Haukur Skúla þjálfar Stólana
feykir.is
Skagafjörður, Íþróttir
01.11.2016
kl. 08.36

Haukur Skúlason t.h. skrifar undir samning, með honum á myndinni er Bergmann Guðmundsson. Mynd: Tindastóll.
Haukur Skúlason hefur verið ráðinn þjálfari m.fl. karla Tindastóls í fótbolta. Honum til aðstoðar í vetur verður Christopher Harrington og fyrir sumarið verður gengið frá ráðningu á öðrum þjálfara sem mun bætast í þetta þjálfarateymi.
Á Facebooksíðu Tindastóls segir að þetta sé frábært skref í áframhaldandi uppbyggingu meistaraflokks karla. Haukur þekkir innviði félagsins gríðarlega vel og er mikil tilhlökkun í herbúðum Stólana.
„Þetta leggst mjög vel í mig. Spennandi verkefni sem gaman verður að takast á við, sérstaklega í ljósi bættrar aðstöðu sem við fáum fljótlega hérna á Króknum,“ segir Haukur.