Feykir.is | 23.11.14 | 13:06

Látum sönginn hljóma

Karlakór Bólstaðarhrepps ásamt hljómsveit Skarphéðins H. Einarssonar.

Geisladiskur með söng Karlakórs Bólstaðarhlíðarhrepps við undirleik Hljómsveitar Skarphéðins H. Einarssonar er kominn í sölu. „Árið 2013 var aðalverkefni Karlakórs Bólstaðarhlíðarhrepps söngdagskrá með lögum Geirmundar Valtýssonar en lögin eru  útsett  af Rögnvaldi Valbergssyni. Undirleik annaðist hljómsveit Skarphéðins H. Einarssonar. Söngdagskráin fékk frábærar móttökur og  var ákveðið að gefa út  valin lög úr dagskránni,“ segir í fréttatilkynningu frá kórfélögum.   Meira →


Feykir.is | 23.11.14 | 12:43

Þrymarar þrælgóðir á Würth fótboltamóti

Þrymarar þrælgóðir á Würth fótboltamóti. Mynd/Páll Friðriksson

Würth Iceland – football&fun, eitt stærsta fótboltamót eldri leikmanna á norðurhveli jarðar var haldið laugardaginn 15. nóvember sl. í Egilshöll í Grafarvogi. Um fimmtíu lið skráðu sig til leiks, innlend sem erlend, kvenna og karla og í nokkrum aldursflokkum. Meira →Feykir.is | 21.11.14 | 14:19

„Eingáttastefna stjórnvalda skaðar Ísland“

Flugstöðin á Alexandersflugvelli við Sauðárkrók.

Tíu hagsmunasamtök á landsbyggðinni hafa sent frá sér sameiginlega yfirlýsingu þar sem skorað er á stjórnvöld að beita sér tafarlaust fyrir breyttri stefnu hvað millilandaflug um Ísland varðar og opna þegar í stað aðra gátt inn í landið. „Fjölgun ferðamanna og álag á ferðamannastaði á sunnanverðu landinu sem og á Keflavíkurflugvöll hefur náð þolmörkum. Um þetta eru flestir sammála og því er brýnt að leita lausna til framtíðar,“ segir í fréttatilkynningu. Meira →


Feykir.is | 21.11.14 | 12:30

Tónlistarnemi á Hofsósi skrifar ráðherra

Bréfið sem Hrafnhildur Karen ritaði til menntamálaráðherra.

Hrafnhildur Karen Hauksdóttir er tíu ára tónlistarnemandi hjá Tónlistarskóla Skagafjarðar, búsett á Hofsósi. Hún er orðin langþreytt á verkfalli tónlistarkennara og tók því til sinna ráða og skrifaði bréf til menntamálaráðherra um málið. Meira →


Feykir.is | 21.11.14 | 11:35

Hrossasaltkjötsveisla í Torfgarði

Skagafjörður

Hrossasaltkjötsveisla verður haldinn í félagsheimilinu Torfgarði föstudaginn 28. nóvember kl. 19:00. „Sigurður Hansen og Ingimar Jónsson þjóna til borðs. Komum og eigum góða kvöldstund saman,“ segir í auglýsingu í Sjónhorninu.

Meira →


Feykir.is | 21.11.14 | 9:28

Miðar á Sönglög á aðventu rjúka út!

songlog a adventu

Rífandi gangur er í miðasölu á jólatónleikana Sönglög á aðventu sem haldnir verða í Menningarhúsinu Miðgarði 5. desember nk. „Þetta hefur nú aldrei farið svona vel af stað verð ég að segja og mikil stemning í hópnum sem stendur að tónleikunum,“ segir Stefán Gíslason, einn forsvarsmanna tónleikana, í samtali við Feyki. Meira →


Feykir.is | 21.11.14 | 8:54

Gott kvöld á Kaffi Krók

gottkvold

Felix Bergsson og Hlynur Ben verða með tónleika á Kaffi Krók í kvöld, föstudaginn 21. nóvember, kl. 21. „Þeir eru á ferð um landi og leika efni á nýjum plötum þeirra beggja, segja sögur og eiga saman skemmtilega kvöldstund,“ segir í fréttatilkynningu frá Kaffi Krók.
Meira →


Feykir.is | 21.11.14 | 8:36

Árskóli móðurskóli Vinaliðaverkefnsins

Kjartan Eide og Tommy Bottenvik, eigendur verkefnisins í Noregi, ásamt Óskari Björnssyni skólastjóra Árskóla og Herdísi Sæmundardóttur fræðslustjóra í Skagafirði undirrita samninginn.

Árskóli varð í gær móðurskóli Vinaliðaverkefnisins þegar Óskar Björnsson, skólastjóri Árskóla og Herdís Á. Sæmundardóttir, sviðsstjóri fjölskyldusviðs, undirrituðu samning þess efnis. Meira →


Feykir.is | 21.11.14 | 8:24

Fisktækninámið í fullum gangi

 

Andrea, Jóhanna, Ólöf og Hafrún um borð í Arnari.

Kennsla í fisktækninámi á vegum Farskólans og Fisk Seafood er í fullum gangi og gengur vel, að sögn bæði nemenda og kennara. Nýlega fengu fjórir nemendur það verkefni að bera saman þrjár tegundir fiskvinnslu.
Meira →


Feykir.is | 20.11.14 | 23:48

Keflvíkingar áttu ekki möguleika gegn Stólunum í kvöld

umft_krokodillinn_ferh

Það var mikil gleði hjá stuðningsmönnum Tindastóls í Síkinu í kvöld þegar Keflvíkingar komu í heimsókn. Búið var að trekkja upp mikið og gott stuðningsmannateymi í stúkunni sem hélt uppi frábærri stemningu á meðan Stólarnir spiluðu enn einn glimrandi leikinn og unnu gestina af fádæma öryggi. Lokatölur voru 97-74. Meira →


Feykir.is | 20.11.14 | 9:22

Framkvæmdir við Safnahús Skagfirðinga

Safnahus Skagfirdinga (3)

Fyrir um hálfum mánuði hófust framkvæmdir við Safnahús Skagafirðinga. Miða þær fyrst og fremst að því að bæta aðgengi með byggingu lyftuhúss austan við húsið, en ekki vestan við húsið, eins og missagt var á forsíðu Feykis í dag.
Meira →


Feykir.is | 20.11.14 | 9:21

Gauksmýri fær Hvatningarverðlaun

Mynd (frá vinstri): Guðmundur Halldórsson frá Vogi, Steinar Berg Ísleifsson frá Fossatúni og Sigríður Lárusdóttir og Jóhann Albertsson frá Gauksmýri. Ljósm./Sveit.is

Á nýliðinni Uppskeruhátíð Ferðaþjónustu bænda veitti skrifstofa Ferðaþjónustu bænda sex bæjum innan samtakanna viðurkenningar. Samkvæmt vef Ferðaþjónustu bænda er það í fjórða sinn sem skrifstofan veitir verðlaun sem þessi en viðurkenningar voru veittar í tveimur flokkum.

Meira →