Fréttablað á Norðurlandi vestra kemur út vikulega með fréttir af svæðinu.
-
Íslandsmeistari úr Hjaltadalnum
Þórgunnur Þórarinsdóttir er ung Skagafjarðarmær sem hefur náð mögnuðum árangri í hestaíþróttum. Þórgunnur keppir í Ungmennaflokki en hún er dóttir Þórarins Eymundssonar tamningamanns og reiðkennara og séra Sigríðar Gunnarsdóttur en þau búa á Nautabúi í Hjaltadal.
-
Byrðuhlaupið í Hjaltadal
Byrðuhlaupið í Hjaltadal var fyrst haldið 15. ágúst 2009 á Hólahátíð. „Hlaupið var frá Grunnskólanum að Hólum sem leið lá eftir vegum og göngustígum upp í Gvendarskál. Átta hlauparar tóku þátt og varð Guðmundur Elí Jóhannsson fyrstur í mark á tímanum 34:09 mínútum," sagði í frétt í Feyki. Að sögn Katharinu Sommermeier, formanns Umf. Hjalta, er leiðin 2,7 km löng með 430 m hækkun. Það var Rafnkell Jónsson sem átti metið til margra ára, fór leiðina á 25:22 þegar hann var að þjálfa fyrir Járnkarlinn en nú var heimsmetið hans loks slegið. Það gerði Christian Klopsch, 33 ára gamall Þjóðverji sem fór leiðina á 24:59 mínútum og bætti gamla metið um 23 sekúndur. -
Húnabyggð gerir alvarlegar athugasemdir við vinnubrögð Vegagerðarinnar
Byggðarráð Húnabyggðar gerði alvarlegar athugasemdir við upplýsingagjöf Vegagerðarinnar á fundi sínum sl. þriðjudag. Í frétt Húnahornsins af málinu segir að Vegagerðin hafi ekki tilkynnti Húnabyggð formlega um frestun framkvæmda við Skagaveg þegar sú ákvörðun var tekin, heldur kom hún fram um tveimur mánuðum seinna. Þá hefur Vegagerðin ekki sett fram trúverðugar ástæður fyrir þessum töfum, að mati byggðarráðs. -
Startup Landið – hraðall fyrir nýsköpunarverkefni á landsbyggðinni
Nú er opið fyrir umsóknir í Startup Landið, sjö vikna viðskiptahraðal sem ætlaður er frumkvöðlum og nýsköpunarverkefnum á landsbyggðunum. Á heimasíðu SSNV segir að Hraðallinn hefjist 18. september og lýkur með lokaviðburði 30. október þar sem þátttakendur kynna verkefni sín. -
Lukkuklukkur klingdu á klikkuðum tónleikum
Það var heldur betur stuð og stemmari á tónleikunum Græni Salurinn sem fóru fram í Bifröst á Sauðárkróki föstudaginn 27. júní síðastliðinn. Að sögn Guðbrandar Ægis Ásbjörnssonar, sem er einn forvígismanna tónleikanna, þá var rúmlega fullt hús eða um það bil 110 gestir. Þeim var boðið upp á fjölbreytta og ferska tónlistarveislu en um 30 flytjendur stigu á stokk en alls voru atriðin ellefu talsins.
Ljósmyndavefur Feykis
Ertu með snjalla hugmynd
varðandi myndefni?
feykir@feykir.is
-
Hafnarframkvæmdir fyrirferðarmiklar á Skagaströnd
„Það eru ýmsar framkvæmdir á döfinni í sumar,“ sagði Alexandra, sveitarstjóri Skagastrandar, þegar Feykir spurðist fyrir um helstu verkefni sveitarfélagsins í sumar og til lengri tíma litið. „Stærstu verkefnin tengjast Spákonufellshöfða og Skagastrandarhöfn.“ -
Búið að finna aðalleikarann í Bless, bless Blesi
„Það er margt í mörgu,“ sagði einhver eldklár. Körfuknattleiksdeild Tindastóls tilkynnti í vikunni um óvenjulega fjáröflun sem tengist stóru sjónvarpsþáttaverkefni sem tekið verður upp í Skagafirði næstu vikurnar. Serían gerist m.a. á Landsmóti hestamanna og til að allt verði sem best lukkað þarf góðan hóp fólks til að sitja í áhorfendastúkunni á Hólum. En hvaða þættir eru þetta? Feykir forvitnaðist örlítið um sjónvarpsseríuna Bless, bless Blesi. -
Stefnt á að hefja nám í matvælaiðn við FNV í haust
Fjölbrautaskóli Norðurlands vestra hefur undanfarið, í samstarfi við Kaupfélag Skagfirðinga, unnið að nýrri námsbraut í matvælaiðn. Í tilkynningu á vef skólans segir að brautin sé 60 einingar og ljúka nemendur námi á 2. þrepi framhaldsskólastigs. -
Hvað kostar mannslíf? | Högni Elfar Gylfason skrifar
Nú er það svo að undirritaður hefur áður tjáð sig um reiðvegamál í Skagafirði og þá einna helst skort á reiðvegum þar sem þörfin er mest. Ekki er hægt að halda því fram að ekkert hafi verið gert, en þó virðist svo vera að ekki sé skoðað hversu mikil þörfin er á hverju svæði fyrir sig. Að því sögðu er líklega ekkert óeðlilegt við það að ár eftir ár sé lítið gert þar sem mikil umferð hesta og rekstra fer um. -
Unnið að standsetningu nýs ráðhúss í Húnabyggð
„Helstu framkvæmdir sem eru í gangi er standsetning nýs ráðhúss, framkvæmdir við götur og gang-stéttar á Blönduósi, vatnsveitu- og fráveituframkvæmdir, stefnt að útboði nýs þjónustukjarna fyrir fólk með fötlun,“ sagði Pétur Bergþór Arason, sveitarstjóri Húnabyggðar þegar Feykir innti hann eftir því hverjar væru helstu framkvæmdir sveitasrfélagsins nú í sumar. -
Vilja auka lífsgæði 50+ í Vestur-Hún
Á heimasíðu Húnaþings vestra: hunathing.is kemur fram að vinna við deiliskipulag svokallaðs lífsgæðakjarna fyrir íbúa sveitarfélagsins, 50 ára og eldri.
Mest skoðað
Uppskriftir frá lesendum
Pistlar
-
Hvað kostar mannslíf? | Högni Elfar Gylfason skrifar
Nú er það svo að undirritaður hefur áður tjáð sig um reiðvegamál í Skagafirði og þá einna helst skort á reiðvegum þar sem þörfin er mest. Ekki er hægt að halda því fram að ekkert hafi verið gert, en þó virðist svo vera að ekki sé skoðað hversu mikil þörfin er á hverju svæði fyrir sig. Að því sögðu er líklega ekkert óeðlilegt við það að ár eftir ár sé lítið gert þar sem mikil umferð hesta og rekstra fer um.Meira -
Getur þú bætt í þekkingarbrunn um íslenska náttúru? | Jóhann Helgi Stefánsson skrifar
Ísland er auðlindaríkt land, en auðlindirnar sem oft er litið fram hjá í daglegri umræðu eru þær sem felast í gróðri og jarðvegi. Íslensk gróðurvistkerfi hafa sögulega orðið fyrir miklu raski svo sem rofi og því er einstaklega mikilvægt að hlúa að móunum okkar. Til þess er ómetanlegt að eiga góðar myndir af landi svo hægt sé að fylgjast með gangi mála. Þar gætir þú, kæri lesandi, komið sterkur inn. Með þátttöku í verkefninu Landvöktun – lykillinn að betra landi, sem ætlað er að kanna ástand þessara auðlinda og hvernig þær þróast, getur þú bætt í þennan mikilvæga þekkingarbrunn.Meira -
Vorverkin í Brimnesskógum
Skemmst er frá því að segja að vorverkum Brimnesskógarmanna í Skagafirði þetta árið er lokið. Hugað var að girðingunni umhverfis ræktunarsvæðið og hún lagfærð, en heita má árvisst að snjór sligi hana á fáeinum stöðum. Landið sem sem ræktað er á er um 23 hektarar að flatarmáli og er í eigu sveitarfélagsins Skagafjarðar. Allt starfið er unnið í sjálfboðavinnu og er skógurinn gjöf félagsmanna til samfélagsins.Meira
Hr. Hundfúll
-
Þriðjudagur 27. maí 2025
Krakkarnir brillera en reiknimeistarar klúðra
Herra Hundfúll fylgdist með keppni í Skólahreysti með öðru auganu nú á laugardaginn. Hann gladdist talsvert yfir gengi skólanna á Norðurlandi vestra. Varmhlíðingar voru sendir upp á svið til að taka við verðlaunum fyrir þriðja sætið en nemendur Grunnskóla Húnaþings vestra enduðu í fjórða sæti en með jafnmörg stig og Varmahlíðarskóli. En svo var farið að reikna ... aftur...
Tón-Lystin
-
Fjölskyldan fagnaði þegar hann lagði fiðluna á hilluna / RÓBERT SMÁRI
Að þessu sinni er það Róbert Smári Gunnarsson sem svarar Tón-lystinni í Feyki. Eins og margir vita þá er Róbert tvíbuarabróðir Inga Sigþórs en þeir bræður koma gjarnan fram saman eða á sömu viðburðum. Þeir eru fæddir árið 2000 sem Róbert kallar besta árganginn, meðal annars vegna þess hversu auðvelt er fyrir hann að reikna út hvað hann er gamall. Róbert segist Skagfirðingur í allar ættir og alinn upp á Króknum en nú er hann búsettur í Reykjavík. „Krókurinn er samt alltaf heim,“ bætir hann við.
Viðburðir á Norðurlandi vestra
Feykir á Facebook
Rabb-a-babb
-
Rabb-a-babb 116: Elísabet Sig
Nafn: Elísabet Sigurðardóttir.
Árgangur: 1974.
Fjölskylduhagir: Gift Halldóri Þorleifs Stefánssyni frá Laugamýri í Lýtingstaðahreppi. Við eigum þrjú börn, Nínu Margréti 13 ára, Sigurð Hákon 8 ára og Magnús Pálma 6 ára.
Búseta: Undanfarin 13 ár í Luxemborg, hjarta Evrópu, eins og heimamenn kalla það.
Hverra manna ertu og hvar upp alin/n: Ég er dóttir Sigurðar Ágústssonar, fyrrum Rafveitustjóra á Sauðárkróki og Önnu Rósu Skarphéðinsdóttir, fyrrum heimilisfræðikennara við Árskóla. Æskuheimilið er á Hólaveginum þar sem stutt var yfir til Erlings eða í Verslunina Tindastól, eins og hún hét, þar sem Silló stóð vaktina.