Ingibjörg Signý Aadnegard er fjögurra barna móðir á Blönduósi þar sem hún býr með Jóni Antoni. Hún starfar sem stuðningsfulltrúi í Húnaskóla. Hún var að sjálfsögðu klár í slaginn þegar Feykir bað hana að segja frá jólunum sínum.
Blaðamaður setti sig í samband við nokkrar alvöru jólakúlur og forvitnaðist um jólin og jólatréið á heimilinu. Allir hafa sínar jólatréssérviskur og áhugavert að heyra misjafnar hefðir á heimilum fólks þegar kemur að jólaténu. Sumir eru alltaf með lifandi tré á meðan aðrir eru með gervi. Helgispjöll að skreyta tréið fyrr en á Þorláksmessu, bannað að kveikja fyrr en klukkan sex á aðfangadag á meðan sum heimili setja tréið í fullan skrúða í upphafi aðventu. Gervitré eru ekki jólatré það vantar allann ilminn, ekkert lifandi tré á mitt heimili með öllu því dýralífi sem því getur fylgt, þetta eru allt saman örfá dæmi um jólatréssérviskur fólks.
Guðrún Björg Guðmundsdóttir býr á Sauðárkróki og er oftast kölluð Gunna. Hún er móðir tveggja uppkominna drengja og segist eiga tvær magnaðar tengdadætur og barnabörnin eru orðin sex talsins; fjórir drengir og tvær stúlkur. Gunna hefur starfað sem sjúkraliði við Heilbrigðisstofnunina á Króknum í bráðum 40 ár.
Í gærkvöldi fóru fram jólatónleikar Skagfirska kammerkórsins í Hóladómkirkju. Á dagskrá voru gömul og góð jólalög í bland við nýrri, m.a. var nýtt jólalag frumflutt sem var samið fyrir kórinn í tilefni af 25 ára afmæli hans, lagið er eftir Auði Guðjohnsen og ljóðið eftir okkar ástæla skáld, Sigurð Hansen, í Kringlumýri Skagafirði.
Hjá Bókaútgáfunni Hólum kom í haust út bókin Segir mamma þín það? eftir Guðjón Inga Eiríksson. Hún inniheldur gamansögur úr skólum, vítt og breitt um landið, og auðvitað koma Skagfirðingar þar við sögu. Hér á eftir verður gripið niður í bókina...
Alls bárust sex tilboð í rafbúnað og uppsetningu og tengingar á honum fyrir Ásgarð og Miðgarð við Skagastrandarhöfn. Verkið var boðið út í nóvember og rann tilboðsfrestur út 2. desember síðastliðinn. Áætlaður verkkostnaður er 31,5 milljónir króna og lægstbjóðandi var Tengill á Sauðárkróki, sem bauð 23,3 milljónir í verkið eða 74% af kostnaðaráætlun.
Blaðamaður setti sig í samband við nokkrar alvöru jólakúlur og forvitnaðist um jólin og jólatréið á heimilinu. Allir hafa sínar jóla „trés“sérviskur og áhugavert að heyra misjafnar hefðir á heimilum fólks þegar kemur að jólatrénu. Sumir eru alltaf með lifandi tré á meðan aðrir eru með gervi. Hjá sumum eru það helgispjöll að skreyta tréið fyrr en á Þorláksmessu, bannað að kveikja fyrr en klukkan sex á aðfangadag á meðan sum heimili setja tréið í fullan skrúða í upphafi aðventu. Gervitré eru ekki jólatré, það vantar allan ilminn, segja sumir á meðan aðrir segja; ekkert lifandi tré á mitt heimili með öllu því dýralífi sem því getur fylgt. Þetta eru allt saman örfá dæmi um jólatréssérviskur fólks.
Tindastóll hefur náð samkomulagi við David Bercedo og Manuel Ferriol um framlengingu á samningum þeirra við félagið til næstu tveggja ára! Í yfirlýsingu frá knattspyrnudeildinni segir að báðir leikmenn hafi verið lykilmenn í Meistaraflokki karla og lagt sitt af mörkum bæði innan vallar sem utan. Framlengingarnar eru liður í áframhaldandi uppbyggingu liðsins og undirstrika metnað félagsins fyrir komandi ár.
Fjárhagsáætlun Húnabyggðar fyrir árið 2026, sem og þriggja ára áætlun áranna 2027-2029, var samþykkt á sveitarstjórnarfundi á mánudaginn. Í frétt á Húnahorninu segir að áætlað er að heildartekjur A og B hluta verði 2.883 milljónir króna árið 2026, rekstrargjöld 2.423 milljónir og afskriftir rúmar 161 milljón. Rekstrarniðurstaða fyrir fjármagnsliði er áætluð jákvæði um 299 milljónir en að teknu tilliti til þeirra, jákvæð um 124 milljónir. Veltufé frá rekstri er áætlað rúmar 362 milljónir en afborganir langtímalána tæpar 274 milljónir.
Föstudaginn 19.desember verða jólatónleikar Skagfirska kammerkórsins í Hóladómkirkju, tónleikarnir hefjast kl.20. Á dagskrá eru gömul og góð jólalög í bland við nýrri, m.a. verður nýtt fallegt jólalag frumflutt sem var samið fyrir kórinn í tilefni af 25 ára afmæli kórsins, lagið er eftir Auði Guðjohnsen og ljóðið eftir okkar ástæla skáld Sigurð Hansen í Kringlumýri Skagafirði.
Í hálfleik á leik Tindastóls og KR í Síkinu í gærkvöldi var þess minnst að 50 ár eru síðan Tindastóll eignaðist sína fyrstu Íslandsmeistara í körfubolta. Gömlu kempurnar sem áttu heimangengt voru mættir til leiks og kynntir fyrir áhorfendum í hálfleik og veittar viðurkenningar. Ágúst Ingi Ágústsson, sem er manna fróðastur um sögu körfuboltans á Króknum, flutti smá tölu við athöfnina og má lesa hana hér.
Nýlega var ég að kynna mér fiskveiðiráðgjöf í makríl og rak þá augun í að stærð stofnsins hefur verið endurmetin langt aftur í tímann. Nú er talið að stofninn hafi verið mun stærri undanfarin ár en áður var talið. Hrygningarstofn makríls var til dæmis talinn hafa verið 2,7 milljónir tonna árið 2012. Við endurmat Alþjóðahafrannsóknarráðsins er hann talinn hafa verið ríflega 11 milljónir tonna. Það er ríflega fjórfföld aukning.
Fyrir þingkosningarnar fyrir rétt rúmu ári sagði Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, utanríkisráðherra og formaður Viðreisnar, í Spursmálum á mbl.is að þjóðaratkvæðagreiðsla um það hvort sótzt yrði á nýjan leik eftir inngöngu í Evrópusambandið væri mikil málamiðlun af hálfu flokksins. „Það er ekki farið beint í aðildarviðræður. Við förum alltaf í þjóðaratkvæðagreiðslu á undan. Og það er mikil málamiðlun af okkar hálfu,“ sagði hún í þættinum. Hins vegar hefur Þorgerður, líkt og aðrir fulltrúar Viðreisnar, ítrekað haldið því fram að hún treysti þjóðinni fyrir málinu. Nú síðast á Alþingi á föstudaginn.
Nú er liðið eitt ár frá því að ríkisstjórnin var mynduð og við hæfi að hugsa til baka og velta fyrir sér hvað hefur áunnist. Eitt af stóru málunum fyrir kosningarnar í fyrra voru efnahagsmálin. Eðlilega. Verðbólga hafði verið í hæstu hæðum og stýrivextir óbærilegir fyrir heimilin og fyrirtækin í landinu. Verðbólgan fór yfir 10% í tíð fyrri ríkisstjórnar. Staðan í dag er allt önnur. Verðbólga hefur ekki mælst minni síðan 2020 og tiltrú á ríkisfjármálin hefur aukist.
Herra Hundfúll fylgdist með keppni í Skólahreysti með öðru auganu nú á laugardaginn. Hann gladdist talsvert yfir gengi skólanna á Norðurlandi vestra. Varmhlíðingar voru sendir upp á svið til að taka við verðlaunum fyrir þriðja sætið en nemendur Grunnskóla Húnaþings vestra enduðu í fjórða sæti en með jafnmörg stig og Varmahlíðarskóli. En svo var farið að reikna ... aftur...
Um miðjan febrúar svaraði Sigurlaug Sæunn Angantýsdóttir (1958) Tón-lystinni en flestir á Króknum kannast nú sennilega við hana sem Lailu kennara. Það er nokkuð síðan Laila flutti suður á land en hún býr nú í Bæjarholti 3 á Laugarási sem er í Bláskógabyggð, áður Biskupstungnahreppi. „Ég er fædd og uppalin á Sauðárkróki og er yngst barna Angantýs Jónssonar, sem var Svarfdælingur, og Báru Jónsdóttur frá Lambanesi í Fljótum,“ segir hún.