Kvannalið Tindastóls spilaði fyrsta æfingaleik sinn fyrir átökin í Bónus deildinni sem fer af stað um mánaðamótin. Andstæðingurinn í gær var lið Ármanns sem tryggði sér sæti í efstu deild í vor. Leikið var í íþróttahúsi Kennaraháskólans og það voru gestirnir sem höfðu betur, unnu nauman sigur, 76-79.
Á vef Skagastrandar er sagt frá því að af hleðslustöðvarmálum í sveitarfélaginu séu góðar fréttir en það styttist í að uppsetning á hraðhleðslustöð verði klár. Um er að ræða 150 kW Alpitronic hraðhleðslustöð opna almenningi með tveimur CCS2 tengjum. Hægt verður að hlaða tvo rafbíla samtímis. Stöðin verður staðsett á lóð Olís við Oddagötu 2. Hraðhleðslustöðina má finna í Ísorku appinu og verður aðgengileg með hleðslulykli Ísorku og með Ísorku appinu.
Gistináttagjald á skemmtiferðaskip er talsvert til umræðu nú en útlit er fyrir algjört hrun í komu skemmtiferðaskipa til minni hafna landsins og því umtalsvert högg fyrir sveitarfélög, hafnir og ferðaþjónustufyrirtæki á landsbyggðinni. Gjaldinu var breytt um síðustu áramót og segir Sigfús Ingi Sigfússon sveitarstjóri Skagafjarðar að aðeins sjö heimsóknir skemmtiferðaskipa séu áætlaðar næsta sumar en þær voru 25 í sumar.
Það styttist í fótboltavertíðinni og þá sérstaklega karlamegin. Aðeins á eftir að spila eina umferð í 2. og 3. deild en aldrei þessu vant þá er risastór gulrót í sjónmáli hjá báðum liðunum á Norðurlandi vestra. Nefnilega úrslitaleikurinn í Fótbolta.net bikarnum. Leikur sem fyrir suma aðdáendur Kormáks/Hvatar og Tindastóls bliknar reyndar í samanburði við sjálfan undanúrslitaleikinn þar sem liðin mætast innbyrðis á Sauðárkróksvelli.
Hafnarframkvæmdir við endurbyggingu Ásgarðs í Skagastrandarhöfn hafa gengið með ágætum. Fram kemur í frétt á vef Skagastrandar að búið sé að leggja allar vatns- og idrátttarlagnir, klára gróffyllingu og jöfnun ásamt því að setja upp alla tengi- og vatnsbrunna. Framundan er að klára járnabindingar og uppslátt fyrir þekjuna.
Fyrsta skóflustunga að nýju aðstöðuhúsi fyrir veitu- og framkvæmdasvið Skagafjarðar var tekin nú síðastlðinn mánudag. Það var Hjörvar Halldórsson forstöðumaður veitu- og framkvæmdasviðs sem tók fyrstu skóflustunguna. Um viðbyggingu er að ræða við hús veitnanna að Borgarteig 15 á Sauðárkróki sem fyrst var kallað áhaldahús.
Skagafjörður er fallegur. Þar er hátt til lofts og vítt til veggja. Á milli fjalls og fjöru er gróið og lifandi landslag með auðugum jarðargæðum. Fjarðarbotninn er breiður og ávalur, mótaður í árþúsundir af stöðugum framburði jökulfljótanna sem setja sterkan svip á láglendið.
UMSS og Svæðisstöðvar íþróttahéraða standa fyrir íþróttahátíð í Skagafirði í matsal Árskóla og íþróttahúsi Sauðárkróks fimmtudaginn 11. september og verður dagskráin tvíþætt. Verkefnið „Allir með“ er samstarfsverkefni ÍSÍ, UMFÍ og ÍF (Íþróttasamband fatlaðra).
Fyrsti æfingaleikur Tindastólsmanna í körfunni fór fram sl. mánudagkvöld þegar Arnar þjálfari og lærisveinar hans héldu í háaustur og hittu á endastöð fyrir lið Hattar á Egilsstöðum. Það fór svo að sigur hafðist en lokatölur voru 87-103 fyrir Tindastól.
Geðlestin verður á Sauðárkróki í Gulum september, nánar tiltekið þriðjudaginn 23. september kl. 20:00 í Gránu. Gulur september er forvarnarátak sem er ætlað að auka meðvitund fólks um mikilvægi geðræktar og sjálfsvígsforvarna. Geðhjálp býður öllum til samtals um geðrækt og mikilvægi hennar út lífið og að eiga saman góða stund sem lýkur með stuttum tónleikum þeirra félaga Emmsjé Gauta og Þormóðs. Aðgangur er ókeypis og boðið verður upp á kaffi og með‘í.
Það styttist í Laufskálarétt sem fram fer 27. september sem þýðir að sjálfsögðu að það er jafn stutt í Laufskálaréttarballið sem margur bíður eftir með óþreyju. Ballið verður venju samkvæmt í Reiðhöllinni Svaðastöðum á Sauðárkróki. Nú er búið að tilkynna hverjir muni sjá um að halda stuðinu í hæstu hæðum á þessu stærsta sveitaballi haustsins.
Skagafjörður er fallegur. Þar er hátt til lofts og vítt til veggja. Á milli fjalls og fjöru er gróið og lifandi landslag með auðugum jarðargæðum. Fjarðarbotninn er breiður og ávalur, mótaður í árþúsundir af stöðugum framburði jökulfljótanna sem setja sterkan svip á láglendið.
Haustþing starfsfólks leikskóla á Norðurlandi vestra var haldið á Blönduósi þann 29. ágúst síðastliðinn. Þingið er haldið annað hvert ár og nú var komið að leikskólastjórum leikskóla í Húnavatnssýslum að halda þingið með dyggri aðstoð Farskólans. Þingið sóttu alls um 116 starfsmenn leikskólanna.
Laugardaginn 6. september, kl. 14, verður haldið Kakalaþing í Kakalaskála í Blönduhlíð. Yfirskrift þingsins að þessu sinni er: Sögur úr Skagafirði. Fjallað verður um dagbækur Sveins Pálssonar landlæknis, ævisögu Bíbíar í Berlín, dulsmál í Borgargerði og Ólafs sögu Þórhallasonar eftir Eirík Laxdal.
Herra Hundfúll fylgdist með keppni í Skólahreysti með öðru auganu nú á laugardaginn. Hann gladdist talsvert yfir gengi skólanna á Norðurlandi vestra. Varmhlíðingar voru sendir upp á svið til að taka við verðlaunum fyrir þriðja sætið en nemendur Grunnskóla Húnaþings vestra enduðu í fjórða sæti en með jafnmörg stig og Varmahlíðarskóli. En svo var farið að reikna ... aftur...
Að þessu sinni er það Króksarinn Árni Gunnarsson, kvikmyndagerðamaður og fyrrverandi ritstjóri Feykis (með miklu meiru), sem svarar Tón-lystinni. Áhugasvið Árna er ansi breytt og meðal þess sem hann hefur föndrað við í gegnum árin er að búa til tónlist. Árni er fæddur árið 1967, ólst upp í Flatatungu á Kjálka, sonur heiðurshjónanna Gunnars heitins Oddssonar frá Flatatungu og Helgu Árnadóttur frá Akranesi.
Króksbíó sýnir myndina THE CONJURING: LAST RITES með Ed og Lorraine Warren, sem rannsaka yfirskilvitlega atburði, taka að sér eitt lokaverkefni, þar sem dularfull djöfulleg fyrirbæri koma við sögu og Ed og Loraine þurfa að mæta þeim augliti til auglitis.
Miðapantanir í síma 855-5216 eða á Facebook-síðunni Króksbíó
Króksbíó sýnir myndina STRUMPAR. Galdramennirnir illu Razamel og Gargamel ræna Æðstastrumpi og þá fara Strympa og hinir strumparnir í björgunarleiðangur í raunheima.
Miðapantanir í síma 855-5216 eða á Facebook-síðunni Króksbíó
Króksbíó sýnir myndina NOBODY 2.
Leigumorðinginn og úthverfapabbinn Hutch Mansell fer með fjölskyldunni í nostalgískt sumarfrí í smábæjarskemmtigarð. En ofbeldisfullt eðli hans truflar fljótlega fríið og fjölskyldan lendir í hörðum slag við spilltan rekstraraðila, óheiðarlegan lögreglustjóra og miskunnarlausan glæpaforingja.
Miðasala í síma 855-5216 eða á Facebook-síðunni Króksbíó