Viðræður um sameiningu sveitarfélaga
feykir.is
Skagafjörður, Austur-Húnavatnssýsla
24.06.2017
kl. 13.02
Undanfarið hafa Sveitarfélagið Skagafjörður og Skagabyggð átt óformlegar viðræður um sameiningu sveitarfélaganna tveggja. Þetta var rætt á fundi byggðarráðs Sveitarfélagsins Skagafjarðar þann 22. júní sl. og sat Vignir Sveinsson, oddviti Skagabyggðar, fundinn undir þeim dagskrárlið.
Á fundinum var samþykkt bókun þar sem segir að sveitarfélögin tvö hafi sammælst um að hefja formlegar viðræður um kosti þess að sameinast. Eru önnur sveitarfélög á starfssvæði SSNV sem kynnu að hafa áhuga á að ræða kosti enn stærri sameiningar við Sveitarfélagið Skagafjörð og Skagabyggð, boðin velkomin til viðræðna á sameiginlegan fund sveitarfélaganna sem boðað verður til í byrjun júlí.