sauðárkróki

& 455 4600

Fax 455 4601

www.ks.is


22 22

13/2019 13/2019

María Gomez er konan á bak við Paz.is

Nigella kveikti matreiðsluástríðuna María Gomez er konan sem stendur að baki hinum vinsæla matarvef Paz.is sem er matarblogg ætlað nautnaseggjum sem hafa gaman af því að baka og elda góðan mat, án mikillar fyrirhafnar, en flestar uppskriftirnar eru auðveldar í framkvæmd. Vefurinn hefur vaxið ört síðan María setti hann á laggirnar fyrir tveimur árum og hefur hún það nú að aðalstarfi að annast hann. Feykir hafði samband við Maríu og forvitnaðist aðeins um konuna að baki vefnum og að sjálfsögðu fengum við hana til að gefa okkur góð ráð og uppskriftir fyrir fermingarveislurnar. VIÐTAL Fríða Eyjólfsdóttir

María er gift og fjögurra barna móðir og segist alla tíð hafa haft áhuga á matseld og bakstri og að reyna fyrir sér í eldhúsinu og uppgötva nýjar uppskriftir. Hún hefur einnig mikinn áhuga á ljósmyndun og tekur allar sínar myndir sjálf og reynir gjarnan að skapa smá stemningu í kringum uppskriftirnar með myndum sínum. „Mér finnst mjög gaman að láta þær líta út eins og allt sé gert í gömlu eldhúsi á spænskum eða frönskum sveitabæ,“ segir María en hún er einmitt spænsk í aðra ættina og er nafngift vefjarins sótt til föðurömmu hennar sem heitir Paz en nafnið merkir friður á spænsku. María segist vera algjör hamfarakokkur og eldhúsið fari iðulega á hvolf þegar hún eldar og bakar. „Ég get samt alveg klárlega sagt að mér finnst mun skemmtilegra að elda en að baka. Ég þarf að vera í sérstöku stuði til að baka en það kemur fyrir að ég detti í þann gírinn. Því segi ég að uppáhaldsverkin í eldhúsinu séu að elda góðan en einfaldan mat. Frágangurinn er svo hins vegar allt annað mál. Ég er því mjög heppin að eiga yndislegan mann sem finnst ekkert nema sjálfsagt að ganga frá þegar ég hef eldað og séð um matinn.“

Er matarástríðan löngu kviknuð eða er hún kannski meðfædd? „Ég myndi ekki segja að hún sé

meðfædd en hún kviknaði klárlega þegar ég var send til Spánar að hitta föðurfólkið mitt sem krakki. Að horfa á ömmu mína spænsku og föðursystur nostra við hvern dýrindisréttinn á fætur öðrum, kveikti í mér löngun til að kunna að elda. Mér fannst maturinn þeirra mun betri en kjötfarsbollur og soðin ýsa sem var mikið á boðstólum hér á Íslandi þegar ég var barn, enda kannski úrval af grænmeti og góðu hráefni ekki mikið í íslenskum stórvörumörkuðum á þeim tíma, til að elda eitthvað öðruvísi og gott sem í dag þykir nú oft bara hversdagsmatur. Ég myndi segja að ástríðan hafi síðan orðið að eldi þegar ég sá fyrsta þátt Nigellu í sjónvarpinu, þá um tvítugt og nýbökuð móðir í fæðingarorlofi, en þá fór ég að reyna fyrir mér í eldhúsinu með misjöfnum árangri.“ Aðspurð að því hver kveikjan að matarblogginu hafi verið segist María alltaf hafa elskað að skoða girnilegar uppkriftir, sérstaklega ef fallegar myndir fylgja með. „Mig hefur oft langað að gera eitthvað tengt mat og uppskriftum en matarblogg var kannski ekkert efst á þeim lista. Þetta þróaðist svo þannig að ég opnaði lífstílsblogg árið 2017 og átti það bara að vera svona lítið áhugamál hjá mér. Aðaláherlsan þá var á ráð við framkvæmdir á húsnæði og innanhússtísku og svo uppskriftir sem ég setti í og með inn ásamt öðrum pistlum, eins og um uppeldisráð og þess háttar. Svo kom ég að tímamótum og vissi ekki alveg

hvað ég ætti að gera við bloggsíðuna mína því ég fann mig ekki alveg í því hvernig hún var þá og var að því komin að loka henni en ákvað að prófa að henda bara öllu út nema heimilis og uppskriftahlutanum. Þá fyrst fór ég virkilega að hafa gaman af þessu og hjólin fóru almenninlega að snúast og úr varð vefurinn Paz Heimili og Matur.“ María segist ekki muna sérlega mikið eftir sínum eigin

María í eldhúsinu. MYNDIR ÚR EINKASAFNI

fermingardegi utan það að hafa verið frekar kvíðin fyrir því að þurfa að fara með ritningargrein fyrir framan fjöldann og labba upp að altarinu á háum hælum og óttaðist að detta í þrepunum upp að altarinu. „Ég var samt mjög spennt fyrir veislunni sjálfri og þá aðallega því að fá gjafir og kransatertu. Kransaterta var í mínu allra mesta uppáhaldi á þessum tíma og fékk ég hana bara í fermingarveislum. Annars man ég

voða lítið eftir deginum sjálfum en man að mér fannst fermingin marka mikil þáttaskil í lífinu og færa mann frá því að vera barn í mjög svalan ungling og gelgjan tók alveg öll völd fljótlega eftir þennan merka dag.“ Nú er búið að ferma eitt af börnum Maríu og segir hún að það hafi verið henni meiri upplifun en hennar eigin ferming og dagurinn verið fjölskyldunni allri mjög sérstakur. Annað barn Maríu var sex vikna gamalt þegar dóttirin fermdist og fékk hún að halda bróður sínum undir skírn. „Þetta var skemmtileg tilviljun,“ segir María, „því maðurinn minn var einnig skírður í fermingu systur sinnar og hélt hún á honum undir skírn líka.“


13/2019 13/2019

Það er ekki hægt að skilja við Maríu án þess að fá hjá henni góð ráð fyrir fermingarveislurnar...

„Það eru komin sex ár síðan ég fermdi frumburðinn en ég man að þá voru alls kyns trend í tísku eins og franskar makkarónur og fallega skreyttar bollakökur. Við hins vegar ákváðum að fara bara mjög hefðbundnar leiðir og gera veisluna eins hefðbundna og tímalausa og hægt væri og vera svolítið gamaldags í leiðinni. Við bökuðum og gerðum allar veitingar sjálf og vorum með marga heita rétti, marengs og rjómatertur og svo pizzasnúða og eitthvað einfalt fyrir litlu krakkkana. Veislan og veitingarnar slógu í gegn. En hér hef ég nokkur ráð sem ég held að eigi alltaf við, sama hvaða ár eða trend eru í gangi.

• Ég hef lært að matarkyns veitingar eins og heitir réttir, brauð eða pinnamatur eru alltaf mun vinsælli en sætar kökur, því legg ég alltaf áherlsu á að hafa meira af slíku og minna af sætum kökum. • Hægt er að gera bæði botna og jafnvel heitu réttina fyrirfram og frysta en ég gerði það fyrir ferminguna hjá dóttur minni. Mér finnst hins vegar betra að setja á kökubotna daginn áður en ekki frysta fulltilbúna tertu, þó það gangi líka upp með eins og marengstertur og fleira. • Ég er alltaf mjög hrædd við að veitingar klárist og geri því alltaf allt of mikið sem er ekki gott heldur. Því hef ég reynt að gera þetta þannig að í stað þess að hafa óteljandi sortir þá er ég með færri en tvennt af hverri svo allir fái tækifæri til að smakka. • Fermingarborðið setti ég svo þannig upp að það var eins sitthvoru megin, þ.e. sömu sortir beggja vegna, svo að það myndaðist ekki röð bara öðrum megin. Þetta gerði allt flæðið að veitingunum mun einfaldara og ekki mynduðist langar raðir.

Gott er að hafa mjög einfaldar veitingar fyrir litla krakka eins og pizzasnúða, skinkuhorn og Rice Krispies kökur. Litlir krakkar eru lítið fyrir rjómatertur og flókna rétti og finnst æði að geta hlaupið að borðinu og sótt sér sjálf eitthvað við sitt hæfi og ég tala nú ekki um að foreldrarnir ná að njóta sinna veitinga á meðan. Því er sniðugt að hafa krakkaveitingarnar staðsettar á borðinu þar sem þær eru aðgengilegar litlum höndum.“

23

Nokkrar góðar uppskriftir tengdar fermingum sem María deilir með lesendum Feykis

Pizzasnúðar 4 bollar hveiti 2 tsk salt 2 msk hunang 1 bréf þurrger eða 1½ msk 1½ bolli af volgu vatni 1 msk oregano eða pizzukrydd frá Prima smá svartur pipar (val) Aðferð: Byrjið á að setja einn bolla af volgu vatni, hunangið og gerið í skál og hrærið saman. Leyfið þessu að standa í 5 mínútur þar til það er komin þykk leirkennd froða ofan á. Setjið því næst allt þurrefni saman í skál. Gerblöndunni er hellt smám saman út í þurrefnin meðan vélin er að hnoða. Ef þið eruð ekki með hrærivél, hellið þá örlitlu í senn af blöndunni út í hveitið. Þegar það er komið er ½ bolla af volgu vatni bætt við deigið smátt og smátt.

Látið svo stykki yfir skálina og leyfið deiginu að hefast á volgum stað, eins og t.d. við miðstöðvarofn, í a.m.k. 30 mínútur. Stráið hveiti á borðið og svo ofan á deigið og fletjið út með kökukefli. Ekki gera það of flatt heldur leyfið því að vera frekar þykkt. Fylling: pizzasósa pepperóní rifinn ostur oregano eða pizzakrydd Aðferð: Smyrjið pizzasósunni yfir deigið jafnt og klippið pepperóní niður í ræmur. Dreifið svo rifna ostinum yfir og að lokum pepperóníinu. Mér finnst svo mjög gott að strá pizzakryddinu frá Prima eða oregano yfir allt.

Gamla góða

Brauðrétturinn

sem sló í gegn ¾ fransbrauð 1 dós sýrður rjómi karrý eftir smekk 3-4 msk majones 1 dós ferskjur í dós 1 dós sveppir 1 bréf beikon 1 bréf skinka 1 camembert, brie eða kastali (hvaða hvítmygluostur sem er) 1 poki af rifnum osti paprikuduft til að strá yfir

Aðferð: Rífið brauð í eldfast mót og hellið safanum af sveppunum og ferskjunum yfir. Gerið sósu úr einni dós af sýrðum rjóma, 3-4 msk mayonesi og karrý eftir smekk. Hellið svo sósunni yfir brauðið í mótinu. Skerið sveppina aðeins niður, skinkuna og beikonið og steikið á pönnu. Setjið það svo yfir brauðið með sósunni í eldfasta mótið. Skerið næst ferskjur í sneiðar og raðið fallega yfir

allt saman. Skerið svo ostinn í þunnar sneiðar líka og raðið honum svo jafnt yfir allt saman í mótinu. Stráið að lokum rifna ostinum yfir og kryddið með smá paprikudufti. Bakið svo í ofni á 200°C í 30-35 mínútur. Sinnepssósa til að bera fram með réttinum og má alls alls ekki sleppa: 1 dós af sýrðum rjóma með graslauk (þessi í grænu dósunum) 2 msk hunang 3 msk sætt sinnep Aðferð: Þessu er öllu hrært saman og ef ykkur finnst vanta meiri sætu eða sinnep þá bara bætið þið við og smakkið til eftir smekk. Sósan er borin fram sér með réttinum.

Baby Ruth tertan Botnar: 6 eggjahvítur 2 tsk vanilludropar 6 dl sykur 2 tsk lyftiduft 140 g Ritz kex 5 dl eða 200 g salthnetur Aðferð: Setjið eggjahvítur, lyftiduft, vanilludropa og sykur saman í skál og þeytið í hrærivél eða með handþeytara vel og lengi. Alveg þar til hægt er að hvolfa skálinni án þess að gumsið leki úr og hvíturnar eru alveg stífþeyttar. Setjið Ritz kexið í poka og lemjið á það með kökukefli eða hendinni og myljið. Passið að mylja ekki í duft heldur bara grófa mylsnu og bita. Blandið svo salthnetunum út í pokann með kexinu og hristið vel saman. Hellið kexinu og hnetunum út í skálina með eggjahvítunum og hrærið mjög varlega saman við. Best er að gera það með gaffli og nota mjög hægar hreyfingar, bara blanda létt saman. Ekki hræra og hræra þá fellur loftið í eggjahvítunum. Setjið næst smjörpappír á tvær ofnskúffur eða grindur og teiknið hring á pappírinn. Setjið svo marengsinn inn í hringina og bakið á 170180°C með blæstri í 25 mínútur. Hægt að baka báða botnana í einu. Takið marengsinn út og leyfið honum að standa á borði yfir nótt eða dag. Eða… slökkvið á ofninum og leyfið honum að vera þar inni yfir heila nótt eða dag. Krem: 3 eggjarauður 60 g flórsykur 50 g smjörlíki 100 g dökkt súkkulaði

Þeytið eggjarauður og flórsykur saman þar til það er orðið loftkennt og „fluffy“. Bræðið næst smjörlíki og súkkulaði saman í potti við vægan hita. Hrærið stöðugt í svo það brenni ekki. Hellið svo súkkulaðiblöndunni hægt út í eggjarauðublönduna meðan það þeytist varlega saman. Samsetning: Látið neðri marengsinn snúa á hvolf eða sárið upp. Þeytið saman 500-750 ml af rjóma. Setjið svo súkkulaðihúðaðar rúsínur út í rjómann. Magn eftir smekk, ekki samt setja of mikið. Setjið rjómann á milli og næsta marengsbotn ofan á með sárið niður í átt að rjómanum. Kremið er svo sett ofan á kökuna. Mér finnst best að setja mest á miðjuna og leyfa því svo að leka að hliðunum, svo það fari ekki allt á borðið. Gott að setja bara örþunnt lag á kantana.


24

13/2019

Við þjónustum bílinn þinn

Móttaka

Tjónaskoðun Cabas Erum með samninga við öll tryggingfélög.

Ertu að fara í fermingu? Þjónusta, verslun, starfsemi, störf og þekking í okkar heimabyggð er dýrmæti. Eflum okkar svæði og verslum fermingargjafirnar heima.

Óskum fermingarbörnum til hamingju með daginn Framtíðin er ykkar!

Útvegum bílaleigubíla

Erum með bilanagreinir

fyrir flestar tegundir bíla, einnig vörubíla og traktora.

Bílaverkstæði Bílaverkstæði KS

Hesteyri 2

550 Sauðárkróki

Sími 455 4570

Fyrir fermingarbarnið


13/2019

Vísnakeppni Safnahúss Skagfirðinga 2019

HVER VAR HEITASTA GJÖFIN? – Hugrún Sif Hallgrímsdóttir

Komdu með seinnipartinn

Myndi langa í ferðalag

Það bregst ekki að þegar glittir í vorið og stutt er í Sæluviku Skagfirðinga lyftist brúnin á skáldagyðjunni, sem er merki þess að vísnakeppni Safnahúss Skagfirðinga er einnig á næsta leiti.

Frá setningu Sæluviku 2018. MYND: PF

Kunnugir segja að nú sé komið að 44. keppninni en henni var komið á árið 1976. Reglurnar eru sem fyrr einfaldar og góðar; annars vegar að botna fyrirfram gefna fyrriparta og eða semja vísu um ákveðið málefni. Ekki er nauðsynlegt að botna allt og einnig er í lagi að senda bara inn vísu. Fyrri partarnir koma úr öllum áttum að þessu sinni en sjá má kunnuglegt stef í þeim. Júróvisíon, vorið, stórafmæli KS og kannski smá Sæluvikustemning. Sigri hatrið, held ég að heimurinn muni farast. Vorið nálgast, vinda lægir vermir sólin dal og grund. Þriðji tugur yfir öld árin KS telja. Léttur í spori leik ég mér lausgyrtur að vanda. Svo í restina er ein akkúrat ætlaður þér: Kveða skulum kostabrag, komdu með seinnipartinn.

25

Umsjónarmaður vísnakeppninnar ætlar einungis að takmarka vísnaþrautina við héraðið að þessu sinni svo þið fáið, lesendur góðir, að spreyta ykkur á því að setja saman vísu um Skagafjörð. Veitt verða tvenn peningaverðlaun, annars vegar fyrir bestu vísuna og hins vegar fyrir besta botninn. Ekki er skilyrði að allir fyrripartar séu botnaðir og einnig er leyfilegt að senda einungis vísu. Vísur og botnar verða að hafa borist Safnahúsi Skagfirðinga, Faxatorgi 550 Sauðárkróki í síðasta lagi miðvikudaginn 24. apríl nk. Nauðsynlegt er að vísurnar séu merktar dunefni, en rétt nafn og símanúmer fylgi með í lokuðu umslagi. Einnig er hægt að senda vísur og botna í tölvupósti á netfangið bokasafn@skagafjordur.is og verður þá viðkomandi höfundi gefið dulnefni, ef það fylgir ekki með, áður en vísunar fara til dóm-nefndar. Úrslit verða tilkynnt sunnudaginn 28. apríl við setningu Sæluviku Skagfirðinga, í Safnahúsinu á Sauðárkróki.

Hugrún Sif Hallgrímsdóttir er fædd og uppalin á Blönduósi en býr og starfar á Skagaströnd í dag. Hún er mikil tónlistarkona, leikur á ýmis hljóðfæri, kennir og stjórnar Tónlistarskóla AusturHúnvetninga, organisti og ein þeirra söngkvenna sem stíga munu á svið á tónleikunum Út við himinbláu sundin.

bútasaums rúmteppi sem er enn í notkun 24 árum síðar og púði í stíl. Ef þú ættir að fermast í dag, hver væri óska gjöfin? -Það er erfitt að segja, maður á allt sem maður þarf og meira til. En ef ég væri 14 ára myndi mig örugglega langa í ferðalag. /PF

Hvar og hvenær fermdist þú? -Ég fermdist í Blönduósskirkju árið 1995. Veisluna hélt ég í Flóðvangi og er mér minnisstætt að margir veislugesta gátu ekki slitið sig frá handboltaleik í veislunni, en það ár héldu Íslendingar HM. Hver var heitasta gjöfin á þeim tíma? -Ef ég man rétt þá var það heitasta á þessum tíma að fá ,,fermingargræjur”. Hver er eftirminnilegasta gjöfin sem þú fékkst? -Örugglega rautt

HVER VAR HEITASTA GJÖFIN? – Karlotta Sigurðardóttir

Fékk gullúr frá foreldrunum Karlotta Sigurðardóttir er fædd og uppalin á Blönduósi en býr nú á Sauðárkróki. Hún fermdist þann 25. maí 1969 á Blönduósi. „Ég fékk gullúr frá foreldrum mínum,“ segir Lotta aðspurð um heitustu gjöfina á þeim tíma, „það var gert þá.“ Ef þú ættir að fermast í dag, hver væri óska gjöfin? „Ég vildi fá eitthvað nytsamlegt núna,“ segir hún og þá er spurning hvort eitthvað af eftirfarandi komi til greina en eftirfarandi auglýsing birtist í Morgunblaðinu 1. apríl 1969: Smekklegar fermingargjafir: Carmen-hárliðunartæki. Hárþurrkur, krullujárn. Rafmagns-lokkagreiður. Brjóstanælur o. fl. . /PF

Kristinn Örn Guðmundsson

Orri Sigurbjörn Þorláksson

Kristinn Örn Guðmundsson býr á Varmalæk í Skagafirði og eru foreldrar hans þau Jóhanna H. Friðriksdótir og Guðmudur Þór Elíasson. Kristinn verður fermdur í Reykjakirkju hjá sr. Döllu Þórðardóttur þann 18. apríl.

Orri Sigurbjörn Þorláksson á heima í Langhúsum í Fljótum. Hann verður fermdur í Barðskirkju á sumardaginn fyrsta, 25. apríl, af sr. Höllu Rut Stefánsdóttur. Foreldrar Orra eru Þorlákur Magnús Sigurbjörnsson og Arnþrúður Heimisdóttir.

Hvers vegna valdir þú að fermast? -Til að læra meira um guð. Hefur þú velt trúmálum mikið fyrir þér? -Já, svolítið. Hvernig hefur fermingarundirbúningnum verið háttað? -Ég hef farið í kirkjur og fermingarfræðslu. Hvar verður veislan haldin? -Á Löngumýri. Er búið að ákveða hvað verður á matseðlinum? -Gúllassúpa og svínakjöt. Er búið að ákveða fermingarfötin? -Já, jakkaföt. Hver er óska fermingargjöfin? -Ég eiginlega veit það ekki.

Hvers vegna valdir þú að fermast? -Því að mig langaði að læra um Guð. Hefur þú velt trúmálum mikið fyrir þér? -Já. Hvernig hefur fermingarundirbúningnum verið háttað? -Við byrjuðum að skipuleggja í janúar og erum komin með allar skreytingarnar og búin að ákveða annað. Svo erum við dugleg að fara í messur. Hvar verður veislan haldin? -Í Félagsheimilinu Ketilási. Er búið að ákveða hvað verður á matseðlinum? -Já, lambalæri úr Fljótunum og ýmislegt annað góðgæti. Er búið að ákveða fermingarfötin? -Já, jakkaföt. Hver er óska fermingargjöfin? -Ferðalag til útlanda.

Fermingarveislan á Löngumýri

Býður upp á lambalæri úr Fljótunum



27

13/2019

Lydía Einarsdóttir

Við óskum

Er sama um matseðilinn ef amma græjar grjónagraut

FERMINGARBÖRNUM til hamingju með daginn

Lydía Einarsdóttir á heima í Varmahlíð og eru foreldrar hennar þau Kristvina og Atli, Einar og Brynja. Lydía fermist í Glaumbæjarkirkju hjá sr. Gísla Gunnarssyni þann 18. apríl. Hvers vegna valdir þú að fermast? -Til þess að hitta fólkið mitt og staðfesta skírnina. Hefur þú velt trúmálum mikið fyrir þér? -Neee... Hvernig hefur fermingarundirbúningnum verið háttað? -Ég hef farið í messur, fermingarfræðslu, búðir og fleira. Hvar verður veislan haldin? -Í Miðgarði. Er búið að ákveða hvað verður á matseðlinum? -Amma ætlar að græja grjónagraut fyrir mig og mér er sama um rest. Er búið að ákveða fermingarfötin? -Já, hvítur kjóll og hvítir strigaskór. Hver er óska fermingargjöfin? -Rafmagnsvespa, utanlandsferð eða bara peningar. Viltu koma einhverju fleiru á framfæri? -Ég vil þakka öllum þeim sem komu að fermingarfræðslunni og fermingarundirbúningnum.

Borgarteigi 15 Sauðárkróki Sími 455 6200 www.skv.is

Borgarmýri 1 Sauðárkróki Sími 453 5433 www.stettarfelag.is

Vignir Nói Sveinsson

HOFSÓSI

Heldur fermingarveislur í tveimur löndum

Suðurbraut 9 Hofsósi Sími 455 4692

Vignir Nói Sveinsson á heima á Hofsósi og í Ásgarði í Viðvíkursveit. Hann fermist þann 20. apríl í Hóladómkirkju hjá sr. Höllu Rut Stefánsdóttur. Foreldrar Vignis eru Hlín Mainka Jóhannesdóttir og Sveinn Ragnarsson. Hvers vegna valdir þú að fermast? -Til þess að staðfesta trú mína og halda upp á þessi tímamót með ættingjum og vinum. Hefur þú velt trúmálum mikið fyrir þér? -Já ég hef gert það og trúi því að guð sé til. Hvernig hefur fermingarundirbúningnum verið háttað? -Ég fæ að vera með í fermingarundirbúningnum en mamma og pabbi sjá mest um skipulagið. Hvar verður veislan haldin? -Fyrri veislan verður haldin í Fáksheimilinu í Reykjavík fyrir íslensku fjölskylduna mína og önnur í Þýskalandi með fjölskyldunni minni þaðan. Er búið að ákveða hvað verður á matseðlinum? -Það verða smáborgarar, heitir brauðréttir og kökur. En í Þýskalandi verður grillveisla, salöt og kökur. Er búið að ákveða fermingarfötin? -Já. Hver er óska fermingargjöfin? -Lóðasett og peningar.

Ráðhúsinu við Skagfirðingabraut Sími 455 6000 www.skagafjordur.is

Sauðárkróki, Blönduósi og Hvammstanga | Sími 455 9200 www.tengillehf.is

Hlynur Árnason

Langar í ferð á fótboltaleik í fermingargjöf

Útibúið á Sauðárkróki Sími 453 5700 www.lyfja.is

Hlynur Árnason býr á Skagaströnd og eru foreldrar hans þau Þorgerður Þóra Hlynsdóttir og Árni Halldór Eðvarðsson. Hann fermist í Hólaneskirkju á hvítasunnudag, 9. júní, hjá sr. Bryndísi Valbjarnardóttur. Hvers vegna valdir þú að fermast? -Til að staðfesta skírnina. Hefur þú velt trúmálum mikið fyrir þér? -Nei. Hvernig hefur fermingarundirbúningnum verið háttað? -Við erum að vinna í því. Hvar verður veislan haldin? -Í félagsheimilinu Fellsborg. Er búið að ákveða hvað verður á matseðlinum? -Það er í vinnslu. Er búið að ákveða fermingarfötin? -Já. Hver er óska fermingargjöfin? -Ferð á fótboltaleik.

Við sjáum um veisluna

Allt eftir þínum óskum: Heitir réttir, snittur, smáréttir, brauð og pestó, tertur af öllu tagi, risa kleinuhringir o.fl.

Borgarflöt 19 Sauðárkróki Sími 899 5277 LOGO FYRIR KRÓKSBÍÓ / 15. apríl 2005 >> Hinir sömu sf.

Skarðseyri 2 Sauðárkróki Sími 453 5581

HÖNNUN

Skagfirðingabraut 2 Sauðárkróki Sími 855 5216

PRENTUN

SKILTAGERÐ

Borgarflöt 1 Sauðárkróki Sími 455 7171 Borgarflöt 1

550 Sauðárkrókur

Sími 455 7171

nyprent@nyprent.is

FALLEGAR OG GÓMSÆTAR FERMINGARTERTUR Á FRÁBÆRU VERÐI! 30 manns

BÓKARTERTA kr. 18.300 18 hringir f. 45-50 manns

Gerum hvað sem ykkur dettur í hug! T.d. sykurmassa Ýmislegt fleira gott og girnilegt í fermingarveisluna

Skarðseyri 5 Sauðárkróki Sími 455 3000 www.steinull.is

KRANSAKAKA (ófyllt) kr. 21.500 30 manns

SÚKKULAÐIKAKA kr. 18.300

Verslunarmannafélag Skagafjarðar Borgarmýri 1 550 Sauðárkróki Sími 453 5433

www.stettarfelag.is

20 manns

MARENGSTERTA kr. 12.200 Hafðu samband í s: 455 5000, bakaripanta@gmail.com - Sauðárkróksbakarí, Aðalgötu 5, SKR.

Háeyri 1 Sauðárkróki Sími 455 4400


28

13/2019

Fermingarblað Feykis

Verðlaunakrossgátan

ÞRENN VERÐLAUN Þrenn verðlaun verða veitt fyrir rétta lausn á krossgátu blaðsins að þessu sinni, páskaegg uppfull af sykri og hamingju. Lausnin felst í tölustöfunum frá 1 og upp í 15. Gangi ykkur vel! Lausnina skal senda á netfangið palli@feykir.is eða til Feykis Borgarflöt 1 550 Sauðárkróki, fyrir miðnætti fimmtudagsins 11. apríl.


29

13/2019

Viðburðarstjórinn Hulda Jónasdóttir

Fékk 50 vínylplötur í fermingargjöf Hulda Jónasar hefur verið iðin við að skipuleggja tónlistarviðburði síðustu misserin eins og Skagfirsku danslögin sem flutt voru í Sæluviku 2017 og síðar í Salnum í Kópavogi. Nú er stefnan tekin á nýja tónleika undir yfirskriftinni Út við himinbláu sundin þar sem fram koma fimm glæsilegar söngkonur. Sungið verður bæði í Hofi á Akureyri og Mælifelli á Sauðárkróki. Feykir fékk Huldu til að svara nokkrum spurningum í tilefni fermingarblaðs Feykis og er gaman að sjá hvernig músíkin var bókstaflega færð í hendur Huldu á fermingardaginn. VIÐTAL Páll Friðriksson

Þó að ekki sé svalt að telja árin hjá fólki svona almennt þá er gaman að geta þess að Hulda fermdist nákvæmlega upp á dag fyrir 42 árum eða 3. apríl 1977 í Sauðárkrókskirkju. Hana minnir að hópurinn hafi verið nokkuð stór eða í kringum fjörutíu en prestur var séra Sigfús Jón Árnason, faðir Péturs Jóhanns, leikara og grínista. Kom aldrei neitt annað til greina en að láta fermast? -Nei. Á þessum árum þá fermdust eiginlega allir, það var lítið annað í boði. Ég hugsa að ég myndi gera þetta öðruvísi í dag. Hvað er eftirminnilegast frá undirbúningnum eða fermingarathöfninni sjálfri? -Í minningunni var þetta heljarinnar undirbúningur enda sá mamma sjálf um veisluna með hjálp frá góðum vinkonum svo það má segja að það hafi mikið gengið á á heimilinu. Einnig man ég ennþá eftir veseninu vegna fermingargreiðslunnar, en hún tók tvo daga. Fyrst þurfti ég að mæta daginn fyrir ferminguna og þá voru settar í mig rúllur sem ég þurfti svo að sofa með um nóttina og þá nótt var lítið sofið enda voru rúllurnar risastórar. Síðan mætti maður á hárgreiðslustofuna eldsnemma á sjálfan fermingardaginn. Þess má til gamans geta að hún Halla hárgreiðslukona greiddi mér. Er hún ekki enn að greiða fermingarstúlkum á Króknum? Hvar var veislan haldin? -Heima hjá mömmu og pabba á Víðigrundinni. Hvað var boðið upp á? -Kökur og allskyns brauðrétti. Var eitthvert þema? -Ekki í veislunni sjálfri, en ég man að við fermingarsysturnar vorum nánast allar í eins fötum, flauelsskokkum og flauelskápum sem mig minnir að hafi verið pantað úr Karnabæ í Reykjavík

Hulda Jónasar. MYND ÚR EINKASAFNI

og svo vorum við ansi margar í hálfgerðum kúrekastígvélum við. Held að ansi margir fermingarbræður mínir hafi svo verið í flauelsjakkafötum þannig að það má kannski segja að það hafi óvart verið smá þema í fatnaði hjá okkur. Hvað er eftirminnilegast frá fermingardeginum? -Allt fólkið sem kom og gladdist með mér en í minningunni þá var stanslaus gestagangur allan daginn og langt fram á kvöld. Flotta veislan sem mamma hristi fram úr erminni og allar fallegu gjafirnar. Einhver eftirminnileg fermingargjöf? -Já, ég fékk hljómflutningsgræjur frá mömmu og pabba og ég held að þeim hafi fylgt um 50 vínylplötur, alveg dásamleg gjöf. Einnig man ég eftir úri og náttkjól sem Hulda amma og Búbbi afi gáfu mér. Áttu eitthvað af því sem þú fékkst í fermingargjöf ennþá? -Já, ég á hljómflutningsgræjurnar enn þann dag í dag og allar vínylplöturnar og þetta er

allt í góðu standi ennþá. Ég á líka úrið frá ömmu og afa. Nú hefur þú sjálf staðið í fermingu með þín börn. Hver er helsti munurinn á þeim athöfnum og þinni? -Athöfnin sem slík var nú ósköp svipuð en veislurnar kannski með aðeins öðru sniði. Veislurnar voru báðar haldnar í veislusal, ég sá að vísu sjálf um veitingarnar en í báðum veislunum voru skemmtiatriði, tónlistaratriði sem krydduðu svo sannarlega upp á stemninguna Hvað er ómissandi í öllum fermingarveislum? -Fjölskyldan og allir vinirnir. Hvað geturðu sagt lesendum Feykis um Út við himinbláu sundin? -Á tónleikunum Út við himinbláu sundin verða gömlu góðu söngkonurnar heiðraðar og saga þeirra rifjuð upp í tali og tónum ásamt gömlu lögunum sem þær gerðu vinsæl og hafa lifað með þjóðinni í mörg ár. Söngkonur eins og Svanhildur Jakobs, Erla Þorsteins, Erla Stefáns, Hallbjörg Bjarna, Adda Örnólfs, Soffía Karls, Helena Eyjólfs, Mjöll Hólm og fleiri. Og þess má til gamans geta að tvær þeirra, eða þær Mjöll og Helena verða með okkur á tónleikunum. Aðrar söngkonur eru þær Hugrún Sif, Hreindís Ylva og Sigurlaug Vordís en hljómsveitarstjóri er Rögnvaldur Valbergsson. Sögumaður og kynnir verður Valgerður Erlingsdóttir. Miðasala er hafin og má nálgast í síma 866 0114 vegna tónleikanna á Sauðárkróki en miða fyrir tónleikana á Akureyri má nálgast í síma 450 1000 eða á www.mak.is. Svo má hringja í síma 866 0114 til að fá frekari upplýsingar um tónleikana.

Út við himinbláu sundin

Viltu vinna þér inn miða?

Hvað heita söngkonurnar? Þann 25. apríl verða haldnir tónleikar á Mælifelli á Sauðárkróki sem bera heitið Út við himinbláu sundin. Þar verða gömlu góðu söngkonurnar heiðraðar og saga þeirra rifjuð upp í tali og tónum ásamt gömlu lögunum sem þær gerðu vinsæl og hafa lifað með þjóðinni í mörg ár. Hér er verið að tala um söngkonur eins og Svanhildi Jakobs, Erlu Þorsteins, Erlu Stefáns, Hallbjörgu Bjarna, Öddu Örnólfs, Soffíu Karls, Helenu Eyjólfs, Mjöll Hólm og fleiri. Það er hún Hulda Jónasar sem er hugmyndasmiður og skipuleggur viðburðinn en henni til halds og traust á sviðinu eru þær Mjöll Hólm og Helena Eyjólfs sjálfar ásamt Hugrúnu Sif, Hreindísi Ylvu og Sigurlaugu Vordísi. Hljómsveitarstjóri er Rögnvaldur Valbergsson en sögumaður og kynnir Valgerður Erlingsdóttir. Þú getur unnið þér inn tvo miða á tónleikana með því að senda rétt nöfn söngkvennanna tveggja á myndunum á netfangið palli@feykir.is eigi síðar en mánudaginn 8. apríl nk. SÆLUVIKA SKAGF

FIMMTUDAGINN

IRÐINGA

25. APRÍL KL. 20:30

Út við HIM Hulda stendur hér prúðbúin á milli mömmu sinnar, Erlu Gígju Þorvaldsdóttur og Þórdísar systur sinnar. MYND ÚR EINKASAFNI

INBLÁ S UNDIN U Tónleikar sumardag inn fyrsta á Mælifelli Einvalalið skagfirskra listamanna og gesta Svanhildi Jakobs, Helenu heiðra söngkonurnar Mjöll Hólm, Erlu Þorste Eyjólfs, Öddu Örnólfs, Þuríði Sigurð ar, ins, Erlu Hallbjörgu Bjarna og Stefáns, Sigrúnu Jónsdóttur, fleiri á Forsælunni.

SigurlaugVordís

Mjöll Hólm

Ofantaldar söngdívur

Helena Eyjólfs

Hugrún Sif

Hreindís Ylva

rifja upp og flytja ásamt hljómsveit undir gömlu góðu lög íslensku söngkvennanna stjórn Rög


30

13/2019

Með hvaða frægu persónu myndir þú helst vilja snæða kvöldmat með? [ Spurt á Facebook ]

( MATGÆÐINGAR VIKUNNAR ) Súsanna Margrét kokkar

Mexíkósk súpa, bruschetta og kókosbollubomba Matgæðingur vikunnar er Súsanna Margrét Valgarðsdóttir sem býr á Sauðárkróki ásamt dætrum sínum tveimur, Írisi Fjólu sem verður 6 ára í júlí og Írenu Valdísi sem verður 4 ára í apríl. Súsanna gefur okkur þrjár girnilegar uppskriftir. RÉTTUR 1

lokum er rjómanum bætt í og látið malla, því lengur því betra. Borið fram með rifnum osti og nachos flögum.

Mexíkósk kjúklingasúpa

„Cole Sprouse, held ég þurfi ekki einu sinni að segja af hverju.“ Ásta Aliya Friðriksdóttir

„Ég myndi helst vilja borða kvöldmat með Jennifer Aniston. Vegna þess að hún er uppáhalds leikkonan mín og ein af mörgum fyrirmyndum mínum.“ Sara María Ómarsdóttir

frida@feykir.is

1 laukur 2 paprikur 2-4 gulrætur blaðlaukur 2-3 hvítlauksgeirar 1 lítri tómatsafi 2 lítrar vatn 2 dósir diced tomatos, ég nota roasted garlic 2 teningar kjúklingakraftur 1-2 tsk cayanne pipar 1-2 tsk chillipipar 1-2 tsk kóríander 100-200 g rjómaostur 1 peli rjómi heill kjúklingur, rifinn niður

RÉTTUR 2

Bruschetta með tómötum og ferskum mozzarella

Aðferð: Laukarnir, paprikan og gulræturnar eru skornar niður og steiktar í potti í smá olíu. Öðru hráefni, nema rjómaosti og kjúklingi, er blandað út í og suðan látin koma upp áður en rjómaosti er bætt í og síðan kjúklingi. Að FEYKIFÍN AFÞREYING

1 stk. baguette brauð ólífuolía 6 stk. konfekt- eða plómutómatar, mega vera fleiri 8 stk. litlar mozzarella-kúlur, mega vera fleiri 4 stk. hvítlauksrif 10 stk. basilíkublöð salt og pipar eftir smekk balsamiksíróp eða -edik, má sleppa Aðferð: Skerið baguette brauð í sneiðar og bakið við 180°C í nokkrar mínútur eða þar til þær eru stökkar. Hellið ólífuolíu yfir brauðið og nuddið hvítlauk á hverja

Vísnagátur Sigurkarls Stefánssonar Finna skal út eitt orð úr línunum fjórum.

Oft er drykkju eftirmál. Öreiganna súpuskál. Gáfnafar hins fáráða. Fínnar himnu náttúra.

Gamla fréttin „Ég held Kim Kardashian til að heyra allt slúðrið í Kardashian fjölskyldunni. Þetta er samt mjög erfitt val. Herdís Eir Sveinsdóttir

„Ski Mask The Slump God. Út af því að hann er geðveikur rappari.“ Orri Freyr UMSJÓN

Júlíus Guðni Sveinsson

Dæmi til að börnin fái hús í fermingargjöf

Súsanna ásamt dætrunum Írenu Valdísi og Írisi Fjólu. MYND ÚR EINKASAFNI

sneið. Skerið tómata og mozzarellakúlur niður í sneiðar eða báta, eftir smekk og raðið á brauðsneiðarnar. Saxið basilíku og dreifið yfir sneiðarnar. Kryddið með ögn af salti og pipar. RÉTTUR 3

Kókosbollubomba 1 marengsbotn 250 g bláber 250 g jarðarber 250 g vínber ½ l þeyttur rjómi 4 kókosbollur 100 g Malteserskúlur Aðferð: Brjótið marengsbotn í litla

bita og dreifið yfir fat eða mót. Skerið jarðarber í bita og sáldrið helmingnum yfir marengsbotninn ásamt helmingnum af bláberjum og vínberjum. Skerið kókosbollur í bita, blandið saman við þeyttan rjóma og smyrjið yfir marengsbotninn. Skreytið með Maltesers kúlum og afganginum af berjunum. Þið getið notað hvaða marengs sem er, keypt hann tilbúinn eða bakað sjálf. Ég nota oftast brúnan marengs með kornflexi en stundum breyti ég til og hef hann hvítan. Verði ykkur að góðu! Súsanna skorar á Maríu Ósk Steingrímsdóttur.

Ótrúlegt – en kannski satt...

Nú þegar veisluborðin fara að svigna í fermingunum er gott að vita það að ekki er hægt að finna bragð af mat öðruvísi en að hann blandist munnvatni. Til dæmis ef salt er sett á þurru tungu, finnst ekki bragðið. Ótrúlegt, en kannski satt, byrja bragðlaukarnir strax að senda heilanum upplýsingar um saltbragðið um leið og dropi af munnvatni hefur blandast saltinu á tungunni. Þetta á við um öll matvæli.

Tilvitnun vikunnar

Þegar maður opnar bílhurð fyrir konu er annað hvort bíllinn nýr eða konan. – Philip prins

Í desember 1969 var haldin jólavaka í Lindarbæ á vegum Alþýðubandalagsins í Reykjavík eins og greint var frá í Þjóðviljanum sáluga á þeim tíma. Var þetta einstaklega vönduð og skemmtileg dagskrá og vel flutt, segir í fréttinni.

Sudoku

„Spunnust síðan umræður á eftir, þar sem skarst í odda milli guðfræðiprófessors og hagfræðings, bókmenntagagnrýnanda og bóksala, með kristilegu ívafi austan úr sveitum. Þarna flutti Árni Björnsson, cand- mag. spjall um jólagleði fyrr á öldum, Guðrún Helgadóttir talaði um jólahald nútímans, Stefán Baldursson sagði frá baráttu gegn kaupsýslujólum í Svíþjóð í fyrra og Jöhann Hannesson, guðfræðiprófessor, talaði um firringuna og jólin. Nokkuð var vikið að jólagjafafarganinu og talaði guðfræðiprófessorinn einnig um fermingargjafaæði. Hann sagðist vita til þess, að fermingarbörn hefðu fengið heil hús í fermingargjöf og væru börnin miður sín eftir slíkar gjafir. Var ein stúlkan ekki söm síðan, sagði Jóhann.“ /PF

SVÖR VIÐ VÍSNAGÁTU OG LÍKAMSRÆKT FEYKIS:: Þynnka.

Feykir spyr...


13/2019

KJÖTAFURÐASTÖÐ KS ÓSKAR VIÐSKIPTAVINUM NÆR OG FJÆR GLEÐILEGRA PÁSKA BOCUSE D´OR KOKKARNIR VELJA KJÖT FRÁ KS – ENGU ÖÐRU LÍKT

31



Issuu converts static files into: digital portfolios, online yearbooks, online catalogs, digital photo albums and more. Sign up and create your flipbook.