Feykir.is | 1.9.14 | 15:47

Ullarþvottur í Sauðá ljósmynd mánaðarins á vef Þjóðminjasafnsins

Ullarþvottur í Sauðá. Stefanía Emilía Guðrún Lárusdóttir (1896-1993) og var frá Skarði í Gönguskörð­um. Brynjólfur Danivalsson (1897-1972) í Árbæ, Suðurgötu 24, á Sauðárkróki. Ljósm./Þorsteinn Jósepsson, fengin af vef Þí.

Ljósmynd septembermánaðar hjá Þjóðminjasafni Íslands er af Stefaníu Emilíu Guðrúnu Lárusdóttur (1896-1993) frá Skarði í Gönguskörðum og Brynjólfi Danivalssyni (1897-1972) frá Litla-Vatnsskarði. Þau voru einnig þekkt sem Emma og Binni í Árbænum, sem nú er Suðurgata 24 á Sauðárkróki.
Meira →


Feykir.is | 1.9.14 | 11:52

Vetraropnun í sundlauginni í Varmahlíð

Íþróttamiðstöðin í Varmahlíð. Mynd: Tindastoll.is.

Frá og með deginum í dag, 1. september, verður opið í sundlauginni í Varmahlíð sem hér segir: Mánudaga og fimmtudaga kl.  9:00-21:00. Þriðjudaga og miðvikudaga kl. 9:00-20:00. Föstudaga kl. 9:00-14:00. Laugardaga kl. 10:00-15:00. Sunnudaga í september kl. 10:-15:00.
Meira →Feykir.is | 1.9.14 | 11:35

Tíu Íslandsmeistaratitlar til Skagfirðinga

UMSS hópurinn á Gautaborgarleikarnir í frjálsíþróttum sem haldnir voru á Ullevi-leikvanginum í Gautaborg í júní sl. Ljósm./fengin af facebook síðu Frjálsíþróttadeild Tindastóls.

Meistaramót Íslands í frjálsíþróttum, fyrir 15-22 ára, fór fram á Selfossi helgina 26.-27. júlí. Lið UMSS stóð sig frábærlega á mótinu en samkvæmt vef Tindastóls vann liðið 10 Íslandsmeistaratitla í aldursflokkunum fjórum sem keppt var í, og alls til 30 verðlauna, 10 gull-, 10 silfur- og 10 bronsverðlauna. Meira →


Feykir.is | 1.9.14 | 11:02

Mikið umleikis í Sauðárkrókshöfn

Úr Sauðárkrókshöfn.

Það er þó nokkuð umleikis í Sauðárkrókshöfn í dag. Verið er að landa úr Klakki SK-5 og Farsæli SH-30. Klakkur er með 116 tonn af þorski og 5,5 tonn af ufsa. Farsæll með um það bil 26 tonn af þorski og 4,5 tonn af ufsa. Þá bíður Málmey eftir löndun. Meira →


Feykir.is | 1.9.14 | 9:50

Kenýsk áhrif á Krókinn?

Carren er 25 ára sjálfboðaliði á vegum AUS samtakanna sem vantar heimili á Sauðárkróki.

Um þessar mundir eru sjálfboðaliðasamtökin Alþjóðleg ungmennaskipti, AUS, að leita að fósturfjölskyldum fyrir unga sjálfboðaliða sem munu dveljast á Íslandi á komandi starfsári.  Meira →


Feykir.is | 1.9.14 | 9:28

Baldur og Aðalsteinn Íslandsmeistarar

Baldur og Aðalsteinn í lok Skagafjarðarrallýsins í júlí sl.

Átján áhafnir mættu til leiks í Alþjóðarallýinu, sem í daglegu tala gengur undir nafninu Reykjavíkurrallýið, en það fór fram um helgina. TímON félagarnir Aðalsteinn Símonarson úr Borgarnesi og Baldur Haraldsson frá Sauðárkróki mættu til keppni með sextán stiga forskot. Lönduðu þeir Íslandsmeistaratitlinum í þessari síðustu keppni ársins.
Meira →


Feykir.is | 1.9.14 | 9:11

Rigning með köflum í dag

Veðrið kl. 12 á hádegi í dag, skv. spá Veðurstofu Íslands. Mynd: Veður.is

Á Ströndum og Norðurlandi vestra er vaxandi suðvestan átt, 5-10 um hádegi og rigning með köflum. Suðvestan 8-15 í kvöld og úrkomumeira, en dregur úr vindi og úrkomu á morgun. Hiti 7 til 15 stig. Meira →


Feykir.is | 31.8.14 | 12:05

Nýtt skólaár hafið í Háskólanum á Hólum

Frá nýnemadögum í Háskólanum á Hólum. Ljósm. fengin af vef skólans.

Nýnemadögum við Háskólann á Hólum lauk í síðustu viku en haustönn 2014 hófst formlega mánudaginn 25. ágúst. Samkvæmt vef Hólaskóla var dagskrá nýnemadaga ætluð öllum nýnemum, jafnt staðnemum sem fjarnemum – sem mættu þá í sína fyrstu staðbundnu lotu, hvort sem þeir eru að hefja nám í fiskeldisfræði eða á einhverri hinna þriggja grunnnámsbrauta ferðamáladeildar. Meira →


Feykir.is | 31.8.14 | 11:37

Einn fótbrotinn og annar úr mjaðmarlið

Björgunarsvetin Húnar við störf. Myndin tengist fréttinni ekki beint. Ljósm./hunar.123.is

Björgunarsveitir í Húnavatnssýslu sóttu slasaðan mann innan og ofan við bæinn Þorgrímsstaði í Vatnsnesi í gær. Samkvæmt heimasíðu Landsbjargar var talið að maðurinn, sem var á göngu, hafi verið fótbrotinn. Ábúendur Þórgrímsstaða komu manninum til aðstoðar og biðu með honum eftir björgunarsveitum. Meira →


Feykir.is | 30.8.14 | 19:54

Þrjú á þremur mínútum hjá Þrótti

303123_168489839899812_28872448_n

Tindastóll spilaði við lið Þróttar Reykjavík á Valbjarnarvellinum í dag. Ekki tókst strákunum að næla í stig og fóru leikar þannig að heimamenn gerðu fjögur mörk en Stólarnir ekkert. Meira →


Feykir.is | 30.8.14 | 8:31

Nauðsynlegt að huga að lausamunum

Óveðurský

Á heimasíðu VÍS er fólk hvatt til að vera á varðbergi og fylgjast vel með veðurspám vegna djúprar lægðar sem á að ganga yfir landið á morgun, sunnudag. Vísað er í orð Einars Sveinbjörnssonar hjá Veðurvaktinni: „Óvenjulegt veðurkerfi gengur yfir landið á sunnudag með stormi nú í lok sumars.“
Meira →


Feykir.is | 29.8.14 | 13:32

Höfuðdegi fylgir svipað veðurfar í þrjár vikur

Ef veðrið næstu þrjár vikurnar verður eitthvað svipað og í dag, á höfuðdegi, þurfa íbúar svæðisins engu að kvíða.

Nú er 29. ágúst er höfuðdagur, en skv. gamalli þjóðtrú er veðrátta þann dag fyrirboði um komandi tíð, það er á höfuðdegi á veðrátta að breytast og haldast þannig næstu þrjár vikur. Mikilvægt þótti hafa lokið heyskapur þann dag ef tíð var góð. Meira →