Dansinn dunar í Árskóla
Nú um hádegi lauk árlegu dansmaraþoni 10. bekkjar Árskóla á Sauðárkróki. Nemendur hafa dansað síðan klukkan tíu í gærmorgun en maraþonið er liður í fjáröflun þeirra. Seinnipartinn í gær var svo danssýning í íþróttahúsinu og í kjölfarið matarsala nemenda og foreldra þeirra.
Það var mikil stemning yfir maraþoninu að vanda, eins og sjá má af meðfylgjandi myndbandi sem Árni Gunnarsson hjá Skotta film tók upp og klippti.