Feykir.is | 31.7.14 | 13:44

Stórlax á Handverkshátíðinni um aðra helgi

The middle age camp

Undirbúningur 22. Handverkshátíðar stendur sem hæst enda aðeins vika í hátíðina. Sýningin verður sett fimmtudaginn 7. ágúst og lýkur sunnudaginn 10. ágúst. Sýningin hefur fengið að gjöf 1,5 m háa gestabók klædda laxaroði og verður hún staðsett í hjarta sýningarinnar og hvetjum við gesti til að kvitta fyrir heimsókn sína í hana. Sýningin verður fjölbreytt líkt og undanfarin ár. Meira →


Feykir.is | 31.7.14 | 11:22

Gæruhljómsveitir – Reykjavíkurdætur

Reykjavíkurdætur

Nú er undirbúningurinn fyrir tónlistarhátíðina Gæruna í fullum gangi og miðasala hafin á miði.is. Gæran verður haldin í húsnæði Loðskins/Atlantic Leather á Sauðárkróki helgina 14. og 16. ágúst nk. Feykir hafði samband við hljómsveitirnar og tónlistarmennina sem koma fram á Gærunni í ár og mun vera með stuttar kynningar á þeim fram að hátíðinni. Meira →Feykir.is | 31.7.14 | 11:06

Hallgrímur á heimaslóðum

Steinunn Jóhannesdóttir við Grafarkirkju. Mynd: Einar Karl Haraldsson.

Hallgrímur Pétursson og Guðríður Símonardóttir eru rithöfundinum Steinunni Jóhannesdóttur hugleikin. Steinunn skrifaði Reisubók Guðríðar Símonardóttur árið 2001. Þegar hún fór svo að huga að bók um sambúðarár Guðríðar og Hallgríms fannst henni sig vanta meiri upplýsingar til að skilja bakgrunn Hallgríms – hans heimanfylgju – en það heiti fékk einmitt bókin sem kom út árið 2010. Meira →


Feykir.is | 31.7.14 | 10:49

Stanslaust fjör alla helgina

Ómar Bragi og Pálína Ósk. Mynd: GSG

17. Unglingalandsmót UMFÍ er haldið á Sauðárkróki um helgina og verður nóg um að vera fyrir alla fjölskylduna. UMFÍ er landssamband ungmennafélaga og með ungmennahreyfingunni er verið að efla og hvetja til heilbrigðis, en UMFÍ leggur áherslu á að allir geti verið með og að þátttaka er lífsstíll. Meira →


Feykir.is | 30.7.14 | 23:59

Afdalabarn Guðrúnar frá Lundi endurútgefin

Mynd af Guðrúnu á bókarkápu er eftir Hallgrím Helgason.

Á morgun er væntanleg í verslanir bókin Afdalabarn eftir Guðrúnu frá Lundi. Er það fyrsta bók Guðrúnar sem er endurútgefin síðan Dalalíf var endurútgefin árin 1982-1984 og aftur 2000, og kom einnig út sem hljóðbók árið 2012. Aðrar bækur Guðrúnar hafa ekki verið endurútgefnar. Meira →


Feykir.is | 30.7.14 | 23:08

Stólarnir voru jafnvel verri en veðrið!

Loftur Páll

Tindastóll fékk lið Hauka úr Hafnarfirði í heimsókn á Sauðárkróksvöll í kvöld. Völlurinn var fínn en veðrið frekar hryssingslegt; norðan-kuldaboli. Stólarnir voru nálægt því að næla í stig í síðasta leik og gerðu stuðningsmenn sér vonir um að hægt væri að næla í stig í kvöld. Því fór fjarri því gestirnir úr Hafnarfirði unnu 5-0. Meira →


Feykir.is | 30.7.14 | 12:42

0-2 sigur Hamranna í gærkvöldi

Hart barist í leik Tindastóls-Grindavíkur sl. laugardag. Mynd: GSG

Meistaraflokkur kvenna hjá Tindastóli tók á móti liði Hamranna í gærkvöldi á Sauðárkróksvelli. Hamrarnir byrjuðu leikinn með miklum meðvindi og sóttu hart að Tindastólsstúlkum og uppskáru tvö mörk í fyrri hálfleik. Meira →


Feykir.is | 30.7.14 | 11:10

Frábær árangur UMSS á MÍ 15-22 ára

UMSS

Meistaramót Íslands í frjálsíþróttum, fyrir 15-22 ára, fór fram á Selfossi helgina 26.-27. júlí sl. Keppendur voru alls um 200 frá 16 félögum og samböndum. Lið UMSS stóð sig frábærlega á mótinu og vann tíu Íslandsmeistaratitla í aldursflokkunum fjórum sem keppt var í, og alls til 30 verðlauna, tíu gull-, tíu silfur- og tíu bronsverðlauna. Sagt er frá þessu á vef Tindastóls. Meira →


Feykir.is | 30.7.14 | 10:49

Synti frá Drangey í leiðinda veðri

Jón Kristinn kom við í Grettislaug eftir sundið. Mynd: Drangeyjarferðir

Lögreglumaðurinn Jón Kristinn Þórsson synti frá Drangey í gærkvöldi í leiðinda veðri og í land. Jón Kristinn er í sérsveit lögreglunnar og er fjórði lögreglumaðurinn sem syndir úr Drangey í Skagafirði. Meira →


Feykir.is | 30.7.14 | 10:04

Umhverfisviðurkenningar veittar í Húnaþingi vestra

Frá Hvammstanga.

Árlega veitir Húnaþing vestra þeim aðilum viðurkenningu sem þótt hafa verið til fyrirmyndar við fegrun og hirðingu lóða/landareigna sinna. Viðurkenningarnar voru veittar á fjölskylduhátíðinni Eldur í Húnaþingi sl. laugardag. Meira →


Feykir.is | 30.7.14 | 9:41

Aðeins færri selir en í fyrra

selasetur

Selatalningin mikla var haldin á vegum Selaseturs Íslands sl. sunnudag. Talningin hefur farið fram árlega síðan árið 2007 en markmið talningarinnar er að fylgjast með fjölda og staðsetningu landsela á Vatnsnesi og Heggstaðanesi, ásamt því að gefa almenningi tækifæri á að kynnast og taka þátt í rannsóknarstarfsemi Selaseturs Íslands. Meira →


Feykir.is | 30.7.14 | 9:26

Sporin hræða

Elsa Lára Arnardóttir

Sem þingmaður Norðvesturkjördæmis þá er ég afar ósátt við sameiningar á heilbrigðisstofnunum í kjördæminu. Þess ber að geta að um er að ræða einhliða ákvörðun heilbrigðisráðherra. Þetta er ekki ákvörðun Alþingis og ekki hefur verið tekið tillit til sjónarmiða þingmanna kjördæmisins. Afar brýnt er að mínu mati að endurskoða þessa ákvörðun og hefja tafarlaust samvinnu og samráð við íbúa sveitarfélaganna sem hér um ræðir. Meira →