Leikur Jennifer Lawrence Agnesi Magnúsdóttur?

Í ár kom víðsvegar um heim út heimildaskáldsagan Burial Rites en þar er sögð saga Agnesar Magnúsdóttir sem var síðasta konan sem tekin var af lífi á Íslandi. Bókina skrifar Hannah Kent, 28 ára rithöfundur frá Adelaide í Ástralíu.

Sagan af Agnesi og Friðriki Sigurðssyni er Íslendingum vel kunn en þau voru tekin af lífi árið 1830 að Þrístöpum í Vestur Húnavatnssýslu fyrir morð og morðbrennu á Illugastöðum á Vatnsnesi nokkru fyrr.

Hannah Kent kom fyrst til Íslands árið 2003 sem skiptinemi á vegum Rotary og stundaði nám við FNV á Sauðárkróki um veturinn. Þá heyrði hún fyrst söguna um Agnesi. Sumarið 2010 kynnti hún sér söguna betur og dvaldi þann tíma á Sauðárkróki og á Vatnsnesi til að undirbúa sig fyrir ritun bókarinnar.

Burial Rites er hennar fyrsta skáldsaga og hefur fengið mikið lof. Hefur kvikmyndarétturinn þegar verið seldur eftir því sem Feykir kemst næst því í lok september var sagt frá því í fréttamiðlum vestanhafs að Gary Ross, leikstjóri The Hunger Games, hyggist leikstýra kvikmyndinni Burial Rites og að öllum líkindum muni stórstjarnan Jennifer Lawrence fara með hlutverk Agnesar, en Lawrence hlaut Óskarsverðlauninin sl. vetur fyrir bestan leik kvenna í aðalhlutverki fyrir myndina Silver Linings Playbook.

Íslensk kvikmynd var gerð eftir sögunni um Agnesi og Friðrik árið 1995 en þar fóru María Ellingsen og Baltasar Kormákur með aðalhlutverkin.

Fréttin í Toronto Sun

Umsagnir um bókina Burial Rites

Um Agnesi og Friðrik

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir