Feykir.is | 4.3.15 | 16:59

Nes listamiðstöð á Eyrarrósarlistanum

Ninette Rothmüller og Melody Woodnutt. /BÞ

Nú hefur verið birtur listi yfir þau tíu verkefni sem eiga möguleika á því að hljóta Eyrarrósina í ár, en Nes listamiðstöð á Skagaströnd er meðal þeirra. Mikill fjöldi umsókna um Eyrarrósina barst hvaðanæva af landinu. 
Meira →


Feykir.is | 4.3.15 | 16:22

Skagfirsku mótaröðinni frestað

Skagfirska mótaröðin frestast um óákveðinn tíma vegna slæmrar veðurspár.

Vegna slæmrar veðurspár hefur töltmótinu í Skagfirsku mótaröðinni, sem vera átti í kvöld, miðvikudagskvöldið 4. mars, verið frestað. Ný dagsetning verður auglýst síðar. Meira →


tengillgraejubudfeykir2015jpg

Feykir.is | 3.3.15 | 16:20

Riða greinist í Skagafirði

Kindur úr Staðarrétt 2011.

Riðuveiki greindist í síðustu viku á bænum Valagerði í Skagafirði. Fyrir aðeins mánuði síðan greindist riðuveiki á bænum Neðra-Vatnshorni í Húnaþingi-vestra. Samkvæmt fréttatilkynningu frá Matvælastofnun er nú unnið að öflun upplýsinga og undirbúningi aðgerða. Meira →


Feykir.is | 3.3.15 | 15:52

,,Vatn er galdur”

11043188_10153238903746004_6035271685115256433_n

Hugrún Lilja Hauksdóttir er Fljótamær sem er 24 ára gömul, en dettur í hálf fimmtugt seinna á árinu. Hún er búsett í 101 Reykjavík og er útskrifaður tækniteiknari og hefur nóg að gera. Hún lærir ljósmyndun í Ljósmyndaskólanum og ásamt því vinnur hún á vef- og markaðssviði hjá Nordic Visitor.

Meira →


Feykir.is | 3.3.15 | 15:19

Anna Valgerður sigraði Söngkeppni NFNV 2015

Anna Valgerður Svavarsdóttir er sigurvegari Söngkeppni NFNV 2015. Ljósm.: Alexandra Ósk Guðjónsdóttir/NFNV

Söngkeppni Nemendafélags FNV fór fram sl. föstudagskvöld. Fjöldi glæsilegra atriða voru á sviðinu í Sal Fjölbrautaskóla Norðurlands vestra þetta kvöld en það var Anna Valgerður Svavarsdóttir sem sigraði með flutningi sínum á laginu góðkunna, House of the Rising Sun, og verður það framlag skólans á Söngkeppni framhaldsskólanna í vor.
Meira →


Feykir.is | 3.3.15 | 11:16

Fjórgangur næsta mót í Mótaröð Neista

neisti_logo

Næsta mót í Mótaröð Neista, sem er fjórgangur, verður haldið á annað kvöld, miðvikudagskvöldið kl.19:00 í reiðhöllinni Arnargerði. „Hvetjum áhorfendur að mæta og horfa á skemmtilega keppni,“ segir á vef Neista.
Meira →


Feykir.is | 3.3.15 | 11:05

Náms- og akstursstyrkir til nemenda á framhalds- og háskólastigi

Frá Skagaströnd. Mynd: KSE

Sveitarstjórn Skagastrandar tók ákvörðun við afgreiðslu fjárhagsáætlunar 2015 um að veita styrki til nemenda á framhalds- og háskólastigi sem nemur 20 þús. kr. skólaárið 2014-2015. Styrkirnir eru veittir til jöfnunar á námskostnaði fjarri heimabyggð.
Meira →


Feykir.is | 3.3.15 | 11:04

Ráslisti fyrir Skagfirsku mótaröðina

Verðlaunaafhending í fimmgangi í Skagfirsku mótaröðinni 6. mars 2014.
Þriðja mót Skagfirsku mótaraðarinnar verður haldið á morgun miðvikudaginn 4. mars. Keppt verður í tölti.  Keppni hefst kl. 18:30 á barnaflokki. Ráslistar mótsins eru hér að neðan: 

Meira →


Feykir.is | 3.3.15 | 10:46

Siglufjarðarvegur lokaður vegna snjóflóðahættu

Færð á vegum rétt fyrir kl. 11 3. mars 2015. Mynd/Vegagerðin.

Á Norðurlandi er hálka, hálkublettir eða snjóþekja  á vegum og snjókoma eða éljagangur nokkuð víða. Siglufjarðarvegur er lokaður milli Ketiláss og Siglufjarðar vegna snjóflóðahættu. Vestlæg átt 3-10 er á Ströndum og Norðurlandi vestra, hvassast og él A-til. Þurrt seint í kvöld. Frost 1 til 7 stig. Meira →


Feykir.is | 3.3.15 | 9:50

Úrslit í upplestrarkeppni Árskóla

Þau munu taka þátt í lokakeppni Stóru upplestrarkeppninnar. Mynd: vefur Árskóla.

Upplestrarkeppni 7. bekkjar Árskóla á Sauðárkróki fór fram í síðustu og stóðu nemendur sig með mikilli prýði, eins og sagt er frá á vef skólans. Lokakeppnin fer fram á sal FNV þriðjudaginn 10. mars. Meira →


Feykir.is | 3.3.15 | 9:20

Háskólinn á Hólum og Þelamerkurháskóli í Erasmus samstarfi

Leah Burns.

Í síðustu viku heimsótti deildarstjóri ferðamáladeildar Háskólans á Hólum, dr. Georgette Leah Burns, Þelamerkurháskóla í Noregi, vegna samstarfs skólanna undir merkum Erasmus plús. Í heimsókninni flutti Leah fyrirlestra um náttúrutengda ferðaþjónustu og um stýringu gesta á vernduðum svæðum.
Meira →


Feykir.is | 3.3.15 | 9:01

Skóladagvistun ódýrust í Skagafirði

leikskoli_skrudganga (8)

Í frétt á vef Sveitarfélagsins Skagafjarðar er vakin athygli á því, að þrátt fyrir að sveitarfélagið sé í hópi þeirra sveitarfélaga sem hækka leikskólagjöld hvað mest, eða um 8%, sé það eftir sem áður í hópi þeirra sveitarfélaga þar sem leikskólagjöld eru hvað lægst. Skóladagvistun er ódýrust í Skagafirði.

Meira →