Fréttablað á Norðurlandi vestra kemur út vikulega með fréttir af svæðinu.
-
Arsenal-sigur fullkomnar fullkominn dag á Skagaströnd
Á vef Skagastrandar er skemmtilegt uppbrot því þar hefur verið farið af stað með nýjan og skemmtilegan lið, Skagstrending vikunnar, og fyrstur í þeirri ágætu röð er Árni Ólafur Sigurðsson. „Fullkominn dagur á Skagaströnd fyrir mér byrjar á því að geta gengið minn daglega göngutúr í hvítalogninu, og ef þið vitið það ekki þá er hvítalognið hér ansi oft. Heimilið, fjölskyldan og góður matur skipta líka miklu máli,“ segir Árni Sig.
-
Lagning ljósleiðara á Hvammstanga 2026
Míla í samstarfi við Húnaþing vestra leggur ljósleiðara á Hvammstanga sumarið 2026. Í frétt á vef sveitarfélagsins segir að framkvæmdin sé styrkt með átaki stjórnvalda um að klára ljósleiðaravæðingu landsins fyrir árslok 2026 em Húnaþing vestra var eitt þeirra sveitarfélaga sem fékk styrk til framkvæmda. -
Beikonvafðir þorskhnakkar og heit súkkulaðisósa | Matgæðingar vikunnar
Matgæðingar í tbl. 30 - 2025 voru þau Óskar Már Atlason og Hafdís Arnardóttir en þau búa á Laugarbakka í Varmahlíð. Óskar og Hafdís vinna bæði við Fjölbrautaskóla Norðurlands vestra þar sem Óskar kennir við húsasmíðabraut og Hafdís við hestabraut. Þau eiga fjögur börn, Kristófer Bjarka ('99), Hákon Helga ('02), Arndísi Kötlu ('07), Þórdísi Heklu ('14), eina tengdadóttur, Dagmar Lilju, einn tengdason, Dag Ými, nokkra hesta og einn hund. -
Þriðji heimaleikur Tindastóls í ENBL deildinni í kvöld
Þriðji heimaleikur Tindastóls í ENBL deildinni þar sem strákarnir taka á móti Dinamo Zagreb frá Króatíu þriðjudagskvöldið 20. janúar og hefjast leikar kl.19:15. -
Nýir vélarhermar í kennslu hjá FNV
Fjölbrautaskóli Norðurlands vestra er fyrsti framhaldsskólinn á Íslandi sem hefur fest kaup á tveimur nýjum vélarhermum ásamt uppfærslu á eldri hermakerfum frá Unitest Marine Simulators. Kaupin marka mikilvægt skref í áframhaldandi þróun á kennsluaðstöðu skólans í sjó- og vélstjórnargreinum.
Ljósmyndavefur Feykis
Ertu með snjalla hugmynd
varðandi myndefni?
feykir@feykir.is
-
Stendur upp úr að verða amma
Gunnhildur Erla Þórmundsdóttir er 43 ára Blönduósmær, gift Elmari Sveinssyni, og eiga þau fjögur börn, Fanneyju, Sóleyju, Huldu og Svein, tengdasoninn Emil og barnabarnið Elmar Inga. Hún er fædd og uppalin á Blönduósi. Ættir hennar og rætur eru í Austur Húnavatnssýslu og í Skagafirði. Gunnhildur er kjötiðnaðarmaður að mennt, og hefur alla sína starfsæfi unnið við kjötiðn og slátrun, og tók ég við sem sláturhússtjóri í sláturhúsi Kjarnafæðis Norðlenska á Blönduósi 2019. -
Norðurljósin léku lausum hala á himninum
Það var heldur betur boðið upp á listsýningu í gærkvöldi og stjörnubjartur himininn var striginn. Það voru enda ófáir sem rifu upp snjallsímann og gerðu tilraunir til að mynda dýrðina; græn og rauð dansandi norðurljós. -
Strákarnir mæta KR en stelpurnar Grindavík
Dregið var í VÍS bikarnum nú í hádeginu en bæði karla- og kvennalið Tindastóls voru í pottinum. Leikirnir verða spilaðir í Smáranum í Kópavogi og fara karlaleikirnir báðir fram þriðjudaginn 3. febrúar. Í fyrri leiknum mætast Keflavík og Stjarnan en í þeim seinni taka Tindastólsmenn á móti liði KR og hefst leikurinn kl. 20:00. Miðvikudaginn 4. febrúar fara kvennaleikirnar fram og í fyrri leiknum mætast Keflavík og Hamar/Þór en síðan mætast Grindavík og Tindastóll og hefst sá leikur kl. 20:00. -
Vill sjá Stólana lyfta Íslandsmeistaratitli
Sverrir Pétursson býr á Sauðárkróki og hans lífsförunautur er Helga Sif og saman eiga þau fjögur afkvæmi, Töru Dögg, Emmu Karen, Úlfar Þór og Herbert. Sverrir er smiður hjá Uppsteypu og gerði upp árið fyrir Feyki. -
Byggingaverktaki sýnir Freyjugötureitnum áhuga
Á fundi skipulagsnefndar Skagafjarðar þann 8. janúar síðastliðinn var fjallað um breytingu á deiliskipulagi vegna Freyjugötu en Gunnar Bjarnason ehf. sækir um svæðið sem afmarkast á milli Freyjugötu 5 og 11 til norðurs og suðurs og Freyjugötu og Strandvegar til vestur og austurs að undanskilinni lóðinni Freyjugötu 9 – eða hluta svokallaðs Freyjugötureits þar sem m.a. bílaverkstaði KS stóð áður. Feykir spurði Sigfús Inga Sigfússon sveitarstjóra út í málið. -
65 umsóknir hlutu styrk úr Uppbyggingarsjóði Norðurlands vestra
Úthlutunarhátíð Uppbyggingarsjóðs Norðurlands vestra var haldin 12. janúar í Sjávarborg á Hvammstanga við hátíðlega athöfn. Á heimasíðu SSNV segir að þar voru veittir styrkir í þremur flokkum, þar sem áhersla var lögð á að styðja við fjölbreytt og framsækin verkefni sem efla atvinnulíf, nýsköpun og menningu á svæðinu.
Mest skoðað
Uppskriftir frá lesendum
Pistlar
-
Fyrst tökum við Venezúela og svo... | Leiðari 2. tbl. Feykis 2026
Það er rétt að byrja á því að óska lesendum Feykis gleðilegs nýs árs. Árið 2025 var að mörgu leyti hið ágætasta fyrir okkur Íslendinga, sneisafullt af veðurblíðu, málþófi um veiðigjald og tappaþref á þingi og alls konar sem Áramótaskaupið minnti okkur á. Skaupið var svo ljómandi gott að eltihrellar og net-tröll náðu sér engan veginn á strik á samfélagsmiðlunum og þar ríkti þögnin ein á nýársnótt.Meira -
Við gefum í á meðan aðrir ræsa vélarnar | Jóel Þór Árnason skrifar
Á kjörtímabilinu sem er að líða hefur Sjálfstæðisfélag Skagfirðinga verið afar virkt. Við höfum staðið fyrir fjölmörgum fundum og viðburðum með þingmönnum og öðrum áhugaverðum gestum, þar sem málefni samfélagsins hafa verið rædd af krafti og einlægni - nú síðast í Miðgarði þar sem við ræddum um orkumál á Norðurlandi og fengum til okkar góða gesti. Það hefur verið sérstaklega ánægjulegt að sjá hversu vel þessir viðburðir hafa verið sóttir og ekki síður að nýtt fólk hafi reglulega bæst í hópinn með okkar góðu fastagestum.Meira -
Alor lýkur 100 milljón króna fjármögnun
Alor hefur lokið sínu fyrsta hlutafjárútboði þar sem félagið sótti 100 milljónir króna frá fjárfestum. Fjármagnið verður m.a. nýtt til þess að hraða innleiðingu stærri sólarorkuverkefna á Íslandi og efla vöruþróun orkugeymslna úr notuðum rafbílarafhlöðum. Alor hefur þegar sett upp fimm sólarorkukerfi í fjórum landshlutum og frumgerðir rafhlöðuorkugeymslna hafa verið útbúnar og samstarf með fyrstu viðskiptavinum lofar góðu.Meira
Hr. Hundfúll
-
Þriðjudagur 27. maí 2025
Krakkarnir brillera en reiknimeistarar klúðra
Herra Hundfúll fylgdist með keppni í Skólahreysti með öðru auganu nú á laugardaginn. Hann gladdist talsvert yfir gengi skólanna á Norðurlandi vestra. Varmhlíðingar voru sendir upp á svið til að taka við verðlaunum fyrir þriðja sætið en nemendur Grunnskóla Húnaþings vestra enduðu í fjórða sæti en með jafnmörg stig og Varmahlíðarskóli. En svo var farið að reikna ... aftur...
Tón-Lystin
-
„Það er alltaf allt í boði í tónlist, það er það besta við hana“ / EDDA BORG
Lesa meiraEdda Borg Stefánsdóttir frá Sauðárkróki er nú búsett á Akureyri. Hún er uppalin á Króknum, fædd 1991. „Ég er dóttir Stebba Gauks, starfar sem töframaður í Loðskinn, kenndur við Gauksstaði á Skaga, og Ollu Dísar, dóttir Gígju og Árna heitinna á Hólmagrund.“ Röddin er aðal hljóðfæri Eddu en einnig spilar hún á píanó og gítar. „Mig langar að læra á kontrabassa og blásturshljóðfæri líka, það er alltaf hægt að bæta við sig!“ segir hún eldhress. Helsta afrekið í tónlistinni segir hún einfaldlega hafa verið drífa sig loksins til að semja og fara í söngnám. Ég tek grunnpróf í Tónlistarskóla Akureyrar núna í apríl. Annars var auðvitað mjög skemmtilegt að fá að vera Tarantúla með Arnari og Helga,“ segir Edda og vísar þar í lagið Tarantúlur með Úlfur Úlfur.
Viðburðir á Norðurlandi vestra
Feykir á Facebook
Rabb-a-babb
-
Rabb-a-babb 153: Óli Sindra
Lesa meiraNafn: Ólafur Atli Sindrason.
Árgangur: 1977.
Hvað er í deiglunni: Svona fyrir utan að grípa í kennslu eru það hauststörfin á búgarðinum sem nú hellast yfir.
Hvað ætlaðir þú að verða þegar þú yrðir stór? Ég ætlaði alltaf að verða bóndi - en líka leikari (hvernig sem það átti nú að passa saman).
Hvaða lag er líklegast að þú takir í Kareókí? Nú er ég léttur með Geira.
