Áhugamenn um sauðfjárrækt takið eftir
feykir.is
Skagafjörður, Austur-Húnavatnssýsla, Vestur-Húnavatnssýsla, Mannlíf, Fréttir
05.10.2023
kl. 10.07
Í kvöld, fimmtudaginn 5. október, heldur Fjárræktarfélag Sveinsstaðahrepps hrútasýningu í hesthúsinu að Hvammi II í Vatnsdal. Herlegheitin byrja klukkan 20:00 og allir áhugamenn um sauðfjárrækt velkomnir og þið hin eruð velkomin líka.
Á sýningunni keppa félagsmenn með sína lambhrúta í 3 flokkum, kollóttir, hyrndir og mislitir auk þess sem besti hrútur sýningarinnar verður valinn.
Dómarar þukla og meta hrútana og eftir að þeim hefur verið raðað upp fá gestir tækifæri til að þukla hrútana.
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.
Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.
Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.