Fréttablað á Norðurlandi vestra kemur út vikulega með fréttir af svæðinu.
-
Eldur í Hún tókst vel og allir sáttir
Hátíðin góða Eldur í Húnaþingi fór fram í síðustu viku og lauk á sunnudaginn. Framkvæmdanefndin hefur sent frá sér eftirfarandi yfirlýsingu:
-
Sögur af hestum og mönnum
Stefán Hrólfsson á Keldulandi á Kjálka var þjóðsagna persóna í lifandi lífi. Af honum gengu sögur, sannar og lognar. Þær gátu verið af snjöllum tilsvörum eða sérstökum athöfnum. Hér segir Ingimar Ingimarsson á Ytra-Skörðugili frá grenjaleit sem Stefán og Sigurður Ingimarson á Flugumýri fóru í. -
Norð-vestlensku liðin áttu góðan dag í gær
Kormákur/Hvöt skruppu á Akranes og spiluðu við Kára í 2. deildinni og gerðu sér lítið fyrir og unnu 2 – 3. K/H komst í 2-0 með mörkum frá Abdelhadi Khalok El Bouzarrari og Goran Potkozarac. Börkur Bernharð Sigmundsson minkaði muninn fyrir Kára en Abdelhadi Khalok El Bouzarrari kom K/H í 3-1. Sigurjón Logi Bergþórsson klóraði aðeins í bakkann í restina en leikurinn endaði því 2-3 fyrir Kormák/Hvöt og sitja þeir núna í 6. sæti í deildinni. -
Knattspyrnudeild Tindastóls styrkir meistaraflokks hópinn
Davíð Leó Lund, 18 ára bakvörður hefur skrifað undir lánssamning út komandi tímabil. Hann kemur á láni frá Völsungi þar sem hann hefur spilað upp alla yngri flokka. -
Bjarni Jónasson og Eind frá Grafarkoti skeiða til Sviss
Bjarni Jónasson tamningamaður á Sauðárkróki mun sýna gæðingshryssuna Eind frá Grafarkoti í kynbótadómi á heimsmeistaramótinu í Sviss sem stendur yfir vikuna 4.-10. ágúst. Hvert aðildarland Feif, sem eru samtök landa þar sem Íslandshestamennska er stunduð, meiga senda 1. hryssu og 1. stóðhest í hverjum aldursflokki til þátttöku í kynbótadómum Heimsmeistaramóts.
Ljósmyndavefur Feykis
Ljósmyndavefur Feykis
Ertu með snjalla hugmynd
varðandi myndefni?
feykir@feykir.is
-
Spennandi Íslandsmót í straumkajak fór fram um helgina
Íslandsmótið í straumkajak fór fram í Tungufljóti í Biskupstungum um helgina. Þetta er í fyrsta sinn í 15 ár sem haldið er Íslandsmót í straumkajak. Þrír keppendur úr Skagafirði voru mættir til leiks en það voru þau Eskil Holst, Freyja Friðriksdóttir og Máni Baldur Mánason. Þau kepptu undir merkjum Ungmennafélagsins Smára. -
Graskerssúpa og ofureinfaldar hafraköku | Matgæðingur Feykis
Matgæðingur vikunnar í tbl. 12 var Pála Margrét Gunnarsdóttir en hún fékk áskorun frá frænku sinni Malen Áskelsdóttur sem var í tbl. 10. Pála Margrét er gift Sveinbirni Traustasyni sem er ættaður frá Flateyri og Skálholtsvík í Hrútafirði og saman eiga þau tvær dætur, Signýju Rut, þriggja ára, og Bergdísi Lilju, eins árs. Til að svala ættfræðiþyrstum einstaklingum þá er Pála Margrét elsta dóttir Guðnýjar Guðmunds og Gunna Gests í Eyrartúninu á Króknum. -
Spennandi námskeið fyrir framtíðar leikara
Leikfélag Sauðárkróks stendur fyrir leiklistarnámskeiði fyrir börn fædd 2011-2016 dagana 11. - 12. ágúst. Möguleiki er á hlutverki í haustsýningu Leikfélagsins fyrir áhugasama þátttakendur að námskeiði loknu. -
Aðsend grein: Gjöf kvenna á Íslandi til kvenna á Nýja Íslandi
Í ágúst 2023 fór hópur á vegum Annríkis-þjóðbúningar og skart í ferð á íslendingaslóðir í Norður Dakóta í Bandaríkjunum og Manitoba í Kanada. Með í för voru Íslenskir þjóðbúningar af ýmsum stærðum og gerðum sem hópurinn spókaði sig í við hin ýmsu tækifæri, gjarnan í yfir 30 stiga hita. Hápunkturinn var þegar Íslenskar konur stóðu heiðursvörð þegar fjallkona íslendingahátíðarinnar í Gimli gekk inn á svæðið. -
Miðfjörðurinn mun nötra
Um verslunarmannahelgina verður Norðanpaunk, ættarmót paunkara, haldið í 11. sinn á Laugarbakka í Miðfirði. Áhersla hátíðarinnar frá upphafi hefur ávallt verið á óvanalega íslenska jaðartónlist, en nokkrar erlendar sveitir hafa einnig mætt á svæðið og spilað fyrir gesti. Hægt að sjá nánar um hátíðina á facebook-Norðanpaunk. -
Tindastóls drengir lágu fyrir Riddaranum
Síðast liðinn laugardag spiluðu heimamenn í 3.deildinni á móti Hvíta riddaranum frá Mosfellsbæ. Tindastólsmönnum gekk illa að finna taktinn og var mikið um ónákvæmar sendingar og mistök. Þetta var klárlega ekki besti leikur Tindastóls þetta sumarið. Leikurinn endaði 1. – 2. fyrir riddarana.
Mest skoðað
Uppskriftir frá lesendum
Pistlar
-
„Ganga að öllu leyti í hans stað“ | Hjörtur J. Guðmundsson skrifar
Fullyrðingar um að Hildur Sverrisdóttir, þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins og sjötti varaforseti Alþingis, hafi á einhvern hátt farið gegn lögum og jafnvel stjórnarskrá lýðveldisins þegar hún frestaði þingfundi rétt fyrir miðnætti 9. júlí síðastliðinn standast alls enga skoðun. Þvert á móti kemur skýrt fram í 8. grein þingskaparlaga: „Í forföllum forseta ganga varaforsetar að öllu leyti í hans stað.“ Þar með talið þegar kemur að því að fresta þingfundum.Meira -
Jöfnuður er lykilorðið | Svar framkvæmdastjóra sveitarfélaga á landsbyggðinni
Grein fjögurra bæjarstjóra á höfuðborgarsvæðinu gagnrýnir nýtt frumvarp um Jöfnunarsjóð sveitarfélaga og talar um „kaldar kveðjur“ til íbúa suðvesturhornsins. Við, bæjar- og sveitastjórar á landsbyggðinni, teljum mikilvægt að minna á að tilgangur Jöfnunarsjóðs er einmitt sá að jafna aðstæður milli ólíkra sveitarfélaga – og þar stendur landsbyggðin frammi fyrir margvíslegum og flóknum áskorunum.Meira -
Mikilvægara en veiðigjöldin | Hjörtur J. Guðmundsson skrifar
Miklar umræður hafa farið fram á Alþingi að undanförnu þar sem stjórnarandstaðan hefur vakið athygli á vægast sagt illa unnu frumvarpi ríkisstjórnarinnar um veiðigjöld sem hafa mun mjög neikvæð fjárhagsleg áhrif á sjávarútveginn og sjávarbyggðir landsins verði það að lögum. Um mjög mikilvægt mál er þannig að ræða. Hins vegar er stóra valdaframsalsmálið, eða bókun 35 við EES-samninginn, miklu mikilvægara enda þar um að ræða verðmæti sem seint verða metin til fjár.Meira
Hr. Hundfúll
-
Þriðjudagur 27. maí 2025
Krakkarnir brillera en reiknimeistarar klúðra
Herra Hundfúll fylgdist með keppni í Skólahreysti með öðru auganu nú á laugardaginn. Hann gladdist talsvert yfir gengi skólanna á Norðurlandi vestra. Varmhlíðingar voru sendir upp á svið til að taka við verðlaunum fyrir þriðja sætið en nemendur Grunnskóla Húnaþings vestra enduðu í fjórða sæti en með jafnmörg stig og Varmahlíðarskóli. En svo var farið að reikna ... aftur...
Tón-Lystin
-
Það er löngu búið að sanna hver er besta plata allra tíma / SÉRA FJÖLNIR
Séra Fjölnir Ásbjörnsson er prestur í Holti í sveitarfélaginu Ísafjarðarbæ. Hann er fæddur árið 1973, alinn upp á Króknum frá 8 ára aldrei og segist skilgreina sig sem Króksara þegar spurt er eftir uppruna. Hljóðfærið hans Fjölnis er Yamaha BB1600 bassi sem var til sölu í Radíólínunni fyrir rúmum 20 árum en kom óvænt í hans hendur fyrir nokkrum árum og hefur ekki farið úr þeim síðan.
Viðburðir á Norðurlandi vestra
1.- 3. ágúst
Um verslunarmannahelgina verður Norðanpaunk, ættarmót paunkara, haldið í 11. sinn á Laugarbakka í Miðfirði. Áhersla hátíðarinnar frá upphafi hefur ávallt verið á óvanalega íslenska jaðartónlist, en nokkrar erlendar sveitir hafa einnig mætt á svæðið og spilað fyrir gesti. Á Facebooksíðu Norðanpaunks er hægt að sjá nánar um hátíðina í ár.
3. ágúst kl. 14:00-16:00
Messa verður á Ábæ í Austurdal sunnudaginn 3. ágúst kl. 14:00. Sr. Karl V. Matthíasson þjónar fyrir altari. Sönghópurinn Vorvindar glaðir leiða söng við undirleik Friðriks Þórs Jónssonar. Fólk er hvatt til að taka með sér nesti og eiga saman góða stund eftir messu í einstöku umhverfi.
8. ágúst kl. 17:00-22:00
Utanvegarhlaup í Skagafirði - fyrir alla aldurshópa og getustig !
Nú er komið að spennandi utanvegarhlaupi í fallegu umhverfi Skagafjarðar.
Þetta er einstakt tækifæri til að njóta í fallegri náttúru .
Hlaupið hentar öllum ! hvort serm að þú ert að stíga þín fyrstu skref í hlaupaheiminum, ert áhugahlaupari í leit að áskorun, eða faghlaupari.
Feykir á Facebook
Rabb-a-babb
-
rabb-a-babb 22: Jón Hjartar
Nafn: Jón F. Hjartarson .
Árgangur: 1947.
Fjölskylduhagir: Maki Elísabet Kemp.
Starf: Skólameistari.
Bifreið: Japanskur jepplingur.
Hestöfl: Dugar upp flestar brekkur.
Hvað er í deiglunni: Heitt járn.
Hvernig hefurðu það? Bæril...