Alls voru 327 veðurviðvaranir gefnar út árið 2025. Aldrei áður hafa jafn margar rauðar viðvaranir verið gefnar út á einu ári, en þær voru alls nítján. Allar tengdust þær sunnanillviðri sem gekk yfir landið dagana 5. og 6. febrúar.
Eins og svo oft áður í janúarmánuði þá eru Íslendingar enn eina ferðina að fara með himinskautum á einu allsherjar handboltatrippi. Það er auðvitað óvíst hversu lengi þessi víma endist en eftir svakalegan glansleik gegn Svíum síðastliðinn sunnudag má reikna með að væntingar um verðlauna-peninga hjá Íslendingum almennt séu miklar – svo ekki sé nú dýpra í árina tekið.
Í síðustu viku ríkti sannkölluð dansgleði í Grunnskólanum austan Vatna í Skagafirði þegar nemendur tóku þátt í fjölbreyttri og skemmtilegri danskennslu hjá Ingunni danskennara. Á heimasíðu skólans segir að allir bekkir hafi fengið tækifæri til að hreyfa sig, læra ný spor og sumir fengu einnig tækifæri til að semja eigin dansa.
Í tilkynningu frá Framsóknarflokknum segir að Stefán Vagn Stefánsson, þingmaður Framsóknar í Norðvesturkjördæmi, hafi óskað eftir því að fjárlaganefnd Alþingis boði fjármála- og efnahagsráðherra á sérstakan fund hið fyrsta til að ræða stöðu og þróun efnahagsmála í byrjun árs 2026.
Þorrinn er genginn í garð og með honum þorrablótin, sem víða eru farin að setja svip sinn á mannlífið.Blaðamanni fannst agalega flott að segja í fyrirsögn að við værum byrjuð að þreyja þorrann og fletti svo upp þýðingunni til að vera alveg viss hvað það þýddi. Það þýðir í raun að standa af sér erfiðan eða langan tíma, oft með þolinmæði og úthaldi. Þorrinn þótti harður, kaldur og erfiður og að þreyja þorrann var því bókstaflega að lifa af þennan krefjandi hluta vetrarins og þannig má segja að þorrablótin hafi orðið til. Þau voru og eru haldin til að gera þorrann bærilegri, með mat, gleði og samveru.
Rita Lang hefur skrifað undir samning við knattspyrnudeild Tindastóls og mun því leika með Stólastúlkum í Lengjudeildinni í sumar. Rita er portúgalskur miðjumaður og hefur hún spilað í Bandaríkjunum, Portúgal, Írlandi og Íslandi.
Það er eitthvað sem kallast handbolti að flækjast fyrir landanum þessa dagana og hefur lamandi áhrif á vinnuframlag, þjóðarhag og jafnvel sálarlíf flestra þegna landsins. Í kvöld leikur íslenska handboltalandsliðið í karlaflokki til undanúrslita á Evrópumótinu í téðri íþrótt og hefst leikurinn kl. 19:30. Á sama tíma áttu Tindastólsmenn að mæta Stjörnumönnum í körfu í Garðabæ en vegna handboltans hefur leiknum verið flýtt og verður boltanum kastað upp kl. 18:00 í Garðabænum.
Meistaraflokksráð Kormáks/Hvatar heldur áfram að festa perlur á festina sína og má kannski segja að viðkvæðið hjá þeim sé ein perla á dag kemur skapinu í lag. Feykir sagði í byrjun vikunnar frá því að Stefán og Ismael hefðu skrifað undir samning og nú hefur verið tilkynnt um tvo leikmenn til viðbótar sem mun skeiða fram út á grænar grundir undir stjórn Dom Furness í sumar. Það eru þeir Papa Diounkou og Hlib Horan.
Logi Einarsson menningarráðherra hefur nú úthlutað 20.692.500 kr. úr aukaúthlutun safnasjóðs 2025. Úr aukaúthlutun árið 2025 voru veittir 70 styrkir til 37 viðurkenndra safna, 50 styrkir eru til símenntunarverkefna og námskeiðahalds og 20 styrkir til stafrænna kynningarmála. Byggðasafn Skagfirðinga fékk styrki að upphæð kr. 1.500.000 sem skiptist milli fjögurra verkefna og Heimilisiðnaðarsafnið á Blönduósi fékk styrki að upphæð kr. 790.000 sem skiptist milli þriggja verkefna.
Úrtaksæfingar vreða á Akureyri fyrir yngri landslið Íslands í knattspyrnu í næstu viku. Einn þeirra sem hefur verið valinn í æfingahópinn af Lúðvíki Gunnarssyni þjálfara u16 og u17 karla er Húnvetningurinn Aron Örn Ólafsson.
Eins og svo oft áður í janúarmánuði þá eru Íslendingar enn eina ferðina að fara með himinskautum á einu allsherjar handboltatrippi. Það er auðvitað óvíst hversu lengi þessi víma endist en eftir svakalegan glansleik gegn Svíum síðastliðinn sunnudag má reikna með að væntingar um verðlauna-peninga hjá Íslendingum almennt séu miklar – svo ekki sé nú dýpra í árina tekið.
Flutningskerfi raforku heldur samfélaginu gangandi. Það tryggir að heimili, fyrirtæki og stofnanir um allt land hafi öruggt aðgengi að rafmagni og þess vegna skiptir miklu máli að byggja kerfið upp og þróa áfram; það snýst um bæði orkuöryggi og öryggi þjóðarinnar. Núverandi byggðalína er komin til ára sinna og er flutningur raforku um hana háður miklum takmörkunum. Svigrúm til tengingar nýrra notenda eða framleiðslueininga er nánast ekkert.
Mér finnst einhvern veginn eins og þeir sem vilja að við göngum í Evrópusambandið ættu öðrum fremur að vera með það á hreinu hvers konar ferli fer í gang þegar ríki sækir um inngöngu í sambandið. Grímur Grímsson, þingmaður Viðreisnar, er það hins vegar greinilega ekki. Nema hann tali gegn betri vitund. Í umræðum á Alþingi 20. janúar líkti hann því þannig við einfalt atvinnuviðtal. Upplýsingar um ferlið er víða að finna. Ekki sízt á vefsíðum Evrópusambandsins. Til að mynda má benda Grími á sérstakan upplýsingabækling sem sambandið hefur gefið út í þeim tilgangi að útskýra umsóknarferlið.
Herra Hundfúll fylgdist með keppni í Skólahreysti með öðru auganu nú á laugardaginn. Hann gladdist talsvert yfir gengi skólanna á Norðurlandi vestra. Varmhlíðingar voru sendir upp á svið til að taka við verðlaunum fyrir þriðja sætið en nemendur Grunnskóla Húnaþings vestra enduðu í fjórða sæti en með jafnmörg stig og Varmahlíðarskóli. En svo var farið að reikna ... aftur...
„Út vil ek.“ sagði Snorri Sturlu í denn og hugðist stefna til gamla Norvegs. Nú rak á fjörur Tón-lystarinnar alíslenskur norskur þungarokkari sem fer fimum fingrum um bassa í hljómsveitinni Dark Delirium – sem er svona sveit sem getur stillt magnarann á ellefu svo vitnað sé í þá ágætu rokk-sveitarmynd, Spinal Tap. Það er Króksarinn Daníel Logi Þorsteinsson sem um er að ræða.
Spilahittingur verður á bókasafninu fyrsta mánudag í hverjum mánuði í vetur.
Mikið úrval spila á staðnum en einnig er velkomið að mæta með eigin spil.
Öll velkomin og við hlökkum til að sjá sem flest!
Lestrarstundir fyrir yngstu kynslóðina alla fimmtudaga kl. 16:30.
Lesefnið miðast við leikskólaaldur.
Öll velkomin, á öllum aldri, börn, foreldrar og aðrir aðstandendur.
Þetta er einstaklingsmiðað námskeið þar sem farið er yfir helstu atriði varðandi saumaskap; hvernig á að taka upp snið og breyta þeim. Nánari upplýsignar á farskolinn.is
Þorrablót UMF Kormáks verður haldið í félagsheimilinu Hvammstanga laugardaginn 7. febrúar.
Þorramatur - skemmtiatriði - dúndur ball með Hvanndalsbræðrum
þetta getur ekki klikkað
18. ára aldurstakmark
miðaverð auglýst síðar
Nafn: Valli. Hvað er í deiglunni: Njóta þess að vera orðinn löggiltur gamall, vinna meðan ég nenni og hugsa um kirkjugarðinn og kótilettur í frítímum. Hvað er eftirminnilegast frá fermingardeginum? Fór úr fermingafötunum um leið og ég kom heim til að hjálpa kind sem var að bera niður á bjargi. Hvar og hvenær sástu núverandi maka þinn fyrst? Á biðstofu á Sjúkrahúsinu á Blönduósi, hún fótbrotin og ég tábrotinn.