Pálmi Ragnarsson frá Garðakoti er Maður ársins 2017 á Norðurlandi vestra

Pálmi ásamt konu sinni, Ásu Sigurrós Jakobsdóttur. Mynd:FE
Pálmi ásamt konu sinni, Ásu Sigurrós Jakobsdóttur. Mynd:FE

Eins og undanfarin ár stóð Feykir fyrir kjöri á manni ársins og bárust blaðinu fimm tilnefningar. Niðurstaðan var afgerandi og var það Pálmi Ragnarsson frá Garðakoti sem hampaði titlinum að þessu sinni. Í tilnefningu sem blaðinu barst segir: „Hann heldur lífsgleðinni og kraftinum hvernig sem allt er. Það er það sem ég dáist að og við ættum að hafa til fyrirmyndar,“ en jákvæðni Pálma í baráttu hans við krabbamein undanfarin ár hefur vakið athygli fólks.

Pálmi greindist með krabbamein árið 2012 og hefur síðan verið að klájast við það. Hann fór í Proton geislameðferð í Þýskalandi þar sem hann náði góðum bata og hefur meinið ekki tekið sig upp aftur á þeim stöðum sem þá voru meðhöndlaðir. Einn eitill varð þó eftir eða sýktist eftir á og nú í október fór Pálmi í annað sinn til Þýskalands. Pálmi hefur alltaf tekið veikindum sínum á sérlega jákvæðan hátt. „Ég hef alltaf gert það, ég hef aldrei pælt í því að ég væri með krabba, ekki hugsað út í það, ég er alltof kærulaus til þess. Þetta er bara verkefni, að vera bara nógu léttlyndur og jákvæður, það er númer eitt tvö og þrjú, ég er alveg klár á því,“  segir Pálmi sem alltaf hefur verið glaðlyndur og bjartsýnn að eðlisfari. „Ég vil koma á framfæri kærum þökkum til þeirra sem hugsuðu til mín og fyrir hvað allir hafa sýnt mér mikinn hlýhug og hjálpsemi,“ segir Pálmi. „Maður getur eiginlega ekki lýst því. Þessi samstaða meðal fólksins, vina og ættingja og hvað þetta er rosastór vinahópur sem er svo sem ekki sjálfgefið,“ segir Pálmi í stuttu viðtali í nýjasta tölublaði Feykis sem kom út í dag. 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir