Lögregla fylgist enn með Ketubjörgum

Frá því athygli var vakin á hættu á jarðfalli við Ketubjörg á Skaga í mars sl. hefur Lögreglan á Norðurlandi vestra fylgst með þróun mála þar. Hefur samanburður á ljósmyndum sem teknar hafa verið með reglulegu millibili sýnt að fleygur sem er að brotna frá meginlandinu fjarlægist hægt og sígandi.

Því tekur lögreglan ennþá fulla ástæðu til að vara fólk við að fara nærri brúninni hefur verið settur strengur sem takmarkar aðgengið að svæðinu.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir