10 ára afmæli Tónlistarskóla Skagafjarðar

Stjórnendur Tónlistarskólans. Anna K.Jónsdóttir, Sveinn Sigurbjörnsson og Stefán R. Gíslason

Ungir og efnilegir hljóðfæraleikarar í Tónlistarskóla Skagafjarðar spila nú á jólatónleikum víðsvegar í firðinum. Troðfullt var á tónleikum í Frímúrarahúsinu í gær.

Frá tónleikum í Frímúrarahúsinu. Mynd: Tónlistarsk. Skag.

Nemendur hafa haldið tónleika á Hofsósi, Hólum, Varmahlíð og á Sauðárkróki og alltaf fengið góðar viðtökur. Sérstakir hátíðartónleikar verða í Miðgarði 16. desember  kl.20.30 vegna 10 ára afmæli tónlistarskólans er Tónlistarskólinn á Sauðárkróki og Tónlistarskóli Skagafjarðarsýslu voru sameinaðir 1999. Herdís Sæmundardóttir fræðslustjóri mun flytja ávarp en á þessum tónleikum koma fram nemendur frá öllum stöðum sem tákn um sameiningu skólanna. Afmælisterta verður á staðnum.

Síðustu tónleikarnir verða haldnir 17. desember kl. 18.00 í húsi Tónlistarskólans á Sauðárkróki.

palli@feykir.is

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir