Framtíðaruppbygging við Þrístapa

Sveitarstjórn Húnavatnshrepps samþykkti á síðasta fundi sínum að auglýsa eftir ráðgjafa eða ráðgjafafyrirtæki til að starfa með sveitarfélaginu að framtíðaruppbyggingu á Þrístöpum og gestastofu sem staðsetja á í nágrenni við Þrístapa.

Þrístapar eru þrír samliggjandi smáhólar sem eru hluti af Vatnsdalshólum. Gestastofan á að fá nafnið Agnesarstofa eftir Agnesi Magnúsdóttur en hún var hálshöggvin við Þrístapa ásamt Friðriki Sigurðssyni þann 12. janúar árið 1830 fyrir morðin á Natani Ketilssyni og Pétri Jónssyni. Var það síðasta aftakan á Íslandi.  Höggstokkurinn og öxin sem notuð voru við aftökuna eru varðveitt á Þjóðminjasafni Íslands en á aftökustaðnum er áletraður steinn til minningar um atburðinn.

Nú er í undirbúningi kvikmynd sem gera á eftir sögu Hönnu Kent, Náðarstund, en hún fjallar um Agnesi og síðustu daga hennar. Feykir sagði frá því fyrr í vetur að staðfest hefði verið að að stórleikkonan Jennifer Lawrence muni fara með aðalhlutverkið í myndinni.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir