Markmaður Íslands með skagfirskt blóð í æðum

Guðbjörg, eða Gugga eins og hún er gjarnan kölluð, á að baki samanlagt 88 landsleiki með landsliðum Íslands frá árinu 2000, fyrst í U-17,  síðan U-19, þá U-21 liðinu og loks A-landsliðinu, þar af 51 leik með því síðastnefnda. Mynd af vef Skagfirðingafélagsins.
Guðbjörg, eða Gugga eins og hún er gjarnan kölluð, á að baki samanlagt 88 landsleiki með landsliðum Íslands frá árinu 2000, fyrst í U-17, síðan U-19, þá U-21 liðinu og loks A-landsliðinu, þar af 51 leik með því síðastnefnda. Mynd af vef Skagfirðingafélagsins.

Nú hafa stelpurnar okkar leikið sinn fyrsta leik á EM í knattspyrnu í Hollandi og þurftu þær að að sætta sig við tap á móti Frökkum þrátt fyrir góðan leik. Frakkar skoruðu úr mjög umdeildu víti undir lok leiksins og hirtu þar með öll stigin. Engu að síður stóðu íslensku stelpurnar sig afar vel og gáfu góð fyrirheit fyrir komandi keppni. Alltaf er gaman þegar hægt er að tengja leikmenn við átthagana en það er hægt með Guðbjörgu Gunnarsdóttur markmann.

Á heimasíðu Skagfirðingafélagsins segir frá því að Guðbjörg eigi ættir að rekja til Skagafjarðar, nánar tiltekið í Hofsós en Móðir hennar, Guðrún Björnsdóttir, er frá Hofsósi, kennd við Grund, dóttir Guðbjargar Guðnadóttur og Björns J. Þorgrímssonar, sem gjarnan voru kölluð Bubba og Bjössi á Grund.

Á skagfirdingafelagid.is segir að fjölskylda Guðbjargar sé að stórum hluta mætt til Hollands til að fylgjast með íslenska liðinu. Guðrún er gift Hafnfirðingnum Gunnari Magnússyni en þau hafa lengstum búið í Hafnarfirði. Þau eiga þrjú börn og kemur Guðbjörg sú í miðið, fædd 1985. Hún lék með FH gegnum yngri flokkana og fyrstu árin í meistaraflokki, lék þar 28 leiki, en flesta leiki í meistaraflokki átti hún hér á landi með Val, alls 86 leiki, og varð bæði Íslands- og bikarmeistari með Hlíðarendaliðinu.

Nána um ættfræðina HÉR

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir