Flug hefst á Sauðárkrók 1. desember

 Það kom fólki skemmtilega á óvart er Bjarni Benediktsson, forsætisráðherra, upplýsti í ræðu sinni við vígslu Heilsupróteins sl. laugardag að áætlunarflug myndi hefjast á ný til Sauðárkróks. Flugfélagið Ernir mun því hefja flug á Sauðárkrók þann 1. desember nk. og verður áætlun kynnt og sala á flugi hefjast í vikunni, eftir því sem kemur fram á Facebooksíðu Arna.

„Það er ánægjulegt að þessu markmiði hafi verið náð. Búið er að reyna að fá þetta samþykkt um alllangt skeið. Þetta er gríðarlega mikil samgöngubót fyrir íbúana og landsmenn alla,  auk þess getur þetta skapað ný tækifæri fyrir vetrarferðamennsku í Skagafirði,“ segir Sigríður Svavarsdóttir, forseti sveitarstjórnar Svf. Skagafjarðar. Um tilraunaverkefni er að ræða í sex mánuði sem hugsanlega verður framhald á.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir