Feykir.is | 23.4.14 | 13:47

Sumarfagnaður Karlakórs Bólstaðarhliðarhrepps

karlakor bolstadarhlidarhrepps 001

Karlakór Bólstaðarhlíðarhrepps stendur fyrir sumarfagnaði í Húnaveri í kvöld, síðasta vetrardag. Boðið verður upp á söng, kveðskap og dans. Gestakór verður Karlakór Eyjafjarðar. Meira →


Feykir.is | 23.4.14 | 13:39

Sumarskemmtun á Blönduósi á sumardaginn fyrsta

Frá sumarskemmtun á Blönduósi. Mynd: Blönduskóli.is

Hin árlega sumarskemmtun Blönduskóla verður haldin sumardaginn fyrsta, 24. apríl. Nemendur í 1.-7. bekk sjá um öll skemmtiatriði undir leiðsögn kennara. Skemmtunin hefst kl. 14:00. Potturinn er styrktaraðili þessarar sumarskemmtunar. Meira →Feykir.is | 23.4.14 | 13:31

Hátíðarhöld á Sauðárkróki á sumardaginn fyrsta

sumardagurinn fyrsti

Á sumardaginn fyrsta verður að vanda gengin skrúðganga á vegum Skátafélagsins Eilífsbúa og leggur hún af stað frá bóknámshúsi FNV kl. 10:30. Klukkan 11:00 hefst svo skátamessa í Sauðárkrókskirkju. Eftir hádegi, eða kl. 14-17 verður svo tónlist og kaffihús í Húsi frítímans á vegum Sjálfsbjargar í Skagafirði. Meira →


Feykir.is | 23.4.14 | 13:24

Hátíðarhöld á Hvammstanga á sumardaginn fyrsta

Hvammstangakirkja og grunnskólinn á Hvammstanga.

Á Norðanátt.is segir frá því að hátíðarhöld á Hvammstanga á sumardaginn fyrsta eigi sér sögu allt frá árinu 1957. Upphaflega var stofnað til hátíðarhalda á staðnum þennan dag af Fegrunarfélaginu, en það félag stóð fyrir gróðursetningu og byggði upp garðinn við sjúkrahúsið á Hvammstanga. Meira →


Feykir.is | 23.4.14 | 13:17

Kormákshlaupið

kormakur
Umf. Kormákur stendur fyrir fjórum götuhlaupum á næstunni þar sem keppt verður í sex flokkum karla og kvenna. Fyrsta hlaupið er á sumardaginn fyrsta, 24. apríl n.k., og verður hlaupið frá félagsheimilinu á Hvammstanga kl. 11:00. Meira →

Feykir.is | 23.4.14 | 11:57

Sumarkomu fagnað á Sumarkaffi Sjálfsbjargar

Tilvalið að kíkja í sumarkaffi Sjálfsbjargar, gæða sér á girnilegum nýbökuðum kleinum og muffins og styrkja um leið gott málefni. Ljósm,/skjáskot af myndbandi FeykirTV.

Sumarkaffi Sjálfsbjargar verður haldið í Húsi frítímans við Sæmundargötu frá kl. 14 – 17 á morgun, sumardaginn fyrsta. Veðurspáin er góð og er stefnt að því að skapa jafn góða stemningu og var á sumarkaffinu í fyrra. Meira →


Feykir.is | 23.4.14 | 10:47

B-listi Framsóknar og annara framfarasinna

Elín R. Líndal leiðir lista framsóknar í Húnaþingi vestra.

Framboðslisti Framsóknarflokksins í Húnaþingi vestra var samþykktur af aðalfundi Frammsóknarfélags Húnaþing vestra þann 7. apríl síðastliðinn og eru eftirfarandi í framboði til sveitarstórnar 2014: Meira →


Feykir.is | 23.4.14 | 9:34

Kaupfélag Skagfirðinga 125 ára í dag

Kaupfélag Skagfirðinga á Sauðárkróki.

Kaupfélag Skagfirðinga fagnar 125 ára afmæli í dag. Í tilefni þess verða afmælisafslættir í verslunum Kaupfélagsins; Skagfirðingabúð á Sauðárkróki, KS í Varmahlíð, KS á Hofsósi og KS á Ketilási. Boðið verður upp á 25% afslátt af fatnaði og skóm og 15% afslátt af öllu öðru, þ.m.t. matvöru, raftækjum o.s.frv. Meira →


Feykir.is | 23.4.14 | 9:29

Lengingu Miðgarðs lýkur í lok maí

Frá Skagastrandarhöfn.

Lengingu Miðgarðs, harðviðarbryggju á Skagaströnd á að ljúka í lok maí, samkvæmt samningi. Áætlaður kostnaður er um 50 milljónir króna en í verkáætlun vantar lýsingu og malbikun ofan við hina nýju bryggju, sem samþykkt hefur verið að bæta við. Einnig hefur verið ákveðið að kaupa nýjan löndunarkrana á bryggjuna. Meira →


Feykir.is | 23.4.14 | 8:51

Bjartsýnir á að ekki verði mikið kal

Úr Óslandshlíð.

Í Morgunblaðinu í dag er fjallað um ástand túna í Eyjafirði, en þar er ennþá mikill snjór og því lítið hægt að spá fyrir um kal í túnum fyrr en þau koma undan snjó. Sem kunnugt er var mikið um kal þar og í austanverðum Skagafirði í fyrravor, enda mikill snjór fram eftir öllu vori. Meira →


Feykir.is | 22.4.14 | 17:11

Vorvindar – vor, sumar og rómantík

Skagfirski kammerkórinn

Vorvindar – vor, sumar og rómantík er yfirskrift vortónleika Skagfirska Kammerkórsins sem haldnir verða í Menningarhúsinu Miðgarði sumardaginn fyrsta, 24. apríl kl. 20:30. Stjórnandi kórsins er Helga Rós Indriðadóttir. Meira →


Feykir.is | 22.4.14 | 14:56

Forsæla hefst með tónleikum Sóldísar

Frá tónleikum Sóldísa í vetur. Mynd: PF.

Á morgun, síðasta vetrardag, hefst svokölluð Forsæla, sem er eins konar forskot á Sæluviku, en hún hefst formlega næstkomandi sunnudag. Fyrsti viðburðurinn á dagskrá Forsælu eru tónleikar kvennakórsins Sóldísar í Sauðárkrókskirkju sem hefjast kl 20:30. Meira →