Grána færð í upprunalegt horf

Þórólfur Gíslason, kaupfélagsstjóri, hefur sótt um leyfi tl ýmissa framkvæmda sem miða að því að koma gömlu Gránu í upprunalegt form.

Er hugmyndin að rífa skúrbyggingu sem er áföst gamla verslunarhúsinu (Gránu) sem stendur á lóðinni nr. 21 við Aðalgötu. Einnig óskar hann heimildar til að rífa hluta gömlu mjólkurstöðvarinnar, lágbyggingu sem kemur upp að gamla verslunarhúsinu (Gránu) að sunnanverðu. Með þessu skapast aðstæður til að færa Gránu í upprunalegt horf að utan. Skipulags-og byggingarnefnd Skagafjarðar heimilar niðurrif húsanna, en bendir á þær reglur sem gilda um gatnagerðargjöld í Sveitarfélaginu.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir