María í 19. sæti í stórsvigi

María Finnbogadóttir gerði það gott í stórsviginu í dag.
María Finnbogadóttir gerði það gott í stórsviginu í dag.

Keppni var að ljúka í stórsvigi stúlkna fæddar 1999 - 2000 á Vetrarólympíuhátíð Evrópuæskunnar sem fram fer í Erzurum í Tyrklandi þessa dagana. Meðal þeirra sem öttu kappi í dag var María Finnbogadóttir frá Sauðárkróki og náði hún glæsilegum árangri er hún varð í 19. sæti af 53 keppendum. Tími Maríu var þriðji besti tíminn í hennar árgangi.

Þrjár aðrar stúlkur frá Íslandi voru meðal keppenda, Harpa María Friðgeirsdóttir: sem varð í 32. sæti, Katla Björg Dagbjartsdóttir í 33. sæti og Sigríður Auðunsdóttir sem endaði í 39. sæti.

Stúlkan sem vann heitir Rinata Abdulkaiumova frá Rússlandi og er fædd árið 1999. Hún var með tímann: 2:12:62 en tími Maríu var 2:18:46. Tími Hörpu Maríu: 2:23.53, Kötlu: 2:23.66 og Siðgríðar: 2:26.27. Það verður sannarlega spennandi að fylgjast með gengi okkar stúlkna í svigi og samhliða svigi á miðvikudag og föstudag.

Hægt er að fylgjast með keppninni á vef ÍSÍ

Tengd frétt http://www.feykir.is/is/ithrottir/maria-finnbogadottir-a-vetrarolympiuhatid

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir