Feykir.is | 20.9.14 | 14:29

Bjart yfir mönnum og hrossum í Skrapatungurétt

Stóðið rekið í Skrapatungurétt, 14. september 2014. Ljósm./BÞ

Ævintýri norðursins í Skrapatungurétt í Laxárdal Austur-Húnavatnssýslu fór fram um sl. helgi. Farið var í stóðsmölun á laugardaginn og að venju var gestum boðið að taka þátt í smölun og upplifa þá tilkomumiklu sjón að sjá stóðið renna út Laxárdalinn í Skrapatungurétt.
Meira →


Feykir.is | 20.9.14 | 12:59

Störfum skilað

Gunnar Bragi Sveinsson, utanríkisráðherra.

Sigurður Ingi Jóhannsson sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra hefur tekið þá góðu ákvörðun að flytja Fiskistofu til Akureyrar. Það hefur sýnt sig að flutningur opinberra stofnana og starfa út á land skilar miklu fyrir það samfélag sem tekur við stofnuninni og stofnanirnar dafna vel.

Meira →Feykir.is | 20.9.14 | 11:10

Síðasti leikur tímabilsins í dag

Fannar Kolbeins skallar naumlega framhjá marki gestanna í leik Tindastóls og Grindavíkur um sl. helgi.

Meistaraflokkur karla hjá Knattspyrnudeild Tindastóls spilar síðasta leik sinn á tímabilinu í dag við Leikni á Leiknisvelli í Breiðholtinu í Reykjavík kl. 14:00. Skagfirðingar sem staddir eru á höfuðborgarsvæðinu eru hvattir til að fjölmenna á völlinn og styðja strákana á lokametrunum.    Meira →


Feykir.is | 19.9.14 | 15:49

Króksbrautarhlaupið á morgun

Frá Króksbrautarhlaupinu í fyrra. Ljósm./GSG

Sumarstarfi Skokkhópsins á Sauðárkróki lýkur á morgun, þann 20. september, með hinu árlega Króksbrautarhlaupi. Þá velur fólk sér þá vegalengd sem það ætlar sér að leggja að baki og hleypur á Krókinn á brautinni milli Varmahlíðar og Sauðárkróks. Hægt er að hlaupa, ganga, hjóla eða koma sér áfram á annan hátt til að vera með, segir Árni Stefánsson skipuleggjandi Króksbrautarhlaupsins.
Meira →


Feykir.is | 19.9.14 | 15:44

FNV í 2. sæti í sínum flokki í átakinu Hjólum í skólann

Bóknámshús Fjölbrautaskóla Norðurlands vestra. Mynd: fastrik.is

Fjölbrautaskóli Norðurlands vestra varð í 2. sæti í sínum flokki í átakinu Hjólum í skólann, sem varði frá 12. – 16. september, á eftir Menntaskólanum á Ísafirði. Í átakinu kepptust nemendur og starfsmenn framhaldsskólanna um að nýta sem oftast virkan ferðamáta til og frá skóla.  

Meira →


Feykir.is | 19.9.14 | 12:05

Súpufundur Félags ferðaþjónustunnar

Ólöf Ýrr Atladóttir ferðamálastjóri á fundinum í gær.

Félag ferðaþjónustunnar í Skagafirði hélt súpufund á Hótel Mælifelli á Sauðárkróki í gær. Meðal gesta fundarins voru Arnheiður Jóhannsdóttir hjá Markaðsstofu Norðurlands og Ólöf Ýrr Atladóttir ferðamálastjóri. Félagsmenn fjölmenntu og hlýddu á fróðleg erindi um það sem er á brennidepli í ferðamálum á svæðinu.
Meira →


Feykir.is | 19.9.14 | 11:30

Norræna skólahlaupinu frestað vegna gasmengunar

Mistur yfir Skagafirði, vegna gasmengunar. þann 18. september 2014. Ljósm./BÞ

Norræna skólahlaupinu, sem átti að fara fram í Varmahlíðarskóla í morgun, var frestað vegna gasmengunar. Á heimasíðu skólans segir að þrátt fyrir að skyggni og blítt veður sé úti voru ráðleggingar Umhverfisstofnunar í morgun á þá leið að mengunin gæti verið varasöm fyrir þátttakendur. Meira →


Feykir.is | 19.9.14 | 10:49

Einar Georg og Ásgeir Trausti árita Hverafugla

Kápa bókarinnar Hverafuglar.

Í dag klukkan 16:30 munu feðgarnir Einar Georg Einarsson á Laugarbakka og Ásgeir Trausti árita nýútkomna ljóðabók Einars, Hverafuglar, í kaffihorni KVH á Hvammstanga. Bókin er myndskreytt af Ásgeiri Trausta. Meira →


Feykir.is | 19.9.14 | 10:07

Mesta umferð um Hringveginn frá 2007

Húnaþing vestra

Umferðin á Hringveginum í ágúst reyndist 7,5 prósentum meiri en í sama mánuði í fyrra. Aldrei áður hafa fleiri bílar farið um Hringveginn í ágúst, samkvæmt vef Vegagerðarinnar. 
Meira →


Feykir.is | 19.9.14 | 9:53

Leggur í hann á Kilimanjaro

Hildur Valsdóttir.

Í dag mun Hildur Valsdóttir frá Hvammstanga leggja upp í ævintýralegt ferðalag, en ferðinni er heitið á hið 5895 metra háa fjall Kilimanjaro sem er hæsta fjall Afríku og hæsta frístandandi fjall heimsins. Hildur er í dag búsett í Stavanger í Noregi en heldur mikilli tryggð við Hvammstanga.
Meira →


Feykir.is | 19.9.14 | 9:43

Ásgeir Trausti kominn í nýja hljómsveit

uniimog

Húnvetnski tónlistarmaðurinn Ásgeir Trausti hefur gengið til liðs við nýja hljómsveit sem hlotið hefur nafnið Uniimog. Ásamt honum eru þeir Guðmundur, Þorsteinn og Sigurður úr Hjálmum í hinu nýja bandi sem er með sína fyrstu plötu í smíðum.
Meira →


Feykir.is | 19.9.14 | 9:32

Listaverkið Sólúr vígt á Skagaströnd á morgun

Frá Skagaströnd.

Á morgun, laugardaginn 20. september klukkan 14:00, verður listaverkið Sólúr, sem reist hefur verið á Hnappstaðatúni á Skagaströnd, formlega vígt. Listaverkið er eftir hinn þjóðkunna listamann Magnús Pálsson og er tilvísun í samspil tímans og sólargangsins þar sem gömul eyktarmörk eru í heiðri höfð. Meira →