Fréttablað á Norðurlandi vestra kemur út vikulega með fréttir af svæðinu.
-
Flóðin tóku með sér hreiður og egg
Einar Ó. Þorleifsson náttúrufræðingur var staddur í Skagafirði við rjúpnatalningar í Hegranesi og líka talningar á vatnafuglum (öndum, álftum, gæsum,himbrim, flórgoða) í gær fimmtudag og sagði í samtali við Feyki að ansi margt hefði farið í gegnum hugann þegar hann sá þessi miklu flóð sem nú eru í Skagafirðinum og eru að hafa áhrif á ansi margt.
-
æææææjjjiiiiii og allir komnir á sumardekkin er það ekki....
Veðurstofan hefur gefið út gula veðurviðvörun á Norðurlandi vestra í dag vegna élja, einkum á fjallvegum. Í dag verður suðvestanátt 8-15 m/s og slydda eða snjóél, t.d. á Holtavörðuheiði. Lítið skyggni getur verið í éljum og krapi og hálkublettir geta myndast á vegum. Því er æskilegt að bílar séu búnir til vetraraksturs. Viðvörunin gildir til miðnættis. -
Umhverfisverðlaun Skagastrandar
Sveitarfélagið Skagaströnd hefur ákveðið að efna til umhverfisverðlauna í sveitarfélaginu. Þá verða þrenn verðlaun veitt og er fólk hvatt til þess að taka höndum saman og gera fallega bæinn enn fallegri. -
Truflanir á afhendingu á hitaveituvatni á Sauðárkróki og Skarðshreppi
Í tilkynningu frá Skagafjarðarveitum segir að vegna endurbóta á virkjunarsvæði í Borgarmýrum verður truflun á afhendingu hitaveituvatns frá kl. 16:00, mánudaginn 12. maí og fram eftir nóttu. Búast má við að efri hluti Túnahverfis og Hlíðarhverfis verði vatnslaus á meðan unnið er, en reynt verður að hafa rennsli á neðri bænum. Vinsamlegast munið eftir að loka fyrir krana á töppunarstöðum og huga að dælum fyrir upphitun í gólfhita- og bílaplönum. -
Met þátttaka á Umhverfisdegi Fisk Seafood
Umhverfisdagur FISK Seafood var haldinn laugardaginn 3. maí síðastliðinn í frábæru veðri. Markmið þessa dags er að sameinast í útiveru með fjölskyldu og vinum með það að markmiði að fegra nærumhverfið og í leiðinni að styðja við það frábæra íþróttastarf sem fer fram í Skagafirði. FISK hét því að greiða fyrir hvern þátttakanda 12.000 kr. sem myndu renna til þess skagfirska íþróttafélags/deildar sem þátttakandi óskaði eftir. Í tilkynningu sem kom frá Fisk Seafood segir að enn eitt metið hafi verið slegið í ár þ.e. að alls mættu 927 einstaklingar fyrir 16 aðildafélög og/eða deildir innan UMSS í Skagafirði til að plokka og í heildina var 21.4 tonn af rusli tínt upp þennan daginn.
Ljósmyndavefur Feykis
Ljósmyndavefur Feykis
Ertu með snjalla hugmynd
varðandi myndefni?
feykir@feykir.is
-
Blóðbankabíllinn verður á Króknum nk. þriðjudag
Nú er Blóðbankabíllinn á ferðinni og ætlar að stoppa á Króknum þriðjudaginn 13. maí milli kl. 11-17 í þeim tilgangi að safna blóði. Ávallt skortir blóð fyrir sjúklinga og slasaða og á Facebooksíðu Blóðbankans kemur fram að skortur sé á blóði í öllum blóðflokkum þá sérstaklega O+, O-, A+ og A-. Því er mikilvægt að sem flestir gefi blóð. Blóðbankinn, sem þarf 70 blóðgjafa á dag, vonast til að sjá sem flesta og eru allir velkomnir, jafnt nýir sem vanir blóðgjafar. Bíllinn verður staðsettur við Skagfirðingabúð á Sauðárkróki. -
Ótrúlegur lokakafli færði Stólunum sigur í leik eitt
Ef einhverntímann Síkið hefur sótt sigur fyrir lið Tindastóls þá var það í gærkvöldi. Þá tóku Stólarnir á móti grjóthörðum Garðbæingum í fyrsta leik úrslitaseríunnar um Íslandsmeistaratitilinn. Lið Tindastóls virtist í hálf vonlausri stöðu þegar lítið var eftir af leiknum en það var ekki að sjá að nokkur maður á pöllunum hengdi haus. Stuðningurinn var óbilandi og virtist hreinlega smitast í leikmenn okkar liðs sem gerði átta síðustu stig leiksins á 36 síðustu sekúndunum. Það dugði til sigurs, 93-90, og hafa Stólarnir því náð 1-0 forystu í einvíginu. -
Íslandsmeistarar Blika höfðu betur gegn Stólastúlkum
Bestu deildar lið Tindastóls fékk Íslandsmeistara Breiðabliks í heimsókn á Krókinn í dag í 5. umferð deildarinnar. Það mátti reikna með erfiðum leik en Stólastúlkur náðu engu að síður forystunni í leiknum. Blikar voru aftur á móti ekki lengi að kvitta fyrir sig og unnu á endanum öruggan 5-1 sigur. -
Hæfileikabúnt frá Húnaþingi vestra sigruðu í Fiðringi 2025
Þeim er margt til lista lagt nemendunum í Grunnskóla Húnaþiings vestra og þessi vetur hlýtur að verða þeim mörgum minnistæður. Fyrir jól áttu nemendur eitt af þeim þremur lögum sem þóttu skara fram úr í Málæði, í síðustu viku tryggði lið skólans sér sæti í úrslitum í Skólahreysti og í gær sigraði atriði skólans í Fiðringi 2025, hæfileikakeppni fyrir nemendur í 8.-10. bekk, sem haldin var á Akureyri. -
Nýsköpun sem drifkraftur | Freyja Rut Emilsdóttir skrifar
Nýsköpun er ekki bara orð til að nota á tyllidögum og í kosningabaráttu, nýsköpun er drifkraftur framþróunar, hvort sem það er í litlum fyrirtækjum á landsbyggðinni eða stórum alþjóðlegum fyrirtækjasamsteypum. Nýsköpun opnar nýjar leiðir, skapar ný störf, eykur hagkvæmni og gerir okkur – bæði sem einstaklinga og samfélög, betur í stakk búin til að takast á við þær áskoranir sem blasa við, grípa þau tækifæri sem bjóðast og skapa ný. Fyrirtæki og samfélög sem fóstra og næra nýsköpunarhugsun og nýsköpunarverkefni eru lykillinn að sjálfbærum vexti, bættum lífsgæðum og framþróun sama hvaða atvinnugreinar horft er til. -
Innlyksa á Húsabakka í Skagafirði
Í gær kom tilkynning frá Almannavarnadeild Ríkislögreglustjóra um mikla vatnavextir í Austari Jökulsá og Héraðsvötnum. Ábúendur á Syðri og Ytri Húsabakka hafa fundið vel fyrir þessum vatnavöxtum enda innlyksa og skemmdir á vegum og túnum ekki skýr að svo stöddu.
Mest skoðað
Uppskriftir frá lesendum
Pistlar
-
Nýsköpun sem drifkraftur | Freyja Rut Emilsdóttir skrifar
Nýsköpun er ekki bara orð til að nota á tyllidögum og í kosningabaráttu, nýsköpun er drifkraftur framþróunar, hvort sem það er í litlum fyrirtækjum á landsbyggðinni eða stórum alþjóðlegum fyrirtækjasamsteypum. Nýsköpun opnar nýjar leiðir, skapar ný störf, eykur hagkvæmni og gerir okkur – bæði sem einstaklinga og samfélög, betur í stakk búin til að takast á við þær áskoranir sem blasa við, grípa þau tækifæri sem bjóðast og skapa ný. Fyrirtæki og samfélög sem fóstra og næra nýsköpunarhugsun og nýsköpunarverkefni eru lykillinn að sjálfbærum vexti, bættum lífsgæðum og framþróun sama hvaða atvinnugreinar horft er til.Meira -
Vegið ómaklega að lögreglunni | Hjörtur J. Guðmundsson skrifar
Fullyrðingar Kristins Hrafnssonar hjá Wikileaks um að auðmenn ráði öllu sem þeir vilji á Íslandi og að lögreglan hér á landi þjóni þeim standast enga skoðun. Nægir í því sambandi að benda á þann fjölda auðmanna sem rannsakaðir hafa verið af lögreglunni, sóttir til saka og sakfelldir frá bankahruninu haustið 2008. Enn eru slík mál í gangi í dómskerfinu meira en 16 árum síðar og verið árum saman. Vægast sagt ómaklega er vegið að lögreglunni í þessum efnum.Meira -
Skemmtileg kvöldstund í Bifröst | Kíkt í leikhús
Undirritaðar brugðu undir sig betri fætinum og renndu á Krókinn í vor blíðunni til að sjá uppfærslu Leikfélags Sauðárkróks á farsanum Flæktur í netinu eftir Ray Cooney í leikstjórn Valgeirs Skagfjörð. Fínasta útfærsla og skemmtileg kvöldstund.Meira
Hr. Hundfúll
-
Mánudagur 3. mars 2025
Baula þær enn beljurnar á Bjarnastöðum?
Baula þær enn beljurnar á Bjarnastöðum er fyrirsögn sem hr. Hundfull skrifaði árið 2013 þegar þriggja daga átveislan byrjaði það árið, þ.e. bolludagur, sprengidagur og öskudagur. Eftir að hafa lesið þessa fínu hugleiðingu hans er við hæfi að endurbirta hana því það eru eflaust margir sammála honum í þetta skiptið!
Viðburðir á Norðurlandi vestra
11. maí kl. 13:00-15:00
Sýnd verður myndin MINECRAFT í Króksbíói kl. 13:00. Fjórir furðufuglar eru skyndilega dregnir í gegnum dularfulla gátt inn í undarlegt, kubbalaga undraland sem þrífst á ímyndunarafli. Til að komast aftur heim verða þeir að ná tökum á þessum heimi og leggja því af stað í leit út með óvæntum, sérfróðum snillingi þessa heims.
Ath! Myndin er með íslensku tali.
11. maí kl. 16:00-18:00
Sýnd verður myndin MINECRAFT í Króksbíói kl. 16:00. Fjórir furðufuglar eru skyndilega dregnir í gegnum dularfulla gátt inn í undarlegt, kubbalaga undraland sem þrífst á ímyndunarafli. Til að komast aftur heim verða þeir að ná tökum á þessum heimi og leggja því af stað í leit út með óvæntum, sérfróðum snillingi þessa heims.
Ath! Myndin er með ensku tali en íslenskum texta.
Feykir á Facebook
Rabb-a-babb
-
rabb-a-babb 67: Óli Barðdal
Nafn: Óli S. Barðdal Reynisson.
Árgangur: 77.
Fjölskylduhagir: Er í sambúð með Pernille Sabroe í Árósum.
Starf / nám: Er í PGA golfkennaranámi.
Bifreið: Toyota 89 mótor en 91 módel, alveg magnaður bíll er með einn lykil til að...
Tón-Lystin
-
Það er löngu búið að sanna hver er besta plata allra tíma / SÉRA FJÖLNIR
Séra Fjölnir Ásbjörnsson er prestur í Holti í sveitarfélaginu Ísafjarðarbæ. Hann er fæddur árið 1973, alinn upp á Króknum frá 8 ára aldrei og segist skilgreina sig sem Króksara þegar spurt er eftir uppruna. Hljóðfærið hans Fjölnis er Yamaha BB1600 bassi sem var til sölu í Radíólínunni fyrir rúmum 20 árum en kom óvænt í hans hendur fyrir nokkrum árum og hefur ekki farið úr þeim síðan.