Sveitarstjórn Skagastrandar vill sameiginlegar viðræður sveitarstjórna í A-Hún varðandi sameiningarmál

Á fundi sveitarstjórnar Skagastrandar sem haldinn var í gær, 29. júní, var lagt fram bréf frá sveitarstjóra Sveitarfélagsins Skagafjarðar frá 26. júní sl. Í bréfinu var gerð grein fyrir áformum Sveitarfélagsins Skagafjarðar og Skagabyggðar um að hefja formlegar viðræður um sameiningu sveitarfélaganna tveggja. Í bréfinu eru önnur sveitarfélög á svæðinu sem áhuga hafa á að ræða enn stærri sameiningu við Sveitarfélagið Skagafjörð og Skagabyggð boðin velkomin til viðræðna.

Sveitarstjórn Skagastrandar ræddi erindið og samþykkti svohljóðandi bókun: „Sveitarstjórn Skagastrandar telur ástæðu til að sveitarstjórnir í A-Hún ræði erindið sameiginlega og felur sveitarstjóra að undirbúa sameiginlegan fund sveitarstjórna í A-Hún þar sem sameining sveitarfélaga, þar með talin framangreind verði til umfjöllunar.“

Fleiri fréttir