Lengsta stökkið verðlaunað
Um síðustu helgi fór fram þriðja umferð Íslandsmótsins í rallý, í Skagafirði. 
 Sérstök verðlaun voru veitt fyrir lengsta stökkið á Mælifelssdal.
 
 Verðlaunin voru veitt í minningu Vilhjálms Sigurðar Viðarssonar sem um árabil starfaði með Bílaklúbbnum. Eftir nákvæmar mælingar var ljóst að þau hrepptu Þorkell Símonarson og Þórarinn K. Þórsson á  Toyota Hilux en stökk þeirra mældist um 17. metrar. Verðlaunin gáfu þau Baldur Haraldsson og Katrín María Andrésdóttir.
 
						 
								 
			 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
