Í vikunni voru teknar í notkun tvær nýjar 160kW BYD hraðhleðslustöðvar á Sauðárkróki. Framkvæmdin er hluti af samstarfi Instavolt og Kaupfélags Skagfirðinga. Uppsetning stöðvanna er stórt skref í uppbyggingu hleðsluinnviða á Norðurlandi og markar mikilvæga viðbót við rafbílaþjónustu í Skagafirði.
Alþjóðlegi safnadagurinn verður þann 18. maí n.k. og að því tilefni verður í fyrsta sinn boðið upp á opið hús í varðveislurými Byggðasafns Skagfirðinga í Borgarflöt 17D á Sauðárkróki kl. 14-16. Þetta er einstakt tækifæri til að virða fyrir sér þann safnkost sem ekki er í sýningum safnsins og til að berja varðveislurýmið augum. Það verður heitt á könnunni.
Ég hef nú mælt fyrir mikilvægu frumvarpi á Alþingi um veiðistjórn á grásleppu sem færir veiðistjórnina í fyrra horf með dagakerfi sem tryggir sjómönnum aftur rétt sinn til veiða og afnemur þau ólög sem sett voru á 2024 með kvótasetningu og framsal.
Þetta verður á skilið aðra veðurfrétt. Áframhald er á þessari bongóblíðu og léttskýjað og hlýtt á öllu landinu í dag en spáin segir að sums staðar gæti læðst inn þoka við ströndina. Hitinn verður á bilinu 12 til 23 stig og verður hlýjast eins og síðustu dag á Norður- og Austurlandi.
Af því að lífið er körfubolti - ekki saltfiskur (sem betur fer) – þá er rétt að bjóða lesendum Feykis upp á aðeins meira af leiknum í gær. Sigurður Ingi ljósmyndari var að sjálfsögðu í Síkinu og Feykir fékk að velja 20 frábærar myndir í góða myndamöppu til birtingar.
Það var hátíðardagur á Króknum í gær, enda þriðji í úrslitakeppni sem ætti auðvitað að vera opinber frídagur í Firðinum fagra. Þar sem sól skein í heiði, hitinn nartaði í rassinn á sköflum í efstu skörðum og golan rétt dugði til að hreyfa við Tindastólsfánunum á Króknum þá var dúndur- og gleðistemning upp við Síki löngu áður en hleypt var inn í hús. Og leikurinn? Jú, sömu töfrarnir innanhúss og utan og úrslitin eins og við viljum hafa þau. Stólasigur 110-97 eftir hörkuleik.
Nýr rekstraraðili, Diddi Frissa, hefur tekið við á Húnavöllum og er að keyra starfsemina í gang í þessum skrifuðu orðum. Didda langar að bjóða íbúum Húnabyggðar í heimsókn á föstudaginn og bjóða upp á súpu í leiðinni. Gamlir nemendur og starfsmenn Húnavallaskóla eru boðnir sérstaklega velkomnir.
Á vef Húnabyggðar er sagt frá hefðarkonum sem komu saman í kvennaskólanum á Blönduósi í gær. Nú þegar lokið hefur verið við sum á Vatnsdælureflinum eru þær aftur sestar við saum og hafa hafist handa við að sauma út myndir úr Vatnsdælureflinum sem seldar verða seinna í sumar þegar refilinn verður sýndur.
Þann 6. maí síðastliðinn fóru stúdentar í iðnaðar- og orkutæknifræði í vel heppnaða dagsferð til Sauðárkróks þar sem þeir heimsóttu eftirtalin fyrirtæki á svæðinu: Mjólkursamlag KS, Steinullarverksmiðjuna, Stoð verkfræðistofu, Fisk Seafood og dagurinn endaði svo á því að skoða borholu hjá Skagafjarðarveitum. Auk þess kíktu stúdentarnir í heimsókn í Fjölbrautarskóla Norðurlands Vestra (FNV) þar sem stúdentar og starfsfólk kynntu iðnaðar- og orkutæknifræði fyrir nemendum skólans.
Ég hef nú mælt fyrir mikilvægu frumvarpi á Alþingi um veiðistjórn á grásleppu sem færir veiðistjórnina í fyrra horf með dagakerfi sem tryggir sjómönnum aftur rétt sinn til veiða og afnemur þau ólög sem sett voru á 2024 með kvótasetningu og framsal.
„Það verður alltaf einhver umræða en það verður engin þjóðaratkvæðagreiðsla að ég tel næstu fjögur árin. Ástæða þess er sú staðreynd að þetta er alltof langt ferli, við horfum upp á mjög mikla ókyrrð í kringum okkur og við þurfum að einbeita okkur að mikilvægustu verkefnunum,“ segir Erna Solberg, leiðtogi norska Hægriflokksins, í samtali við norska fréttavefinn E24 í dag og vísar þar til næsta kjörtímabils í Noregi en þingkosningar fara fram þar í landi næsta haust.
Baula þær enn beljurnar á Bjarnastöðum er fyrirsögn sem hr. Hundfull skrifaði árið 2013 þegar þriggja daga átveislan byrjaði það árið, þ.e. bolludagur, sprengidagur og öskudagur. Eftir að hafa lesið þessa fínu hugleiðingu hans er við hæfi að endurbirta hana því það eru eflaust margir sammála honum í þetta skiptið!
SUNN, Samtök um náttúruvernd á Norðurlandi býður til samtals á Norðurlandi vestra, nánar tiltekið á Skagaströnd. Förum fyrst saman í gönguferð um friðlandið í Spákonufellshöfða, skoðum fugla, plöntur og áhugaverða jarðfræði. Einar Þorleifsson náttúrufræðingur sér um leiðsögn.
Því næst verður boðið í kaffi í Bjarmanesi, þar sem fundargestir fá tækifæri til þess að koma sínum hugðarefnum sem tengjast náttúru- og umhverfisvernd á framfæri. Rakel Hinriksdóttir, formaður SUNN, heldur stutta kynningu um samtökin og tekur þátt í fundinum. Samtalið verður á óformlegum nótum, en aðalatriðin tekin saman og tekin fyrir á næsta stjórnarfundi SUNN. Þarna gefst gott tækifæri til þess að forvitnast um og hafa áhrif á starf SUNN.
Í tilefni safnadagsins þann 18. maí n.k. verður í fyrsta sinn boðið upp á opið hús í varðveislurými safnsins í Borgarflöt 17D á Sauðárkróki kl. 14-16. Þetta er einstakt tækifæri til að virða fyrir sér þann safnkost sem ekki er í sýningum safnsins og til að berja varðveislurýmið augum. Það verður heitt á könnunni, við hlökkum til að taka á móti ykkur!
Einnig verður frítt að heimsækja safnsvæðið í Glaumbæ milli kl. 14-16 og boðið upp á leiðsögn kl. 14. Þá verður kaffihlaðborð á boðstólnum í Áshúsi.
Verið velkomin
Hvað er í deiglunni: Vinn nú hörðum höndum að undirbúningi fyrir opnun endurhæfingarmiðstöðvarinnar HÆFI þar sem ég er nú framkvæmdastjóri. Við munum opna í september en þar verða starfandi læknar, sjúkraþjálfarar, sálfræðingar o.fl. flott fagfólk. Þar verður endurhæfingu sinnt í víðum skilningi.
Hættulgeasta helgarnammið? Ben and Jerrys ís með vanillubragði og smákökudeigi er málið. Það versta er að drengirnir mínir þrír hafa uppgvötvað þennan forláta ís, fæ því sjaldnast að eiga hann í friði.
Helstu tónlistarafrek: Vinna músíktilraunir 2009 með Bróðir Svartúlfs, spila í böndum eins og Fúsaleg Helgi, Contalgen Funeral, Multi Musica og fleirum. Taka upp og produsera nokkrar plötur. Einn af skipuleggjendum Tónlistarhátíðinni Gæran.