Makaskipti höfð á Minjahúsinu og Aðalgötu 21-21a

Kaupfélag Skagfirðinga og Sveitarfélagið Skagafjörður hafa makaskipti á Minjahúsinu við Aðalgötu 16b og Aðalgötu 21-21a. Myndir/BÞ
Kaupfélag Skagfirðinga og Sveitarfélagið Skagafjörður hafa makaskipti á Minjahúsinu við Aðalgötu 16b og Aðalgötu 21-21a. Myndir/BÞ

Byggðarráð Sveitarfélagsins Skagafjarðar samþykkti í gær að gerður verði samningur við Kaupfélag Skagfirðinga um makaskipti á Minjahúsinu að Aðalgötu 16b og Aðalgötu 21-21a, þ.e. Gamla samlagið að fyrrverandi Iðju meðtalinni og Gránu, með það í huga að nota húsnæðið undir starfsemi Byggðasafns Skagfirðinga á Sauðárkróki.

Í fundargerð kemur fram að byggðarráð samþykkir makaskiptin með fyrirvara um gerð og samþykkt samnings þar um. Jafnframt samþykkir byggðarráð að farið verði í stefnumótunarvinnu varðandi framtíðarskipulag og nýtingu húsnæðisins.

„Minjahúsið Aðalgata 16b er 651fm, Aðalgata 21-21a er 1200fm, því felast mikil tækifæri í makaskiptunum enda núverandi húsnæði Minjasafnsins á Sauðárkróki orðið of lítið og mjög óhentugt undir starfssemina,“ segir í fundargerð.   

Samþykkt var að boða Atvinnu-, menningar- og kynningarnefnd sveitarfélagsins til fundar um næstu skref.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir