Breytingar á starfsliði leikskólans Barnabæjar

Á fundi fræðslunefndar Blönduósbæjar í síðustu viku var farið yfir starfsmannamál leikskólans Barnabæjar og kom þar m.a. fram að Anna Margrét Arnardóttir deildarstjóri hafi óskað eftir ársleyfi frá störfum frá og með 15. ágúst nk. Þá óskaði Guðrún Björk Elísdóttir einnig eftir leyfi frá störfum frá 17. ágúst 2017 til 17. Mars 2018.

Nokkrar breytingar verða á starfsliði leikskólans þar sem þær Alexandra Dögg Viðarsdóttir, Birta Ósk Laursen og Sandra Ósk Valdimarsdóttir hafa ákveðið að hætta og fljúga á vit ævintýranna. Hins vegar bárust umsóknir frá Árný Björk Brynjólfsdóttir, Eygló Bylgju Önnudóttir, Hörpu Hrönn Hilmarsdóttir, Láru Dagnýju Sævarsdóttir og Sigurlaugu Markúsdóttir og gerði leikskólastjóri það að tillögu sinni að þær verði allar ráðnar til starfa.

Þá kemur fram í fundargerð að Anna Kristín Brynjólfsdóttir hafi sótt um þegar umsóknarfrestur var runninn út en hún mun koma í viðtal um miðjan mánuðinn þar sem hún starfar fyrir sunnan. Fræðslunefnd samþykkti þessar ráðningar fyrir sitt leyti.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir