Húnaþingi vestra var óheimilt að rukka veiðigjald

Sveitarfélaginu Húnaþingi vestra var óheimilt að gera rjúpnaveiði í þjóðlendum innan marka sveitarfélagsins leyfisskylda gegn gjaldi samkvæmt úrskurði forsætisráðuneytisins og kemur því fyllilega til móts við þau sjónarmið sem SKOTVÍS lagði fram í kæru sinni.

Í yfirlýsingu sem SKOTVÍS sendi fjölmiðlum segir að félagið fagni þeirri niðurstöðu sem kemur fram í nýbirtum úrskurði frá forsætisráðuneytinu vegna kæru félagsins gegn sveitarfélaginu Húnaþingi vestra fyrir sölu á veiðileyfum til rjúpnaveiða í þjóðlendum. Í niðurlagsorðum úrskurðar segir orðrétt: „Sveitarfélaginu Húnaþingi vestra var óheimilt að gera rjúpnaveiði í þjóðlendum innan markas veitarfélagsins leyfisskylda gegn gjaldi. “Úrskurðurinn kemur því fyllilega til móts við þau sjónarmið sem SKOTVÍS lagði fram í kæru sinni. Kæran var lögð fram 20 nóvember 2015, og er úrskurðurinn sá fyrsti sinnar tegundar í ráðuneytinu, og er því stefnumarkandi til framtíðar. Hann er ekki aðeins fagnaðarefni fyrir þá skráðu 12.000 veiðikortahafa sem er að finna í landinu, heldur alla þá íslensku þegna sem vilja stunda útivist í þjóðlendum landsins. Af úrskurðinum má einnig vera ljóst að öðrum sveitarfélögum er ekki heimilt að selja veiðileyfi inn á skilgreindar þjóðlendur hvort sem það er til framleigu eða beinnar leyfissölu, og að lög um fuglaveiðar í þjóðlendum eru í fullu gildi. 

Fleiri fréttir