Fundarboð foreldrar barna á biðlista á leikskólanum Birkilundi

Leiskólinn Birkilundur í Varmahlíð. Ljósm./Skagafjordur.is
Leiskólinn Birkilundur í Varmahlíð. Ljósm./Skagafjordur.is

Mánudaginn 12. október boða foreldrar barna á biðlista á leikskólanum Birkilundi til opins fundar í Menningarhúsinu Miðgarði. Fundurinn hefst kl 20:30. „Skorum við sérstaklega á fulltrúa sveitarstjórna sem hafa með þessi mál að gera til að koma og svara þeim spurningum sem brenna á foreldrum,“ segir meðal annars í fréttatilkynningu.

Foreldrar hafa ritað opið bréf til Sveitarfélagsins Skagafjarðar og Akrahrepps, í Feyki og á Feyki.is, þar sem spurt er hvort eina lausnin sé að flytja burt. 

Dagskrá fundar er:

  • Bráðabirgðalausn vegna vöntunar á leikskólarýmum í vetur –
  • Varanleg lausn á leikskólamálum í Varmahlíð, hvert er framhaldið? –
  • Orðið er laust -

„Vonumst við, foreldrar, til að sjá sem flesta er málið varðar á fundi þessum og skorum við sérstaklega á fulltrúa sveitarstjórna sem hafa með þessi mál að gera til að koma og svara þeim spurningum sem brenna á foreldrum og öðrum sem málið varðar. Við trúum því að hægt sé að finna bráðabirgðalausn á vandanum svo að fólk geti stundað sína vinnu áfram vitandi að börnin þeirra eru í öruggum höndum,“ segir í fréttatilkynningu frá foreldrum.

Með vinsemd og virðingu,

  • Unnur Gottsveinsdóttir
  • Stefán Gísli Haraldsson
  • Anna Lilja Guðmundsdóttir
  • Finnur Sigurðarson
  • Aníta Ómarsdóttir
  • Sigurður Jóhannsson
  • Helga Rós Sigfúsdóttir
  • Sigurður Óli Ólafsson
  • Ólöf Ólafsdóttir
  • Stefán Halldór Magnússon
  • Kristín Halla Bergsdóttir
  • Guttormur Hrafn Stefánsson
  • Svana Ósk Rúnarsdóttir
  • Ástþór Örn Árnason

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir