Nemendur kynna sér iðn-, raun- og tæknigreinar

Öllum grunnskólanemum í 8. til 10. bekkjum á Norðurlandi vestra var boðið að sækja starfakynningu sem hófst í morgun í Bóknámshúsi FNV en þar kynna um 30 fyrirtæki af svæðinu starfsemi sína og þau störf sem innt eru af hendi hjá þeim. Verkefnið beinir kastljósinu sérstaka á iðn-, raun- og tæknigreinar og er styrkt af Sóknaráætlun Norðurlands vestra.

Margrét Arnardóttir, verkefnastjóri

 Margrét Arnardóttir, verkefnastjóri verkefnisins, segir að markmiðið hafi verið að fá sem flest fyrirtæki til að taka þátt og kynna sín störf og hvatinn hafi verið sú umræða sem verið hefur í samfélaginu að það vanti starfsfólk í þessar greinar. „Ef maður skoðar atvinnuauglýsingar þá sést að stanslaust er verið að auglýsa eftir fólki í akkúrat þessar greinar. Bæði hafa samtök atvinnulífsins og iðnaðarins verið að hvetja skóla og fyrirtæki til að kynna greinarnar,“ segir Margrét og bætir við að frumkvæðið komi frá Sóknaráætlun Norðurlands vestra.

Alex frá Blönduósi

 Alex frá Blönduósi hafði kynnt sér það sem í boði var og var ánægður með framtakið. Hann sagði að bílarnir hefðu heillað hann mest og gæti hann vel hugsað sér að gerast bifvélavirki.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir