Fréttablað á Norðurlandi vestra kemur út vikulega með fréttir af svæðinu.
-
Lífsmottóið breytt með barneignum | Velkomin heim
Agnes Skúladóttir kann að hafa klippt hár einhverra lesenda Feykis þegar hún átti og rak hárstofuna Móðins í Aðalgötunni á Sauðárkróki. Það má því kannski segja að Agnes sé ekki að flytja heim í fyrsta skipti síðan hún flutti burt úr firðinum fagra. Agnes er dóttir þeirra Ernu Hauksdóttur og Skúla Halldórssonar og á einn bróður, hann Hauk Skúla. Agnes er nú mætt í fjörðinn með manni sínum, Þóri Rúnari Ásmundssyni, og sonum þeirra Ásmundi og Sigurði.
-
Ljómarallý er í fullum gangi í Skagafirði
Fyrsti bíll var ræstur frá Vélavali í Varmahlíð kl. 8:00. Eknar verða fjórar ferðir um Mælifellsdal og tvær um Vesturdal. Birting úrslita verður við Vélaval kl. 17:00. -
Sumarstarfið blómstrar á Löngumýri
Á Löngumýri neðan Varmahlíðar rekur Þjóðkirkjan kyrrðar og fræðasetur. Staðurinn er einnig leigður út fyrir fundahöld og ýmsa mannfagnaði. Vinsælt er að halda ættarmót á Löngumýri. Eldri borgarar víða af landinu hafa komið í orlofsdvöl á Löngumýri til margra ára. Blaðamaður Feykis brá sér í heimsókn á dögunum og hitti þar að máli Gunnar Rögnvaldsson staðarhaldara og Margréti Gísladóttir fyrrum forstöðukonu og núverandi orlofsgest. -
Danni Gunn á leið til Sviss
Daníel Gunnarsson á Miðsitju sem er félagi í hestamannafélaginu Skagfirðingi hefur verið valinn í íslenska landliðið í hestaíþróttum sem er á leið á heimsmeistarmótið í Sviss sem hefst 4. ágúst. Daníel mun keppa þar í skeiðgreinum með hryssuna Kló frá Einhamri. Daníel er ekki ókunnur heimsmeistaramótum því hann keppti á síðasta móti í Hollandi með hryssuna Einingu frá Einhamri þar sem þau lentu í 2.sæti í 250m. skeiði. -
Bríet frábær í Gránu
Tónlistarkonan góðkunna Bríet hélt tónleika á Króknum í gærkvöldi ásamt meðspilurum sínum þeim Magnúsi Jóhanni og Bergi Einari. Heimamaðurinn Atli Dagur hitaði upp.
Ljósmyndavefur Feykis
Ertu með snjalla hugmynd
varðandi myndefni?
feykir@feykir.is
-
Fjórhjól fyrir Magga
Ungmennafélagið Neisti á Hofsósi ætlar halda utan um skemmtilegan og nauðsynlegan viðburð 14. ágúst. Viðburðurinn kallast: Hjólað um Skagafjörð-Áheitasöfnun. -
Loks mátti lið Akureyringa lúta í gras á Króknum
Það urðu talsvert tíðindi í kvöld þegar lið Tindastóls tók á móti vinum okkar í Þór/KA í Bestu deildinni í knattspyrnu. Stólastúlkur höfðu aldrei borið sigurorð af grönnum sínum í leik á Íslandsmóti en á því varð kærkomin breyting og þetta var enginn heppnissigur. Heimaliðið skapaði sér betri færi í leiknum með góðri pressu og snöggum og hnitmiðuðum skyndisóknum á meðan að gestirnir voru meira með boltann en sköpuðu fá ef einhver færi. Lokatölur 2-0 og þrjú góð stig í sarpinn. -
Þrír golfarar GSS hafa farið holu í höggi að undanförnu
Það þykir jafnan fréttnæmt að golfarar fari holu í höggi og þó Feykir hafi í raun ekki mikið fyrir sér í þetta skiptið þá má ætla að margir golfarar fari í gegnum ævina án þess að þessi draumur rætist. Það er því nokkuð magnað að nú síðustu tíu daga hafa þrír félagar í Golfklúbbi Skagafjarðar náð að láta drauminn rætast. -
Munum leiðina, vitundarvakning um Alzheimer
Alzheimersamtökin hafa unnið að aukinni vitundarvakningu um Alzheimer um langt árabil. Liður í því er átakið Munum leiðina sem felst í því að koma upp fjólubláum bekkjum í sveitarfélögum víða um land en fjólublár er alþjóðlegur litur Alzheimer sjúkdómsins og annarra heilabilunarsjúkdóma. -
Opið hús hjá Nes listamiðstöð á sunnudag
Öllum er velkomið að kíkja við í kaffi í Nes listamiðstöð á Skagaströnd nú á sunnudaginn en opið hús verður þar frá kl. 16-18. Níu listamenn dvelja nú á Skagaströnd og þróa og stunda list sína sem er af margvíslegum toga. teikningar, málun, vaxþol litun (rōzome), pin-holuljósmyndun, textagerð, ljóðlist, kvikmyndagerð og skúlptúr ásamt öðrum miðlum. -
Akureyringarnir koma!
Það er leikur í kvöld. Grannar okkar frá Akureyri, lið Þórs/KA, mæta á Krókinn og spila við Stólastúlkur í Bestu deildinni en þetta er fyrsti leikur liðanna að loknu EM fríi. „Leikirnir við Þ/K undanfarin ár hafa verið mjög skemmtilegir og spennandi oft á tíðum. Síðustu tvö ár höfum við gert jafntefli hér á heimavelli á móti þeim svo við vonumst til að geta breytt því í sigur í dag,“ sagði Donni þjálfari þegar Feykir spurði hann út í viðureignina.
Mest skoðað
Uppskriftir frá lesendum
Pistlar
-
„Ganga að öllu leyti í hans stað“ | Hjörtur J. Guðmundsson skrifar
Fullyrðingar um að Hildur Sverrisdóttir, þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins og sjötti varaforseti Alþingis, hafi á einhvern hátt farið gegn lögum og jafnvel stjórnarskrá lýðveldisins þegar hún frestaði þingfundi rétt fyrir miðnætti 9. júlí síðastliðinn standast alls enga skoðun. Þvert á móti kemur skýrt fram í 8. grein þingskaparlaga: „Í forföllum forseta ganga varaforsetar að öllu leyti í hans stað.“ Þar með talið þegar kemur að því að fresta þingfundum.Meira -
Jöfnuður er lykilorðið | Svar framkvæmdastjóra sveitarfélaga á landsbyggðinni
Grein fjögurra bæjarstjóra á höfuðborgarsvæðinu gagnrýnir nýtt frumvarp um Jöfnunarsjóð sveitarfélaga og talar um „kaldar kveðjur“ til íbúa suðvesturhornsins. Við, bæjar- og sveitastjórar á landsbyggðinni, teljum mikilvægt að minna á að tilgangur Jöfnunarsjóðs er einmitt sá að jafna aðstæður milli ólíkra sveitarfélaga – og þar stendur landsbyggðin frammi fyrir margvíslegum og flóknum áskorunum.Meira -
Mikilvægara en veiðigjöldin | Hjörtur J. Guðmundsson skrifar
Miklar umræður hafa farið fram á Alþingi að undanförnu þar sem stjórnarandstaðan hefur vakið athygli á vægast sagt illa unnu frumvarpi ríkisstjórnarinnar um veiðigjöld sem hafa mun mjög neikvæð fjárhagsleg áhrif á sjávarútveginn og sjávarbyggðir landsins verði það að lögum. Um mjög mikilvægt mál er þannig að ræða. Hins vegar er stóra valdaframsalsmálið, eða bókun 35 við EES-samninginn, miklu mikilvægara enda þar um að ræða verðmæti sem seint verða metin til fjár.Meira
Hr. Hundfúll
-
Þriðjudagur 27. maí 2025
Krakkarnir brillera en reiknimeistarar klúðra
Herra Hundfúll fylgdist með keppni í Skólahreysti með öðru auganu nú á laugardaginn. Hann gladdist talsvert yfir gengi skólanna á Norðurlandi vestra. Varmhlíðingar voru sendir upp á svið til að taka við verðlaunum fyrir þriðja sætið en nemendur Grunnskóla Húnaþings vestra enduðu í fjórða sæti en með jafnmörg stig og Varmahlíðarskóli. En svo var farið að reikna ... aftur...
Tón-Lystin
-
Alinn upp við klassíska kórtónlist og íslensk dægurlög | EYÞÓR FANNAR
Það er heilmikið kórastarf á Norðurlandi vestra en fyrir einhverja undarlega tilviljun hafa mál þróast þannig í þessum þætti að fáir kórdrengir eða -stúlkur hafa lent í því brasi að svara Tón-lystinni. Eyþór Fannar Sveinsson á Ægistígnum á Sauðárkróki, fæddur 1987, smíðakennari við FNV og annar tenór í Karlakórnum Heimi lét þó tilleiðast eftir að hafa verið fullvissaður um að raddbönd væru nægilega fínt hljóðfæri til að hann væri gjaldgengur svarari þáttarins.
Viðburðir á Norðurlandi vestra
Feykir á Facebook
Rabb-a-babb
-
Rabb-a-babb 222: Friðrik Halldór
Nú er það Austur-Húnvetningurinn Friðrik Halldór Brynjólfsson sem svarar Rabbinu en hann býr á Blönduósi ásamt eiginkonunni, Nínu Hrefnu Lárusdóttur og eiga þau tvö börn, Aron Frey 5 ára og Maríu Birtu 2 ára. Friðrik er fæddur sumarið 1988 en þá voru New Sensation með INXS og Dirty Diana með Michael Jackson að gera það gott á vinsældalista Billboard en Rick Astley var á niðurleið með Together Forever.