Það er leikur á föstudaginn. Neinei, ekki körfuboltaleikur. Það er sjaldgæfur undanúrslitaleikur og alvöru grannaslagur í Fótbolti.net bikarnum. Ef þessi leikur væri frímerki þá væru allir safnararnir óðir og uppvægir í að komast yfir hann. Við erum að tala um aðra innbyrðisviðureign Tindastóls og Kormáks/Hvatar í sögunni. Slagurinn um montréttinn á Norðurlandi vestra. Feykir tók púlsinn á varafyrirliða Kormáks/Hvatar, Sigurði Pétri Stefánssyni, og spurði meðal annars hvað hann gæti sagt okkur fallegt um lið Tindastóls...
Mögulega eru ennþá einhverjir með óbragð í munninum eftir síðustu heimsókn Stjörnumanna í Síkið en það hefur aldrei skilað nokkrum einasta árangri að dvelja við það sem liðið er og í kvöld ætla Garðbæingarnir að heimsækja okkur og spila æfingaleik við meistaraflokk Tindastóls. Hefjast leikar eins og vant er 19:15 og þið þekkið þetta borgarar verða á grillinu og Indriði til aðstoðar fyrir árskortshafa.
Ein af drottningum Sauðárkróks, Inga Valdís Tómasdóttir, lést á Heilbrigðisstofnun Norðurlands vestra á Sauðárkróki þann 9. september síðastliðinn, þá nýorðin 88 ára gömul. Inga Valdís var gift Helga Rafni Traustasyni sem var kaupfélagsstjóri Kaupfélags Skagfirðinga þegar hann lést árið 1981, langt fyrir aldur fram. Útför Ingu fer fram frá Sauðárkrókskirkju mánudaginn 6. október og hefst klukkan 13.
Uppbyggingarsjóður Norðurlands vestra auglýsir eftir umsóknum um styrki vegna ársins 2026. Hægt er að sækja um atvinnuþróunar- og nýsköpunarstyrki, verkefnastyrki á menningarsviði og stofn- og rekstrarstyrki á menningarsviði.
Nú fyrir stundu hófst miðasalan á jólatónleikana Jólin heima hér hjá okkur á feykir.is. Í fyrra seldist upp svo nú er um að gera að tryggja sér miða og missa ekki af þessari tónlistarveislu.
Nú er það stúlkan sem söng fyrir hönd Fjölbrautaskóla Norðurlands vestra í Söngkeppni framhaldsskólanna nú í vor sem svarar Tón-lystinni. Ragnhildur Sigurlaug Guttormsdóttir frá Grænumýri í Blönduhlíð er fædd snemma árs 2007 og þar bjó hún alveg þar til hún fór í framhaldsskóla. „En svo býr kærastinn minn, Elvar Már, í Vatnsdal í Húnavatnssýslunni og þar bý ég allavega núna í sumar,“ segir Ragnhildur Sigurlaug.
Feykir sagði frá því á mánudag að framkvæmdir við Ásgarð í Skagastrandarhöfn gangi vel. Í gær var síðan enn eitt skrefið stígið í endurbyggingunni þegar hafist var handa við að steypa planið.
Eins og sagt hefur verið frá varð flugslys á Blönduósflugvelli nú á mánudag og voru þeir fjórir sem um borð voru færðir á sjúkrahúsið á Blönduósi til skoðunar. Í frétt á Húnahorninu segir að allir fjórir hafi gengið frá borði óstuddir og enginn þurft að leggjast á sjúkrabörur. Það var sjálfur sagnameistarinn Magnús Ólafsson á Sveinsstöðum sem flaug vélinni en með honum voru þrír bændur sem voru að leita að fé.
Íþróttagarpur Feykis að þessu sinni er Hrafney Lea Árnadóttir sem býr á Hólaveginum á Króknum. Hún er fædd árið 2011 og hefur búið í Noregi, Reykjavík, á Skagaströnd og nú á Sauðárkróki. Foreldrar hennar eru Árni Max Haraldsson og Inga Jóna Sveinsdóttir. Hrafney Lea á þrjú systkini; Sævar Max 20 ára, Jóhönnu Dagbjörtu 7 ára og Harald Max 4 ára.
Tal Þorbjargar Sigríðar Gunnlaugsdóttur, dómsmálaráðherra og þingmanns Viðreisnar, um að taka þurfi á veitingu dvalarleyfa hér á landi í því skyni að taka útlendingamálin fastari tökum er í bezta falli broslegt í ljósi þess að mikill meirihluti þeirra sem komið hafa til landsins á undanförnum árum hafa ekki þurft slík leyfi. Ástæðan er sú að þeir hafa komið frá eða í gegnum önnur ríki innan Evrópska efnahagssvæðisins (EES) þaðan sem frjálst flæði fólks er til landsins.
Feykir sagði frá því um helgina að sveitarstjórnir Dalabyggðar og Húnaþings vestra hefðu ákveðið að kosningar um sameiningu sveitarfélaganna muni fara fram dagana 29. nóvember til 13. desember 2025. Feykir spurði Unni Valborgu Hilmarsdóttur sveitarstjóra hvort þetta þýddi að öll vandamálin varðandi sameiningu væru leyst og hægt væri að leyfa fólki að kíkja í pakkann.
Tal Þorbjargar Sigríðar Gunnlaugsdóttur, dómsmálaráðherra og þingmanns Viðreisnar, um að taka þurfi á veitingu dvalarleyfa hér á landi í því skyni að taka útlendingamálin fastari tökum er í bezta falli broslegt í ljósi þess að mikill meirihluti þeirra sem komið hafa til landsins á undanförnum árum hafa ekki þurft slík leyfi. Ástæðan er sú að þeir hafa komið frá eða í gegnum önnur ríki innan Evrópska efnahagssvæðisins (EES) þaðan sem frjálst flæði fólks er til landsins.
„Bleika slaufan hefur alltaf snert við mér,“ segir Arnar Logi Ólafsson Hólm, framkvæmdastjóri Ljárdals, fyrirtækis sem sérhæfir sig í sölu á alls konar vinnuvélum, m.a. smærri gröfum. „Þegar ég var að leita leiða til að gefa til baka eftir góða byrjun hjá fyrirtækinu fæddist sú hugmynd að sérpanta fagurbleika gröfu frá framleiðandanum okkar og bjóða hana upp.“
Skagafjörður er fallegur. Þar er hátt til lofts og vítt til veggja. Á milli fjalls og fjöru er gróið og lifandi landslag með auðugum jarðargæðum. Fjarðarbotninn er breiður og ávalur, mótaður í árþúsundir af stöðugum framburði jökulfljótanna sem setja sterkan svip á láglendið.
Herra Hundfúll fylgdist með keppni í Skólahreysti með öðru auganu nú á laugardaginn. Hann gladdist talsvert yfir gengi skólanna á Norðurlandi vestra. Varmhlíðingar voru sendir upp á svið til að taka við verðlaunum fyrir þriðja sætið en nemendur Grunnskóla Húnaþings vestra enduðu í fjórða sæti en með jafnmörg stig og Varmahlíðarskóli. En svo var farið að reikna ... aftur...
Ekki greip umsjónarmaður Tón-lystarinnar í tómt þegar leitast var eftir því að Ragnar Z. Guðjónsson, eða bara Raggi Z, svaraði þættinum. Kappinn er fæddur á Blönduósi það herrans ár 1970 og ólst þar upp, sonur Kolbrúnar Zophoníasdóttur og Guðjóns Ragnarssonar. Nú býr hann í Hafnarfirði og titlar sig ritstjóra Húnahornsins góða – með meiru.
Króksbíó sýnir myndina ELDARNIR.
Anna Arnardóttir, einn helsti eldfjallafræðingur Íslands, stendur frammi fyrir tvennum hamförum: eldgosi sem ógnar öryggi höfuðborgarbúa og ástarsambandi sem gæti eyðilagt hjónaband hennar. Miðasala í síma 855-5216 eða á Facebook-síðunni Króksbíó.
Sálarrannsóknarfélag Skagafjarðar ætlar bjóða upp á námskeið í andlegum málum.
Leiðbeinandi verður Ómar Pétursson miðill.
Námskeiðið er hugsað fyrir byrjendur og hentar t.d. vel fyrir fólk sem hefur áhuga á að byrja að starfa með þróunarhóp en hefur litla eða enga reynslu af slíku starfi.
Hámark 10 þátttakendur.
Ómar Pétursson miðill verður með skyggnilýsingu í Hafsteinsstofu í húsnæði Sálarrannsóknarfélagsins að Skagfirðingabraut 9a á Sauðárkróki
laugardaginn 20. september kl. 17:00.
Miðar seldir á hársnyrtistofunni Capello.
Verð kr. 6000.-