Útgáfuhóf vegna endurskoðaðrar útgáfu Sýslu- og sóknalýsinga Húnavatnssýslu fór fram laugardaginn 11. október sl. í safnaðarheimili Breiðholtskirkju. Sögufélag stóð að viðburðinum í samstarfi við Húnvetningafélagið í Reykjavík og var dagskráin bæði fjölbreytt og fróðleg.
Byggðarráð Skagafjarðar samþykkti samhljóða á fundi sínum 15. október framlagðar breytingar fræðslunefndar á gjaldskrá leikskóla í Skagafirði fyrir árið 2026. Lögð var fram tillaga að 2,7% hækkun dvalargjalda, fæðisgjalda og skráningardaga leikskóla sem er í samræmi við verðlagsbreytingar út frá þjóðhagsspá Hagstofu Íslands.
Ráðgjafi frá Ráðgjafarþjónustu Krabbameinsfélagsins verður á Sauðárkróki fimmtudaginn 23. október. Viðtölin verða á Heilbrigðisstofnun Norðurlands á Sauðárkróki. Viðtölin eru í boði bæði fyrir einstaklinga sem greinst hafa með krabbamein, aðstandendur og syrgjendur.
Stólastúlkur léku við Njarðvík í Njarðvík í gærkvöldi og lutu í lægra haldi gegn sterkum andstæðing. Enn vantaði Alejöndru og Rannveigu í lið Tindastóls og Martín mætti því á ný til leiks með átta leikmenn á skýrslu. Heimaliðið náði forystunni strax í byrjun og lét hana aldrei af hendi og hafði í raun betur í öllum fjórum leikhlutunum. Lokatölur 92-70.
Í gær tóku nemendur Árskóla þátt í Ólympíuhlaupi ÍSÍ. Á heimasíðu Árskóla segir af því að yngsta stigið hljóp 2,5 km, unglingastigið 4,5 km og miðstigið valdi á milli vegalengdanna, flest fóru 4,5 km. Hlaupið tókst vel í góðu veðri og tóku allir bekkir þátt.
Á fundi sínum í gær harmaði byggðarráð Skagafjarðar að búið sé að leggja fram frumvarp á Alþingi um breytingar á búvörulögum sem augljóslega munu veikja samkeppnisstöðu bænda og koma í veg fyrir að þeir geti hagrætt í meðal annars rekstri afurðastöðva fyrir kjöt- og mjólkurafurðir. „Það segir sig sjálft að sífellt aukin tækni- og vélvæðing í rekstri afurðastöðva í bæði mjólkur- og kjötiðnaði kallar á stærri einingar sem geta afkastað meira magni með minni mannaflsþörf og þannig lækkað kostnað við vinnsluna í viðkomandi afurðastöð, bændum og neytendum til góða,“ segir m.a. í fundargerð byggðarráðsins. Skorað er á atvinnuvegaráðherra að draga umræddar breytingar á búvörulögum tafarlaust til baka.
Prjónagleði er prjónahátíð sem árlega er haldin á Blönduósi og það er með þessa hátíð eins og jólin, það styttist alltaf í næstu. Húnabyggð hefur samið við Skagfirðinginn Svanhildi Pálsdóttur um að sjá um Prjónagleði 2026 en hún verður haldin dagana 5.-7. júní.
Þessi innihaldsríku orð eru höfð eftir höfuðskáldi Skagfirðinga, Hannesi Péturssyni, en málþing honum til heiðurs var haldið í Miðgarði sunnudaginn 12. október undir yfirskriftinni „Við skulum ganga suður með sjá.” Tilefnið var að nú eru liðin 70 ár frá útgáfu Kvæðabókar sem var fyrsta ljóðabók höfundar.
Í dag, miðvikudaginn 15. október, kl. 17 verður haldinn íbúafundur um mögulega sameiningu Dalabyggðar og Húnaþings vestra. Kynningin í upphafi verður send út á Teams og hægt er að senda inn spurningar í spjallinu.
Viðskiptahraðall landsbyggðarinnar var settur af stað og hófst formlega 18. september sl.Tólf nýsköpunarteymi hvaðanæva af landinu taka nú þátt í viðskiptahraðlinum Startup Landið. Þetta er í fyrsta sinn sem öll landshlutasamtök utan höfuðborgarsvæðisins sameinast um að standa að sameiginlegum hraðli. Hingað til hafa landshlutasamtökin haldið hraðla í sitthvoru lagi, en nú er kraftur þeirra sameinaður til að skapa metnaðarfullan og öflugan vettvang fyrir nýsköpunarverkefni á landsbyggðinni.
Opinn fræðslufundur um starfsemi, þjónustu og forvarnarstarf Píeta verður á Sauðárkróki þriðjudaginn 21.október nk. klukkan 14:00-15:00 í Húsi Frítímans - efri hæð
Viðskiptahraðall landsbyggðarinnar var settur af stað og hófst formlega 18. september sl.Tólf nýsköpunarteymi hvaðanæva af landinu taka nú þátt í viðskiptahraðlinum Startup Landið. Þetta er í fyrsta sinn sem öll landshlutasamtök utan höfuðborgarsvæðisins sameinast um að standa að sameiginlegum hraðli. Hingað til hafa landshlutasamtökin haldið hraðla í sitthvoru lagi, en nú er kraftur þeirra sameinaður til að skapa metnaðarfullan og öflugan vettvang fyrir nýsköpunarverkefni á landsbyggðinni.
Það er einhver sérstök tilfinning að láta sig síga niður í bíósætin i Bifröst, bíða eftir að ljósin slokkni og láta töfra leikhússins yfirtaka allt annað um stund. Ég veit ekki hvor okkar var spenntari, rúmlega fimmtuga amman eða rétt að verða sjö ára ömmustelpan, þegar okkur bauðst að fara í leikhús á mánudaginn. Alla vega varð hvorug okkar fyrir vonbrigðum. Í tæpa tvo tíma lifðum við okkur inn í heim Gumma, Finns, Dagnýjar og allra hinna í leikritinu Óvitum, eftir Guðrún Helgadóttur, í leikstjórn Eysteins Ívars Guðbrandssonar.
Fjórða sumarið í röð fór fram uppgröftur á búðaminjum á Hafna-búðum á Hjallanesi í landi Hafna á Skaga. Í sumar voru grafin upp, að hluta eða öllu leyti, fimm búðir/mannvirki, auk þess sem unnið var á svæðum utan bygginga. Grafið var á sama uppgraftarsvæði og í fyrra. Búðirnar eru í mörgum tilfellum illa farnar og því oft erfitt að greiða úr mannvistarlögum og sjá hvar ein búð endar og önnur byrjar. En allt hefst þetta á endanum og myndin skýrist með hverju árinu.
Herra Hundfúll fylgdist með keppni í Skólahreysti með öðru auganu nú á laugardaginn. Hann gladdist talsvert yfir gengi skólanna á Norðurlandi vestra. Varmhlíðingar voru sendir upp á svið til að taka við verðlaunum fyrir þriðja sætið en nemendur Grunnskóla Húnaþings vestra enduðu í fjórða sæti en með jafnmörg stig og Varmahlíðarskóli. En svo var farið að reikna ... aftur...
Hulda Jónasdóttir býr í Mosfellsbæ, nánar tiltekið Mosfellsdalnum sem hún telur að sé trúlega einn fallegasti staðurinn á landinu. Hulda, sem er af 1963 árganginum, hefur verið iðin við að setja upp tónleika síðustu árin. „Ég ólst upp á Króknum og tel það mikil forréttindi. Krókurinn var og er dásamlegur staður. Ég er dóttir hjónanna Jónasar Þórs Pálssonar (Ninna málara), sem var mjög áberandi í menningarlífi Skagfirðinga hér á árum áður, trommari, leiktjaldasmiður, málari og margt annað, og Erlu Gígju Þorvaldsdóttur sem einnig hefur sett sinn svip á menningarlífið, átti m.a. lög í söngvakeppnum og hefur samið töluvert af tónlist og á eitt jólalag á væntanlegum jólatónleikum okkar í Gránu.“
Kjartan Bollason Lektor við Ferðamáladeild Háskólans á Hólum með kynningu á hagnýtu fræðsluefni um hönnun “epísks” gistirýmis á Hótel Blönduósi. Auk þess verður nýuppgert gistirými á Hótel Blönduósi skoðað.
Karlakórinn Hreimur
Leggur land undir fót og ætlar að halda Tónleika í Miðgarði í Skagafirði laugardaginn 18. október.
Karlakórinn Heimir ætlar að kíkka á okkur og syngja með okkur nokkur lög.
Það má enginn missa af því þegar Þingeyingar og Skagfirðingar taka höndum saman í söng.
Miðaverð 6000 kr
Posi á staðnum.
Blúsrokk hljómsveitin Ungfrúin góða og búsið, í samvinnu við Hótel Blönduós, býður til sannkallaðrar blúsveislu í Krúttinu laugardaginn 18. október næstkomandi. Hljómsveitin er í fantaformi, enda búin að vera að spila á Blúshátíð Reykjavíkur, Menningarnótt, auk regulegra gigga á Dillon, höfuðvígi blússins í Reykjavík. Hljómsveitin á einnig sterkar rætur í Húnaþingi, enda fimmtíu prósent meðlima þaðan. Endilega kíkið í Krúttið, við lofum góðu stuði. Brottfluttum bendum við á að á Hótel Blöndósi er hægt að fá veitingar og gistingu í hæsta gæðaflokki!
Frítt inn á tónleikana.
Hljómsveitina skipa:
Kristjana Þórey Ólafsdóttir, söngur
Jón Bjarki Bentsson, bassi
Helgi Georgsson, píanó og söngur
Skúli Thoroddsen, trommur
Árni Björnsson, gítar
Aðalsteinn Snorrason, gítar
Á þessu námskeiði verður farið yfir verkferlið að gera dry aged steikur. Hvað er dry aged og hvað gerist í ferlinu? Hvaða kjöt er hægt að nota bæði í steikur og í pylsugerð?
Að þessu sinni er það Valdimar H. Gunnlaugsson sem svarar Rabb-a-babbi. Hann býr á Hvammstanga og á þrjá stráka; Viktor Kára, Róbert Sindra og Tómas Braga. „Mamma mín heitir Anna Rósa Jóhannsdóttir og pabbi minn hét Gunnlaugur Pétur Valdimarsson. Fyrstu árin mín bjó ég á Kollafossi í Miðfirði en flutti tíu ára til Dalvíkur og kláraði þar grunnskólann,“ segir Valdimar en hann er enn í grunnskólanum, kennir við Grunnskóla og Tónlistarskóla Húnaþings vestra. Hann er fæddur 1985.