„Það viðurkennist hér með að ég hef aldrei lagt mikinn metnað í hlaupalífsstílinn og látið duga að spretta á eftir rollum heima, svona þegar líður að hausti, og ríf nú frekar í lóðin heldur en að láta reyna á þolið ef ég kemst upp með það. Ég vissi að ég þyrfti að skipta um gír ef ég ætlaði nú að lifa þetta af og þó ég hafi haft meira en heilt ár til undirbúnings þá vissulega færði ég mig ekki yfir í þann gír fyrr en tveimur mánuðum fyrir hlaupið – eins og konu með frestunaráráttu á hæsta stigi einni er lagið,“ segir Rebekka Hekla Halldórsdóttir en hún tók ásamt vinkonum sínum þátt í Brúarhlaupinu milli Danmerkur og Svíþjóðar nú í júní.
Í síðasta mánuði kærði lögreglan á Norðurlandi vestra 178 ökumenn fyrir of hraðan akstur og er það tæplega 19% aukning frá því í maí þegar 150 ökumenn fengu kæru fyrir að aka of hratt í umdæminu. Sem fyrr aka flestir sem kærðir eru á 110-120 kílómetra hraða en sumri óku þó hraðar og fóru jafnvel yfir 150 kílómetra á klukkustund.
Þórunn Sveinbjarnardóttir þingforseti beitti, í upphafi þingfundar í dag, 71. grein þingskaparlaga og lagði þar með til atkvæðagreiðslu tillögu um að stöðva um frumvarpið en kjarnorkuákvæðinu, eins og það er oft kallað, hefur ekki verið beitt síðan 1959. Tillagan var samþykkt með 34 atkvæðum gegn 20 atkvæðum.
Burðargeta hesta er málefni sem er mikið rætt í hestaheiminum. Mjög margir hafa sínar skoðanir, en rannsóknir sem undirbyggja þekkingu á burðargetu hesta eru takmakaðar og nauðsyn að afla hennar á markvissan hátt. Íslenski hesturinn er vinsælt hestakyn um allan heim, hann er eftirsóttur sem reiðhestur og keppnishestur og er mikið notaður af hestaferðaþjónustu-fyrirtækjum og í reiðskólum. Þekking á því hvernig líkamsbygging hans tengist burðargetu er afar mikilvæg, bæði hvað varðar afkastagetu á gangtegundum og velferð hesta.
Blaðamaður Feykis kom á Löngumýri á dögunum í fréttaleit. Þar rakst hann á bráðmyndarlegan mann og tók hann tali. Það kemur í ljós að maðurinn heitir Harladur Jójannsson, 96 ára Grímseynngur og sex mánuðum betur.
Grein fjögurra bæjarstjóra á höfuðborgarsvæðinu gagnrýnir nýtt frumvarp um Jöfnunarsjóð sveitarfélaga og talar um „kaldar kveðjur“ til íbúa suðvesturhornsins. Við, bæjar- og sveitastjórar á landsbyggðinni, teljum mikilvægt að minna á að tilgangur Jöfnunarsjóðs er einmitt sá að jafna aðstæður milli ólíkra sveitarfélaga – og þar stendur landsbyggðin frammi fyrir margvíslegum og flóknum áskorunum.
U20 ára landslið karla er farið til Grikklands þar sem það tekur þátt í A deild EuroBasket U20. Tveir Króksarar eru í liðinu, Íslandsmeistarar með liði Tindastóls vorið 2023 en spiluðu síðasta vetur með liði Þórs á Akureyri. Það eru að sjálfsögðu tvíburarnir Orri Már og Veigar Örn Svavarssynir.
„Þessa dagana stendur yfir árlegt Meistaramót GSS líkt og hjá flestum golfklúbbum landsins. Þetta er skemmtilegasti og annasamasti tími sumarsins en þá stendur yfir keppni félagsmanna á öllum aldri og getustigum,“ segir Aldís Hilmarsdóttir, formaður Golfklúbbs Skagafjarðar, í samtali við Feyki. Við fengum Aldísi til að segja frá því helsta sem er að gerast í golfinu í Skagafirði og hvað sé framundan.
Miklar umræður hafa farið fram á Alþingi að undanförnu þar sem stjórnarandstaðan hefur vakið athygli á vægast sagt illa unnu frumvarpi ríkisstjórnarinnar um veiðigjöld sem hafa mun mjög neikvæð fjárhagsleg áhrif á sjávarútveginn og sjávarbyggðir landsins verði það að lögum. Um mjög mikilvægt mál er þannig að ræða. Hins vegar er stóra valdaframsalsmálið, eða bókun 35 við EES-samninginn, miklu mikilvægara enda þar um að ræða verðmæti sem seint verða metin til fjár.
Núna rétt í þessu var tilkynnt landslið Íslands í hestaíþróttum. Skemmst er frá að segja að Þórgunnur Þórarinsdóttir og kærastinn hennar, Kristján Árni Birgisson, eru valin í liðið í Ungmennaflokki.
Framvarðasveitir húnvetnska rokksins eru með töluverðu lífsmarki. Þá erum við að tala um bojbandið Slagarasveitina og sigurvegara Söngkeppni framhaldsskólanna, Skandal. Báðar hljómsveitirnar senda frá sér lög þetta sumarið.
Grein fjögurra bæjarstjóra á höfuðborgarsvæðinu gagnrýnir nýtt frumvarp um Jöfnunarsjóð sveitarfélaga og talar um „kaldar kveðjur“ til íbúa suðvesturhornsins. Við, bæjar- og sveitastjórar á landsbyggðinni, teljum mikilvægt að minna á að tilgangur Jöfnunarsjóðs er einmitt sá að jafna aðstæður milli ólíkra sveitarfélaga – og þar stendur landsbyggðin frammi fyrir margvíslegum og flóknum áskorunum.
Miklar umræður hafa farið fram á Alþingi að undanförnu þar sem stjórnarandstaðan hefur vakið athygli á vægast sagt illa unnu frumvarpi ríkisstjórnarinnar um veiðigjöld sem hafa mun mjög neikvæð fjárhagsleg áhrif á sjávarútveginn og sjávarbyggðir landsins verði það að lögum. Um mjög mikilvægt mál er þannig að ræða. Hins vegar er stóra valdaframsalsmálið, eða bókun 35 við EES-samninginn, miklu mikilvægara enda þar um að ræða verðmæti sem seint verða metin til fjár.
Mörg þjóðþrifamál bíða afgreiðslu Alþingis. Mest hefur verið rætt um frumvarp um að þjóðin fái sanngjarna auðlindarentu af sameiginlegri sjávarauðlind. Einnig bíða mál um bætt kjör aldraðra og öryrkja, eflingu strandveiða og grásleppuna úr kvóta til varnar veikum sjávarbyggðum, húsnæðisöryggi, fjármálaáætlun og fjáraukafrumvarp svo eitthvað sé nefnt.
Herra Hundfúll fylgdist með keppni í Skólahreysti með öðru auganu nú á laugardaginn. Hann gladdist talsvert yfir gengi skólanna á Norðurlandi vestra. Varmhlíðingar voru sendir upp á svið til að taka við verðlaunum fyrir þriðja sætið en nemendur Grunnskóla Húnaþings vestra enduðu í fjórða sæti en með jafnmörg stig og Varmahlíðarskóli. En svo var farið að reikna ... aftur...
Feykir sagði frá því síðastliðið vor að KUSK, Kolbrún Óskarsdóttir (fædd 2003), hefði sigrað Músíktilraunir 2022 og verið fyrsti einstaklingurinn til að vinna Tilraunirnar frá upphafi vega. Kolbrún á ættir að rekja í Skagafjörðinn og því var hún plötuð í að svara Tón-lystinni nú fyrir jólin og fékk raunar nokkrar aukaspurningar. „Ég er dóttir Óskars Arnar Óskarssonar og því barnabarn Óskars [læknis] Jónssonar og Aðalheiðar Arnórsdóttur. Ég ólst mestmegnis upp í Svíþjóð þar sem pabbi og mamma voru í sérnámi fyrir lækninn en eyddi mörgum sumrum í Dalatúninu á Króknum,“ segir Kolbrún en rétt er að geta þess að móðir hennar, Ingibjörg Hilmarsdóttir, er frá Vopnafirði en fjölskyldan býr nú í Vesturbænum í Reykjavík.
Húnavaka er árleg menningar- og fjölskylduhátíð sem haldin er í Húnabyggð ár hvert. Boðið er upp á fjölbreytta dagskrá við allra hæfi. Hátíðin stendur frá miðvikudegi fram á sunnudag. Þetta árið er hún haldin 16. júlí - 20. júlí.
Í sumar leggja Una Torfa og Hafsteinn Þráinsson, einnig þekktur sem CeaseTone, af stað í músíkalst ferðalag um landið. Parið hefur marga músíkfjöruna sopið, þau hafa flakkað um landið og flutt lög í stórum sölum og litlum kirkjum, fyrir fólk á öllum aldri á blíðviðriskvöldum og í óveðri. Nú skal leikurinn endurtekinn.
Í þrjár vikur helga Una og Haffi sig því gleðilega verkefni að spila úti um allt land. Með sinn hvorn gítarinn að vopni og í góðum félagsskap verða þau óstöðvandi og skemmtilegheitin allsráðandi. Eltið þau uppi og skiljið allt nema góða skapið eftir, af því að staðreyndin er sú að við þurfum ekki neitt.
Sannkölluð tónlistarveisla verður á fimmtudagskvöldinu á Eldi í Húnaþingi á Melló Músika, en þar koma heimamenn fram og flytja lög, hver á fætur öðrum. Mikil fjölbreytni er meðal tónlistarfólksins á svæðinu svo það finna eflaust flestir eitthvað við sitt hæfi á Melló. Sú nýbreytni er í ár að selt verður inn á Melló Músika og Ljótu hálfvitana saman. Eitt verð fyrir tvo viðburði. Verð 3.500 kr.
Bríet ætlar að ferðast um landið í sumar með vinum sínum Magnúsi Jóhanni og Bergi Einari og spila fyrir ykkur uppáhalds lögin ykkar og kynna fyrir ykkur glæný lög í leiðinni.