Viðar áfram í Síkinu

Viðar og Stefán takast í hendur eftir að samningar höfðu verið undirritaðir. Mynd: Aðsend.
Viðar og Stefán takast í hendur eftir að samningar höfðu verið undirritaðir. Mynd: Aðsend.

Nú fagna allir stuðningsmenn Tindastóls þar sem samningar hafa tekist á milli körfuboltadeildar og Viðars Ágústssonar um að hann leiki áfram með liðinu næsta tímabil. Viðar er einn öflugasti varnarmaður úrvalsdeildarinnar og ljóst að það er liðinu mikils virði að halda honum innan sinna raða.

Stefán Jónsson formaður körfuboltadeildar var kátur er Feykir talaði við hann fyrr í dag. Sagði hann að undirskriftirnar hefðu farið fram í stássstofunni á Sjávarborg hjá Birni Hansen og Eddu. „Ég er afar ánægður með að halda Viðari. Hann er mjög mikilvægur fyrir liðið,“ sagði Stefán. 

Aðspurður hvort hann hafi fundið fyrir mikilli pressu um að vera heima enn eitt tímabilið, segir Viðar að það hafi ekki verið. „Þetta var bara spurning um hvort ég ætlaði í nám. Og þar sem ég er óákveðinn með það þá ákvað ég að taka slaginn með Stólunum. Mér finnst liðið líta  mjög  vel út.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir