Feykir.is | 28.3.15 | 13:23

Undirritað við hátíðlega athöfn á Hólum

Lárus Á. Hannesson formaður LH í ræðupúlti. Við hlið hans eru forsvarsmenn hestamannafélaganna í Skagafirði og á bak við Karlakórinn Heimir. Mynd:: KSE.

Í gær var skrifað undir samning vegna Landsmóts hestamanna 2016 við hátíðlega athöfn á Hólum í Hjaltadal. Fjölmenni var við athöfnina sem stýrt var af formanni LH, Lárusi Á. Hannessyni. Hestamannafélögin í Skagafirði stóðu fyrir fánareið og Karlakórinn Heimir söng nokkur lög. Meira →


Feykir.is | 27.3.15 | 23:55

Skagfirsk sveifla á sópnum þegar Þórsurum var sópað heim í Þorlákshöfn

Govens skýtur en Lewis verst. Pétur og Helgi Viggós fylgjast með.

Lið Tindastóls sigraði lið Þórs úr Þorlákshöfn í kvöld í þriðja skiptið í einvígi liðanna í átta liða úrslitum Dominos-deildarinnar og eru því komnir áfram í undanúrslitin. Lið Tindastóls vann einvígið 3-0 og sópaði því Þórsurum út úr keppninni án vandræða. Sigurinn var nokkuð öruggur í kvöld, Stólarnir voru sterkari í síðari hálfleik og fögnuðu sigri, 88-76. Meira →


tengillgraejubudfeykir2015jpg

Feykir.is | 27.3.15 | 18:48

Leik Tindastóls og Þórs seinkað til 20:30

umft_thor

Leik Tindastóls og Þór Þorlákshafnar, sem hefjast átti kl. 19.15 í kvöld hefur verið seinkað og er stefnt á að hann hefjist kl. 20:30 í kvöld. Samkvæmd frétt á vef KKÍ er ástæðan sú að dómarar leiksins lentu í umferðaróhappi á Holtavörðuheiðinni á leið sinni norður. Meira →


Feykir.is | 27.3.15 | 16:19

Hættulegar sprungur í Ketubjörgum

Myndin er tekin þegar lögregla fór á staðinn og er fengin af heimasíðu Skagafjarðar.

Í fundi byggðarráðs Sveitarfélagsins Skagafjarðar í gærmorgun kom fram að lögreglan í Skagafirði hefði varað við miklum sprungum sem myndast hafa í Ketubjörgum á Skaga, nánar tiltekið í Syðri-Bjargarvík.
Meira →


Feykir.is | 27.3.15 | 14:53

Fer sópurinn á loft í kvöld?

karfa_tindastoll (2)

Tindastóll tekur á móti Þór Þorlákshöfn í 8-liða úrslitum í kvöld í Síkinu, íþróttahúsinu Sauðárkróki. Stólarnir hafa verið að standa sig mjög vel í deildinni í vetur og hafa tvisvar sinnum sigrað Þórsara, því verður spennandi að sjá hvernig fer á föstudagskvöld.
Meira →


Feykir.is | 27.3.15 | 14:16

Öfugu megin uppí

Leikararnir sex í hlutverkum sínum.

Leikdeild ungmennfélagsins Grettis mun frumsýna farsann „Öfugu megin uppí“ þriðjudagskvöldið 31. mars kl. 21:00 í félagsheimilinu Ásbyrgi á Laugarbakka. Um er að ræða gamanleik og taka sex leikarar þátt. Meira →


Feykir.is | 27.3.15 | 13:34

Sundlaugin á Hofsósi opnar eftir viðgerðir

Frá Sundlauginni á Hofsósi.

Sundlaugin á Hofsósi opnar á morgun, laugardaginn 28. mars, klukkan 11, eftir lokun vegna viðhalds. Eftirfarandi eru opnunartímar sundlauganna í Skagafirði um páskana: Meira →


Feykir.is | 26.3.15 | 16:39

Sól slær silfri á voga

Myndir: KSE

Jafndægur að vori var fyrir viku síðan, eða 20. mars. Þá eru dagur og nótt jafnlöng. Eftir umhleypingasaman vetur er rétt að grípa hvert tækifæri til að njóta veðursins og þrátt fyrir að frostið biti kinn var hressandi að bregða sér í morgungöngu á Króknum.
Meira →


Feykir.is | 26.3.15 | 14:26

Blönduósbær kominn á Facebook

blonduos a facebook

Blönduósbær er kominn á Facebook. Byggðaráð Blönduósbæjar samþykkti á fundi sínum 19. mars síðastliðinn að opnuð yrði Fasbókarsíða á vegum bæjarins, þegar er komin í loftið og má nálgast hér.
Meira →


Feykir.is | 26.3.15 | 13:59

Formleg opnun á Sjávarborg

Kennimerki veitingarstaðarins Sjávarborgar á Hvammstanga.

Veitingastaðurinn Sjávarborg á Hvammstanga verður formlega opnaður á morgun, föstudaginn 27. mars, og verða ýmiskonar tilboð á boðstólnum alla helgina. Veitingastaðurinn er staðsettur á efri hæð Selaseturs Íslands á Hvammstanga.  Meira →


Feykir.is | 26.3.15 | 13:34

„Slow Travel í A-Hún“

Úr Vatnsdal

Súpu og kynningarfundur vegna samstarfsverkefnis „Reshape your journey – slow travel í A-Hún“ verður haldinn fimmtudaginn 26. mars nk. á Hótel Blönduós, kl. 17:00. Verkefnið hlaut styrk úr Vaxtarsamningi Norðurlands vestra. Meira →


Feykir.is | 26.3.15 | 13:15

Á skíðum skemmta þau sér

Úr skíðaferð Blönduskóla í Tindastól. Mynd: heimasóða skólans.

Það er fastur liður í starfi margra grunnskóla á Norðurlandi vestra að skella sér í skíðaferð í Tindastól og skemmta sér þar einn dag. Einn þessara skóla er Blönduskóli.
Meira →