Feykir.is | 31.10.14 | 11:41

Stelpurnar töpuðu fyrsta heimaleik vetrarins

umft_krokodillinn_ferh

Það voru ekki bara strákarnir úr Njarðvík sem spiluðu á Króknum í gærkvöldi. Stelpurnar tóku við eftir að strákarnir luku leik og gekk þeim heldur betur en strákunum og unnu lið Tindastóls, 59-68.

Meira →


Feykir.is | 31.10.14 | 10:57

Kennarafélag FNV styður tónlistarkennara

Frá vortónleikum Tónlistarskóla Austur-Húnavatnssýslu í Neskirkju á Skagaströnd. Ljósmynd af fésbókar-síðunni Menningarlíf á Skagaströnd.

Kennarafélag FNV samþykkti á fundi sínum 29. október síðastliðinn ályktun til stuðnings tónlistarkennurum og stjórnendum tónlistarskóla, en verkfall þeirra hófst fyrir rúmri viku. Ályktunin hljóðar svo:
Meira →Feykir.is | 31.10.14 | 10:57

Frábær sigur Stólanna í skemmtilegum leik

Pétur Bigga Rafns á fullri ferð í leiknum í gær.

Karlalið Njarðvíkinga heimsótti Síkið í gærkvöldi og spilaði við lið Tindastóls í fjórðu umferð Dominos-deildarinnar. Leikurinn var fjörugur og hraður en í þriðja leikhluta spiluðu Stólarnir glimrandi vel, reykspóluðu yfir gestina og unnu að lokum öruggan sigur, lokatölur 86-75.
Meira →


Feykir.is | 31.10.14 | 9:36

Vel mætt í fjöldahjálparstöð í Ásbyrgi – Myndir

0000030297-IMG_5477

Rauði krossinn stóð fyrir landsæfingu í neyðarvörnum, sunnudaginn 19. október, eins og greint var frá í Feyki í síðustu viku.. Æfingin vakti mikla athygli enda í fyrsta sinn í heiminum sem staðið hefur verið fyrir neyðarvarnaræfingu meðal heillar þjóðar. Klúbbur matreiðslumeistara vann með Rauða krossinum að þessum metnaðarfulla viðburði og eldaði kjötsúpu, þjóðarrétt okkar Íslendinga, úr sérvöldu íslensku hráefni.
Meira →


Feykir.is | 31.10.14 | 9:13

Ingibjörg með erindi á ATLAS ráðstefnunni

Ingibjörg Sigurðardóttir.
Dagana 21.-24. október sl. fór fram hin árlega ráðstefna ATLAS (Association for Tourism and Leisure Education and Research), í Búdapest í Ungverjalandi. Að þessu sinni var yfirskrift ráðstefnunnar „Tourism, Travel and Leisure – Sources of Wellbeing, Happiness and Quality of Life?“ 

Meira →


Feykir.is | 30.10.14 | 16:42

Opið bréf frá Samtökum vistheimilabarna

samtok vistheimilabarna

Jón Magnússon, formaður Samtaka vistheimilabarna, hefur ritað opið bréf til Eyglóar Harðardóttur, þingmanns.Þar var eindregið lagst gegn vistheimilinu í Breiðavík með rökum sem bréfritari telur “eiga í dag einnig við um staðsetninguna að Háholti í Skagafirði,” eins og segir í bréfinu. Bréfið í heild sinni er hér að neðan: Meira →


Feykir.is | 30.10.14 | 14:08

Landskeppni smalahundafélags Íslands

Halldór Pálsson, Súluvöllum, og smalahundurinn Píla. Mynd: Caroline Kerstin  Mende.

Landskeppni smalahundafélags Íslands verður haldið á Vorboðavelli við Blönduós helgina 1.-2. nóvember. Allir áhugasamir eru velkomnir að fylgjast með þessum viðburðum og er ókeypis aðgangur fyrir áhorfendur.

Meira →


Feykir.is | 30.10.14 | 14:03

Listi Vísbendingar yfir draumasveitarfélögin

Einkunnir sveitarfélaganna, samkvæmt lista Vísbendingar.

Á vef Húnaþings vestra, www.hunathing.is, segir frá því að Húnaþing vestra er í 5.-8. sæti yfir draumasveitarfélög 2014 með einkunnina 6,9. Það var tímaritið Vísbending, vikurit um viðskipti og efnahagsmál, sem skoðaði hag 36 stærstu sveitarfélaga landsins.
Meira →


Feykir.is | 30.10.14 | 13:59

Eldað fyrir Ísland í Ásbyrgi – Myndir

0000030297-IMG_5477

Rauði krossinn stóð fyrir landsæfingu í neyðarvörnum, sunnudaginn 19. október, eins og greint var frá í Feyki í síðustu viku.. Æfingin vakti mikla athygli enda í fyrsta sinn í heiminum sem staðið hefur verið fyrir neyðarvarnaræfingu meðal heillar þjóðar. Klúbbur matreiðslumeistara vann með Rauða krossinum að þessum metnaðarfulla viðburði og eldaði kjötsúpu, þjóðarrétt okkar Íslendinga, úr sérvöldu íslensku hráefni. Meira →


Feykir.is | 30.10.14 | 12:28

Sr. Gísli í Glaumbæ kjörinn í kirkjuráð

Nýkjörið kirkjuráð. Mynd: kirkjan.is.

Nýtt kirkjuráð var kjörið á kirkjuþingi í dag. Í ráðinu sitja tveir fulltrúar vígðra og tveir fulltrúar leikmanna, kjörnir af þinginu, auk biskups Íslands sem er forseti kirkjuráðs. Sr. Gísli Gunnarsson í Glaumbæ í Skagafirði er annar hinna vígðu fulltrúa en ráðið er kjörið til fjögurra ára.

Meira →


Feykir.is | 30.10.14 | 12:17

Mikil mengun en enginn mælir á Blönduósi

Blönduós í morgun. Mynd: Mbl.is/ Jón Sigurðsson.

Mik­il meng­un er á Blönduósi en eng­inn meng­un­ar­mæl­ir er á svæðinu og því vita íbú­ar ekki hversu mik­il meng­un mæl­ist frá eld­gos­inu í Holu­hrauni, að því er haft er eftir Jóni Sigurðssyni fréttaritara Morgunblaðsins á vefnum mbl.is. Meira →


Feykir.is | 30.10.14 | 12:05

Hótel Tindastóll 130 ára

Hótel Tindastóll. Hallur J. Gunnarsson sendi Feyki þessa mynd.

Hótel Tindastóll á Sauðárkróki er elsta starfandi hótel landsins en það er 130 ára um þessar mundir. Hótelið er enn í fullum rekstri og ætla núverandi eigendur, Tómas H.Árdal og Selma Hjörvarsdóttir að fagna afmælinu með því að bjóða Skagfrðingum, vinum og velunnurum upp á tvo einleiki á föstudagskvöldið; Gísla Súrsson og Fjalla-Eyvindi í flutningi Elvars Loga Hannessonar frá Kómedíuleikhúsinu. Meira →