Feykir.is | 28.11.14 | 16:13

Andarnefja skammt undan landi

Andarnefja á Skagafirði. Mynd: KSE.

Íbúi á Sauðárkróki hafði samband við Feyki rétt fyrir fjögur í dag og lét vita af andarnefju sem hann hafði verið að fylgjast með skammt undan landi. Ljósmyndari Feykis fór þegar á stúfana og freistaði þess að mynda hvalinn, sem að lék listir sínar í skammdeginu.
Meira →


Feykir.is | 28.11.14 | 16:09

Aðför að menntastofnunum í Skagafirði

Fjölbrautaskóli Norðurlands vestra. Ljósm./fnv.is

Sveitarstjórn Sveitarfélagsins Skagafjarðar mótmælir harðlega þeim niðurskurðartillögum sem Illugi Gunnarsson menntamálaráðherra hefur lagt til í fjárlagafrumvarpi fyrir næsta ár og segja þær vera aðför ríkisstjórnarinnar að menntastofnunum í Skagafirði. Þetta kemur fram í ályktun sem samþykkt var samhljóða á sveitarstjórnarfundi Svf. Skagafjarðar sl. miðvikudag. Meira →Feykir.is | 28.11.14 | 14:50

Þráinn Freyr og kokkalandsliðið í 5. sæti á heimsmeistaramótinu

Íslenska kokkalandsliðið, með Skagfirðingnum Þráni Frey Vigfússyni, í 5. sæti á heimsmeistaramótinu í Lúxemborg. Ljósm./Sveinbjörn Úlfarsson

Íslenska kokkalandsliðið, með Skagfirðingnum Þráni Frey Vigfússyni sem fyrirliða, náði 5. sætinu á heimsmeistaramótinu í Lúxemborg en samkvæmt vefnum Freisting.is er þetta besti árangur Íslands hingað til. Meira →


Feykir.is | 28.11.14 | 13:27

Auka aðalfundur Knattspyrnudeildar Tindastóls nk. mánudag

tindastoll logo

Auka aðalfundur Knattspyrnudeildar Tindastóls verður haldinn nk. mánudag, 1. desember, í Vallarhúsinu og hefst kl. 18:00. „Áhugafólk er hvatt til að mæta en það sárvantar gott fólk í stjórn,“ segir í fréttatilkynningu frá Knattspyrnudeild Tindastóls.
Meira →


Feykir.is | 28.11.14 | 13:17

Tilnefningar til íþróttamanns ársins 2014 hjá USVH

Hressir krakkar úr USVH og HSS á Unglingalandsdmóti

USVH óskar eftir ábendingum frá íbúum Húnaþings vestra vegna tilnefningar til íþróttamanns USVH árið 2014. Í samræmi við 1.grein reglugerðar um íþróttamann USVH er hér með óskað eftir ábendingum frá íbúum Húnaþings vestra um íþróttafólk sem sýnt hefur góðan árangur í sinni keppnisgrein árið 2014.
Meira →


Feykir.is | 28.11.14 | 12:41

Jólahlaðborð Rótarý á morgun

jolahladbord rotary

Rótarýklúbbur Sauðárkróks býður upp á hlaðborð í Íþróttahúsinu á Sauðárkróki laugardaginn 29. nóvember kl 12-14. Sex hundruð ókeypis aðgöngumiðar verða við innganginn frá kl 12:00 þennan sama dag svo nú er bara að klæða sig aðeins upp og gera sér dagamun með bros á vör, eins og segir í auglýsingu frá klúbbnum.
Meira →


Feykir.is | 28.11.14 | 11:10

Friðarganga Árskóla í myndum

„Friður sé með þér, “ segja nemendur og kennarar Árskóla þegar þeir láta ljósker ganga sín á milli alla leið upp að krossinum. Ljósm./BÞ

Í morgun fóru nemendur Árskóla á Sauðárkróki í sína árlega Friðargöngu í einstaklega hlýju og góðu veðri miðað við árstíma. Mikil spenningur skapaðist hjá nemendum skólans sem mynduðu samfellda keðju frá kirkju, upp kirkjustíginn og létu ljósker ganga sín á milli alla leið upp að krossinum, með kveðjunni „friður sé með þér“. Meira →


Feykir.is | 28.11.14 | 9:51

Steinunn kynnir Jólin hans Hallgríms litla

JolinHansHallgrimsKapaFINAL

Eins og sagt var frá í Feyki á dögunum hefur Steinunn Jóhannesdóttir rithöfundur sent frá sér barnabók um Hallgrím Pétursson, Jólin hans Hallgríms. Steinunn er væntanleg í Skagafjörð dagana 2. og 3. desember og mun hún heimsækja skóla í héraðinu og kynna bókina fyrir börnunum.
Meira →


Feykir.is | 28.11.14 | 9:35

Þytur vill efla nýliðun í hestamennsku

Þytur fimleikar á hesti

Hestamannafélagið Þytur vill leggja sitt af mörkum til að auka nýliðun  í hestamennsku. Á síðasta fundi félagsins urðu miklar umræður hvernig það væri sem best gert. Ein hugmyndin var sú að félagsmenn myndu „ættleiða hestabarn,“ það er að segja veita aðgang að hrossi, aðstöðu og aðstoða þau börn og unglinga sem hafa áhuga en vantar tækifæri til að stunda útreiðar. Meira →


Feykir.is | 28.11.14 | 8:29

Fimm fyrirtæki tilnefnd til Hvatningarverðlauna SSNV

SSNV_logo

Dagur atvinnulífsins á Norðurlandi vestra verður haldinn þriðjudaginn 2. desember í Menningarhúsinu Miðgarði, kl. 14:00. Þetta er í sjötta sinn sem Samtök sveitarfélaga á Norðurlandi vestra (SSNV) standa fyrir Degi atvinnulífsins á starfssvæði sínu.
Meira →


Feykir.is | 27.11.14 | 16:18

Jólablað Feykis er komið út

Emilía Ásta Örlygsdóttir á Hólum í Hjaltadal tók myndina framan á JólaFeyki.

Jólablaðið Feykis kom út í dag. Að venju er blaðið fjölbreytt og vandað til útlits þess. Meðal efnis er viðtal við Stefán Pedersen ljósmyndara á Sauðárkróki, sem rifjar upp nærri 60 ára feril í því fagi. Meira →


Feykir.is | 27.11.14 | 12:59

Friðarganga Árskóla

Friðarganga 2013. Mynd: Hjalti Árna.

Hin árlega friðarganga Árskóla verður föstudaginn 28. nóvember, þar sem kveikt verður á krossinum á Nöfunum. Lagt verður af stað kl. 8:30 frá skólanum.
Meira →