Til íbúa á skólasvæði Varmahlíðarskóla og annarra í Skagafjarðarsýslu

Steinunn Arnljótsdóttir, leikskólastjóri á Birkilundi í Varmahlíð.
Steinunn Arnljótsdóttir, leikskólastjóri á Birkilundi í Varmahlíð.

Þetta er neyðarkall frá leikskólastjóra Birkilundar um aðstoð við að finna annars vegar bráðabirgðaúrræði og hins vegar varanlega lausn á húsnæðismálum leikskólans í Varmahlíð. Fólk er í verulegum vandræðum og jafnvel farið að hugsa til þess að flytja úr héraði af því það fær ekki vistun í leikskólanum. Því leita ég til ykkar í von um hugmyndir og stuðning.

Í fyrsta lagi vantar húsnæði strax til að redda málum þar til viðunandi húsnæði hefur fengist fyrir leikskólastarfsemina eða einhvern sem er tilbúinn til þess að taka að sér daggæslu fyrir þau börn sem ekki fá vistun í leikskólanum. Allar hugmyndir og uppástungur eru vel þegnar.

Í öðru lagi vantar þrýsting til þess að knýja á um að komið verði upp viðunandi húsnæði fyrir leikskólastarfsemina.

Ég vonast til þess að heyra frá ykkur sem flestum um ykkar hugmyndir og skoðanir í þessu máli á netfangið  birkilundur@skagafjordur.is eða í gsm 8469014.

Með fyrirfram þökk

Steinunn Arnljótsdóttir
Leikskólastjóri á Birkilundi

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir