Costa og Senegalar farnir en Martin tekinn við þjálfarastöðunni

Israel Martin á sinni fyrstu æfingu sem aðalþjálfari þessa leiktíðar. Mynd: PF
Israel Martin á sinni fyrstu æfingu sem aðalþjálfari þessa leiktíðar. Mynd: PF

Stjórn körfuknattleiksdeildar Tindastóls hefur komist að samkomulagi við Jose Maria Costa um að hann láti af störfum sem yfirþjálfari félagsins. Er stjórnin sammála um að leiðir Costa og stjórnar liggi ekki í sömu átt og því var komist að samkomulagi um að hann léti af störfum. Pape Seck og Mamadou Samb hafa einnig verið leystir undan samningi og leika ekki meira fyrir félagið.

Að sögn Stefáns Jónssonar formanns deildarinnar vill stjórnin koma fram sínu mesta þakklæti til Costa fyrir hans framlag til félagsins undanfarið eitt ár sem og til leikmannanna tveggja.

Félagið hefur gengið frá ráðningu við Israel Martin um að hann taki við stöðu yfirþjálfara og er hann núna í þessum skrifuðum orðum að stýra sinni fyrstu æfingu sem slíkur. Eins og allir vita þá er hann öllum hnútum kunnugur innan félagsins sem fyrrverandi þjálfari liðsins og aðstoðarþjálfari í haust.

Félagið hefur gengið frá ráðningu á Bandaríkjamanninum Antonio Kurtis Hester og er hann væntanlegur til landsins í nótt. Hester, sem Tindastóll hafði samið við í sumar, er kraft framherji, rétt tæplega tveggja metra hár, og hefur leikið með Miami Midnites í ABA deildinni vestan hafs. Stefán segir að þar sem allir pappírar voru til frá því í ágúst tók óvenju stuttan tíma að fá Kurtis til landsins.

Tengdar fréttir:

Sambaboltinn ekki áberandi í Síkinu

Mamadou Samb í stað Kurtis Hester

Ísrael Martin Concepción aftur í Síkið

Seck Pape Abdoulaye og Antonio Kurtis Hester til Tindastóls

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir