Fréttablað á Norðurlandi vestra kemur út vikulega með fréttir af svæðinu.
-
Gyros og nachos í Air fryer | Matgæðingur Feykis
Skagfirðingurinn Bergrún Sóla Áskelsdóttir er matgæðingur vikunnar í tbl. 16 en hún er búsett í Kópavogi og er í sambúð með Sigvalda Helga Gunnarssyni frá Löngumýri. Bergrún starfar á ferðaskrifstofu en Sigvaldi vinnur í Tækniskólanum og þess á milli hafa þau mjög gaman af tónlist og ferðalögum. Þau hafa ferðast töluvert og vita fátt skemmtilegra en að smakka framandi mat í nýjum löndum.
-
Framkvæmdir við nýjan golfskála hefjast senn
Framkvæmdir hefjast senn við nýjan golfskála á Hlíðarendavelli Það standa fyrir dyrum framkvæmdir á svæði Golfklúbbs Skagafjarðar en nú í lok ágúst verður hafist handa við að fjarlægja golfskálann og í framhaldinu verður ráðist í jarðvegsvinnu og uppsetningu á nýjum og stærri golfskála. Sá verður um 230 fermetrar og því talsvert meira en helmingi stærri en sá gamli. -
Grenvíkingar fengu að líta 18 spjöld en fóru heim með stigin
Topplið Magna frá Grenivík mætti á Sauðárkróksvöll í gærkvöldi þar sem Tindastólsmenn biðu þeirra. Það fór svo að gestirnir hirtu öll stigin með marki á fimmtu mínútu í uppbótartíma en þá voru aðeins orðnir eftir nítján leikmenn á vellinum. Miðað við leikskýrslu hlýtur dómari leiksins að vera með strengi í spjaldahandleggnum eftir leikinn því hann sýndi spjöldin sín tvö alls 26 sinnum í leiknum – þar af gestunum 18 sinnum! Lokatölur 0-1. -
Lífræn ræktun í Lýtó
Í Breiðargerði í fyrrum Lýtingsstaðahreppi býr Elínborg Erla Ásgeirsdóttir og stundar þar lífræna grænmetisræktun. Einnig er hún í býflugnarækt svo það er nóg við að vera. Elínborg hefur vakið athygli fyrir þessa starfsemi og er hún formaður í VOR, sem er félag framleiðenda í lífrænum búskap og fullvinnslu. Blaðamanni Feykis lék forvitni á að fræðast nánar um málið. Var þá bara eitt að gera en það var að fara í heimsókn í Breiðargerði. -
Gaman að kenna honum ný trix | Ég og gæludýrið mitt
Það eru systurnar Tara Dögg og Emma Karen sem ætla að svara þættinum Ég og gæludýrið mitt að þessu sinni en þær eiga heima í Iðutúninu á Króknum. Foreldrar þeirra eru Helga Sif Óladóttir og Sverrir Pétursson og flutti fjölskyldan á Krókinn árið 2018 en Sverrir á tengingu í Hjaltadalinn. Jólin 2022 voru eftirminnileg fyrir stelpurnar en þá fengu þær Herbert í jólagjöf frá foreldrum sínum og hefur hann heldur betur lífgað upp á heimilið.
Ljósmyndavefur Feykis
Ljósmyndavefur Feykis
Ertu með snjalla hugmynd
varðandi myndefni?
feykir@feykir.is
-
Grísk lambaveisla með rótargrænmeti og hrísgrjónum | Matgæðingur Feykis
Erla Júlíusdóttir var matgæðingur vikunnar í tbl. 13 en hún flutti með foreldrum sínum til Sauðárkróks þegar hún var átta ára gömul því faðir hennar, Júlíus Skúlason (Júlli skipstjóri), fékk skipstjórastöðu á Hegranesinu og síðar Klakk. Erla starfar í dag sem kennari og býr í Reykjavík og á þrjú börn. „Ég hef sérstakt dálæti á grískum mat þar sem sameinast ferskleiki, dásamleg krydd, næringargildi og hollusta,“ segir Erla. -
Loforð hafa verið margsvikin
Húnahornið segir frá því að sveitarstjórn Húnabyggðar harmar þann trúnaðarbrest sem orðið hefur milli sveitarfélagsins og yfirvalda vegna stjórnunar samgöngumála. Sveitarfélagið hefur í sumar gert alvarlegar athugasemdir við upplýsingagjöf Vegagerðarinnar, m.a. um frestun framkvæmda við Skagaveg og breytingar á framkvæmdum við Vatnsdalsveg. -
Hvers vegna Pride?
Listasýningin „Hvers vegna Pride?“ opnar á Blönduósi – list, samfélag og fjölbreytileiki í forgrunni. Hillebrandtshús í gamla bænum á Blönduósi verður vettvangur litríkra verka þegar listasýningin Hvers vegna Pride? opnar föstudaginn 15. ágúst kl. 16:00. Sýningin stendur til 30. ágúst og verður opin alla daga frá 16:00 til 18:30. Aðgangur er ókeypis. -
Maggi kláraði með stæl
Eins og við á Feyki sögðum frá í gær hjólaði Magnús frá Brekkukoti hringinn í Skagafirði á handaflinu einu til að safna áheitum til að kaupa sér rafmagnsfjórhjól. Er skemmst frá að segja að Maggi kláraði verkefnið eins og að drekka vatn og kom síðdegis í Hofsós þar sem fjöldi fólks tók á móti honum. -
Stólastúlkur nældu í stig í blálokin gegn Þrótti
Tindastólsstúlkur fengu lið Þróttar Reykjavík í heimsókn í kvöld í Bestu deildinni. Eins oft vill verða þá vildu bæði lið stigin sem í boði voru en það fór svo að þau fengu sitt hvort stigið sem gerði kannski ekki mikið fyrir gestina í toppbaráttu deildarinnar en gæti reynst dýrmætt í botnslagnum fyrir lið Tindastóls. Lokatölur 1-1. -
Hinir miklu lýðræðissinnar | Hjörtur J. Guðmundsson skrifar
Fyrr á árinu skrifaði Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, utanríkisráðherra og formaður Viðreisnar, undir samkomulag við Evrópusambandið sem meðal annars felur í sér að Ísland aðlagi sig að utanríkisstefnu sambandsins. Þar segir með skýrum hætti: „Aðlögun að utanríkisstefnu ESB […] aðlögun EFTA/EES-ríkjanna að ákvörðunum, yfirlýsingum og refsiaðgerðum ESB.“ Þorgerður hefur þvertekið fyrir þetta þrátt fyrir að það standi beinlínis í skjalinu sem hún undirritaði.
Mest skoðað
Uppskriftir frá lesendum
Pistlar
-
Hinir miklu lýðræðissinnar | Hjörtur J. Guðmundsson skrifar
Fyrr á árinu skrifaði Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, utanríkisráðherra og formaður Viðreisnar, undir samkomulag við Evrópusambandið sem meðal annars felur í sér að Ísland aðlagi sig að utanríkisstefnu sambandsins. Þar segir með skýrum hætti: „Aðlögun að utanríkisstefnu ESB […] aðlögun EFTA/EES-ríkjanna að ákvörðunum, yfirlýsingum og refsiaðgerðum ESB.“ Þorgerður hefur þvertekið fyrir þetta þrátt fyrir að það standi beinlínis í skjalinu sem hún undirritaði.Meira -
Frumkvöðlar á landsbyggðinni fá sviðsljósið: Startup Landið fer af stað
Hugmynd sem fæddist við eldhúsborðið gæti orðið næsta stóra fyrirtæki. En hvernig fer maður af stað? Það er spurning sem margir sem ganga með hugmynd í maganum hafa líklega spurt sig – og svarið gæti nú leynst í nýju verkefni sem fer af stað í haust: Startup Landið, viðskiptahraðall sérstaklega ætlaður frumkvöðlum utan höfuðborgarsvæðisins.Meira -
Væri ekki hlaupið út aftur
Aðsend Grein: Draga má þá ályktun af viðræðum brezkra stjórnvalda við Evrópusambandsins um útgöngu Bretlands úr því að erfitt yrði fyrir fámennt ríki eins og Ísland að endurheimta fullveldi sitt kæmi til inngöngu landsins í sambandið ef íslenzku þjóðinni myndi snúast hugur síðar meir. Þetta er á meðal þess sem fram kemur í drögum að skýrslu um Ísland og Evrópusambandið sem Gunnar Pálsson, fyrrverandi sendiherra Íslands í Brussel, setti saman árið 2018.Meira
Hr. Hundfúll
-
Þriðjudagur 27. maí 2025
Krakkarnir brillera en reiknimeistarar klúðra
Herra Hundfúll fylgdist með keppni í Skólahreysti með öðru auganu nú á laugardaginn. Hann gladdist talsvert yfir gengi skólanna á Norðurlandi vestra. Varmhlíðingar voru sendir upp á svið til að taka við verðlaunum fyrir þriðja sætið en nemendur Grunnskóla Húnaþings vestra enduðu í fjórða sæti en með jafnmörg stig og Varmahlíðarskóli. En svo var farið að reikna ... aftur...
Tón-Lystin
-
Hefur dreymt um að vera Vivaldi / GUÐMUNDUR ST.
Guðmundur St. Sigurðsson er fæddur 1953 og ólst upp í Víðidalstungu II í Víðidal Vestur Húnavatnssýslu. Orgelið er hljóðfærið sem Guðmundur velur að spila á en hans helstu tónlistarafrek er að vera organisti frá 1984-2006 ásamt því að stjórna karlakór frá 2003.
Viðburðir á Norðurlandi vestra
16.-17. ágúst
Hólahátíð 16.-17. ágúst 2025
Laugardagur 16. ágúst - Hólahátíð barnanna
Kl. 14.00 Dagskrá fyrir börn á vegum skátafélagsins Eilífsbúa.
Kl. 16.00 Söngstund í Hóladómkirkju í umsjá Gunnars Rögnvaldssonar.
Kl. 16.30 Grill við Auðunarstofu.
Sunnudagur 17. ágúst
Kl. 14.00 Hátíðarmessa í Hóladómkirkju. Veislukaffi
Kl. 16.00 Hátíðarsamkoma í Hóladómkirkju
Ávarp flytur sr. Gísli Gunnarsson vígslubiskup.
Velkomin heim að Hólum á Hólahátíð.
Hólanefnd
24. ágúst kl. 13:00-16:00
Þann 24. ágúst opna Starrastaðir býli sitt fyrir gestum í tilefni af Beint frá býli deginum, sem er nú haldinn þriðja árið í röð.
Þann dag munu heimavinnsluaðilar og smáframleiðendur matvæla úr landshlutanum mæta á Starrastaði til að kynna og selja vörur sínar.
Hlökkum til að sjá ykkur sem flest og eiga skemmtilegan dag saman í sveitinni!
Samtök sveitarfélaga á Norðurlandi vestra eru samstarfsaðilar og styrkja viðburðinn
9. september kl. 20:00-22:00
Þann 9. september munu Draugar Fortíðar ásækja Sauðárkrók.
Fyrir hlé: Sama mál tekið fyrir á öllum stöðum.
Eftir hlé: Mál tengt Skagafirði
Þetta er kvöld fyrir fróðleiksþyrsta, forvitna – sem og vini og óvini fortíðarinnar.
Miðasalan er á tix.is - https://tix.is/is/buyingflow/tickets/19947/101423/
Feykir á Facebook
Rabb-a-babb
-
rabb-a-babb 61: Birkir Rafn
Nafn: Birkir Rafn Gíslason.
Árgangur: 1981.
Fjölskylduhagir: Fer eftir árstíma.
Starf / nám: Tónlistarmaður.
Bifreið: Engin.
Hvað er í deiglunni: Að fylgja eftir fyrstu sólóplötunni minni Single Drop, sem var að koma í allar betri...