Feykir.is | 25.10.14 | 19:02

Frábær aðsókn að Emil í Kattholti – sýningu bætt við

Mynd: Brynjar Sverrir Guðmundsson

Uppselt var í dag á 10. sýningu Leikfélags Sauðárkróks á Emil í Kattholti í dag og er einnig uppselt á morgun á 11. sýningu. Ákveðið hefur því verið að bæta við sýningu á morgun, sunnudag kl. 18:00.
Meira →


Feykir.is | 25.10.14 | 13:25

Sviðamessurnar orðnar 37 á 14 árum

svidamessa matur rr

Hinar árlegu sviðamessur húsfreyjanna á Vatnsnesi fóru fram í Hamarsbúð um síðustu helgi og helgina þar á undan. Að sögn Kristínar Jóhannesdóttur í Gröf á Vatnsnesi var mætingin heldur minni en oft hefur verið, enda æ fleiri aðilar farnir að standa fyrir sviðamessum. Engu að síður komu rúmlega fimmtíu manns hvert kvöld en sviðamessurnar voru alls þrjár þetta árið. Sviðamessurnar eru nú orðnar 37 á 14 árum.
Meira →Feykir.is | 25.10.14 | 9:07

Skagaströnd í Útsvari

utsvar

Lið Skagastrandar tekur nú þátt í Útsvari í fyrsta sinn og er meðal þeirra 24 liða sem keppa í þessum sívinsæla spurningaleik RÚV í vetur. Í fyrstu um ferð mæta Skagstrendingar liði Borgarbyggðar og fer viðureignin fram 7. nóvember næstkomandi.
Meira →


Feykir.is | 24.10.14 | 14:58

Gaf 50 þúsund til Bleiku slaufunnar

armbond skvetta handverk

Skagfirðingurinn Hólmfríður Lilja Böðvarsdóttir hjá Skvetta handverki hannaði og seldi falleg armbönd með Bleiku slaufunni á 2.000 kr. í október. Af hverju seldu armbandi rann 1.000 kr. til styrktar Krabbameinsfélagsins.
Meira →


Feykir.is | 24.10.14 | 14:15

Síðustu forvöð að sjá Emil á Króknum

Emil i Kattholti (93)

Um helgina eru síðustu forvöð að sjá sýninguna Emil í Kattholti í uppfærslu Leikfélags Sauðárkróks. Bætt var við þremur sýningum vegna góðrar aðsóknar og verða þá alls ellefu sýningar. Aukasýningarnar verða í dag, föstudag, laugardag og sunnudag. Nánari upplýsingar hér að neðan: Meira →


Feykir.is | 24.10.14 | 14:12

Lyftuhús væntanlegt í Safnahús Skagfirðinga

Aðgengi að Safnahúsi Skagfirðinga mun taka stakkaskiptum með hinu nýja lyftuhúsi.

Í september voru opnuð tilboð í uppsetningu lyftu og endurbætur á Safnahúsi Skagfirðinga, sem hýsir Héraðsskjala- og Héraðsbókasöfn Skagfirðinga. Kostnaðaráætlun var uppá 76.845.855 krónur og bárust tvö tilboð í verkið. Annað var frá K-tak ehf. að upphæð 78.874.901 (102,6%) en hitt frá Trésmiðjunni Ýr ehf. að upphæð 79.661.043 kr. (103,7%). Meira →


Feykir.is | 24.10.14 | 11:15

FNV fær viðurkenningu fyrir Evrópuverkefni

fnv evropu

Dagana 1.-3. október s.l. fór fram árleg ráðstefna á vegum Evrópusambandsins sem kallast SME Assembly. Samkoman var að þessu sinni haldin í Napólí á Ítalíu. Á þessar samkomu voru samankomnir um 800 þátttakendur víða að úr Evrópu þar sem megin þemað var nýsköpun og frumkvöðlaverkefni af ýmsu tagi. Verkefni sem FNV stendur fyrir, Nám í plastiðnum, hlaut viðurkenningu fyrir tilnefningu á hátíðinni.
Meira →


Feykir.is | 24.10.14 | 11:03

Ályktanir samþykktar á ársþingi SSNV

hvammstangi_vetrarmynd (3)

Eins og fram hefur komið í Feyki og hér á vefnum var 22. ársþing SSNV haldið á Hvammstanga 16.-17. október 2014. Ýmsar ályktanir voru samþykktar á þinginu og verða þeim gerð skil hér á vefnum næstu daga.
Meira →


Feykir.is | 24.10.14 | 10:02

Tillaga að aðalskipulagsbreytingu

Gönguskarðsá. Mynd: nat.is.

Skipulags- og bygginganefnd samþykkti á fundi sínum 15. okt síðastliðinn að kynna verkefnislýsingu skipulagsgerðar og umhverfismats fyrir tillögu að aðalskipulagsbreytingu. Breytingin er fólgin í landnotkun innan þéttbýlis á Sauðárkróki vegna fyrirhugaðrar endurbyggingar Gönguskarðsárvirkjunar. Meira →


Feykir.is | 24.10.14 | 9:37

Ný sólóplata frá Gísla Þór

Myndin á umslagi nýu plötunnar er eftir Auði Eyleif Einarsdóttur.

Nýlega lauk upptökum á þriðju sólóplötu Gísla Þórs Ólafssonar. Upptökur fóru fram í Stúdíó Benmen á Sauðárkróki og var upptökustjórn í höndum Sigfúsar Arnars Benediktssonar. Platan ber nafnið Ýlfur og kemur út um miðjan nóvember næstkomandi. Meira →


Feykir.is | 24.10.14 | 9:28

145 ára afmæli

Myndin er tekin árið 1976 þegar 25 ar voru liðin fra þvi kvenfèlagið var endurvakið, en það var endurvakið 1951

Kvenfélag Rípurhrepps, sem er elsta kvenfélag landsins, heldur upp á 145 ára afmæli sitt og haustfagnað skagfirsku kvenfélaganna á sunnudaginn kemur kl. 14-17 í Félagsheimili Rípurhrepps í Hegranesi.
Meira →


Feykir.is | 24.10.14 | 9:14

Kynningarfundur um Háskólabrú Keilis

keilir_logo_englsm

Keilir hefur um nokkurra ára skeið boðið upp á svokallaða Háskólabrú, ætlaða þeim sem ekki hafa lokið stúdentsprófi en vilja undirbúa sig fyrir háskólanám. Keilir býður nú einnig upp á aðfararnám til háskóla sem hægt er að taka í fjarnámi og samhliða vinnu.
Meira →