Ársþing SSNV 2024
Á vef SSNV segir að 32. Ársþing SSNV verður haldið fimmtudaginn 11. apríl 2024. Að þessu sinni verður ársþing haldið í Félagsheimilinu á Blönduósi í Húnabyggð. Húsið opnar með morgunhressingu kl. 9.00. Dagskrá hefst með þingsetningu kl. 9.30 og stendur til 14.30.
Á ársþingi SSNV eiga sæti fulltrúar sveitarfélaganna en hafa þeir einir atkvæðisrétt sem til þess eru kjörnir. Ársþing er opið til áheyrnar kjörnum fulltrúum í sveitarstjórnum, framkvæmdastjórum og starfsmönnum sveitarfélaga og starfsmönnum SSNV og tengdra verkefna á Norðurlandi vestra.
Stjórn samtakanna er heimilt að bjóða til þingsins aðilum sem tengjast umfjöllun og starfi samtakanna, með málfrelsi og tillögurétti. Alþingismenn úr Norðvesturkjördæmi hafa rétt til setu á ársþingi með heimild til að ávarpa þingið. Ársþing SSNV fer með æðsta vald í málefnum samtakanna.
Dagskrá og önnur fundargögn verða send út á þingfulltrúa eigi síðar en 4. apríl.
Skráning fer fram hér.
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.
Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.
Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.