Feykir.is | 1.2.15 | 12:58

Áhugaverðir fyrirlestrar á Hólum í vikunni

Frá Hólum í Hjaltadal. Ljósm./BÞ

Dr. Edward Huijbens, sérfræðingur Rannsóknarmiðstöð ferðamála, og Dr. Ingeborg Nordbø, dósent í ferðamálafræðum Háskólanum í Telemark í Noregi, halda fyrirlestur á Hólum í Hjaltadal í vikunni, en fyrirlestarnir eru hluti af Vísindi og graut, árlegri fyrirlestraröð ferðamáladeildar Háskólans á Hólum.
Meira →


Feykir.is | 1.2.15 | 12:15

100 ára afmæli kosningaréttar kvenna fagnað

Menningarhúsið Miðgarður. Ljósm./midgardur.skagafjordur.is

Í dag,  1. febrúar, stendur Samband skagfirskra kvenna fyrir Afmælisfagnaði í Miðgarði í tilefni af því að um þessar mundir eru liðin 100 ár síðan íslenskar konur fengu kosningarétt. Dagskráin er frá kl. 15:00 – 17:30, þá verða meðal annars fyrirlestrar og gamanmál, söngur og ljósmyndasýning.

Meira →


tengillgraejubudfeykir2015jpg

Feykir.is | 1.2.15 | 11:09

Króksblót 2015 um næstu helgi

Kampakátir Króksblótargestir árið 2012.

Króksblótið 2015 verður haldið í íþróttahúsinu á Sauðárkróki laugardaginn 7. febrúar nk. kl 20:00. Húsið opnar kl.19:15. Veislustjóri er Óskar Pétursson og Spútnik með Kristjáni Gísla. leikur fyrir dansi. Meira →


Feykir.is | 31.1.15 | 21:24

Skagfirsk fyrirtæki bjartsýn þrátt fyrir ástandið

Frá Sauðárkróki. Ljósm./BÞ

Í byrjun vikunnar bárust af því fréttir að Standard og Poor´s hefði fyrst greiningarfyrirtækja lækkað lánshæfismat á Rússlandi niður í svonefndan ruslflokk. Nokkur fyrirtæki í Skagafirði eru í umtalsverðum viðskiptum við Rússland en forsvarsmenn þeirra eru þrátt fyrir ástandið bjartsýnir á viðskipti þangað.
Meira →


Feykir.is | 30.1.15 | 15:34

Eldur í Húnaþingi 22-25. júlí 2015

Þessi börn stilltu sér upp við hlið forsetahjónanna í garði einum í rauða hverfinu á Hvammstanga.

Unglistahátíðin Eldur í Húnaþingi verður haldin dagana 22.-25. júlí. Vinnuhópur sem sem mun annast undirbúning ásamt framkvæmdastjóra hefur verið skipaður. Framkvæmdastjóri er Sigurvald Ívar Helgason.
Meira →


Feykir.is | 30.1.15 | 11:37

Byltingakennd nýjung um borð í Málmey – FeykirTV

Málmey SK-1 við Sauðárkrókshöfn. Ljósm./ÓAB

Togarinn Málmey SK 1 kom í byrjun vikunnar á Krókinn eftir gagngerar endurbætur í Póllandi og síðan Akranesi. FeykirTV leit um borð í skipið og fékk að skoða aðstæður og berja augum hina nýju vinnslulínu og kælibúnað sem sögð er byltingakennd nýjung í meðferð afla. Meira →


Feykir.is | 30.1.15 | 9:29

Tap eftir framlengingu í Ljónagryfjunni

Minnstu munaði að Darrel Flake næði að stela sigrinum á lokamínútu venjulegs leiktíma.

Tindastólsmenn komu niður úr skýjunum eftir sigurinn gegn KR þegar þeir mættu spræku liði Njarðvíkinga í Ljónagryfjunni suður með sjó í gærkvöldi. Hörmulegur annar leikhluti Stólanna setti þá í bobba en strákarnir náðu að jafna og komast yfir með harðfylgi en Njarðvíkingar náðu í framlengingu og þar höfðu heimamenn betur og sigruðu 107-99. Meira →


Feykir.is | 29.1.15 | 19:05

Top Reiter keppir í KS-Deildinni 2015

Liðstjóri Top Reiter liðsins sem keppir í KS-Deildinni 2015 er Teitur Árnason. Ljósm./Jón Björnsson.

Meistaradeild Norðurlands kynnir fjórða lið vetrarins til leiks en það er skipað einstaklingum sem ekki kepptu í deildinni í fyrra, lið Top Reiter. Liðstjórinn er Teitur Árnason og með honum eru Fanney Dögg Indriðadóttir, Fredrica Fagerlund og Hallfríður Sigurbjörg Óladóttir. Mótaröðin hefst 11. febrúar nk. Meira →


Feykir.is | 29.1.15 | 17:18

Klífur fjöll til góðra verka

Hildur Valsdóttir (til hægri) frá Hvammstanga er í opnuviðtali Feykis þessa vikuna.

Hildur Valsdóttir hefur alltaf elskað að ferðast og fékk þá stórgóðu hugmynd að nota ferðalögin til að láta gott af sér leiða. Í september á síðastliðnu ári kleif hún Kilimanjaro, hæsta fjall Afríku, og styrkti um leið fátækar stúlkur í Tanzaníu til skólagöngu. Í ár ætlar Hildur að toppa fyrra afrek og klífa hæsta fjall Suður-Ameríku, Aconcagua í Andesfjöllunum, sem er þúsund metrum hærra en Kilimanjaro.
Meira →


Feykir.is | 29.1.15 | 14:44

Opið hús í þurrkhúsi Fisk

Þurrkhús Fisk Seafood verður opið til sýnis á sunnudaginn kemur.

Ný verksmiðja Fisk Seafood að Skarðeyri 13 á Sauðárkróki verður opin almenningi til sýnis næstkomandi sunnudag frá kl. 15 til 17. Um er að ræða verksmiðju fyrir þurrkaðar afurðir sem hefur verið í smíðum síðan vorið 2013.
Meira →


Feykir.is | 29.1.15 | 13:21

„Krafan er skýr, eðlileg og sanngjörn“

Þórarinn Sverrisson formaður Öldunnar stéttarfélags í Skagafirði.

Þórarinn Sverrisson formaður Öldunnar stéttarfélags í Skagafirði er í viðtali í prentútgáfu Feykis, sem kom út í dag. Tilefnið er að Starfsgreinasamband Íslands afhenti Samtökum atvinnulífsins fyrr í vikunni kröfugerð sína vegna komandi kjaraviðræðna. Farið er fram á krónutöluhækkanir á laun og að lægsti taxti verði 300 þúsund krónur á mánuði innan þriggja ára. Sérstaklega verði horft til gjaldeyrisskapandi atvinnugreina við launahækkanir.  Meira →


Feykir.is | 29.1.15 | 10:12

Stúlkurnar máttu þola tap í Grafarvoginum

umft_krokodillinn_ferh

Kvennalið Tindastóls spilaði um síðustu helgi við lið Fjölnis í Grafarvoginum í 1. deild kvenna í körfunni. Eftir erfiða byrjun náðu stelpurnar að krafsa sig inn í leikinn en það voru hinsvegar heimastúlkur sem voru sterkari á endasprettinum og unnu að lokum 16 stiga sigur, 70-54. Meira →