Er eina lausnin að flytja burt? - Opið bréf til Sveitarfélagsins Skagafjarðar og Akrahrepps

Varmahlíð í Skagafirði. Ljósm./BÞ
Varmahlíð í Skagafirði. Ljósm./BÞ

Foreldrar ungra barna í Varmahlíð og nágrenni eru að vakna upp við þann vonda draum að trygga daggæslu fyrir börnin þeirra er ekki að finna í Varmahlíð eða nágrenni. Leikskólinn er sprunginn og þar eru komin mörg börn á biðlista. Eina dagmóðirin sem starfandi er í Varmahlíð mun hætta störfum frá og með 1. nóvember og er fólk farið að sjá fram á að þurfa að segja upp starfi sínu vegna vandans.

Þar sem ekkert þokast í viðræðum Sveitarfélagsins Skagafjarðar og Akrahrepps finnst okkur foreldrum í framsveitum fjarðarins vera kominn tími á einhverjar úrlausnir.

Þessi tvö sveitarfélög hafa ekki komist að samkomulagi um það hvort starfsemi leikskólans muni flytja í Varmahlíðarskóla eða byggja eigi við núverandi húsnæði leikskólans. En það sem við óskum eftir strax er að bráðabyrgðalausn finnist á vandanum sem upp er kominn í dag þannig að börnin okkar fái daggæslu sem fyrst.

Við teljum að þetta ástand sem upp er komið sé ekki þessum sveitafélögum til framdráttar. Þar sem að Sveitarfélagið Skagafjörður leggur áherslu á að fá ungt fólk í Skagafjörð þurfa þessir hlutir að vera í lagi.

Í Fjölskyldustefnu Sveitarfélags Skagafjarðar stendur að stuðlað sé að því að „...foreldrum standi til boða örugg daggæsla fyrir börn sín frá því að fæðingarorlofi lýkur og þar til skólaganga hefst.“

Sökum seinagangs sveitarfélaganna er fólk alvarlega að íhuga að segja upp vinnu sinni og flytja burt. Eins og staðan er í dag virðist það vera eina lausnin sem sveitarfélögin bjóða upp á.

Erum við fús til að vinna að lausn vandans með sveitarfélögunum og fyrsta skrefið er að boða til opins fundar nk. mánudag með íbúum og fulltrúum sveitarfélaganna.

Við krefjumst lausnar hið fyrsta.

  • Sigurður Jóhannsson
  • Anita Ómarsdóttir
  • Helga Rós Sigfúsdóttir
  • Sigurður Óli Ólafsson
  • Ólöf Ólafsdóttir
  • Stefán Halldór Magnússon
  • Finnur Sigurðarson
  • Anna Lilja Guðmundsdóttir
  • Kristín Halla Bergsdóttir
  • Guttormur Hrafn Stefánsson
  • Stefán Gísli Haraldsson
  • Unnur Gottsveinsdóttir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir