Drift EA er að fara af stað með mjög spennandi nýsköpunarprógramm fyrir frumkvöðla og teymi með þróaðar hugmyndir. Um er að ræða fjórar vinnustofur sem endar á kynningu – og getur opnað leið fyrir þátttakendur inn í Hlunninn, ársprógramm með fjármagni, ráðgjöf og stuðningi. Drift EA hefur opnað fyrir umsóknir í Slipptökuna (e. Test Drive) 2025. Í Slipptökunni felast fjórar kraftmiklar vinnustofur fyrir frumkvöðla og teymi með hugmyndir sem eru tilbúnar á næsta stig. Slipptakan endar á formlegri kynningu verkefnanna þar sem valin verkefni komast áfram í Hlunninn.
Þann 19. apríl voru 20 ár frá stofnun Hollvinasamtaka HSB. Að því tilefni verður efnt til afmælishátíðar í húsakynnum HSN á Blönduósi, næstkomandi sunnudag 27. apríl kl. 13:00-16:00.
Í morgun byrjaði hin fræga WodlandFest í Malaga á Spáni en þetta er einn af stærstu CrossFit viðburðum ársins í greininni og stendur yfir í þrjá daga. Þarna keppist besta CrossFit íþróttafólk í heimi um sæti á verðlaunapallinum og þeir sem enda í tveimur efstu sætunum fá keppnisrétt á Crossfit heimsleikana. Þessi viðburður sameinar því keppni, samfélag og adrenalín í umhverfi sem er hannað til að hvetja til mikilleika í CrossFit heiminum.
Það er að skapast sú fallega hefð að halda styrktarhlaup þann 1. maí á Sauðárkróki fyrir Einstök börn. Allt skipulag í kringum hlaupið er í höndum hlaupahópsins 550 Rammvilltar en fyrst hlaupið var haldið árið 2023. Þetta er því í þriðja skiptið sem þær stöllur setja þennan viðburð á og hefur þátttaka farið fram úr björtustu vonum. Rúmlega 200 manns hlupu, gengu eða hjóluðu sér til gamans í fyrra og vonast skipuleggjendur að svipuð þátttaka verði þetta árið. Nú þarf bara að grafa upp hlaupaskóna og koma sér í hlaupagírinn fyrir 1. maí.
Þann 23. október sl. hefði Stefán R. Gíslason tónlistarkennari, kórstjóri og organisti í Varmahlíð orðið sjötugur. Þann sama dag sagði sr. Gísli Gunnarsson á Hólum frá því á Facebook síðu sinni að hann hefði ákveðið, í samráði við fjölskyldu Stefáns, að stofna minningarsjóð í hans nafni. Minnigartónleikar verða haldnir í kvöld í fjáröflunarskyni fyrir sjóðinn og uppselt er á tónleikana.
Ragnar Smári Helgason ólst upp í Dalatúninu á Króknum og Hamri í Hegranesi en býr í Lindarbergi á Hvammstangi í Vestur-Húnavatnsýslu ásamt Kolbrúnu konu sinni og þremur börnum. Ragnar Smári vinnur hjá Vinnumálastofnun/Fæðingarorlofs-sjóði á Hvammstanga. Hann sagði Feyki örlítið frá þessum degi í lífi hans.
Arney Nadía Hrannarsdóttir býr á Skagaströnd og foreldrar hennar eru Alexandra Ósk Guðbjargardóttir og Hrannar Baldvinsson. Sr. Guðni Þór Ólafsson sér umferminguna sem verður í Hólaneskirkju þann 8. júní.
Jón Karl Brynjarsson verður fermdur af sr. Höllu Rut Stefánsdóttur þann 24. apríl í Reynistaðarkirkju. Foreldrar Jóns Karls eru Brynjar Sindri Sigurðarson og Guðrún Helga Jónsdóttir í Miðhúsum í Akrahreppi.
Sumardagurinn fyrsti er í dag og óskar Feykir lesendum gleðilegs sumars. Þessi fallegi dagur virðist ætla að bjóða upp á ágætis veður, hitinn á Norðurlandi vestra víðast hvar milli 6-7 stig, hæg breytileg átt og bjartviðri, samkvæmt spá Veðurstofunnar. Það er því ekkert því til fyrirstöðu en að fagna komu sumars með því að stökkva í stuttbuxur eða hvað, kannski þeir allra hörðustu, og kíkja á þá viðburði sem eru á dagskrá sem eru reyndar ekki margir en nokkrir þó.
Leikfélag Sauðárkróks frumsýnir nú næskomandi sunnudag 27.apríl leikritið „Flæktur í netinu“ í leikstjórn Valgeirs Skagfjörð. Miðasala hefst í dag, miðvikudag á tix.is.
Að morgni dags 21. júlí 2023, sagði Feykir frá því að Faxi hafi tekið á flug á vit nýrra ævintýra. Næsti áfangastaður var Reykjavík þar sem hann var gerður sýningarhæfur og hafður á sýningu á Korpúlfsstöðum. Þegar þeirri sýningu lauk hélt hann til Þýskalands þar sem færa átti kappann í brons áður en hann kæmi aftur heim á Sauðárkrók.
Laugardaginn 26. apríl milli kl. 14 og 16 verður opið hús í Oddfellowhúsinu að Víðigrund 5 á Sauðárkróki. Þar verður hægt að skoða húsakynnin og þiggja léttar veitingar ásamt því að hægt verður að kynnast starfi Oddfellowreglunar.
Á fallegu þriðjudagskvöldi var Ærsladraugurinn eftir Noel Coward sýndur í Höfðaborg í uppsetningu Leikfélags Hofsóss undir leikstjórn Barkar Gunnars-sonar. Glaðvært miðasölufólk tók á móti leikhúsgestum og kátt sjoppustarfsfólk seldi ískaldar guðaveigar fyrir sýningu.
Baula þær enn beljurnar á Bjarnastöðum er fyrirsögn sem hr. Hundfull skrifaði árið 2013 þegar þriggja daga átveislan byrjaði það árið, þ.e. bolludagur, sprengidagur og öskudagur. Eftir að hafa lesið þessa fínu hugleiðingu hans er við hæfi að endurbirta hana því það eru eflaust margir sammála honum í þetta skiptið!
Í Austurgötunni á Hofsósi býr ung snót, Ingunn Marín Bergland Ingvarsdóttir, fædd 2008 og því 15 ára á árinu, en hún tók á dögunum þátt í Norðurorgi sem er söngkeppni félagsmiðstöðvanna á Norðurlandi. Ingunn hefur áhuga á leiklist, söng og tísku. „Ég er að læra á rafmagnsgítar hjá Einari Þorvaldssyni en tel mig vera þúsundþjalasmið í þjálfun og spila líka á píanó, blokkflautu og ukulele. Þegar ég var mjög ung prófaði ég að læra á fiðlu,“ segir hún.