Feykir.is | 19.12.14 | 12:12

Blóðsykursmælingar á Skagaströnd

lionskl blonduosi

Lionsklúbbur Skagastrandar ætlar að bjóða upp á ókeypis blóðsykursmælingar í tengslum við skötuveisluna í Fellsborg á Þorláksmessu. Verkefnið er unnið í samstarfi við Heilsugæsluna á Skagaströnd. Meira →


Feykir.is | 19.12.14 | 12:07

Piparkökuhúsakeppni í Varmahlíðarskóla

pipar

Í gærmorgun kusu nemendur og starfsfólk sigurvegara í hinn árlegu piparkökuhúsakeppni Varmahlíðarskóla. Ekki mátti tæpara standa þar sem óveðursdagar höfðu tafið bæði undirbúning keppninnar og kosninguna.
Meira →


tengilljolaauglysingjpg

Feykir.is | 19.12.14 | 11:58

Fjölbreytt aðventudagskrá í Skagafirði

2014-12-17 14.06.26

Það er hvítt og jólalegt um að litast í Skagafirði þessa dagana. Þessa síðustu helgi fyrir jól er margt um að vera í firðinum og enginn ætti að þurfa að sitja auðum höndum. Dagskrá aðventunnar birtist í Sjónhorninu og einnig á heimasíðu Sveitarfélagsins. Meira →


Feykir.is | 19.12.14 | 11:11

Góður sigur Tindastóls í síðasta leik fyrir jól

umft_krokodillinn_ferh

Skallagrímsmenn komu í heimsókn í Síkið í gærkvöldi og léku við lið Tindastóls í Dominos-deildinni í körfubolta. Gestirnir voru ólseigir til að byrja með og stóðu vel í Stólunum en í síðari hálfleik tóku heimamenn öll völd og fögnuðu sigri, 104-68, þegar upp var staðið. Meira →


Feykir.is | 19.12.14 | 9:27

Þæfingur og snjóþekja

Allir vegir á Norðurlandi vestra eru færir, nema vegurinn fyrir Skaga.

Þæfingsfærð er á Holtavörðuheiði, í Hegranesi og á Siglufjarðarvegi. Hálka er á öðrum vegum í Skagafirði og Austur-Húnavatnssýslu en krap eða snjóþekja á vegum í Vestur-Húnavatnssýslu. Vegurinn fyrir Skaga er ófær.  Meira →


Feykir.is | 19.12.14 | 9:04

Guðmundur og Aðalheiður á Jaðri í opnuviðtali

48. tölublað Feykis kom út í gær.

Á Jaðri í Hrútafirði búa hjónin Guðmundur Ísfeld og Aðalheiður Jóhannsdóttir, ásamt syni sínum Jóhanni Indriða Ísfeld. Fyrir nokkrum árum drógu þau úr sauðfjárbúskapnum af heilsufarsástæðum en síðan hefur Guðmundur verið að þróa handverk úr hráefni eins og hornum og beinum, sem hlotið hefur góðar viðtökur. Meira →


Feykir.is | 18.12.14 | 12:47

Hjalti, Lára og Svavar Knútur í Blönduóskirkju

Hjónin Hjalti og Lára verða ásamt Svavari Knúti með tónleika í Blönduóskirkju 22. desember kl. 20.

Mánudaginn 22. desember næstkomandi verða haldnir jólatónleikar í Blönduóskirkju en þar ætla þau  Svavar Knútur, Hjalti og Lára að flytja falleg og hugljúf lög. Þau sjá sjálf um allan tónlistarflutning og verður lagavalið litað aðventunni.
Meira →


Feykir.is | 18.12.14 | 12:38

Bókun K – lista Skagafjarðar vegna afgreiðslu fjárhagsáætlunar fyrir Sveitarfélagið Skagafjörð árið 2015

Gréta Sjöfn Guðmundsdóttir

Sú fjárhagsáætlun sem nú liggur hér fyrir til samþykktar í sveitarstjórn er ekki áætlun mikilla breytinga þrátt fyrir sveitarstjórnarkosningar í vor og nýjan meirihluta Framsóknar með aðkomu Sjálfstæðisflokks, þó má sjá merki um kosningaloforð í framkvæmdum. Við í K lista gagnrýnum gefnar væntingar um fjölnotaíþróttahús á Sauðárkróki, en setja á fjármagn í hönnun og kostnaðarmat á næsta ári. Ákvarðanir um nýframkvæmdir á alltaf að taka af yfirvegun og hafa forgangsröðun skýra.

Meira →


Feykir.is | 18.12.14 | 12:36

Þorláksmessutónleikar í Húnaþingi vestra

jolatonlist

Á Þorláksmessu verða jólatónleikar í félagsheimilinu á Hvammstanga þar sem tónlistarfólk úr Húnaþingi vestra spilar og syngur inn jólin. Tónleikarnir hefjast kl. 16:00. Guðný Hrund Karlsdóttir sveitarstjóri flytur inngangsorð og kynnir tónleikanna. 
Meira →


Feykir.is | 18.12.14 | 12:25

Lúsíuhátíð í dag

Frá Lúsíuhátíð árið 2005.

Hin árlega Lúsíuhátíð 6. bekkjar í Árskóla, sem vera átt í gær verður í matsal Árskóla kl. 17 í dag, fimmtudaginn 18. desember. Allir eru hjartanlega velkomnir.
Meira →


Feykir.is | 18.12.14 | 12:12

Amy Fingerle varði meistararitgerð

Mynd: Erla Björk Örnólfsdóttir.

Síðastliðinn föstudag varði Amy Fingerle meistararitgerð sína í sjávar- og vatnalíffræði við fiskeldis- og fiskalíffræðideild Háskólans á Hólum. Ritgerð hennar ber heitið: „Effect of population density on diel activity and growth in stream-dwelling Arctic charr Salvelinus alpinus“, sem útleggst á íslensku: „Áhrif þéttleika á dægursveiflur í virkni og vöxt bleikju Salvelinus alpinus í ám“.
Meira →


Feykir.is | 18.12.14 | 10:56

Hitaveituframkvæmdir í Fljótum ganga vel

Frá hitaveitumframkvæmdum við Langhús í Fljótum. Ljósm./Örn Þórarinsson.

Undanfarna daga hefur verið unnið að borun á holu fyrir heitt vatn við Langhús í Fljótum en ráðgert er að hefja hitaveituvæðingu í Fljótum á næsta ári og er virkjun holunnar hluti af þeim framkvæmdum. Meira →