Fréttablað á Norðurlandi vestra kemur út vikulega með fréttir af svæðinu.
-
Stólarnir lögðu Kormák/Hvöt í hörkuleik
Það var hörkumæting á stórleikinn á Sauðárkróksvelli í kvöld þar sem Tindastóll og Kormákur/Hvöt mættust í undanúrslitum Fótboltapunkturnet bikarsins. Montrétturinn á Norðurlandi vestra undir og úrslitaleikur á Laugardalsvelli eftir viku og stemningin var eftir því. Liðin enduðu bæði í fjórða sæti í sinni deild; Stólarnir í 3. deild en Húnvetningar í 2. deild. En í bikar er allt hægt og Stólarnir með Manu – nei, ekki Man U – í þrennustuði fögnuðu innilega frábærum 3-1 sigri. Til hamingju Stólar!
-
Styrktarleikir fyrir Píeta
Í tilefni af gulum september og vitundarvakaningu um geðrækt, boðum við til styrktarleikja laugardaginn 20.september í Síkinu þegar bæði karla- og kvennalið Ármanns mæta á Krókinn til að spila æfingaleiki gegn Tindastól. -
Eftirlitsmyndavélar senn settar upp á Norðurlandi vestra
Fyrir rúmu ári sagði Feykir frá því að Lögreglan á Norðurlandi vestra hefði sent sveitarfélögum á svæðinu erindi vegna eftirlitsmyndavéla sem embættið vildi setja upp. Fram kom í fréttinni að Norðurland vestra væri eitt fárra lögregluumdæma þar sem slíkar myndavélar væru ekki í notkun. Nú skýrir Morgublaðið frá því að á næstu mánuðum verði teðar öryggismyndavélar settar upp á nokkrum stöðum á svæðinu í því skyni að lögreglan geti fylgst með umferð inn og út af svæðinu. -
Fjölmennum á Sauðárkróksvöll í kvöld!
Það er ekki laust við að nokkur spenna ríki á Norðurlandi vestra en í kvöld berjast bræður á grænu gerviengi Sauðárkróksvallar þegar lið Tindastóls tekur á móti grönnum sínum úr Húnavatnssýslunni í undanúrslitum Fótboltapunkturnet-bikarsins. Vonir standa til þess að stuðningsmenn liðanna fjölmenni á völlinn og styðji sitt lið fallega. -
Margt um manninn og góð hross í sviðsljósinu
Það styttist í Laufskálaréttarhelgina sem sumum þykir vera aðal helgi ársins. Feykir hafði samband við Sigurlínu Erlu Magnúsdóttur hjá Flugu sem stendur fyrir árlegri Laufskálaréttarsýningu í Reiðhöllinni Svaðastöðum á Sauðárkróki föstudaginn fyrir réttarhald en það byrjar venju samkvæmt um klukkan 13 á laugardeginum.
Ljósmyndavefur Feykis
Ertu með snjalla hugmynd
varðandi myndefni?
feykir@feykir.is
-
Körfuboltafjör á Skagaströnd á laugardag
Það er ekki bara á Króknum sem verður spilaður körfubolti um helgina hér á Norðurlandi vestra. Í dag og á morgun munu þrjú li,ð sem taka þátt í 1. deild karla í vetur, leiða saman hesta sína og spila þrjá æfingaleiki í íþróttahúsi Skagastrandar. Milli leikja á morgun verður boðið upp á körfuboltafjör fyrir unga iðkendur og auk Skagstrendinga er áhugasömum á Blönduósi og í nágrenni Skagastrandar velkomið að mæta. -
Forvarnaráætlun Norðurlands vestra fær styrk til að efla farsæld barna
Mennta- og barnamálaráðuneytið hefur veitt styrk til verkefnisins Forvarnaráætlun Norðurlands vestra – FORNOR, sem hluta af aðgerðaáætlun stjórnvalda gegn ofbeldi meðal barna og til að auka farsæld þeirra þetta kemur fram á vef SSNV. -
Kæru gæðablóð athugið !
Blóðbankabíllinn verður á Sauðárkróki við Skagfirðingabúð þriðjudaginn 23. september nk. frá klukkan 11:00 -17:00. -
Vegaframkvæmdir ársins á Norðurlandi vestra
Í nýútkomnum Framkvæmdafréttum Vegagerðarinnar má finna kort sem sýnir helstu vegaframkvæmdir Vegagerðarinnar árið 2025. Þar má sjá að Vegagerðin hefur verið með þrenn verkefni á Norðurlandi vestra í sumar og þau hafa öll verið vestan Skaga. Þó hefur Feykir fengið upplýsingar um að verktaki sé væntanlegur í Hjaltadalinn í dag og framkvæmdir við Hólaveg því að hefjast. -
Stjarnan hafði betur
Stjarnan hafði betur gegn Tindastóli í æfingaleik í Síkinu í gærkvöldi, 94-110. Stólarnir löfðu undir lungann úr leiknum og hefðu þurft að girða sig í vörninni en stigahæstir fyrir Tindastól í leiknum voru þeir Taowo Badmus með 23 stig og Ivan Gavrilovic var honum næstur með 18 stig. Fyrir Íslandsmeistara Stjörnunnar var stigahæstur Orri Gunnarsson með 25 stig og Luka Gasic bætti við 23 stigum. -
Sverrir Hrafn lofar geggjuðum leik
Í gærkvöldi birti Feykir létt spjall við Sigurð Pétur varafyrirliða Kormáks/Hvatar til að hita upp fyrir stórleikinn á Króknum á föstudaginn. Nú er komið að Sverri Hrafni Friðrikssyni fyrirliða Tindastóls að svara sömu spurningum. Já og leikurinn sem allt snýst um er semsagt undanúrslitin í Fótbolti. net bikarnum og gulrótin tvöföld; montrétturinn á Norðurlandi vestra og úrslitaleikur á Laugardalsvelli síðustu helgina í september.
Mest skoðað
Uppskriftir frá lesendum
Pistlar
-
Dvalarleyfin eru ekki vandamálið | Hjörtur J. Guðmundsson
Tal Þorbjargar Sigríðar Gunnlaugsdóttur, dómsmálaráðherra og þingmanns Viðreisnar, um að taka þurfi á veitingu dvalarleyfa hér á landi í því skyni að taka útlendingamálin fastari tökum er í bezta falli broslegt í ljósi þess að mikill meirihluti þeirra sem komið hafa til landsins á undanförnum árum hafa ekki þurft slík leyfi. Ástæðan er sú að þeir hafa komið frá eða í gegnum önnur ríki innan Evrópska efnahagssvæðisins (EES) þaðan sem frjálst flæði fólks er til landsins.Meira -
Bleik grafa á uppboði fyrir Bleiku slaufuna
„Bleika slaufan hefur alltaf snert við mér,“ segir Arnar Logi Ólafsson Hólm, framkvæmdastjóri Ljárdals, fyrirtækis sem sérhæfir sig í sölu á alls konar vinnuvélum, m.a. smærri gröfum. „Þegar ég var að leita leiða til að gefa til baka eftir góða byrjun hjá fyrirtækinu fæddist sú hugmynd að sérpanta fagurbleika gröfu frá framleiðandanum okkar og bjóða hana upp.“Meira -
Héraðsvötnin eru hjartsláttur fjarðarins | Rakel Hinriksdóttir skrifar
Skagafjörður er fallegur. Þar er hátt til lofts og vítt til veggja. Á milli fjalls og fjöru er gróið og lifandi landslag með auðugum jarðargæðum. Fjarðarbotninn er breiður og ávalur, mótaður í árþúsundir af stöðugum framburði jökulfljótanna sem setja sterkan svip á láglendið.Meira
Hr. Hundfúll
-
Þriðjudagur 27. maí 2025
Krakkarnir brillera en reiknimeistarar klúðra
Herra Hundfúll fylgdist með keppni í Skólahreysti með öðru auganu nú á laugardaginn. Hann gladdist talsvert yfir gengi skólanna á Norðurlandi vestra. Varmhlíðingar voru sendir upp á svið til að taka við verðlaunum fyrir þriðja sætið en nemendur Grunnskóla Húnaþings vestra enduðu í fjórða sæti en með jafnmörg stig og Varmahlíðarskóli. En svo var farið að reikna ... aftur...
Tón-Lystin
-
Automatic For the People með REM í spilaranum í tvö ár / ÓLI BASSA
Að þessu sinni er það Ólafur Heiðar Harðarson, best þekktur sem Óli Bassa, sem svarar Tón-lystinni. Nýverið sagði Feykir frá því að Óli og félagi hans, Héðinn Svavarsson, hefðu gefið út sitt fyrsta lag í byrjun október. Óli er af 1978 árganginum, alinn upp á Sauðárkróki en flutti burt tvítugur. Hann er sonur Bassa (Óla og Gunnu) og Margrétar (Helgu Ástu og Sigurðar Þorsteins), eins og hann segir sjálfur.
Viðburðir á Norðurlandi vestra
Feykir á Facebook
Rabb-a-babb
-
Rabb-a-babb 170: Freyr Rögnvalds
Nafn: Freyr Rögnvaldsson.
Búseta: Bý í Vesturbæ Reykjavíkur.
Starf: Síðasta rúman áratug hef ég starfað við blaðamennsku á ýmsum miðlum, þar á meðal 24 stundum, Bændablaðinu og Eyjunni. Í dag er ég blaðamaður á Stundinni.
Hvert var uppáhalds leikfangið þitt þegar þú varst krakki? Ég dró á eftir mér gulan bangsa hvert sem ég fór þegar ég var smákrakki. Hann hét hinu virðulega nafni Guli bangsi, ekkert verið að flækja hlutina þar.
Hvaða íþróttamanni hefurðu mestar mætur á? Aroni Einari Gunnarssyni. Svo Axel Kárasyni.