Íþróttir

Konukvöld hjá Pílukastfélagi Skagafjarðar í kvöld milli kl. 20-22

Í kvöld, miðvikudaginn 29. nóvember, milli kl. 20-22 ætlar Pílukastfélag Skagafjarðar að halda konukvöld í aðstöðuhúsi félagsins að Borgarteig 7 á Sauðárkróki. Sylvía Dögg Gunnarsdóttir, ein af meðlimum klúbbsins, ætlar að vera til handar fyrir þær konur sem mæta í kvöld og vilja fá smá leiðsögn í pílukasti. Pílukastfélagið hvetur allar konur sem hafa áhuga á að prufa pílu að mæta og hafa gaman saman.
Meira

Ægir Björn í 3. sæti á The European Championship 2023 í Bretlandi

Dagana 25. og 26. nóvember fór fram The European Championships 2023 í Bretlandi en sex einstaklingar frá Norðurlandi komust inn á mótið og voru þau, að þessu sinni, einu Íslendingarnir sem kepptu í ár en margir af þekktari Crossfitturum landsins hafa tekið þátt í þessari keppni og náð mjög góðum árangri.
Meira

Krækjurnar í 5. sæti eftir fyrsta mótið í Íslandsmótinu

Blakfélagið Krækjur á Sauðárkróki fóru í byrjun nóvember til Húsavíkur á fyrsta mótið af þrem sem haldið er í Íslandsmótinu í blaki í 2. deildinni í vetur. Þar spiluðu þær sex leiki og uppskáru þrjá sigra og þrjú töp og enduðu í 5. sæti með 11 stig.
Meira

Tindastóll í 5. sæti fyrir níundu umferð í Subway-deildinni

Það voru gleðitíðindi í Síkinu síðasta fimmtudag þegar meistaraflokkur karla vann Hauka 78-68. Síðustu tveir leikir fram að þessum leik voru því miður ekki búnir að vera liðinu til góða enda meiðsli að hrjá liðið og því tap á móti sterku liði Njarðvíkur og Stjörnunnar staðreynd.
Meira

Körfuknattleiksdeild Tindastóls hefur samið við bandaríska leikmanninn Jacob Callowa

Á Facebook-síðu Körfuknattleiksdeildar Tindastóls segir að deildin sé búin að semja við bandaríska leikmanninn Jacob Callowa. Jabob er framherji og 203 cm á hæð og kemur frá liði KB Peja í Kósovó þar sem hann var með rétt tæp 15 stig í leik í deildinni þar og í evrópukeppninni. Jacob er þó flestu Tindastólsfólki kunnugur frá tíma sínum í Val tímabilð 21-22 þar sem Valsmenn tryggðu sér titilinn í lokaseríu gegn Tindastól.
Meira

Jón Oddur vann efstu deildina í fimmtu umferðinni

Fimmta umferð í Kaffi Króks deildinni hjá Pílukastfélagi Skagafjarðar fór fram í síðustu viku og mættu 14 einstaklingar til leiks. Spilað var í þremur deildum að þessu sinni og var mótið spennandi að venju, en á endanum hafði Jón Oddur Hjálmtýsson sigur í fyrstu deildinni.
Meira

fimmti sigurinn í röð hjá Stólastúlkum

Á laugardaginn spilaði mfl. kvenna á móti Aþenu í hörkuleik í Síkinu og enduðu leikar með því að Stólastúlkur unnu leikinn 63-57. Í leiknum skoraði Ify 21 stig, Emese setti niður 18 stig, Adriana var með 12 stig, Anika, Rannveig og Eva skoruðu svo allar 4 stig.
Meira

Leikur í Síkinu kl. 18 hjá mfl. kvenna

Stólastúlkur eiga leik við Aþenu í Síkinu kl. 18 í dag og mælum við með því að bjóða fjöllunni í grillaða hammarar í kvöldmatinn fyrir leikinn. Stólastelpur sitja nú í sjötta sæti eftir sex leiki en lið Aþenu er í því þriðja. Nú er bara um að gera að mæta í Síkið og styðja stelpurnar til sigurs.
Meira

Heimaleikir framundan

Í dag er leikdagur hjá meistaraflokki karla í körfubolta, þegar Haukar sækja Tindastól heim og hefst leikurinn klukkan 19:15. Í síðustu leikjum hefur verið mjótt á munum, framlengingar, svekkjandi töp og meiðsli. Upp upp og áfram Tindastóll. Hægt verður að kaupa hamborgara frá klukkan 18:15.
Meira

Stóllinn 2023/2024 er kominn út

Nýr árgangur af Stólnum, kynningarblaði körfuknattleiksdeildar Tindastóls, er kominn í dreifingu en það er kkd. Tindastóls og Nýprent sem gefa blaðið út. Starfsfólk Nýprents hafði veg og vanda af efnisöflun og skrifum ásamt nokkrum gestaskrifurum en það er svo Davíð Már Sigurðsson sem á meginpart myndanna í Stólnum.
Meira