Feykir.is | 20.8.14 | 9:08

Minnisvarði um Jón S. Bergmann

farmannsljod

Á 140 ára afmælisdegi Jóns S. Bergmann, laugardaginn 30. ágúst 2014 verður afhjúpaður minnisvarði um skáldið á fæðingarstað hans, Króksstöðum í Miðfirði. Minnisvarðann gerði Erlingur Jónsson, myndhöggvari í Osló, að tilhlutan tveggja dótturbarna Jóns. Norðanátt greindi frá þessu. Meira →


Feykir.is | 20.8.14 | 8:54

Úthlutun styrkja úr Húnasjóði

Frá afhendingu styrkjanna. Mynd: Húnaþing.is

Úthlutun styrkja úr Húnasjóði árið 2014 fór fram mánudaginn 18. ágúst sl. á kaffihúsinu Hlöðunni. Meira →Feykir.is | 20.8.14 | 8:38

Öruggur sigur ÍA í gærkvöldi

Frá leik Tindastóls og ÍA í 1. deild karla á Sauðárkróksvelli 14. júní 2014. Ljósm./BÞ

Meistaraflokkur karla hjá Tindastóli mætti liði ÍA á Norðurálsvellinum á Akranesi í gærkvöldi. Um erfiðan leik var að ræða en ÍA-menn eru í 2. sæti í riðlinum með 33 stig en Tindastólsmenn sitja í 12. og neðsta sæti með 3 stig. Meira →


Feykir.is | 19.8.14 | 11:29

Kalla eftir svörum frá Heilbrigðisráðherra

Heilbrigðisstofnunin á Sauðárkróki. /BÞ

Hollvinasamtök Heilbrigðisstofnunarinnar á Sauðárkróki bíða enn eftir upplýsingum um það hvernig Heilbrigðisráðherra hyggst ná fram þeim markmiðum sem boðuð eru með sameiningu heibrigðisstofnana frá 1.október nk. Marg oft hefur verið kallað eftir svörum við því t.d. hvernig aukið öryggi íbúanna í heilbrigðismálum verði tryggt og hvernig ákvarðantaka verði færð frá ráðuneyti til heimamanna. Meira →


Feykir.is | 19.8.14 | 11:11

Gestkvæmt á Mælifellshnjúk

Föruneyti Hólamanna á toppi Mælifellshnjúks.

Á fimmtudaginn í síðustu viku fór föruneyti Hólamanna upp á Mælifellshnjúk með það eina verkefni fyrir höndum að skipta um gestabók. Gamla bókin var búin að vera á tindinum síðan 22. ágúst 2009 og var orðin yfirfull. Meira →


Feykir.is | 19.8.14 | 11:00

Aftur heitavatnslaust í Hlíða- og Túnahverfi

skagafjardarveitur

Vegna bilunar í stofnlögn verður lokað fyrir heita vatnið í Hlíða- og Túnahverfi á Sauðárkróki að minnsta kosti frá hádegi miðvikudaginn 20. ágúst og fram eftir degi. Meira →


Feykir.is | 19.8.14 | 9:44

Félagsmót Léttfeta og Stíganda

lettfeti_logo

Félagsmót Léttfeta og Stíganda verður haldið laugardaginn 23. ágúst nk. á félagssvæði Léttfeta. Keppt verður í: A-flokki, B-flokki, barnaflokki, unglingaflokki, ungmennaflokki, tölti og 100m skeiði. Meira →


Feykir.is | 19.8.14 | 9:03

Leikskólinn Ásgarður 20 ára

Þessar glæsilegu bollakökur voru á boðstólum í 20 ára afmæli Ásgarðs.

Leikskólinn Ásgarður fagnar 20 ára afmæli sínu um þessar mundir. Starfsemi Leikskóla á Hvammstanga á sér reyndar lengri sögu því leikskóli var fyrst rekinn á Hvammstanga yfir sumarmánuðina í húsnæði Grunnskóla Hvammstanga og hófst sú starfsemi 1976. Meira →


Feykir.is | 19.8.14 | 8:58

Úrslit úr Opna íþróttamóts Þyts

Herdís Einarsdóttir og Grettir frá Grafarkoti.

Ekki var veðrið okkur hliðhollt þegar Opna íþróttamót Þyts var haldið upp á Kirkjuhvammsvelli þann 16. ágúst sl. Skánaði það þó þegar líða tók á daginn en knapar, dómarar og starfsmenn eiga heiður skilið fyrir hvað mótið gekk vel. Á tíma heyrðu knapar ekki í þul fyrir okkar yndislegu norðanátt sem var alveg í essinu sínu. Meira →


Feykir.is | 18.8.14 | 23:16

Níu sóttu um starf verkefnisstjóra hjá Svf. Skagafirði

Skagafjörður.

Níu manns sóttu um starf verkefnastjóra í atvinnu-, menningar- og kynningarmálum hjá sveitarfélaginu Skagafirði, sem auglýst var laust til umsóknar þann 21. júlí sl. Umsóknarfrestur var til og með 6. ágúst 2014. Tveir drógu umsókn sína til baka. Meira →


Feykir.is | 18.8.14 | 17:43

RÚV eflir starfsemi sína á landsbyggðinni

Útvarpshúsið í Efstaleiti, Reykjavík.

RÚV ætlar að efla starfsemi sína á landsbyggðinni á næstu misserum. Framundan er vinna við endurskipulagningu, þróun og uppbyggingu til framtíðar á starfsemi RÚV utan höfuðborgarsvæðisins. Samkvæmt fréttatilkynningu frá RÚV mun svæðisstjóri RÚVAK leiða þær breytingar sem framundan eru á starfsemi RÚV á landsbyggðinni. Meira →


Feykir.is | 18.8.14 | 17:30

Valt við Varmahlíð með 10 þúsund lítra af olíu

Tangivagninn á hliðinni við Varmahlíð. Mynd: RÚV.is/ Árni Rúnar Hrólfsson

Tengivagn losnaði aftan úr olíubíl með þeim afleiðingum að hann valt út af þjóðsveginum rétt austan við Varmahlíð um hádegisbilið í dag. Í vagninum voru um 10 þúsund lítrar af gasolíu. Meira →