Alexandersflugvöllur fullnægir öryggishlutverki fyrir íbúa, að mati samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra

Flugmenn Mýflugs þurfa oft að eiga við erfið vallarskilyrði við sjúkraflug. Ljósm./Myflug.is
Flugmenn Mýflugs þurfa oft að eiga við erfið vallarskilyrði við sjúkraflug. Ljósm./Myflug.is

Í svari Jóns Gunnarssonar, samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra, við fyrirspurn Bjarna Jónssonar varaþingmanns Vg um Alexandersflugvöll á Sauðárkróki kemur fram það mat ráðherra að þjónusta við flugvöllinn fullnægi öryggishlutverki hans fyrir íbúa á áhrifasvæði hans.

„Með bættum vegasamgöngum verður áætlunarflug á Alexandersflugvöll aðeins rekið á markaðslegum forsendum líkt og gildir um Akureyri og Húsavík. Almenn forsenda fyrir ríkisstyrki í flugi er að skapa aðstæður til að hægt sé að nálgast nauðsynlega opinbera þjónustu á höfuðborgarsvæðinu með akstri eða samþættingu aksturs og flugs á innan við 3,5 klst. ferðatíma og gildir það t.d. um styrki til flugs frá Grímsey og Hornafirði,“ segir ráðherra. Þjónustustig flugvallarins er nú formlega skilgreint sem „lendingarstaður“ og blindaðflug er skilgreint á flugvöllinn en þjónusta er veitt allt árið.

Bjarni spurði m.a. að því hvort öryggisbúnaður og nauðsynlegur búnaður vegna lendinga á Alexandersflugvelli hafi verið skertur á undanförnum árum og ef svo er, hvernig og hvers vegna. Fram kom hjá ráðherra að Isavia hafi dregið úr tækjabúnaði flugvallarins. „Sá tækjabúnaður sem var á flugvellinum var kominn til ára sinna og hefur ekki verið endurnýjaður. Samningar eru til staðar við verktaka á svæðinu um snjóruðning og söndun flugbrautar og Isavia sér um þjálfun á starfsmönnum sem hafa full réttindi í turnþjónustu. Sama fyrirkomulag er á fleiri flugvöllum í innanlandskerfinu. Eins og sést að framan er opnun tryggð allt árið með mismunandi viðbragðstíma eftir árstíðum.

Viðhorf Jóns Gunnarssonar ráðherra þess efnis að Alexandersflugvöllur verði á ný tekinn í notkun sem virkur flugvöllur í samgönguneti landsmanna er nokkuð skýr en það er mat ráðherra að þjónusta við flugvöllinn fullnægi öryggishlutverki hans fyrir íbúa á áhrifasvæði hans.

„Með bættum vegasamgöngum verður áætlunarflug á Alexandersflugvöll aðeins rekið á markaðslegum forsendum líkt og gildir um Akureyri og Húsavík. Almenn forsenda fyrir ríkisstyrki í flugi er að skapa aðstæður til að hægt sé að nálgast nauðsynlega opinbera þjónustu á höfuðborgarsvæðinu með akstri eða samþættingu aksturs og flugs á innan við 3,5 klst. ferðatíma og gildir það t.d. um styrki til flugs frá Grímsey og Hornafirði. Hægt er að komast frá Sauðárkróki akandi og um Akureyrarflugvöll á um 3,5 klst. ferðatíma. Tilraunir sem hafa verið gerðar á rekstri áætlunarflugs á Alexandersflugvöll hafa ekki skilað nægilegum farþegafjölda og niðurstöður ítarlegrar könnunar sem gerð var í tengslum við félagshagfræðilega greiningu á áætlunarflugi innan lands haustið 2013 benti til þess að íbúar á áhrifasvæðinu kysu fremur að nýta aðra ferðamáta,“ segir Jón.

Sjá nánar HÉR

Tengd frétt: 

Spyr ráðherra hver staða Alexandersflugvallar á Sauðárkróki sé

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir