Á dögunum var Svanberg Óskarsson kynntur til sögunnar sem arftaki Donna þjálfara með kvennalið Tindastóls sem spilar í Lengjudeildinni næsta sumar. Æfingar eru að sjálfsögðu hafnar og styttist í fyrsta leik í Kjarnafæðimótinu þar sem ungir og lítt reyndir leikmenn fá gjarnan að skína í fjarveru erlendra leikmanna. Svanberg er aðeins 27 ára gamall og að mörgu leyti óþekkt stærð í íslenska þjálfaraheiminum. Feykir plataði hann í stutt viðtal.
Aðdáendasíða Kormáks sperrti stél með stolti í gær og óskaði Hilmi Rafni Mikaelssyni til hamingju með Noregsmeistaratitilinn í knattspyrnu en hann spilar nú með liði Víkings frá Stavangrii sem urðu semsagt meistarar um helgina. Eftir því sem tölfræðingar AK segja þá er Hilmir fyrsti landsmeistarinn úr grasrótarstarfi Húnaþings og full ástæða til að fagna því.
Markaðsstofa Norðurlands og Samtök sveitarfélaga á Norðurlandi vestra bjóða til samráðsfundar í Félagsheimilinu Miðgarði (efri sal) miðvikudaginn 3. desember næstkomandi. „Öll brennum við fyrir því markmiði að sjá ferðafólk fara sem víðast um landið allt árið um kring. Stór púsl í þeirri vegferð eru bein flug frá lykilmörkuðum beint inn á Norðurland,“ segir í fundarboðinu.
Það eru gular veðurviðvaranir sunnanlands nú í morgun en ekkert slíkt er í kortunum norðanlands. Það hefur engu að síður hvesst nokkuð duglega þar sem norðaustanáttin nær sér á strik og þannig þótti ekki óhætt að senda skólarútuna af stað í Blönduhlíðina í austanverðum Skagafirði í morgun. Þar var flughált og miklir vindstrengir af og til.
Open Rivers Programme, alþjóðlegur styrktarsjóður sem starfar frá Hollandi, hvetur opinbera aðila á Íslandi til að sækja um styrki til verkefna sem miða að því að fjarlægja úreltar, manngerðar hindranir úr ám. Talið er að yfir milljón slíkra hindrana séu í ám Evrópu og um 150.000 þeirra þjóni ekki lengur neinum tilgang
„Vegna þessa nafns, Akureyrarveikin, gæti ég trúað að margir álíti að þessi veiki hafi einungis verið á Akureyri. Því fer þó víðs fjarri. Veikin var vissulega hvað skæðust á Akureyri en hún barst þaðan víða um land, þar á meðal í Skagafjörð og Húnaþing þar sem veikindin voru víða mjög alvarleg,“ segir Óskar Þór Halldórsson, höfundur bókar um Akureyrarveikina, dularfullan sjúkdóm sem enn þann dag í dag hefur ekki tekist að finna út hvað nákvæmlega var.
Jóhanna Kristín Jósefsdóttir býr á Hvammstanga með manni sínum og eiga þau tvö uppkomin börn og sex barnabörn. Jóhanna Kristín er sjúkraliði og kláraði einnig nám í öldrunarsjúkraliðanum áður en hann fór á háskólastig. Jóhanna hefur unnið við umönnunarstörf í heil 48 ár.
Stólastúlkur unnu annan leik sinn í röð í Bónus deildinni í gærkvöldi þegar nýliðar Ármanns kíktu norður yfir heiðar. Lið Ármanns hafði unnið einn af fyrstu leikjum sínum í deildinni en lið Tindastóls tvo og því um mikilvægan leik að ræða í botnbaráttunni. Það fór svo að lið Tindastóls spilaði glimrandi vel í fyrri hálfleik og leiddi með 19 stigum í hálfleik. Gestirnir ógnuðu aldrei forystunni í síðari hálfleik og lokatölur 83-66.
Pálína Ósk Ómarsdóttir er 34 ára, móðir og eiginkona, verslunar- og snyrtistofueigandi. Gift Jóni Gunnari Vésteinssyni (frá Hofstaðaseli) og saman eiga þau þrjú yndisleg börn. Hjónin búa á Gili í Skagafirði þar sem Pálína er uppalin og er stefnan að taka við búskapnum á Gilsbúinu ásamt Elísu tvíburasystur Pálínu og mági.
Í gær, 27. nóvember, var farsældarráð Norðurlands vestra formlega stofnað með undirritun á samstarfssamningi og samstarfsyfirlýsingu í Krúttinu á Blönduósi. Í frétt á vef SSNV segir að með stofnun farsældarráðsins hefjist formlegt og mikilvægt samstarf allra sveitarfélaga og helstu stofnana sem þjónusta börn og fjölskyldur á svæðinu.
Árið hefur flogið hjá á ógnarhraða og nú þegar 45. tölublað Feykis kemur út eru rétt tæpar fjórar vikur til jóla. Nú er það auðvitað þannig að margir þurfa að keyra sig í jólagírinn löngu áður en aðventan hefst eins og t.d. kaupmenn og verslunarfólk. Þannig er það líka á Feyki.
Árið hefur flogið hjá á ógnarhraða og nú þegar 45. tölublað Feykis kemur út eru rétt tæpar fjórar vikur til jóla. Nú er það auðvitað þannig að margir þurfa að keyra sig í jólagírinn löngu áður en aðventan hefst eins og t.d. kaupmenn og verslunarfólk. Þannig er það líka á Feyki.
Lífi eldri borgara er misskipt, margir hafa það mjög gott, geta átt sitt eigið húsnæði og veitt sér að ferðast eða annað sem þeir hafa áhuga á. Það er vel og frábært að geta þetta eftir langan vinnudag um ævina.
Landbúnaðar- og innviðanefnd Skagafjarðar hefur oft á liðnum mánuðum fjallað um rekstur og stöðu sorpmála í Skagafirði. Bæði vegna þess að málaflokkurinn er stór, en einnig vegna mikilla breytinga sem gerðar voru á sorpsöfnunarkerfinu í Skagafirði, eftir að Alþingi breytti lögum um meðhöndlun úrgangs. Í kjölfar leiðbeinandi könnunar meðal íbúa í dreifbýli í júlí 2022, var ákveðið af sveitarstjórn að sorp skyldi sótt á öll heimili í Skagafirði frá og með áramótum 2023.
Herra Hundfúll fylgdist með keppni í Skólahreysti með öðru auganu nú á laugardaginn. Hann gladdist talsvert yfir gengi skólanna á Norðurlandi vestra. Varmhlíðingar voru sendir upp á svið til að taka við verðlaunum fyrir þriðja sætið en nemendur Grunnskóla Húnaþings vestra enduðu í fjórða sæti en með jafnmörg stig og Varmahlíðarskóli. En svo var farið að reikna ... aftur...
Það er Haraldur Ægir Guðmundsson, fæddur 1977 á Blönduósi, sem svarar fyrir sig í Tón-lystinni að þessu sinni. Foreldrar hans eru Erla Björg Evensen og Guðmundur Haraldsson og segist Halli hafa alist upp í músíklausri fjölskyldu. „Mamma spilaði aðeins á gítar þegar hún var unglingur og pabbi var allur í íþróttum. Ég held að ég hafi leiðst út í tónlistina vegna þessa að ég fann mig ekki í neinu sporti og leitaði því nýrra áhugamála. Ég byrjaði að spila á rafmagnsbassa þegar ég var 14 eða 15 ára og breytti svo um árið 2003 og fór að spila á kontrabassa sem ég geri nær eingöngu í dag.
Spilahittingur verður á bókasafninu fyrsta mánudag í hverjum mánuði í vetur. Mikið úrval spila á staðnum en einnig er velkomið að mæta með eigin spil.
Öll velkomin og við hlökkum til að sjá sem flest!
Lestrarstundir fyrir yngstu kynslóðina alla fimmtudaga kl. 16:30.
Lesefnið miðast við leikskólaaldur.
Öll velkomin, á öllum aldri, börn, foreldrar og aðrir aðstandendur.
Jólahlaðborð Hótel Laugarbakka 2025
Okkar glæsilega jólahátíð byrjar í lok nóvember.
3 dagssetningar komnar í sölu; 29/11, 5/12, 6/12
Veislustjóri í ár verður Gissur Páll